Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ í 1 í LANDINU ISLAND er óvenju auðugt af náttúruminjum og sjaldgæfum jarðmyndunum. Gersemar ís- lenskrar náttúru laða að ferða- menn sem koma til að skoða og dást að þeim óvenjulegu fyrirbær- um sem hér er víða að fínna. Hægt er að njóta arðs og ánægju af þess- um verðmætum um langan aldur, eða hafa af þeim stundargróða og spilla um alla framtíð. Því miður hefur verið unnið hér óbætanlegt tjón á ýmsum náttúru- verðmætum á umliðnum árum, meðal annars við efnistöku. Sjald- gæfum jarðmyndunum mokað í húsgrunna og vegfyllingar; áber- andi fjallshlíðar og dulúðugar hraunbreiður merktar örum eftir vélskóflurnar. Einn viðmælenda vegna þessarar greinar benti á að til skamms tíma hefðu menn mátt rústa fjöllum og moka upp dýrmætum jarðmyndun- um og breyta þannig landinu til frambúðar, þótt þeir mættu ekki breyta gluggapóstum heima hjá sér án leyfis. Það er talandi dæmi um hin breyttu viðhorf að nú stendur yfír mikil endurskoðun mikilvægra lagabálka sem lúta að umgengni okkar við umhverfíð. Tímamótaskýrsla Náttúruverndarráð kannaði, að beiðni umhverfisráðuneytisins, ástand efnistöku og námagraftar hér á landi árið 1995. I framhaldi af því var gefin út skýrsla, Námur á Islandi, (Náttúruverndarráð, nóv- ember 1995), sem Ragnar Frank Kristjánsson landslagsarkitekt samdi, og haldin ráðstefna um ástand efnistökumála. Samkvæmt skýrslunni var hér á landi vel á þriðja þúsund efnis- náma, ýmist í notkun eða aflagðar. Yfirleitt var um malarnámur að ræða, en einnig nokkuð um grjót- og sandnámur. Þá voru hraun-, gjall- og vikurnámur, bólstrabergs- námur og fáeinar leir- og moldar- námur. Hreinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri rannsóknar- og þró- unarsviðs Vegagerðarinnar, hefur haldið utan um rannsóknir og skráningu á jarðefnanámum fyrir hönd stofnunarinnar. Þar hefur verið safnað upplýsingum um gamla og nýja efnistökustaði, nám- ur í notkun og sem búið er að loka og mögulega staði til efnistöku. Mun þetta vera umfangsmesta skráin af þessu tagi hér á landi. Hreinn telur að efnistökustaðir séu oftaldir í skýrslunni og efnisnámur hér á landi séu nálægt tvö þúsund talsins. Opinberir aðilar nota mest Samkvæmt skýrslunni voru flest- ar námurnar í einkaeign en opin- berir aðilar og verktakar á þeirra vegum notuðu um 90% af efninu sem numið var. Einnig selja land- eigendur efni til verktaka og nota námumar í eigin þágu. Morgunblaðið/RAX DSorp og brotamálmar safn- ast nú sums staðar í gamlar gryfjur og efnisnámur. Jafnvel má sjá slíkt við fjölfarna vegi landsins. DÁætlað hefur verið að um 6 milljónir rúmmetra af jarðefnum þurfi til ýmissa fram- kvæmda á hverju ári. Náttúru- verndaryfirvöld telja að um- gengni sé víða ábótavant og loka megi mörgum námum sem hætt er að nota. DGamlar efnisnámur geta orðið glæsilegar eins og sjá má eftir ræktunarátak í Ullarnes- brekkum við Vesturlandsveg. Þarna voru efnisnámur um tugi ára og bar landið þess merki. I fyrra lauk ræktunarátaki sem var samvinnuverkefni samtakanna Gróður fyrir fólk, Landsvirkjunar og Mosfellsbæjar með stuðningi ýmissa aðila. Rofabörð voru stungin niður, dreift lífrænum áburði og fræi og gróðursettar um 40 þúsund trjáplöntur. Þarna á að vaxa upp skógur og vera fótboltavöllur og skíðabrekka. Fyrr á þessum áratug kannaði Vegagerðin hvað mikið væri tekið á ári af möl, sandi, grjóti og öðrum slíkum jarðefnum á landsvisu. Aætlað var að það væru um sex milljónir rúmmetra sem mun vera þrefalt til fimmfalt það magn sem notað er annars staðar á Norður- löndum miðað við höfðatölu. Mest af efninu, eða um 60%, fór til vega- gerðar, að sögn Hreins Haralds- sonar. Aðrir stórir póstar voru fyll- ingarefni vegna húsbygginga og gatnagerðar í þéttbýli, steypuefni og efni í jarðvegsstíflur virkjana. Síðasttaldi þátturinn er mjög sveiflukenndur, sum árin hefur far- ið ein milljón rúmmetra til þeirra nota og önnur ár lítið sem ekkert. Óviðunandi ástand Skýrslan er byggð á upplýsing- um frá sveitarfélögum, Vegagerð- inni og eftirlitsmönnum Náttúru- verndarráðs. Upplýsingar bárust ekki allstaðar að af landinu. Áætlað var að 60-70% náma sem vitað var um væru nýtt, eða 1.200-1.400 nám- ur. Námurnar eru yfirleitt litlar og fáar námur stórar. Stærstu námurnar eru nær allar á Suðvest- urlandi og úr þeim unnin allt að 40- 50% af heildarmagni jarðefna sem unnið er hér á landi. I ágripi skýrsluhöfundar segir m.a.: „Astandið er óviðunandi í öll- um landshlutum. Námur eru of margar og umgengni í þeim er víða ábótavant. Sums staðar verður að telja að hætta stafi af vegna slæms viðskilnaðar. í sumar námur hefur verið safnað sorpi og brotamálm- um.“ Orsakir þessa ástands í efnis- tökumálum þykja helstar: Vanþró- að vegakerfi og stórt miðað við íbúafjölda, óskýr lög og skipulags- leysi við efnistöku. „Það sem skýrslan segir okkur fyrst og fremst er að efnistökustað- ir eru óþarflega margir," sagði Að- alheiður Jóhannsdóttir, forstjóri Náttúruvemdar ríkisins. Hún sagði það oft hafa „gleymst" að ganga frá efnistökustöðum og að ljótustu dæmin væru yfii-leitt fortíðarvandi. Aðalheiður sagði hluta vandans vera að menn væru ekki alltaf sam- mála um hvenær efnistöku væri lokið. Menn vildu oft halda námun- um opnum, ef ske kynni að þeir þyrftu á efni að halda í framtíðinni. Náttúruverndin telur að oft megi loka þessum námum. Viðhorf þjóðarinnar Sigmundur Einarsson, jarðfræð- ingur og deildarsérfræðingur í um- hverfisráðuneytinu, taldi ástandið í þessum málum „skelfilegt“, en sagði það vissulega hafa batnað mikið á undanförnum árum. „Umgengnin og viðhorf þjóðar- innar í það heila er vandamálið," sagði Sigmundur. „Það þarf að ger- breyta viðhorfi þjóðarinnar al- mennt gagnvart náttúruvernd." Sigmundur sagði að lög og reglur sem lúta að efnisnámi hefðu ekki verið nógu afgerandi og það bundið hendur stjórnvalda. Hann sagðist vona að yfirstandandi endurskoðun á lögum, sem lúta að efnistöku, leiddi til þess að hægt yrði að sporna við frekari umhverfisslysum á þessu sviði. Sigmundur sagði mýmörg dæmi þess að augnablikshagsmunir hafi valdið óþörfum náttúruspjöllum. Það er ekki síst að flengst sé um víðan völl í efnistöku í stað þess að vinna skipulega. „Menn þurfa mikið af efni og það er enginn vandi að taka það snyrtilega, það er bara ekki gert. Það er heldur enginn vandi að taka efni þar sem það er ekki áberandi og - jafnvel þótt staðurinn sé áberandi - að gera það þá snyrtilega.“ Annað sem Sigmundi þykir slæmt er að fallegum jarðmyndun- um hefur verið fórnað, meira að segja þótt efnið í þeim hafi ekki c « c <§ É í ' l. c f f ( 1 L c c ( I L f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.