Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANIJAR 1998 B 7 > > % > i > i- > ; > i > % > & i i > i & gegnum mitt húsið og mynda ákjós- anlegan almenning að öllum öðrum vistarverum hússins. A 90 ára afmæli sínu hefur Edin- borgarhúsið risið margeflt úr öskustónni þótt enn eigi eignar- haldsfélagið eftir að vinna töluvert starf áður en menningarmiðstöðin stendur fullmótuð eins og Vestfírð- ingar vilja sjá hana. En miklum áfanga er náð því búið er að taka í notkun 2. hæð hússins þar sem Litli leikklúbburinn og Myndlistarfélagið á Isafírði eiga sér athvarf ásamt Tónlistarskóla Margrétar Gunnars- dóttur, Lúðrasveit Isafjarðar og Ahugafélagi um jass og blús. LISTASKÓLIMEÐ HÁLEIT MARKMIÐ Pann 5. desember, 1993, rúmu ári eftir stofnun hlutafélagsins um Ed- inborgarhúsið, stóðu áðurnefnd fé- lög og samtök fyrir stofnun Lista- skóla Rögnvaldar Ólafssonar og bar það upp á 119. afmælisár arkitekts- ins. Eins og sagði í kynningu var skólanum ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir fjölbreyttara námsval á sviði lista og menningar. Allt til haustsins 1996 fór starfsemi lista- skólans fram í húsakynnum Vestra hf., sem einnig hýsti hlutafélagið og síðar eignarhaldsfélagið Edinborg- arhúsið. En með því að Upplýsinga- miðstöð ferðamála og Vesturferðir hófu starfsemi í suðurenda hússins var listaskólanum ekkert að vanbún- aði og þar með lifnaði Edinborgar- húsið á nýjan leik. í árslok 1995 keypti félagið hlut Djúpbátsins hf. í húsinu og þar með er það allt í eigu félagsmanna. Það er merkilegt að skoða mark- mið Listaskóla Rögnvaldar Ólafs- sonar í ljósi þess að skólinn er blandaður. Hvergi hafa slík marg- slungin markmið verið rædd í alvöru nema í tengslum við væntanlegan Listaháskóla íslands. Listaskóli Rögnvaldar á að veita fræðslu á jafnólíkum sviðum og myndlist, leik- list, tónlist og danslist og annast kennsluna bæði með fastri stunda- skrá og einstökum námskeiðum. Auk þess að skapa nemendum sem fjölskrúðugust skilyrði til að þroska hæfileika sína og sköpunargáfu er skólanum ætlað að stuðla að sam- vinnu fólks í ólíkum listgreinum, bæði innan skólans og utan. Það sýndi sig þegar eftir eins árs starfsemi Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar hve eftirspurnin eftir fjölbreyttu listnámi var mikil á Vest- fjörðum. Kennslan fór ekki aðeins fram á Isafirði heldur voru haldin námskeið í Bolungarvík, Súðavík, á Suðureyri og Þingeyri. Sum nám- skeiðin sprengdu hreinlega af sér húsakynnin sökum mikillar aðsókn- ar. Hið sama gilti um svokallaða „viðburði" sem skólinn stóð fyrir, svo sem upplestrarkvöldin Opin bók, þar sem rithöfundar lásu úr verkum sínum fyrir húsfylli. Þegar gengið er um vistarverur í Edinborgarhúsinu má sjá með hví- líkri smekkvísi staðið hefur verið að endurnýjun salarkynna. Við núver- andi inngangi blasir við stiginn upp á 2. hæð hússins. Eins og aðra end- urhönnun hefur Elísabet Gunnars- dóttir arkitekt teiknað þennan for- láta smíðisgrip og tengt hann sögu hússins með því að láta tröppurnar GRIND Edinborgarhússins árið 1907. Björn Pálsson tók myndina. MYNDLISTAR- og ráðstefnusalurinn á 2. hæð, með hinum dæmigerðu burðarstoðum og sperrum. hvíla á burðargrind úr hluta af gömlu brautarteinunum, sem eitt sinn lágu frá bryggjunni gegnum göngin fyrir miðri byggingunni. Slík útsjónarsemi og tilfinning fyrir sögulegum tengslum ásamt skrum- lausu og stílhreinu vali á efniviði gerir stigann að eftirminnilegri hönnun. HONNUNARMIÐSTOÐ OG LISTIÐNAÐARSKÓLI Ein af upphaflegum grundvallar- hugmyndum hlutafélagsins árið 1994 var að stofna hönnunarmiðstöð í nánum tengslum við Listaskóla Rögnvaldar Olafssonar. Hönnunar- miðstöðin skyldi reka listiðnaðar- skóla í tengslum við atvinnulífið þar sem virkjað væri verk- og hugvit með því markmiði að efla fagþekk- ingu og tryggja fjölbreyttari at- vinnuhætti. Þannig verður væntan- leg Hönnunarmiðstöð Vestfjarða eins konar tengiliður milli hand- verks og listiðnaðar þar sem ætlast er til að útfærsla hugmynda og markaðsfræði verði snar þáttur í kennslu og kynningarstarfi. Enn er eftir að koma verkstæðum væntanlegrar Hönnunarmiðstöðvar í það form sem áætlanir gera ráð fyrir en þegar er kominn vísir að ýmsum greinum handverks og listiðnaðar með námskeiðum þeim sem haldin eru á vegum Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Með endurnýjun fleiri sala og herbergja er von til að fljót- lega komist skriður á frekari mótun Listiðnaðarskólans. Með öllu því svæði sem eftir er að standsetja er engin hætta á að um slíka stofnun væsi. Svo stórt er Edinborgarhúsið að fjórðung jarðhæðarinnar - allan suð-vesturenda hússins - er fyrir- hugað að leggja undir inngangstorg- ið áðurnefnda og bílastæði. Beint á móti, norð-vestanmegin, er gert ráð fyrir kaffihúsi og krá með sviði fyrir litla hljómsveit eða söngvara. Við hlið stigans í norður- enda hússins er 150 til 200 manna óuppgerður salur með svölum sem ætlað er að hýsi sviðsetta viðburði svo sem leikflutning og tónleika. Þar sem hvarvetna má sjá hina fögru burðarstólpa með sperrum, sem ein- kenna byggingarlag Edinborgar- hússins. Þegar komið er upp á 2. hæð þar sem Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar er til húsa er þar að finna sal, sem um þessar mundir er fagurlega skreyttur barnateikning- um. Raðir af burðarstólpum með sperrum til beggja handa skipta honum eftir endilöngu. Salurinn er jafn ákjósanlegur til myndlistarsýn- inga sem ráðstefnuhalds. Inn af honum hafa svo Tónlistarskóli Mar- grétar Gunnarsdóttur og Myndlist- arfélagið á Isafirði aðstöðu sína. Rishæðin er að mestu undir súð, en ráðgert er að opna allan suður- enda hæðarinnar en skipta norður- endanum í verkstæði og vinnuher- bergi. Þá verður bætt við þakglugg- um til að auka birtuna og eins er fyrirhuguð stór verönd ofan á suður- hluta útbyggingarinnar. Þegar Ed- inborgarhúsið stendur fullklárað verður það með stærstu miðstöðvum sinnar tegundar í landinu og lýsandi dæmi um metnað Vestfirðinga í menningarmálum. Það er greinilegt á öllu starfi eignarhaldsfélagsins að kúrsinn hefur verið tekinn í hárrétta átt. Öflugt menningarstarf í héraði er vísasta leiðin til að sporna við fólksflóttanum af landsbyggðinni. Það þurfti ekki bíða niðurstöðu rannsókna og skoðunarkannana til að íbúar Isafjarðar og nágrennis brettu upp ermamar til að snúa vörn í sókn. HEILSUDAGAR ÆSSRS2 ÍÞRÓTTASKÓR og ÆFINGAGALLAR fyrir aerobic, hlaup, körfubolta og fl. frá Adidas, Nike, Puma og Reebok. ALVÖRU SPORVÖRUVERSLUN - ÓTRÚLEGT VÖRUÚRVAL HLAUPABAND GÖNGUBAND Fótdrifiö með hæðar- stillingu og fjölvirkum tölvumæli verð aðeins kr. 19.600, stgr. 17.640. Rafdrifið með hæðar- stillingu og fjölvirkum tölvumæli verð aðeins kr. 68.500, stgr. 61 1. LÆRABANI, Margvís- legar æfingar fyrir læri, brjóst, handleggi, bak og maga. Leiðbeiningar fylgja, Einfalt en áhrifaríkt æfingatæki. Verð kr. 890, stgr. 801. 2. MAGAÞJÁLFI. Ekki síðra áhald en auglýst er í sjónvarpi, en verðið miklu hagstæðara, aðeins kr. 1.690, stgr. 1.521 3. ÞREKPALLUR Frábært æfingatæki, þrek, þol og teygjur fyrir fætur, handleggi og maga. Verð aðeins kr. 5.900, stgr. 5.310. Þrekpallur Grand Sport með videospólu með æfingum, kr. 3.900, stgr. 3.510 4. TRAMBÓLÍN. Hentugt fyrir bæði leiki og æfingar, svo sem skokk og hopp. Verð kr 4.900, stgr. 4.410 ÆFINGABEKKIR og LÓÐ Bekkur með fótaæfingum + 50 kg. lóðasett 50 kg tilboð kr. 16.900, stgr. 15.210. LÓÐASETT frá kr. 6.500. HANDLÓÐ mikið úrval, verð frá kr. 690 parið, stgr. 621. SPINNING HJÓL Nýjasta æfingatækið, 19 kg kasthjól, stiglaus þynging, neyðarbremsa og tölvumæiir, verð kr. 29.900, stgr. 26.910. 1 nO/ stað9r. I U /Oafsláttur ÞREKHJÓL besta tækið til að byggja uþp þrek og styrkja fætur. Mikið úrval af vönduðum hjólum með tölvumælum, með tíma, hraða og vegalengd. Verð frá kr. 15.900, stgr. 14.310 UR MEÐ PULSMÆLI Brjóstnemi á púlsmæli. Klukka, púls, meðalpúls, hámarks púls, lágmarks púls, skeiðklukka, vika og dagur. Frábært verð kr. 7.600, stgr. 6.840. Símar: 553 5320 og 568 8860 Ármúla 40 Iferslunin GEL-hnakkhlífar Hjólabuxur með púða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.