Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 B 11 við ins. uður- ;gt fjall ur ver- »ð og von að fólk spyrji hvort það hefði ekki mátt stinga niður vélskóflu þar sem minna bar á. ONáman í Lambafelli blasir við þegar komið er ofan af Hellisheiði niður í Svínahraun. Vinsælar ferðamannaleiðir á borð við Gullfoss- Geysis hringinn eru varðaðar efnisnámum. Stærstu námur landsins eru á suðvestur horninu. HVíðáttumikil náma er á Kjalarnesi. Nátt- úruverdaryfirvöld vilja setja reglur um frá gang og lokun efnisnáma. ÐStórar efnisnámur eru sums staðar í ná- grenni við sumarbústaðalönd, eins og til dæmis í Seyðishólum. Sumir telja að betra sé að hafa fáar efnisnámur og stórar. tölu útboðs. Þegar verktakar velja sjálfir efnistökustað, þá liggur í hlutarins eðli að þeir fara hag- kvæmustu leið.“ Jón telur löngu tímabært að menn viðurkenni jarðefnaiðnaðinn sem sérstakan iðnað í landinu og sé kominn tími til að hið opinbera móti stefnu í þessum málum. Hreinn Haraldsson sagði langt síðan Vegagerðin fór að huga að því að ganga almennilega frá námum sem verið var að loka. „Inni í öllum verklýsingum eru skilyrði um hvernig á að ganga frá, jafna brún- ir, móta landið upp á nýtt og sá í. Þetta á alltaf að gera í samvinnu við náttúruvemdaryfirvöld á hverjum stað. En svo hefur það gerst að aðr- ir hafa komið og farið að kroppa í eftirá, til dæmis landeigendur eða verktakar," sagði Hreinn. Hann sagði að oft væri efni tekið þar sem náttúran sér sjálf um að ganga frá, t.d. þegar tekið er úr áraurum og árkeilum sem jafnast í næsta vorflóði. Eins er auðvelt að ganga fi’á á söndum á Suðurlandi þar sem ekki er gróður. Erfiðara er að laga sár í skriðum sem geta ver- ið áratugi að jafna sig. Hreinn segir nokkuð síðan að menn fóru að tala um að nota færri námur og taka meira á hverjum stað, en þó sé það alls ekki alltaf æskilegt. „Það er stundum betra að taka lítið og fella námuna aftur inn í landslagið." Hreinn segir að um- dæmi Vegagerðarinnar gangi frá gömlum námum á hverju ári, t.d. þegar uppbyggingu vega er að mestu lokið er hægt að loka öllum námum nema einni, sem er notuð í yfirborðslag. Sjónrænu áhrifín tekin til greina En hvers vegna er ekki frekar farið í fjöll þeim megin sem sárin blasa ekki við vegfarendum? Hreinn segir að þau dæmi séu ekki mörg, þó sé t.d. Lambafell í nágrenni Reykjavíkur talandi dæmi um þetta. „Oft þarf að gera nýja vegi eða vegslóða til að fara lengra eftir efni og menn hafa bent á spjöll af því. En meginskýringin er sú að það fylgir því aukinn kostnaður að sækja efnið lengri leið. Síðustu 10- 20 árin hafa menn lagt í aukinn kostnað, ef það hefur stuðlað að fegurra umhverfi.“ Hreinn segir að mikil viðhorfs- breyting hafi orðið hér á landi und- anfarinn áratug hvað varðar þessi - mál, bæði hjá vegagerðarmönnum og almenningi. Þessa breytingu megi rekja til nánari samvinnu við náttúruverndai-yfirvöld og aukið eftirlit af þeirra hálfu. Hjá Vega- gerðinni sé oft gengið framhjá stöð- um þar sem er gott efni, ef ljóst er að efnisvinnslu fylgi mikil umhverf- isspjöll. Tekið hafi verið úr gervi- gígum og öðrum slíkum gosmynd- unum meðan tæki voru léleg og lít- ilvirk. Hreinn segir Vegagerðina hætta því, enn geri þetta þó ein- hverjir sem stunda útflutning og sum sveitarfélög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.