Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ • ‘ , ,.;-U•** ■5r:;p sMfg Ifegfll ■Lcv'-V i ■■ '■/£.&n0y :■ 6. 1*-^ ■prjnr^-’ ,'..i i. 'f 'f'f, ív ■ , V ; r sví9- ú 'y <f v ... Morgunblaðið/RAX úr Faxaflóa og Hvalfirði áratuginn áður en skýrslan var gerð. Vissar framkvæmdir krefjast ætíð umhverfísmats og ganga þar íslensk lög lengra í sumum atriðum en gildir t.d. í ESB. Auk efnistöku- staða yfír fyrrgreindum stærðar- mörkum er krafist umhverfismats vegna stærri vatnsorku- og jarð- varmavirkjana, lagningar há- spennulína með 33 KV spennu eða hærri, ferðaþjónustumiðstöðva ut- an byggða, sorpeyðingarstöðva, stálbræðslna, efnaverksmiðja, lagn- ingar nýrra vega og flugvalla og gerðar stærri hafna. Þar fyrir utan getur umhverfisráðherra ákveðið að tilteknar framkvæmdir verði háðar umhverfismati. Ingimar segir að við endurskoð- un laganna komi til greina að skerpa á þessum þætti svo hann verði sem minnst byggður á mats- kenndum ákvörðunum stjórnvalds. Til dæmis væri hægt að setja í reglugerð hvaða framkvæmdir eigi að fara í mat og undir hvaða kring- umstæðum. Hagk væmnisj ónarmið Aðilum sem rætt var við bar saman um að aðalástæða fjölda efn- isnáma hér á landi væri að menn hefðu reynt að draga úr flutnings- kostnaði á efni. Hreinn Haraldsson hjá Vega- gerðinni benti á stærð vegakerfís- ins sem er alls um 14 þúsund kfló- metrar. Vegagerð hér er efnisfrek því oftast þarf að byggja upp veg- ina. Hann sagði að alltaf hefði verið leitað hagkvæmustu leiða, lengri flutningur efnis hefði aukið svo kostnað við vegagerð að vegakerfið hefði byggst mun seinna upp en ella varð. Jón Magnús Pálsson er fram- kvæmdastjóri Vörubflastöðvarinn- ar Þróttar í Reykjavík og Borgar- verks hf. Borgarverk er meðal ann- ars með efnisnám í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð. Jón sagði að akst- ur skipti sköpum í kostnaði við efn- isnám. Hann segir að útboð, t.d. varðandi fyllingarefni, snúist allt að 80% um akstursþáttinn. Rúmmetri af fyllingarefni kosti um 120 kr. án vsk. á ámokstursstað. Það sé breytilegt hvað það kostar mikla fyrirhöfn að ná efninu. Venjulegur mokstur sé 40-50 krónur á hvem rúmmetra. Að aka einn kflómetra á dráttarbfl með dráttarvagn kosti um 150 krónur og því sé ljóst að það vindi fljótt upp á sig ef þarf að flytja efnið um langan veg. Jón segir að nú sé tekin ein til ein og hálf milljón rúmmetra af fyllingarefni fyrir höfuðborgar- svæðið á ári. „Þetta efni verður ein- hvers staðar að taka. En það virðist vanta skilning hjá umhverfisráðu- neytinu á að þetta þurfi að gera sig. Það vantar stefnu um hvemig á að framkvæma þetta.“ Jón telur að náttúruverndarlögin séu nánast handónýt, þeim sé lítið framfylgt. Hann álítur að auknar kröfur um umgengni við efnisnám- ur og frágang muni komai niður í hærri kostnaði. Ákvæði um frágang Aðalheiður Jóhannsdóttir, for- stjóri Náttúruverndar ríkisins, sagði það hlutverk stofnunarinnar að gefa umsögn um efnistöku og efnisnámur á landi. Undanfarin ár hefðu yfirleitt verið ákvæði í þess- um umsögnum um að gengið yrði frá efnistökustöðum, að vinnslu lok- inni, i samráði við eftirlitsmenn Náttúruverndar rfldsins. Sam- kvæmt lögum er heimilt að setja mönnum frest til að ganga frá nám- um og sveitarstjórnir géta bannað efnistöku, að fenginni umsögn nátt- úruverndarnefndar. Náttúruvernd ríkisins getur sett fyrirmæli um hvernig gengið verði frá efnistöku- stöðum. Það mun vera fátítt að sveitar- stjórnir beiti sinni heimild, að sögn Aðalheiðar. „Það er í raun og veru ekkert óeðlilegt vegna þess að ná- vígið er oft gríðarlega mikið og erfitt fyrir sveitarstjórnir að beita þessu lagaákvæði. Við höfum nokk- uð notað okkar heimild og beint því til manna að ganga frá á snyrtileg- an hátt.“ Aðalheiður sagði samvinnu nátt- úruverndaryfirvalda góða við Vega- gerðina og virkjunaraðila en þessir aðilar þurfa á miklu efni að halda vegna framkvæmda sem þeir standa fyrir. Jón Magnús Pálsson í Borgar- verki hf. sagði að undanfarin ár hefði verktakaiðnaðurinn verið illa haldinn vegna lágra útboða. „Verð á jarðefnum í dag er alveg út úr kortinu, það er svo lágt. Maður ger- ir lítið í frágangi og öðru slíku á því verði sem gildir. Ríkið hefur verið í fararbroddi með að pressa niður verð á jarðefnavinnslu. Það er ekki horft á neitt annað en niðurstöðu- DSundurgrafnar fjallshlíðar blasa víða sjónum frá fjölförnustu vegum landsi Þessi náma er í Ingólfsfjalli og sést vel af S landsvegi. HHoltsnúpur undir Eyjafjöllum er falle og gleður augu ferðamanna. Þar hef ið tekið efni úr fjallinu á mjög áberandi st:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.