Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 B 7 DAGLEGT LÍF 1. TENGSL þyngdarafls, tíma og rafsegulskrafta verða könnuð betur. m... æ jipud i/Wv v v v vA/V^ 2. KASÍMÍR hrif og tómaflökt verða í brennidepli rannsókna. 3. ORMAGÖNG til að stytta sér leið um geiminn gefa von. 4. VARPDRIF til að moka rúminu aftur fyrir geimfarið. ÞUN GL AMALEGT geimskot, skortir léttleika framtíðarinnar. MAÐURINN er ferðalangur og bætir við farskjóta sína. FRAMTÍÐARFAR jarðarbúa milli áfangastaða á jörðinni. Flytur farþega og vörur. HELSTU HUGTÖK HÉR skilgreinir Bergþór Hauksson eðlisfræðing- ur helstu hugtökin sem gott er að kunna skii á til að öðlast innsýn í sljarnfræðilegar fcrðir út fyrir sólkerfið sem lesa má um í greininni. DRIFEFNI (e. propellant): Efni sem blásið er út um annan enda eldilauga til að fá flaugina sjálfa til að fara í hina áttina. TÓMAFLÖKT (e. vacuum íluctuations): Skammta- fræðilegur eiginleiki sem lýsir tilviljanakenndum orkusveiflum í tómarúmi þegar öll orka hefur verið fjarlægð. KASÍMÍR HRIF (e. Casimb' effect): Hrif sem sum- ir telja að færi sönnur fyrir tilyist tómaflöktsins. Þau lýsa sér í því að ef tvær leiðandi plötur eru lagðar saman fara þær að þrýstast saman vegna meiri tómaflökLs fyrir utan en á milli platnanna. OFURLEIÐARAR SEM SNÚAST (e. supercond- uctor): Vitnar til tilrauna sem níssneskur eðlis- fræðingur gerði í Finnlandi 1991-1992 þar sem massi hluta sem voru nálægt ofurleiðurum sem snerust virtist minnka. Ekki hefur tekist að staðfesta eða luifna þessum rannsóknum enn. ORMAGÖNG (í:. wormholes): E.k. gat í tíma- rúminu sem gerir vegalendir milli fjarlægari staða styttri (líkt og göng í gengum jörðina myndu gera vegalengdina frá íslandi til Kína styttri). VARPDRIF (e. vvai'pdrive): Tæki sem teygir eða strekkir á tínrarúminu fyrir framan geimfar og hrúgar því fyrir aftan það og gerir því farinu kleift að ferðast hraðar en ella. TVINNTÖLUÞÁTTUR (Imaginary - complex part): I sumum kenningum hafa hraðeindir hraða með tvinntöluþætti (þ.e. hraði sem ekki er einungis með rauntöluþátt heldur einnig tvinntöluþátt, en tvinntölur eru notaðar í ýmsum tilgangi í eðlis- fræði). Ekki hefur fundist nein túlkun á því hvað tvinntölugildur hraði þýðir eðlisfræðilega. SKAMMTASMUG (e. quantum tunneling). Sá eig- inleiki agna að geta ferðast í gengum svæði sem krefst meiri orku en svo að þær gætu það sam- kvæmt sígildri eðlisfræði. HRAÐEINDIR (e. tachyons): Eindir sem fara hraðar en ljósið. Enn hefur engin slík fundist og ekki er víst hvort nokkur slík eind sé til. ANDEFNI (e. antimatter): Sérhver ögn hefur sína andögn, sem hefur sama massa en gagnstæða hleðslu. Sem dæmi er andeind rafeindarinnar s.k. jáeind. Andeindir eru til og hafa fundist í geim- geislum og í stórum öreindahröðlum s.s CERN. SKAMMTAFRÆÐI (e. quantum mechanics): Grein innan eðlisfræði sem mótaðist á öðrum fjórðungi þessaræ- aldar, Fjallai' aðallega um smásæ kerfi og er nákvæmasta eðlisfræðikenning sem þekkt er. TAKMARKAÐA AFSTÆÐISKENNINGIN (e. special theory of relativity): Sett fram af Albert Einstein 1905 og fjallar um tengsl rúms og tíma án þess að taka þyngd þar inn í. ALMENNA AFSTÆÐISKENNINGIN (e. general theory of relativity): Sett fram af Einstein 1915 sem alhæfing á takmökuðu afstæðiskenningunni og innilieldur hana sem jaðartilvik. Fjallar um tengsl þyngdar og tímarúmsins. MEÐ AUGUM LANDANS Kosningar Arna Garðarsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Tryggvasyni, og tveimur ungum börnum í Seattle í Bandaríkjunum. NYLEGA voru kosn- ingar hér í Was- hington fylki. Fyrir . ykkur sem ekki eruð hér á staðnum er það kannski ekki neitt sér- staklega áhugavert. HFerlið er töluvert öðruvísi en á íslandi og margt sem kemur á óvart. ? ' Kosningadaginn, 4. y M J nóvember, var annars vegar kosið um fólk í opinber embætti og hins vegar um ákveðin málefni, átta talsins. Það sem einkenndi kosningarnar öðru fremur var léleg þátttaka, innan við 40%, sem er allt of lítið miðað við mikilvægi málefna sem verið var að kjósa um, og svo sú staðreynd að næstum engin al- menn umræða fór fram í útvarpi eða sjónvarpi. Tveimur vikum fyrir kosning- ar var sendur bæklingur á hvert heimili með kynningu á því fólki sem kjósa átti um og málefnum sem kjósendur þurftu að taka afstöðu til. Þau embætti sem var verið að kjósa um í hverri sýslu fylkisins voru; borgar- og bæjar- stjóraembætti, hafnarstjóra- embætti (þar sem við á), fræðslu- stjóraembætti og borgar- og bæjarlögfræðingar auk fram- kvæmdastjóra sýslunnar. Málefnin sem kjósendur þurftu að taka afstöðu til voru í fyrsta lagi hvort skammbyssur ættu að hafa öryggislása og allir þeir sem ættu skammbyssur þyrftu að hafa skírteini fyrir þeim og sækja að auki námskeið um meðferð skotvopna. Þá var spurt hvort það ætti að vera leyfilegt að segja starfsmönnum upp og hafna þeim sem meðlimum verkalýðshreyfinga vegna kyn- hneigðar þeirra. Ennfremur hvort tannfræðingar ættu að fá leyfi til að starfa sjálfstætt eða hvort þeir ættu áfram að vera undirmenn tannlækna. Spurt var hvort lögleiða ætti maríjúana samkvæmt læknisráði og hvort breyta ætti ákvæðum í stjórnar- skránni þannig að fræðslustjórar sætu til fjögurra ára í stað tveggja eins og nú er. I bæklingnum sem kjósendur fengu voru færð rök með og á móti hverju málefni. Rök- semdafærslan var unnin af nokkrum aðilum sem voru fengn- ir sérstaklega til þeirrar vinnu. Frambjóðendur fengu líka pláss í bæklingnum til þess að sannfæra kjósendur um að þeir væru besti kosturinn. Borgarstjóraefni voru tvö eftir forkosningar, þeir Charlie Chong, 71 árs, og Paul Schell, 60 ára. Sá síðarnefndi var kjörinn borgarstjóri með 56% atkvæða. Önnur embætti ætla ég ekkert að vera að nefna hér. Mér fannst hvorugt borgarstjóraefnanna vænlegur kostur og spurði fólk héðan úr borginni hvernig stæði á því að frambjóðendur væru báðir eldri menn. Svörin voru á þá leið að þetta væri hið opin- bera og ungar og frambærilegar manneskjur væru ekki í opin- bera geiranum heldur í einka- geiranum þar sem launin eru hærri. Málefnin átta voru öll felld í kosningunum. Það segir kannski sína sögu að einn kjósandi af hverjum fimm var ekki með skýra mynd af þeim málefnum sem átti að kjósa um. Mesta um- fjöllun fékk skammbyssumálið en það var fellt með 71% at- kvæða. Þeir sem voru á móti hömruðu á því að hver einstak- lingur ætti að hafa rétt á því að verja sig ef á hann yrði ráðist. Mikið var einnig talað um það að „National Rifle Association“ hefði eytt gríðarlegu fjármagni í auglýsingaherferð fyrir kosning- arnar. Skotvopnaiðnaður hér í Bandaríkjunum er töluverður og miklir fjármunir í húfi. Flestir kjósendur vora þó á þeirri skoðun að eigendur skammbyssa ættu að þurfa skráningarvottorð. Málefni homma og lesbía var fellt með 67% atkvæða. Það sem kjósendur höfðu helst á móti því var að enn einn minni- hlutahópurinn fengi einhver sér- réttindi. Þarna væri hvort eð er ekki um raunveralegt vandamál að ræða. Þeir sem studdu málið segja að kynhneigð sé einkamál hvers og eins og eigi ekki að skipta máli á vinnustað. Einstak- lingur hafi rétt á að vinna. Þetta sé jafnréttismál. Málefnið varðandi lögleiðingu á notkun maríjúana samkvæmt læknisráði var fellt með 60% at- kvæða. Þeir sem voru fylgjandi sögðu helst að það ætti að leyfa þetta samkvæmt læknisráði, það mundi minnka misnotkun á eit- urlyfjum, væri almennt góð hug- mynd og mundi minnka afbrot. Talsmenn gegn lögleiðingu á maríjúana og fleiri eiturlyfjum sögðu helst að þetta myndi opna leiðina að öðrum eiturlyfjum. Almennt séð finnst okkur Islendingunum hér þetta hafa verið nokkuð góð aðferð til að koma mönnum og málefnum á framfæri. Hér í landi sjónvarps- ins fær það nefnilega lítinn hljómgrann að hafa umræðu- þætti eins og Islendingar þekkja þar sem frambjóðendur setjast fyrir framan sjónvarpsvélarnar og skiptast á skoðunum. Svona að lokum má nefna frétt í „Seattle Times“ í gær sem er kannski dæmigerð fyrir Banda- íTkjamenn og afstöðu þeirra til byssueignar. Tveir menn í tveim- ur bflum voru á hraðbraut einni hér í borg. 49 ára ökumaður bíls- ins á undan hafði keyrt fram hjá 4 gatnamótum með vinstra stefnuljósið á án þess að beygja til vinstri. 19 ára ökumaður bfls á eftir var orðinn ansi piiTaður á þessu. Hann fór að blikka þann á undan, færði sig síðan upp á skaftið og keyrði nokki'um sinn- um aftaná bílinn. Ökumaður þess bfls stoppaði og var ekki ánægður. Sá 19 ára snai'aði sér útúr bflnum með hornabolta- kylfu, ekki er vitað hvort hann ætlaði að berja ökumann, bfl eða hvað. Ökumaðurinn í fremri bíln- um greip hins vegar skamm- byssu sína úr bílnum og skaut drenginn, en þó ekki til bana. Það er eins gott að fara gætilega í umferðinni og gera allt rétt. Reyndar hafa ökumenn hér í norðvestur fylkinu verið taldir mjög kurteisir í umferðinni. Hvernig ætli þeir séu þarna í Suðurríkjunum, ef þeir eru svona hér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.