Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Klósettmerki geta verið óhlutbundin og jafnvel búin til úr dúkkulísum ÍMYND kynjanna á Carúsó. Hvað er svona merkilegt við það að vera klósetthurð? Greinilega ekkert ef marka má leiðangur Helgu Kristínar Einarsdótt ur og Ásdísar Ásgeirsdóttur ljósmyndara sem fundu bara fjóra fjörlega útúrdúra í annars frekar langdreginni skreytingahefð VATNSSALERNI tákn- að með kopar í kaffigall- erunu EÍdgömlu Isafold. KONUR eru geimverur, ef marka má Kaffibrennsluna. ÓHLUTBUNDIN merki á Kaffi list. STÁLKONUR og karlar þeirra í Ráðhúsinu, DÚKKULISUR fyrir hann og iiana á Vegamótum. HVAÐ segirðu, salat? Nei, við erum bara með kaffi hér,“ svarar framreiðslu- mærin vantrúa þegar spurt er eftir salerninu. Tilgangur heimsóknarinnar er sá að taka myndir af klósettmerkjum stofnana og kaffihúsa, í samanburðarskyni, og þykir ekki tilefni upp á marga fiska. „Sért er nú hvert áhugamálið," hnussar í einum kaffigesta. „Já, öllu finnur það nú upp á,“ bætir afgreiðslukonan við og á kannski við þessa leiðinlegu fjöl- miðla, í sífelldri hneykslisleit, eða bara ungu kynslóðina sem eins og svo oft áður siglir örugglega hrað- byri í átt til einhvers konar glötunar. Starfsfólk verður sumt bæði tor- tryggið til augnanna og hvumsa þeg- ar erindið er borið upp og segist á einum stað ekki hafa mannskap til þess að sýna okkur salernin og hvemig þau eru merkt konum og körlum. „Þið verðið bara að koma seinna.“ íhaldssemin virðist allsráðandi að minnsta kosti í flestum tilfellum, með nokkrum undantekningum þó og þá á stöðum handa drukknu fólki. Sumar hurðir eru að vísu ómerktari en aðrar, kannski í takti við þessa síðustu og óræðustu tíma. Ef þær eru skiigreindar er það í mesta lagi með hlutlausum konum og körlum eða sparilegum dömum og herrum og stundum á ensku. Lýst er eftir honum og henni, mömmu og pabba, afa og ömmu, XX og XY, yin og yang, eða, til þess að tolla í tískunni, venusi og mars. Gates og Jobs klósettiðnaðarins Klósett er salerni og líka snyrti- herbergi segir íslensk samheita- orðabók og sums staðar stendur WC, eða „water closet“ á ensku. Kló- sett er tökuorð úr dönsku, segir ís- lensk orðsifjabók og vísar í „water- closet" enskunnar, „eloset“ í forn- frönsku og „clausus" latínunnar, sem þýðir lokaður. Salerni er leitt af orð- inu salur. Einnig er talað um náðhús. Tímaritið Plumhing & Mechanical Magazine gerir sögu vatnssalernis- ins að umtalsefni og líkir frumkvöðl- um þess við Bill Gates og Steve Jobs, menn með framtíðarsýn. Fyrsti sal- emisvísir Breta var vitaskuld af kon- unglegum toga því Sir John Harr- ington, guðsonur ótölusettrar Elísa- betar, samkvæmt tímaritinu, setti saman slíkan búnað handa sér og drottningunni árið 1596. Þótti hann nokkuð slyngur upp- finningamaður, það er þar til hann fann upp salerni með vatni og sætti eilífu háði og spotti upp frá því. Tvöhundmð árum síðar reið Alex- ander Cummings katlabætir á vað Harringtons og bætti renniloka við uppfinningu hans og árið 1885 kom postulínssalerni Thomasar Twyfords fram á sjónarsviðið. Smíðagripir Englendinga rötuðu ekki yfir hafið með vesturförunum, sem fluttu með sér koppa, og því voru uppfinningamenn í nýja heimin- um á eigin vegum við klósettgerð. Reyndar voru ekki allir sammála um hvemig nota ætti koppana og spurð- ist meðal annars til þeirra á eldhús- borðum landnemakvenna. Fyrstir vatnssalernissmiða til þess að njóta einkaleyfisverndar á hug- myndum sínum voru Charles Neff og Robert Frame, íbúar Nýja-Eng- lands, um aldamótin 1800-1900 en gerð slíkra gripa var í miklum blóma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.