Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 8
' 8 B FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn HANNA Kristín Didriksen Gælt við líkamann „ÞETTA er eitt allsherjar fjöl- skyldufyrirtæki," segir Hanna Krist- ín Didriksen um starfsemina í húsi númer 40a við Laugaveg, þar sem Lyfjabúðin Iðunn var starfrækt í ein 60 ár. Húsnæðið er 600 fermetrar og geymir nú lykilinn að nýju útliti yst sem innst; snyrtistofu, að sögn þá stærstu á landinu, Skóverslun Þórðar og undirfatabúðina Misty sem stýrt er af sex meðlim- um einnar og sömu fjölskyld- unnar. Hanna Kristín, sem er 29 ára, rak áður snyrtistofu í Kringlunni og segir draum- inn alltaf hafa verið að kom- ast í húsnæði við Laugaveg- inn. „Eg var lika orðin þreytt á að vera allt í öllu hjá fyr- irtækinu og losnaði til dæmis við bókhald og pappírsvinnu, sem nú er í höndum móðurbróður míns,“ segir hún. Afréð fjölskyldan að finna rekstr- inum stað undir einum hatti, samnýta þætti sem lúta að stjórnun fyrirtækjanna og taka til starfa í nýjum húsakynnum í byrjun október. Hanna Kristín var upphaflega í verslunamámi en safnaði sér 19 ára fyrir skólagjöldum til þess að geta sótt virtan einkaskóla fyrir upprenn- andi snyrtifræðinga í Bretlandi. Seg- ist hún hafa viljað gera eitthvað skapandi. „Eg var líka í sárum á þessum tíma, nýbúin að missa bróður minn, einu og hálfu ári yngri, í bflslysi,“ segir hún. set í Kringluna og þegar húsnæðið þar var orðið of lítið undir starfsem- ina var Laugavegur 40a næsta ski-ef. Skóverslunin og undirfatabúðin eru niðri, þar sem afgreiðsla lyfja- verslunarinnar var, en snyrtistofan starfrækt á efri hæð. „Hluti hússins var notaður sem kompa og varla nokkuð þar inni nema hrá steypan. Pabbi hjálpaði mér við að taka efri hæðina þar sern snyrtistofan er í gegn. Ég hef gaman af því að raða saman litum og setja á húsnæði heildarsvip,“ segir hún. Aðstaðan á neðri hæðinni var síðan standsett í samráði við Rúnu, móður Hönnu Kristínar, sem rekur skó- verslunina, og Björmu systur Rúnu, sem stýrir undirfata- versluninni Misty. Innréttingar og blöndunartæki eru í gömlum stíl og yfir útidyra- hurðinni niðri hangir svarthvít ljósmynd af konu sem reynist vera Edith, ein frænka fjölskyldunnar af eldri kynslóð. A hillu í snyrti- vöruversluninni er safn bikara, verðlauna sem Hanna Kristín hefur unnið til sem Islandsmeistari í fórðun undanfarin ár. „Það kom hingað kona og spurði hvort við seld- um bikara,“ segir hún til dæmis um að snyrti- og förðunarfræðingar vinni að mestu í kyrrþey og hljóti litla athygli opinberlega fyrir verk sín. Hanna Kristín menntaði sig fyrst í snyrtifræði en fékk að því Karlmenn eru fnrnir oð vilja fullkom- inn lík- amn líka Byrjaði í einu herbergi Fyrstu skrefin í snyrtistofurekstrin- um voru stigin í einu herbergi í lík- amsræktarstöðinni World Class, sem henni þótti ákjósan- legur staður til þess að koma sér á framfæri á sínum tíma. Síðar var snyrtistofan flutt um HANNA Kristín og fjölskyldan inn- réttuðu húsnæðið í gömlum stfl. SEX meðlimir úr sömu fjölskyldu reka þrjú fyr- irtæki þar sem áður var Lyfjabúöin Iðunn HURÐIN að Iðunni er enn á sínum stað. búnu áhuga á nuddi, sem hún lagði stund á um skeið. Þá lærði hún fótaaðgerðafræði, ákvað síðan að bæta við sig námskeiði í förðun og loks tOeinkaði hún sér allt sem viðkemur gervinöglum, enda í stöðugri leit að tilbreytingu að eigin sögn. Karlmenn 20% viðskiptavina Nýja aðstaðan líkist ekki neinu nema sjálfri sér og er í senn dverg- vaxin Kringla og tyrkneskt bað að erlendri fyrirmynd, enda á boðstólum nuddpottar og gufa fyrir þá sem vilja ásamt annarri meðferð til þess fegra líkamann. Viðskipta- vinirnir skipta orðið þúsundum, sem Hanna Kristín þakkar góðu starfs- fólki, og segir hún færast í vöxt að karlmenn nýti sér þjónustuna. „Þeir þurfa ekki síður á þvi að halda en konur. Loftslag á íslandi er þurrt og kalt og því nauðsynlegt að hafa um- hirðu húðarinnar í samræmi við það. Meirihluti snyrtivara sem seldur er hér er framleiddur erlendis þar sem veðurfar er allt annað og leiðbeining- ar á umbúðum miðaðar við aðstæður þar, en ekki hér. Nauðsynlegt er því fyrir hvern og einn að fá ráðgjöf um hvað hentar hans húðgerð," segir hún. Karlarnir geta fengið andlitsbað, hand- og fótsnyrtingu, og segir Hanna Kristín þá sækja mikið í nudd. Margir láta líka fjarlægja lík- amshár með vaxi. „Það er í tísku hjá ungum karlmönnum að vera hárlaus á skrokkinn. Þeir fara ekki lengur varhluta af kröfum samfélagsins um tiltekið útlit. Ungir strákar eru farn- ir að leggja mikið á sig til þess að hafa fullkominn líkama. Þetta hefur tískuheimurinn búið til,“ segir Hanna Kristín Didriksen að lokum. hke £4MBMt ISAM : Mi SAMMÍ SYND KL. 5, 6.30, 9 og 11. H3HDIGITAL Gagnrýnendur eru sammála: LA CONFIDENTIAL er ein besta mynd ársins ** SV Klm Danay SPACEY 'á................. .......... - Klm BASIHBER ★★★★ HK DV Kim Basinger hefur aldrei verið betri, Kevin Spacey bregst ekki... óvenguinnihaldsrík og spennandi sakamólomynd sem engin ætti að missa af. ★ ★★ AS MBL Frambærilegri sakamólamynd en maður á að venjast. ★ ★★ ÁS Dagsljós Leikurinn afskaplega fínn, gegnum- gangandi. Kim Basinger þroskaðri og kemur afskaplega vel út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.