Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.11.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 B 3 Fatahönnu ekkert föndurdútl Morgunblaðið/Kristinn SALERNIÐ á Óðali virðist bara fyrir útlendinga, eða mjög al- þjdðlega listunnendur. Björg Ingadóttir fatahönnuður og Val- gerður Torfadóttir textflhönnuður, hönn- uðir Spaksmanns- spjara, standa fyrir tískusýningu á morg- un. Þær sögðu Valgerði Þ. Jónsddtt- ur að nú væri rétti tíminn til að kanna möguleikana á erlend- um mörkuðum. Morgunblaðið/Þorkell VALGERÐUR og Björg bera saman bækur sínar. KARLAR og konur að hætti Japana á Samúræ. Sagan segir að Mínos Krítar- konungur hafi átt vatnssalerni til ársins 1932. Bárust stjórnvöldum 350 einkaleyfísumsóknir á umræddu tímabili. Tvö klósetthestöfl Ekki svo að skilja að uppfmninga- menn dagsins í dag sitji auðum höndum því fyrir þremur árum kynntu verkfræðingar við Emerson Motor Company í St. Louis tveggja hestafla dælu sem koma má fyrir í klósettkassanum til þess að tryggja skilvirkni og hraða. Vatnssalerni þekktust vissulega fyrir þúsundum ára og segir sagan að Mínos Krítarkonungur hafi átt slíkan búnað og með trésetu fyrir rúmum 2.800 árum. Leyndarmál hans var hins vegar vandlega falið í rústum konungshallarinnai-, það er að segja til ársins 1596. Loks segir sagan að Benjamín Franklín hafi fyrstur manna flutt baðker inn til Ameríku. Var það sent frá Frakklandi, úr kopar og í laginu eins og skór. Ekki var óalgengt að baðker þess tíma væru í laginu eins og hinsta hvíla múmía, úr tré og rúm- ir 180 sentímetrar á lengd. Vinsældir baðkai-sins jukust síðan smátt og smátt með þéttingu byggð- ar. íbúum Tucson Arizona fjölgaði til dæmis úr 200 árið 1865 í 3.000 sex ár- um síðar. Státaði bærinn í kjölfarið af dagblaði, brugghúsi, tveimur lækn- um, nokkrum krám og einu baðkari. MARGAR hugmyndir spretta af einni rétt eins og þegar sett er niður ein kartafla þá koma alltaf upp fleiri,“ segja Björg Ingadóttir fatahönnuður og Val- gerður Torfadóttir textílhönnuður, eigendur og einu hönnuðir Spaks- mannsspjara, og vitna spakmann- lega í Guðberg Bergsson rithöfund. Þær stöllur eru að leggja lokahönd á undirbúning tísku- sýningar sem haldin verður í Gvendar- brunnum, dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur, á morgun. Eitthundrað og tuttugu „innkornur" segja þær og... jú, dæm- ið er brjálæðislega stórt ogdýrt. Þær hafa ekki áður lagt í slíkan kostnað til að kynna hönnun sína, en finnst tími vera kominn til að færa út kvíarnar með útflutning í huga......enda virðist ísland vera í tísku úti í hinum stóra heimi,“ segja þær. Þótt mörg- um þætti óðs manns æði þegar þær fyrir rúmum fjórum árum ákváðu að láta drauminn rætast, sameina krafta sína og opna versl- un með eigin framleiðslu hefur fyr- irtækinu hægt og sígandi vaxið fiskur um hrygg. „Við fórum ósköp varlega í sakimar, byrjuðum smátt með litla verslun við Skólavörðu- stíg og saumuðum þá allar flíkurn- ar sjálfar. Eftir því sem viðskiptin jukust leituðum við til ýmissa fata- framleiðenda til að anna eftir- spurn. Við fluttum í stærra hús- næði fyrir þremur árum og núna eru um sex saumastofur víðs vegar á landinu sem sauma fyrir okkur. „ ... tvær alveg eins Björg og Valgerður eru sammála um að slíkt fyrirkomulag sé mun hentugra heldur en að fjárfesta í tækjum og ráða saumakonur í fóst störf. Með þessu móti geti þær leit- að þangað sem sérþekking og tæki henta best og látið framleiða eftir þörfum því ekkert breytist eins hratt og tískan. Þær segja að smekkur þeirra sé ótrúlega líkur og fyrir tveimur árum hafi þær ákveðið að hanna sameiginlega línu undir merki Spaksmannsspjara. Þess vegna hafi þær líka oft, án þess að sú væri ætlunin, valið sér alveg eins fót til eigin nota og stundum mætt eins klæddar í vinn- SIFFONPILS, ullar- peysa og leðurtoppur. BLÁAR gallabux- ur og taftjakki. una. „Hálfhallærislegt ... svona tvær kellingar alveg eins,“ segja þær hlæjandi. Aðspurðar segjast þær ekki smeykar við að hefja útflutning þótt þeim sé ljóst að á brattann sé að sækja. Megintilgangurinn með tískusýningunni er að afla kynn- ingarefnis. „Við ætlum að senda ljósmyndir og myndband frá sýn- ingunni til ýmissa áhugasamra að- ila, m.a. í New York, Kaupmanna- höfn, Noregi, Frakklandi og víðar. Ef pantanir verða fleiri en við sjá- um okkur með góðu móti fært að ráða við verðum við að velja kaup- endur sem okkur líst best á. Við munum umfram allt leggja áherslu á gæði og að standa við skuldbind- ingar okkar.“ Þær eru ákveðnar í að halda áfram að sníða fyrirtækinu stakk eftir vexti líkt og þær sníða fótin eftir vexti viðskiptavinanna. „Ef við sjáum í hendi okkar að tiltekið snið fer þéttvöxnum konum illa, látum við einfaldlega ekki sauma fótin í stórum stærðum og öfugt.“ Heildarsvipurlnn er aðalatriðið Einkenni fata Spaksmanns- spjara segja þær vera kvenleg, töff og „sexí“ án þess þó að þau séu flegin um of eða efnislítil að öðru Morgunblaðið/Ásdís FLAUELSSAMKVÆMISKÁPA með lausum skinnkraga. leyti. Heildarsvipurinn finnst þeim aðalatriðið og þær hanna fatnað yf- irleitt þannig að hann gangi með öðrum flíkum, sem þær hafa áður hannað. „Trúlega ómeðvitað, en ef til vill er þetta vegna þess að við erum sjálfum okkur samkvæmar, vinnum út frá eigin tilfinningum og útfærum hugmyndimar í takt við þá strauma sem liggja í loftinu." Björgu og Valgerði finnst marg- ar íslenskar konur klæða sig smekklega en sumar eigi þó í vand- ræðum með að skapa sér svokall- aðan persónulegan stíl. í þeim efn- um segjast þær stöllur vera allar af vilja gerðar að leiðbeina viðskipta- vinum sínum. Þeim finnst litgrein- ing kjaftæði og reyna allt hvað af tekur að fá konur til að láta ekki fá- ránlega litasnepla ráða ferðinni í fatavali. Aðspurðar segja þær að Spaks- mannsspjarir standist verðsaman- burð við innfluttan fatnað í sama gæðaflokki og fólki finnist ekki lengur hallærislegt að klæðast ís- lenskum fótum. „Viðhorfin hafa sem betur fer breyst töluvert í ár- anna rás. I byrjun urðum við svo- lítið varar við að forsvarsmenn fyr- irtækja sem við þurftum að leita til vegna ýmissa fyrirgreiðslna litu á okkur sem konur í föndurdútli.“ Hönnun og rekstur fyrirtækisins tekur æ meiri tíma og líf beggja snýst eingöngu um vinnuna og fjöl- skylduna. „Við hönnum og saumum það sem okkur dettur í hug, stjórn- um okkur sjálfar og fáum aldrei leið á að skapa eitthvað nýtt,“ segja Björg og Valgerður sem að- spurðar viðurkenna að vera bara ríkar af hugmyndum. s ijdjan P"| Ávaxtasýrumcðferð |~| Jurtaandlitsbað PPJ Cathiodermíe fyrír augu, báls og andlít [PJ Varanleg báreyðíng PPJ Öll almenn snyrtíng J3UINOT SlipUli 70, s. 553 5044

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.