Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 33
MÖRGUNBLAÐÍÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 33 RAGNAR SKARPHÉÐINN JÓHANNSSON + Ragnar Skarp- héðinn Jóhanns- son fæddist í Reykjavík 2. októ- ber 1993. Hann lést af slysförum á Barðaströnd 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, f. 9.4. 1965, og Jóhann Pétur Agústsson, f. 2.8. 1967. Bróðir hans er Markús Ingi Jóhannsson, f. 31.8. 1990. Útför Ragnars fer fram frá Brjánslækjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ragnar Skarphéðinn var alltaf í góðu skapi og alltaf til í allt. Hann fór sjaldnast af öllum í vont skap og ef það gerðist þá var það bara í nokkrar mínútur. Þá sagði hann oftast: „Ég er fúll!“ og fór. Og svo eftir smástund kom hann aftur eins Skilafrest- ur minn- ingar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. og ekkert hefði í skor- ist. Svona lítið barn hef- ur nú ekki gert mikið um ævina, svo lítið er hægt að segja um af- rek hans. Hann var alltaf á hlaupum og vildi alltaf vera allstað- ar. Honum þótti vænt um alla og líka öll dýr sem hann átti. Hann skírði alltaf dýrin sín með svo frumlegum nöfnum, lambið sitt skírði hann Pela, kálf- inn Suzuki, og hestinn sem hann átti samt ekki skírði hann Úlfalda. Mér þótti mjög vænt um hann og hlakkaði alltaf til að hitta hann. Þegar ég sá hann seinast var hann í ósamstæðum stígvélum, lítilli blárri úlpu og með allt of stóra húfu á hausnum. Ég mun aldrei gleyma honum, hvemig hann var, hvernig hann gat alltaf verið bros- andi og það var eins og sjálf sólin sem kom þegar hann kom í heim- sókn til okkar í Borgarnes. Þú komst eins og glampandi geisli frá Guði í bæinn inn. Þú fórst eins og líðandi leiftur, er leiðstu í himininn. Þú varst eins og vorblærinn þýði, er vangann þú lagðir að barm. {brosinu blikuðu vonir, en blíða og ylur á hvarm. Við vildum ve§a þig blíðu, vildum greiða þér braut; Guð valdi þér vissari staðinn og ver þig nú sorg og þraut. Við báðum að bjartur þér yrði og blómmjúkur veprinn, en fáum nú bara að breiða blómin á legstað þinn. (Guðmundur Bjömsson frá Svarfhóli.) Rósa Gréta ívarsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓN ZOPHONÍAS SIGRÍKSSON, Hjarðarholti 18, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu- daginn 30. maí kl. 14.00. Hrönn Jónsdóttir, Halidór Jóhannsson, Börkur Jónsson, Valgerður S. Sigurðardóttir, Þorsteinn Jónsson, Hrefna W. Steinþórsdóttir, barnaböm og barnabarnaböm. t Móðir okkar og tengdamóðir, MARTA GUÐJÓNSDÓTTIR, dvalarheimilínu Seijahlíð, sem lést fimmtudaginn 22. maí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 30. maí kl. 15.00 Krístín Karlsdóttir, Hrafnhildur Karísdóttir, Jón Sigurður Karlsson, Jóhannes Helgason, Rósa Kjartansdóttir. t Sonur minn, GUNNAR HINRIK ÁRNASON, lést á sjúkrahúsi í Lúxemborg 23. maí síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 29. maí kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Henrýsdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, KARL GEORG ÞORLEIFSSON loftskeytamaður, lést mánudaginn 26. maí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Katrín Karlsdóttir, Sigurbjörn Víðir Eggertsson, Kristján E. Karlsson, Lilja ívarsdóttir og barnaböm. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Tröllanesi, Neskaupstað, lést á Dvalarheimilinu í Borgarnesi mánudaginn 19. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilsins og öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Lilja Ólafsdóttir, Ragnar Þór Andrésson, Ósk Ólafsdóttir, Ásmundur Óiafsson. t Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, SARA KRISTINSDÓTTIR, Hverfisgötu 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 30. maí kl. 13.30. Kristinn Óskarsson, Krístín María Indriðadóttir, Marta Kristinsdóttir, Fróði Kristinsson. IÐNAÐARHURÐIR HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 Amerískar fléttimottur Lokað á laugardögum frá 1. júní -1. sept. VIRKA aRA Mörkinni 3, s. 568 7477 t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR HELGADÓTTUR, Óðinsgötu 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grensásdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Kristín Sveinbjörnsdóttir, Úlfar Sveinbjörnsson, Kristín Steingrímsdóttir, Helgi Sveinbjörnsson, Hólmfríður Björg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURGEIR BENEDIKTSSON fyrrverandi brunavörður, Hæðargarði 35, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 26. maí. Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Einar B. Sigurgeirsson, Bára Angantýsdóttir, Elín B. Sigurgeirsdóttir, Guðbjöm Magnússon, Sigríður Sigurgeirsdóttir, Halldór Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför bróður okkar, JÓNASAR EGGERTS TÓMASSONAR, Sólheimatungu. Guðrún M. Tómasdóttir, Sigurður Tómasson, Guðríður Tómasdóttir og fjölskyldur. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs sonar míns, bróður okkar, mágs og frænda, JÓHANNS MAGNÚSAR GUNNARSSONAR glerslípara og speglagerðarmanns, Stífluseli 8. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Krabbameinsfélags íslands fyrir frábæra umönnun. Kristín Bárðardóttir, Símon Gunnarsson, Eygló Andrésdóttir, Jóna Gunnarsdóttir, Jón Friðriksson, Matthías Gunnarsson, Katrín Eiríksdóttir, Dagný Gunnarsdóttir, Halldór Guðbergsson, Krístín Gunný Jónsdóttir, Gunnar Magnús Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.