Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVJKUDAGUR 28. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fundur Netanyahus og Mubaraks Frekari viðræð- ur nauðsynlegar Sharm el-Sheikh. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, ræddi í gær við Hosni Mubarak Egyptalandsforseta og þeir sögðu að frekari viðræður væru nauðsynlegar til að blása lífi í friðarumleitanirnar í Miðaustur- löndum. „Við þurfum annan fund og frek- ari umræðu," sagði Mubarak eftir þriggja tíma fund leiðtoganna í egypska bænum Sharm el-Sheikh við Rauðahaf. „Ég hygg að við sé- um sammála um að þetta sé góð byijun,“ sagði Netanyahu. „En við þurfum að halda áfram og erum staðráðnir í að vinna með Egyptum til að ná árangri.“ Friðarviðræður ísraela og Palest- ínumanna hafa legið niðri frá því í mars þegar ísraelar hófust handa við að reisa nýtt hverfi fyrir gyð- inga við jaðar Austur-Jerúsalem þrátt fyrir andstöðu Palestínu- manna við framkvæmdirnar. Yass- er Arafat, leiðtogi sjálfstjórnar- svæða Palestínumanna, hefur neit- að hefja viðræðurnar á ný fyrr en framkvæmdunum verði hætt en Netanyahu segir það ekki koma til greina. Netanyahu kennt um Mubarak ræddi við Arafat í Ka- író á mánudag, talaði við hann í síma í gær og kvaðst ætla að ræða frekar við hann á næstu dögum. Egypsk dagblöð voru efins um að viðræður Mubaraks og Netanya- hus bæru árangur og kenndu ísra- elska forsætisráðherrann um þrá- teflið í friðarviðræðunum. „Reynsl- an hefur kennt okkur að vera var- kár gagnvart forsætisráðherra ísra- els og trúa ekki öllu sem hann seg- ir,“ skrifaði Saeed Sonbol, ritstjóri dagblaðsins Al-Akhbar. „Við erum ekki mjög bjartsýn á að árangur náist því Netanyahu á sökina á því að friðarviðræðurnar hafa legið niðri.“ ERLENT Reuter LIÐSMAÐUR bardagasveita Abduls Maliks stendur vörð skammt frá bænum Mazar-i-Sha- rif í norðurhluta Afganistans en sveitir Maliks gengu til liðs við Taleban-fylkinguna sem lagt hefur landið undir sig. Úzbekar ■ grafa skot- grafir við landamæri i Mazar-i-sharif, Moskvu. Reuter. ÚZBEKAR hafa aukið viðbúnað á landamærunum að Afganistan í kjölfar uppgangs Taleban-liða, sem lögðu undir sig norðurhluta Afganistans um síðustu helgi. Yfirvöld í nokkrum fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna hafa auknar áhyggjur af framgangi strangtrúarmanna í Mið-Asíu. Úzbeskir hermenn grófu í gær skotgrafir meðfram ánni Amu Darya og skriðdrekar tóku sér stöðu við Vin- l áttubrú, sem tengir landið Afganistan. Með þessu vilja þ yfirvöld vera við öllu búin, en m.a. er búist við straumi ■ flóttamanna frá Afganistan. • Til skotbardaga kom í gær í borginni Mazar-i-Sharif í norðurhluta Afganistans miili Taleban-liða og sveita shítamúslima. Óljóst er hvort stuðningsmenn stríðsherr- ans Abduls Maliks hafi tekið þátt í þeim. Átökin brut- ust út er shítar hugðust stöðva gripdeildir liðsmanna Taleban í hverfinu Saidabad sem er á valdi þeirra fyrr- nefndu. Háttsettir embættismenn frá Rússlandi og átta öðrum fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna hittust í Moskvu í f gær til þess að ræða um ástandið í nágrenni Afganist- r ans. Hafa stjórnvöld í þessum löndum vaxandi áhyggjur « af ástandinu og uppgangi harðlínumanna. * Mikil stjórnmálaspenna á Spáni vegna ásakana um spillingu og valdníðslu stjórnarinnar JOSE Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, fór fram á það við Felipe Gonzalez, leiðtoga Sósíal- istaflokksins (PSOE), á fundi þeirra tveggja fyrir viku að stjórnarand- staðan sýndi meiri ábyrgð í gagn- rýni sinni og framgöngu allri. Við- ræðurnar voru ákveðnar vegna þeirrar miklu spennu sem einkennir nú stjórnmálalífið á Spáni og hyggja leitogamir á frekari funda- höld í þeirri von að unnt reynist að slaka á henni. Þetta var fyrsti fundur þeirra Aznars og Gonzalez í sjö mánuði. Viðræður þeirra fóru fram í Moncloa-höll í Madríd, sem er að- setur forsætisráðherrans og stóð yfir í þrjár klukkustundir. Heimildir herma að mikil spenna hafi ríkt á fundinum. Lýst eftir „uppbyggilegri gagnrýni" Að sögn heimildarmanna innan Sósíalistaflokksins lýsti Gonzalez yfir þungum áhyggjum sínum vegna þess pólitíska andrúmslofts sem ríkti á Spáni. Aznar mun fyrir sitt leyti hafa lýst yfir vilja sínum til að halda uppi reglubundnu sam- ráði við Sósíalistaflokkinn án tillits til þeirra erfiðleika sem einkenndu samskipti flokksins og ríkisstjóm- arinnar nú um stundir. Sagðist hann einnig vel geta sætt sig við þá skipan mála að sósíalistar hefðu frumkvæði að frekari fundahöldum. Aznar fór jafnframt fram á það við Gonzalez að Sósíalistaflokkur- inn sýndi meiri ábyrgð í stjórnar- andstöðunni. Lýsti hann eftir „mál- efnalegri og skapandi“ gagnrýni af hálfu Gonzalez og manna hans. Þessu mun Gonzalez hafa svarað á þann hátt að ógerlegt væri „að breyta leikreglum lýðræðisins." Leiðtogarnir ákváðu að koma aftur saman í þeim tilgangi að leita leiða til að tryggja friðsamlegri samskipti stjórnar og stjórnarand- stöðu en ekki hefur verið ákveðið hvenær sá fundur fer fram. Vændir um valdníðslu Það em einmitt áskanir sósíalista um að stjórn Aznars hundsi með öllu leikreglur lýðræðisins sem skapað hafa þá miklu spennu sem einkennir stjórnmálalífið á Spáni nú um stundir. Gonzalez hefur lýst yfir því að brögð hafi verið í tafli er Þjóðarflokkur Aznars (PP) komst til valda í þingkosningunum í mars í fyrra eftir að hafa hrundið af stað skipulagðri lyga- og óhróðursher- ferð, sem blásið hafí verið til með Leiðtogar funda til að lægja öldumar * Asakanir um spillingu, valdníðslu og ólýð- ræðisleg vinnubrögð magnast með degi hverjum í spænsku stjómmálalífí. Ásgeir Sverrisson, fréttaritari Morgunblaðsins á Spáni, segir frá sérstökum fundi tveggja helstu stjómmálaleiðtoga landsins, sem boð- að var til í þeirri von að unnt reyndist að lægja öldumar, og þær hörðu deilur sem einkenna spænsk stjómmál. JOSE Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, og Felipe Gonzales, leiðtogi sósíalista. Reuter glæpsamlegum hætti. Þá hefur Gonzalez, sem var forsætisráðherra Spánar í heil 14 ár, frá 1982 til 1996, opinberað hótanir sem tals- maður Aznars mun hafa viðhaft í samtaii við stjórnvarpsstjóra An- tenna-3 sjónvarpsstöðvarinnar. Það mál verður sífellt erfiðara fyrir stjórn Aznars og kann að hafa umtalsverðar pólitískar afleiðingar. Stjórnarandstaðan hefur vænt Azn- ar um að hygla ákveðnum fyrir- tækjum sem séu stjórnvöldum þóknanleg m.a. með lagabreyting- um og undir þetta hafa ákveðnir aðilar í viðskiptalífinu tekið. Þá er ríkisstjórnin vænd um að spilla al- mennt hinu pólitíska andrúmslofti í Iandinu með því að flokka and- stæðinga sína alla sem „óvini“ og umgangast þá sem slíka. Líkt við fýldan krakka Þjóðarflokkurinn hefur svarað þessum ásökunum einkum með per- sónulegum árásum á Gonzalez. Hefur því m.a. verið haldið fram að honum líði einfaldlega illa þar sem hann kunni ekki við sig í stjórn- arandstöðunni eftir að hafa verið forsætisráðherra landsins í 14 ár. Leiðtogi Sósíalistaflokksins er sagður „tapsár" og honum líkt við fýldan krakka. Hann sakni sviðs- ljóssins og geti ekki liðið að ákvörð- unarvaldið liggi annars staðar. Ásakanir hans um að spilling ein- kenni framgöngu ríkisstjórnarinnar komi úr hörðustu átt þar sem spill- ingarumræðan hafi verið yfirþyrm- andi í landinu síðustu ár hans í embætti. Því er og haldið fram að umburð- arlyndi sé tæpast sterkasta per- sónueinkenni Gonzalez sem fái ekki liðið gagnrýni af neinum toga af hálfu flokksmanna sinna. Honum sæmi því lítt að væna andstæðinga sina um valdníðslu. Fastir í fortíðinni? Sósíalistar eru og sagðir sárir sökum þess hversu þíðir vindar blási í spænsku efnahagslífi nú um stundir. Stefna þeirra hafi beðið gjaldþrot og hrópleg málefnaleg fátækt einkenni gagnrýni þeirra. Þeir komi jafnan fram sem fulltrúar hins liðna í stað þess að leita leiða til að endurnýja bæði flokk sinn og stefnu. Þjóðarflokkurinn hafí á hinn bóginn sýnt á því ári sem liðið er frá því að Aznar komst til valda að þar fari uppbyggilegt pólitískt vald, sem horfí fram á við og vilji tryggja Spáni sess á meðal forustu- þjóða Evrópusambandsins (ESB). Hagtölur allar, svo og skýrslur og ummæli sérfræðinga sambandsins, sýni svo ekki verði um villst að Spánveijar séu á réttri leið og ásak- anir Sósíalistaflokksins vinni af þessum sökum beinlínis gegn hags- munum lands og þjóðar. Þj óðernissinnar þrýsta á Aznar Þrátt fyrir ummæli leiðtoganna tveggja er fátt sem bendir til þess að slakna muni á spennunni sem ríkir á Spáni. Þannig hefur mál talsmannsins orðhvata hvergi vérið til lykta leitt og eru katalónskir þjóðernissinnar, sem veija minni- hlutastjórn Aznars falli, teknir að ókyrrast sökum þess. Hafa þeir m.a. krafist þess að ríkistjórnin grípi til „viðeigandi aðgerða" sökum þess, sem jafngildir í raun kröfu um að talsmaðurinn, hinn brosmildi Miguel Angel Rodriquez, verði rek- inn úr embætti. Það myndi aftur hugsanlega hafa víðtækar pólitísk- ar afleiðingar, ekki síst sökum þess að allir helstu leiðtogar Þjóðar- flokksins hafa lýst yfir stuðningi við hann og kveðjast trúa því að hann hafi ekki hótað yfirmanni Antenna-3 fangelsisvist gengi hann til samstarfs við PRISA-fjölmiðla- samteypuna, sem er stjórnvöldum lítt að skapi. Á síðustu dögum hafa komið fram upplýsingar sem gefa til kynna að Rodriquez hafi farið heldur fijálslega með sannleikann í fyrstu yfirlýsingum sínum eftir að málið var gert opinbert. Reglubundið samráð? Fyrri fundir þeirra Aznars og Gonzalez, í júlí og nóvember í fyrra, fóru fram við friðsamlegri aðstæður en nú ríkja. Þá var m.a. rætt um að koma upp skipulögðu og reglu- bundnu samráði þessara tveggja helstu stjórnmálaafla Spánar. Sú hugmynd hefur enn ekki orðið að veruleika en verður nú ef til vill dregin fram á ný í þeirri von að þannig megi takast að lægja öldurn- ar sem margir telja að teknar séu að skaða stjórnmálalífið í landinu. Í f í t ( í i y i ( V i i i < \i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.