Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 23 HÁSKÓLAMENNTUN Skýrsla um nám á háskólastigi Áfellisdómur yfir menntastefnunni? Upplýsingarnar koma ekki á óvart, segir menntamálaráðherra inganna. Bjöm Skýrsla menntamála- ráðherra um kennslu, nám og rannsóknir á háskólastigi hefur vakið nokkra athygli vegna upplýsinga um það að hlut- ekki sjálfkrafa breyta stefnu fallslega færri íslendingar hafi stjómvalda. Ágúst Einarsson, AF INNLENDUM VETTVANGI Bjamason mennta- málaráðherra segir þær ekki koma á óvart og að þær muni háskólamenntun heldur en í Þingflokki jafnaðarmanna, kenn- samanburðarlöndum. Þó hefur ir Sjálfstæðismönnum einkum um verið deilt um forsendur upplýs- hvemig komið sé í menntamálum. Hlutfall íslendinga sem stunduðu nám á háskólastigi sl. 20 ár hérlendis og erlendis, borið saman við önnur ríki OECD. Hlutfallsleg skólasókn á háskólastigi í OECD-löndum 1994 eftir aldursflokkum og kyni: 18-21 árs 22-25 ára 26-29 ára Karlar+ Karlar+ Kar!ar+ konur Karlar Konur konur Karlar Konur konur Karlar Konur Kanada 40,3 35,0 45,8 22,8 23,1 22,6 9,6 10,4 8,8 Bandaríkin 34,9 31,5 38,5 20,9 21,1 20,8 10,4 9,2 11,6 Ástralía 29,3 26,8 31,8 13,6 14,3 12,9 8,5 9,3 7,7 Nýja-Sjáland 30,9 27,8 34,1 13,9 13,9 13,8 7,2 7,1 7,4 Austurríki 12,0 11,2 12,8 13,3 14,3 12,3 8,0 9,2 6,8 Belgía 37,4 33,5 41,5 14,7 16,1 13,2 3,8 4,5 3,1 Danmörk 9,1 8,9 9,4 22,1 20,5 23,8 10,9 10,9 10,9 Finnland 16,6 13,7 19,6 27,3 26,6 28,0 12,2 12,1 12,3 Frakkland 33,2 29,0 37,6 17,0 15,3 18,7 4,6 4,4 4,8 Þýskaland 11,2 8,5 14,0 17,2 20,2 14,0 10,3 12,8 7,6 Grikkland 36,7 35,7 37,7 10,1 12,3 7,7 2,2 2,5 1,9 írland 30,5 30,1 30,9 7,9 8,7 7,1 2,4 2,8 2,0 Holland 22,1 21,3 23,0 18,4 20,4 16,3 6,2 7,3 5,1 Portúgal 19,3 15,7 23,0 13,4 11,6 15,2 4,8 4,5 5,1 Spánn 25,4 22,2 28,8 17,5 17,1 17,8 6,2 6,6 5,8 Svíþjóð 12,3 10,3 14,4 15,3 15,0 15,6 7,2 7,5 6,9 Bretland 23,6 23,3 23,8 8,4 8,8 8,0 4,4 4,4 4,4 Tékkland 14,8 15,2 14,4 7,6 7,7 7,4 1,5 1,7 1,3 ísland 7,9 7,3 8,5 18,8 16,7 20,9 6,8 5,8 7,7 Noregur 17,1 14,6 19,8 23,6 22,8 24,5 10,4 10,5 10,2 Sviss 7,6 8,0 7,2 14,2 18,5 10,0 7,1 9,8 4,4 Tyrkland 10,5 12,3 8,6 7,2 9,4 4,9 3,2 4,1 2,1 Meðaltal 21,5 20,1 23,9 15,3 16,1 15,2 6,6 7,2 6,3 Heimild: OECD: Education at a Glance, 1996 Samanburður á skólasókn á íslandi og í öðrum OECD-ríkjum er erfiður þar sem skipulag háskólastigs er ólíkt milli landa og nemendur hefja háskólanám eldri hér en í öðrum löndum. í töflunni má sjá samanburð á hlutfallslegri skólasókn á háskólastigi í OECD-löndum eftir aldursflokkum og kyni. ÁGÚST Einarsson, sem bað um skýrsluna fyrir Þingflokk jafnaðar- manna, segir hana áfellisdóm yfír menntastefnu stjórnvalda undan- farna áratugi. „Það kemur fram í henni að það eru bæði færri íslend- ingar sem lokið hafa háskólaprófi og sem stunda háskólanám heldur en gerist eriendis. Við erum að vetja mun minna til háskólastarfsins en nágrannaþjóðirnar og við höfum dregist mjög aftur úr varðandi fram- lög til rannsóknar- og þróunarstarfs. Þessar tölur segja okkur að lífskjör verða lakari hér í framtíðinni en þau þyrftu að vera. Það mun taka okkur langan tíma að vinna okkur út úr þeirri kreppu sem háskólakerfið er komið í, því menntunarmál eru lang- tímaverkefni." Fjölgun ekki mætt með auknu fé Ágúst gagnrýnir að fjölgun nem- enda, sem að vísu hafi ekki verið jafnmikil og erlendis, hafi ekki verið mætt með auknum fjárframlögum. „Þetta er sérstaklega áberandi hvað viðvíkur Háskóla íslands. Þar hefur nemendum fjölgað um þriðjung á síðustu sex árum en fjárveitingar til reksturs skólans hafa lækkað." Ágúst spáir því að sífellt fleira menntafólk muni flytjast til útlanda vegna þess hversu kjör þeirra eru léleg. Meðal annars muni vanta hæfa kennara til að kenna á háskólastigi, vegna lélegra launa í samanburði við útlönd. „Velmenntaðir íslendingar eru í síauknum mæli að flytjast til útlanda. Ungu fólki í dag er nákvæm- lega sama hvar það starfar, hér eða erlendis. Að því leytinu eru viðhorfin gjörbreytt miðað við það sem var fyrir tuttugu árum. Þá fóru nemend- ur í framhaldsnám erlendis með þá hugsun að baki að koma aftur heim og starfa hér á landi." Sökin hjá Sjálfstæðisflokki Ágúst líkir skýrslunni við svarta skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um ástand þorskstofna sem birt var fyr- ir 25 árum. Hann hvetur til umræðu um niðurstöðurnar og kallar á nýja menntastefnu í kjölfar hennar. Standa þurfi við fögru orðin um að menntun sé forgangsverkefni. „Háskólastefnan sem mótuð hefur verið í menntamálaráðuneytinu á hveijum tíma undanfarna áratugi hefur verið á ábyrgð Sjálfstæðis- flokksins. Flokkurinn hefur farið með menntamálin tólf af síðustu fjórtán árum. Þannig að ef það er einhver einn flokkur sem ber ábyrgð á slakri stöðu háskólamenntunar hér á landi er það Sjálfstæðisflokkurinn. Aðrir hafa lítið komið að þessu ráðu- neyti á tímabilinu. Stjórnmál snúast um forgangsröðun og menntamálin hafa ekki verið forgangsverkefni hjá Sjálfstæðisflokknum. Fjárframlög til menntakerfísins, og þar með talið háskólastigsins, verða aukin stórlega. Við höfum til dæmis bent á að það er fjárhagslegt svigrúm varðandi skipulag landbún- aðarmála og í sjávarútvegsmálum. Ég vil frekar veija milljarði meira í menntamál en í samgöngumál. Það er að vísu ekki flokksstefna, en það er mín persónulega skoðun." Ágúst segir það ekki aðeins skyn- samlegt heldur nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á menntunina. „Það sem mótar samkeppnisstöðu Islendinga á næstu öld verður fyrst og fremst menntun. Allar þjóðir í kringum okkur eru að leggja áherslu á þennan málaflokk. Tony Blair vann kosningarnar í Bretlandi meðal ann- ars á því að setja menntamálin sem mál númer eitt,“ segir Ágúst. Menntun verði metin í launaumslaginu Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir að upplýsingar í skýrsl- unni um menntunarstig þjóðarinnar komi í sjálfu sér ekki á óvart. „Þessi skýrsla er ekki áfellisdómur yfir menntakerfínu, heldur lýsing á því. Síðastliðið haust gaf menntamála- ráðuneytið út tölfræðihandbók um menntun og menningu með svipuð- um upplýsingum. Slíkar skýrslur eru fróðlegar til upplýsinga en breyta ekki sjálfkrafa þeirri stefnu sem við höfum mótað.“ í könnun sem Stefán Ólafsson prófessor gerði í fyrra og náði til áranna 1993-95 kom fram að 58,7% háskólamenntaðra íslendinga vinna í opinbera geiranum, 44,4% karla og 73,3% kvenna. í almennum iðn- aði starfa ekki nema 11% háskóla- menntaðra manna, 7,1% í bygging- ariðnaði, 6,3% í landbúnaði, 2,4% í fiskvinnsiu og 2,1% í fiskveiðum. Stefán sagði hlutfallið öfugt við það sem væri hjá helstu iðnríkjum heims. Hér á landi væru allt of margir há- skólamenn að vinna við að eyða þjóð- artekjunum en of fáir við að afla þeirra. Björn BjarnaSon gagnrýnir einnig þessa dreifingu háskólamenntaðs vinnuafls. „Spurningin er hvort gerðar séu kröfur um háskólamennt- un á almennum vinnumarkaði. Mér fínnst það áhyggjuefni ef menn nýta ekki menntunina og gera ekki menntunarkröfur í þjóðfélaginu. Þá er ekki við því að búast að menn leggi mikið á sig til að menntast. Ég hef einnig bent á að litlar líkur séu til að menn vilji menntast ef þ_að er ekki metið í launaumslaginu. Ég er sannfærður um að samkeppnis- hæfni þjóðarinnar ræðst af mennt- unarstiginu. Þess vegna tel ég að það þurfi að huga betur að því á öllum sviðum atvinnustarfseminnar að hafa menntað starfsfólk. Skóla- kerfið er í stakk búið til að sinna þeim verkefnum sem að því snúa en þar má auðvitað gera betur eins og hvarvetna annars staðar." Leitað að veikum hlekkjum og þeir styrktir Björn bendir á að þegar sé verið að vinna að miklum breytingum og úrbótum á skólakerfinu. „Á öllum skólastigum er unnið að umbótum, öll lög um þau hafa verið endurskoð- uð á undanförnum árum, grunnskól- inn hefur verið fluttur til sveitarfé- laganna og unnið er að því að skapa framhaldsskólunum nýjan starfs- grundvöll auk þess sem mótaðar hafa verið í lagafrumvarpi hug- myndir um nýjan starfsramma há- skóla. Þá er verið að semja nýjar námsskrár fyrir grunn- og fram- haldsskólana. Af hálfu stjórnvalda er því verið að vinna mjög mikið umbótastarf. Við þurfum að sjálf- sögðu að taka okkur á í skólakerf- inu, meðal annars varðandi stærð- fræðikennslu. Með úttektum og al- þjóðlegum samanburði er leitað að veikum hlekkjum og síðan ber að gera ráðstafanir til að styrkja þá. Hinn alþjóðlegi samanburður leiðir í ljós að innra starfið í skólunum skiptir sköpum. Markmið, kröfur og agi þurfa að fara saman með metn- aðarfullum hætti. Það þarf að skapa skólunum þau skilyrði að þeir geti tekist á við viðfangsefni sín undir þessum formerkjum." Varar við of miklum ályktunum Sigríður Anna Þórðardóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks og formað- ur menntamálanefndar Alþingis, segir að sér hafi ekki gefíst nægileg- ur tími til að kynna sér skýrsluna, en varar við því að of miklar ályktan- ir séu dregnar af henni. „Skýrslan er mjög merkileg og ítarleg, en ég veit ekki fullkomlega hvað liggur að baki samanburðinum. Ég veit ekki hvort allir skólar sem krefjast stúdentsprófs, til dæmis Þroskaþjálfaskólinn, Fósturskólinn og listaskólarnir eru teknir með. Það er alveg ljóst að við erum með öðru- vísi skólakerfi en nágrannalöndin og við útskrifum stúdenta síðar. Þó kom mér á óvart hvað miklu fleiri sækja háskóla í nágrannalöndunum en hjá okkur. Ég hélt að munurinn væri ekki svona mikill." Varðandi framlög til háskólamála vísar Sigríður til þess sem fram kom við TIMMS-samanburðarrannsókn- ina á kunnáttu barna í raungreinum, að ekki sé beint samband milli fjár- framlaga til menntunar og árangurs. Enginn áfellisdómur Sigríður hafnar því að skýrslan sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum. „Það er alveg ljóst að það er allt of mikið brottfall úr íslenskum skólum, bæði framhaldsskólum og skólum á háskólastigi. Til dæmis er mikið brottfall úr Háskóla íslands. Við þurfum auðvitað að halda í við aðrar þjóðir og það er mjög vaxandi áhugi á menntun um allan heim. Það skipt- ir sköpum um samkeppnisstöðuna að standa vel að menntun.“ Sigríður bendir á að nýlega hafi verið samþykkt löggjöf bæði um háskóla og grunnskóla, að verk- menntun og starfsmenntun hafi ver- ið styrkt undanfarin ár og að ráð- gert sé að stofna uppeldis- og kennsluháskóla. „Ég hef trú á því að þegar til lengri tíma er litið sjáum við ávextina af þessari vinnu. Mér finnst ástæða til að horft sé á þetta en ekki sífellt mænt á neikvæðar fréttir, eins og gerðist þegar TIMMS-rannsóknin kom fram.“ BILATORG FUNAHOFDA 1 S. 587-7777 Hvítur, álfelgur, sóllúgt Verð 2.680.000. Skipti. rEirv. 1 \a, ABS. Ford Rtinger STX ára. 1993, grænsam, sjálfskiprur, 33” dekk, álfelgur, plasthús. Ekinn 52.000. I 1.180.000. Skipti. Honda Prelude 2200 EXi. Arg. 1996, rauður, leðursœtí, álfelgur, rafm. í rúðum, topphíga o.fl. Ekinn 16.000 km. Verð 2.450.000. Skipti. Opel Corsa 1.4 árg. 1996. Rauður; samlitír stuðarar; álfelgut: Verð 1.080.000. Skipti. Toyota Landcruiscr Dtsel Turbo. Arg. 1997, blásans. sjálfskipturrafm. iöllu, lcðursæti, topplúga, dráttarbeisli, álfelgur. Ekinn 10.000 km. Vcrð 3.990.000. Fallegurjeppi. Vw Polo árg. 1995, hvitur, álfelgur, geislaspilari. Ekinn 27.000 hn. Verð 990.000. vantar allar gerðir bila a skra ■ visa og euro raðgreidslur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.