Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Kastljós í kreppu Frá Valdimar Kristinssyni: MIÐVIKUDAGINN 5. mars var Kastljósþáttur í sjónvarpinu, þar sem segja má að sáð hafí verið nokkurri tortryggni í garð „ís- lenskrar erfðagreiningar" sem ný- lega hefur tekið til starfa hér á landi. Reyndar hefur það væntan- lega ekki verið ætlunin, en þörf fréttamanna á að fylla kvóta sinn í starfi leiðir oft til óþarfa málaleng- inga. Nokkrir voru kallaðir til vitnis um að í stofnuninni gætu leynst vísbendingar um erfðagalla fólks sem vinnuveitendur þess gætu hugsanlega komist í og ráðið af- stöðu þeirra til viðkomandi. Sjaldan á betur við en í þessu tilfelli orðatil- tækið, að gera úlfalda úr mýflugu. Upplýsingar um heilsufar fólks er líklega að fínna í hundruða þús- unda tali á spítölum, heilsuvemdar- stöðum og í skrám einstakra lækna. Hefur það nær aldrei komið að sök. Ætli sumir atvinnurekendur hefðu ekki fremur áhyggjur af því hvort einhver starfsmanna þeirrra gæti hugsanlega verið fýllibytta eða þjóf- ur en hvort í þeim leyndust einhverj- ir ótilgreindir erfðagallar, nema ef fýrrnefndir eiginleikar væru bundn- ir í genunum og þá mætti ef til vill leiðrétta í framtíðinni. Þá var það áhyggjuefni frétta- mannsins að niðurstöður „íslenskr- ar erfðagreiningar" ætti að selja lyfjafyrirtækjum, sem þá gætu grætt á þeim. Þar fór í verra. Vissu- lega mun hagnaður lyfjaframleið- enda oft vera mikilll, en án þeirra verða ekki framfarir í lyfjagerð. Getum við ekki verið sammála um að þeir sem „græða“ mest á góðum lyfjum séu reyndar sjúklingarnir sem þau nota? Ekki er gott að skilja, á hvetju íslenska þjóðin ætlar að lifa í fram- tíðinni. Landið er of viðkvæmt fyrir stóriðju að margra mati þótt hún byggist á tandurhreinni orku. Er þá stundum sagt að við eigum held- ur að lifa á vísindunum. En þegar okkur er færð hávísindastofnun á silfurfati virðist ekki alveg víst að hún falli að fullu að hugarheimi heimspekinnar hér á landi. Reyndar er þjóðin nýlega búin að segja álit sitt varðandi uppbygg- ingu atvinnulífsins. Meginhluti landsmanna vill hefja hvalveiðar. Aðeins láðist að spyija hversu mik- ið þeir væru tilbúnir til að gefa eft- ir af kaupmættinum til þess að svo mætti verða. Þegar aflinn væri kominn á land mundi meginhlutinn eyðileggjast, þar sem engir fengjust til að kaupa nema við sjálf og við torgum ekki mörgum stórhvölum á ári nema lífskjörin rýmuðu þeim mun meir. Vissulega er það hörmulegt að þurfa að beygja sig fyrir hótunum og ofbeldi, en við getum ekki staðið í stríði við hálfan heiminn. Einhver von er þó um hrefnuveiði á næstu árum og þjóðin ætti að geta gert sér gott af allmörgum þeirra þegar þar að kemur. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík Ljóska Afi fór á sædýrasafnið í gær... Hann komst inn á ellimiða... Hann gat bara skoðað gamla Hvað þýddi það? fiska ... Klám á alnetinu Frá Val Þór Norðdahl: MARGIR virðast hræðast dreifingu kláms á alnetinu,og kemur mér þá í hug viðtal við konu í sjónvarps- fréttum nýlega, með fjóram skipun- um var hún og hennar heimili kom- ið í beint samband við argasta barnaklámefni. Þetta finnst mér með ólíkindum undarleg staðhæf- ing.og minnir helst á brandarann um konuna sem stóð uppá stól og hleraði náungann og hneykslaðist jafnframt á að sér væri boðið uppá annað eins siðleysi. Ég hef vafrað víða um vefínn og aldrei komist í, né rekist á, viljandi eða óviljandi svo gróft efni sem umrædd kona hafði svo auðveldan aðgang að. Ekki dettur mér í hug að veija dreifendur barnakláms, enda er slíkt með öllu óveijandi, en mér fannst þessi fullyrðing konunn- ar athyglisverð fyrir þá sem vilja ritskoða vefinn, eflaust er þar margt siðlaust og gróft að finna, og ekki veit ég nákvæmlega hvern- ig er hægt tæknilega að loka á t.d. barnaklám af vefnum en í vafraran- um „Internet Explorer“ er stilling sem á að geta blokkað út klámefni. Stilling þessi er hugsuð sem verk- færi foreldra og forráðamanna gegn því að börn og unglingar geti skoðað klám og ofbeldisefni. Ann- ars er það að verða staðreynd að dreifendur og seljendur klámefnis, svo sem símavændiskonur, eru farnir að nýta sér þá ýmsu frétta- hópa sem hægt er að finna á net- inu, þangað pumpa þessir aðilar sínu efni, og hefur tekist að kasta rýrð á trúverðugleika þeirra. Fréttahópar þessir eru notaðir af áhugamönnum um hin sundur- leitustu mál - efni, svo sem tón- list, sögu, vísindi, kvikmyndir, þjóð- félagsmál, og að sjálfsögðu alls kyns „tabú“ eins og kynlíf. Spurningin er hinsvegar sú, eig- um við að banna aðgang að alnet- inu, líkt og þær þjóðir sem við tök- um ekki til fyrirmyndar í mannrétt- indamálum, t.d. Kínveijar og íran- ir. I hillum ýmissa bókaverslana hér í borg eru til sölu klámblöð sem eru mörg töluvert djarfari en Playboy og hneyksla eflaust ýmsa, og ekki síst þá sem vilja láta hneykslast. Fræg er t.d. rimma hreintrúaðra sjónvarpsklerka í Bandaríkjunum gegn Larry Flint, útgefanda klám- blaðsins Hustler. í því stríði ganga öfgarnar langt þar sem báðir aðilar líkja hvor öðrum við Hitler og djöf- ulinn. Sem betur fer eru íslendingar lausir að mestu leyti við þannig öfgar, fólkið fær að velja og hafna með sanngjörnum takmörkunum gagnvart börnum og unglingum. Eins er það umhugsunarverð stað- reynd að þeir sem óttast mest klám og ofbeldi af alnetinu í nýlegri skoð- anakönnun eru þeir sem ekki hafa aðgang að því. VALUR ÞÓR NORÐDAHL, Hraunbæ 86, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.