Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gyðingiir verður til LEIKUST Hcrranótt ANDORRA Eftir Max Frisch. íslensk þýðing eft- ir Þorvarð Helgason. Leikarar: Sveinn Kjarval, Sunna Mímisdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Hulda Dögg Proppé, Esther Talía Casey, Finnur Þór Viihjálmsson, Baldvin Þór Bergsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Hlynur Páll Pálsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Þorsteinn B. Friðriks- son, Fanney Stefánsdóttír, Steinþór Steingrimsson, Lovísa Amadóttir, Gísli Jóhannsson, Logi Viðarsson, Sigurður Þór Snorrason, Bjarki Hvannberg, Hulda Axeldóttir og Ól- afur Bjöm Ólafsson. Leikstjóm: Magnús Geir Þórðarson. Listræn hönnun: Sigurður Kaiser Guðmunds- son. Tónlist: Ólafur Bjöm Ólafsson. Búningar: Þóra Jónsdóttir og fleiri. 'Ijamarbíó 7. mars. ÞAÐ ERU tæplega áttatíu manns sem eru taldir upp í leik- skrá sem koma á einn eða annan hátt að þessari sýningu Herranæt- ur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík, og ber þessi mikli fjöldi vel vitni þeim metnaði og miklu vinnu sem lögð er í sýninguna. Ekki er hægt að gera skil öllum þeim einstaklingum sem hér hafa lagt hönd á plóg, en ég vil byrja á því að vekja athygli á vinnu margra ónefndra nemenda sem snýr að gerð leikmyndar, búninga og annarra þeirra þátta sem heyra til umgjörð leiksýningarinnar. Þessi vinna er öll óvenju glæsileg af menntaskólaleikfélagi að vera. Það er reyndar atvinnumaður, Sig- urður Kaiser Guðmundsson, sem er skrifaður fyrir listrænni hönnun sýningarinnar, en útfærslan, svo sem smíðar og þess háttar, er í höndum nemenda. Þessi vinna er svo fagleg og vel gerð að aðdáun vekur. Sviðsmyndin og tæknileg útfærsla á notkun hennar myndi sóma sér vel í hvaða atvinnuleik- húsi sem er. Herranótt valdi, í samráði við leikstjóra sinn, Magnús Geir Þórð- arson, leikrit svissneska rithöfund- arins Max Frisch, Andorra, og rökstyður leikstjóri valið í leikskrá m.a. með þeim orðum að leikritið eigi „sérstakt erindi við íslendinga vegna þess hve skýr samsvörun er á milli fyrirmyndarríkisins And- orra og lslands. Fjallað er um bjargleysi lítillar þjóðar sem hefur sakleysið eitt að vopni. Ef því er glatað er viðbúið að fyrirmyndar- ríkið falli.“ Það má til sanns vegar færa að á þessu „plani“ verksins má fínna samsvaranir á milli Is- lands og hins ímyndaða Andorra. Engu að síður virka mörg önnur atriði leikritsins fremur framandi á íslenskan áhorfanda. Hér má nefna hinn leynda uppruna Andra, svo og daglega lifnaðarhætti And- orrabúa. Ofsóknir meirihluta á hendur minnihluta, á hendur þeim sem er „öðruvísi" er svo sannarlega vandamál sem heimurinn á í heild við að glíma í dag. Að þessu leyti hefur verk Max Frisch ágengan boðskap fram að færa. Verkið fjall- ar á spennandi hátt um það hvern- ig „hinn“ (sá sem er öðruvísi, hér: gyðingur) verður til; hvernig samfélag manna smíðar sér utan- garðsmenn svo listilega að utan- garðsmennskan verður óijúfanleg- ur hluti af þeim einstaklingi sem hefur hlotið þau örlög að alast upp í því hlutverki. Svo óijúfanlegur að því verður ekki breytt þrátt fyrir að „sannleikurinn" komi í ljós og sé annar en sá sem haldið hef- ur verið. Það er menntskælingurinn Sveinn Kjarval sem fer með hið erfiða hlutverk Andra í þessari sýningu. Sveinn gerir margt vel og sýnir okkur utangarðsmennsku Andra á sannfærandi hátt. Helst var að finna mætti að framsögn hans, sem von og vísa er hjá óreyndum leikurum. Systur hans Barblin leikur Sunna Mímisdóttir og túlkaði hún vel sakleysi stúlk- unnar. Samleikur þeirra var einnig ágætur. Faðir þeirra er leikinn með tilþrifum af Ólafi Agli Egilssyni og var eftirtektarvert hversu góða framsögn hann hafði. Ekkert sem hann sagði fór fram hjá áhorfend- um. Sama má segja um Ester Talíu Casey í hlutverki senjorunn- ar, Sólveigu Guðmundsdóttur í hlutverki gestgjafans og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur í hlutverki læknisins. Mörg minni hlutverk voru í ágætum höndum leikglaðra nemenda og í heild náði hópurinn vel saman. Einhveijar styttingar hefur leik- stjóri gert á verkinu, en þær hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Sýning- in er löng og nokkuð langdregin, sérstaklega fyrir hlé. Eftir hlé var hraðinn meiri og sýningin öll líf- meiri. Þar hjálpaði einnig skemmti- leg notkun á sviðsmyndinni, eins og áður er sagt. Nemendur MR geta verið ánægðir með þetta framlag sitt til blómstrandi leiklistarlífs á íslandi í dag. Sýningin ber vitni miklum metnaði, áhuga og krafti sem smit- ar út frá sér til áhorfenda á endan- um. En fýrir alla muni reynið að byija á auglýstum sýningartíma! Tjarnarbíó býður ekki upp á biðsal fyrir áhorfendur. Soffía Auður Birgisdóttir Listaverkamarkaður á uppleið Knattspyrnumenn Sigurjóns sennilega til Danmerkur aftur BIRGIT Erichson, Ulrich Beetz og Gerrit Zitterbart. Abegg- tríóið ÞÝSKA Abegg-tríóið heldur tón- leika í Gerðarsafni þriðjudaginn 11. mars kl. 20.30. Þetta eru loka- tónleikar á ferð tríósins um Norðurlöndin og Eystrasaltsrík- in. Abegg-tríóið var stofnað árið 1976 og er nafnið dregið af Abegg tilbrigðum ópus 1 eftir Robert Schumann. Tríóið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viður- kenninga. Abegg-tríóið hefur haldið tón- leika í yfir 30 löndum um allan heim og hafa verið hljóðritaðir yfir 20 geisladiskar með þvi. Flutningur tríósins á Brahms var valinn geisladiskur mánaðarins í Þýskalandi á sínum tíma og blað- ið Siiddeutsche Zeitung valdi flutning þess á Schubert sem geisladisk ársins 1995. Þá hefur tríóið fimm sinnum hlotið verð- laun þýskra tónlistargagnrýn- enda. Nýr kvik- myndagagn- rýnandi Morgunblaðsins ANNA Sveinbjarnardóttir er nýr kvikmyndagagnrýnandi Morgun- blaðsins. Anna var kvikmynda- gagnrýnandi í sjónvarpsþættin- um Taka tvö á Stöð 2 allt síðastliðið ár. Hún hefur auk þess unnið sem blaðamaður og fengist við kennslu í tungumálum og kvikmyndafræð- um. Anna lauk BA- prófi í ensku og aimennn bók- menntafræði frá Háskóla íslands árið 1991 og MA-prófí í kvikmynda- fræðum frá New York University árið 1993. Auk þess lauk hún kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskóla íslands árið 1994. Á efnisskránni hér verða píanótríó í c-moll ópus 101 eftir Jóhannes Brahms, píanótríó í d-moll ópus 49 eftir Felix Mend- elssohn-Barthldy og píanótríó í b-dúr ópus 99 eftir Franz Schu- bert. í Abegg-tríóinu eru þau Ulrich Beetz fiðla, Birgit Erichson lág- fiðla, og Gerrit Zitterbart píanó. Tónleikarnir eru á vegum Kópavogsbæjar í samvinnu við Goethe stofnunina. STYTTA Siguijóns Ólafssonar, Knattspymumenn, seldist ekki á listmunauppboði Gallerí Borgar sem haldið var síðastliðið sunnu- dagskvöld en búist er við því að hún seljist einhvern næstu daga. Að sögn Péturs Þórs Gunnarssonar hjá Gallerí Borg kom tveggja millj- óna króna boð í styttuna en mats- verð hennar er 2,5 til 3,5 milljónir og var hún því ekki seld. Áhugasamur einstaklingur „Við teljum hins vegar góðar líkur á því að hún seljist fljótlega en einn erlendur einstaklingur er afar áhugasamur um verkið. Við teljum því líklegt að styttan muni aftur fara úr landi og þá aftur til Dan- merkur þar sem styttan var áður og hinn áhugasami einstaklingur býr.“ Pétur Þór sagðist vera ánægður með uppboðið að öðru leyti. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að listaverkamarkaðurinn sé aftur á uppleið eftir nokkra lægð. Áhuginn á þessu uppboði, þrátt fyrir að nokkrar blikur séu á lofti í þjóðfé- laginu, sýnir það.“ Á uppboðinu var meðal annars málverk Jóns Stefánssonar, Upp- stilling, slegið á 1.260 þúsund krónur, módelmynd eftir Gunnlaug Scheving á 480 þúsund krónur og mynd af hestum eftir Jóhann Bri- em var slegin á 360 þúsund. Skrautlegiir og ögrandi Shakespeare KVIKJVlYNDiR Rcgnboginn RÓMEÓ OG JÚLÍA „William Shakespeare’s Romeo and Juliet“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Baz Luhrman. Handrit: Baz Luhrman og Craig Pearce. Byggt á leikriti William Shakespe- ares. Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Claire Danes, Harold Perrineau, John Leguizamo, Peter Postelwaite, Miriam Margolyes, Paul Sorvino og Diane Venora. 20th Century Fox. 1996. BÍLAR, byssur, glæpagengi og dragdrottningar! Er þetta virki- lega „William Shakespeare’s Romeo and Juliet"? Jú, í nútíma- legri kvikmyndaútgáfu ástralska leikstjórans Baz Luhrmans er þetta allt að finna og meira til. Það er ekkert nýtt að setja Shakespeare í nútímalegan bún- ing. Sagan af Rómeó og Júlíu hefur verið endursögð í söngleikn- um Saga úr Vesturbænum, og nýlega fengu reykvískir bíógestir að sjá Ríkarð þriðja sem breskan fasista á þriðja áratuginum. Það sem gerir mynd Luhrmans sér- staka er hin heilsteypta mynd- ræna sýn hans. Luhrman er ófeiminn við að túlka verk Shakespeares um ást í skugga haturs á eigin forsendum og tengja það við okkar nú. Eða réttara sagt það nú sem unglingar í glæpagengjum Los Angeles og víðar upplifa samkvæmt sjón- varpsfréttum, rapptónlist og kvik- myndamýtum. Luhrman hannar mjög stíl- færða sviðsmynd sem engu að síður hefur mjög sterka vísun í raunveruleikann. Verona er grátt stórborgarflæmi sem yfir gnæfa rykfallnir skýjakljúfar Montague og Capulet ættarveldana með risavaxna styttu af frelsaranum í miðjunni. Á næsta leyti eru strendurnar þar sem liðsmenn glæpagengjanna tveggja leika sér og ögra hver öðrum. í takt við nútímalega sviðs- myndina er klipping hröð, kvik- myndavélin hoppar á milli ýktra sjónarhoma og popptónlistin dyn- ur í eyrum áhorfenda. Mitt í öllum hamaganginum eru elskendurnir tveir, Rómeó og Júlía, að tjá sig með orðum sem voru skrifuð fyrir um 400 árum. Orð Shakespeares eru talmál í myndinni en ekki leik- hústexti sem svo mikil virðing er borin fyrir að allt annað hverfur í skuggann. Aðalmiðillinn er myndmálið ekki textinn. Heildarmyndin hefði getað orð- ið algjör glundroði sem drekkti viðkvæmri sögu um unga ást sem aldagamalt hatur drepur, en í höndum Luhrmans gengur þessi áhættusama blanda upp. Það er lykilatriði að Luhrman hægir á sér og leyfir leikurunum að njóta sín þegar þeir tjá sínar innstu til- finningar. Valið í aðalhlutverkin er ein- staklega vel heppnað. Leonardo DiCaprio sem Rómeó og Claire Danes sem Júlía hafa bæði rétta útlitið, gelgjuleg og unggæðisleg. Harold Perrineau og John Leguiz- amo í hlutverkum Mercutios og Tybalts sýna jafnframt mjög góð- an leik. Leguizamo er sérstaklega efirminnilegur í mjög stílfærðri tjáningu af stoltum karlmanni af spænskum uppruna. Ef fólk vill sjá ferska kvikmynd um unglingana Rómeó og Júlíu, og tragíska ást þeirra þá ætti það ekki að láta mynd Luhrmans framhjá sér fara. Anna Sveinbjarnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.