Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 35 allir voru komnir í þyrluna hafi Freyr GK verið kominn að bátnum. „Hann hefði mátt vera fimmtán mínútum fyrri til á staðinn og þá hefði báturinn hugsanlega bjargast." Rak hratt upp að klettunum Skipið í landsteinum er sá síðasti yfírgaf það SVEINN Arnarson, 1. stýrimaður á Þorsteini GK, sagði að veiðarfæri hefðu fest í skrúfunni og bátinn hefði rekið hratt upp að klettunum þrátt fyrir að akkeri hefðu verið látin falla. „Þegar seinna akkerið slitnaði fórum við í þyrl- una. Það var mikil alda og hvasst og okkur rak hratt upp að landi. Við vorum að leggja net þegar það festist í skrúfunni og við það drapst á aðalvélinni," sagði Sveinn. Hann sagði að Freyr GK hefði ver- ið að koma að staðnum en ekki reynd- ist unnt að vera lengur um borð. „Skipstjórinn tók ákvörðun um að yfirgefa bátinn. Við vorum allir komn- ir í flotgalla. Hífingin um borð í þyrl- una gekk vel. Það braut ekki mikið á bátnum þegar við yfírgáfum hann en það var mikill veltingur,“ sagði Sveinn. Hann sagði að allir hefðu haldið ró sinni um borð. Sveinn Arnarson Morgunblaðið/RAX Rak á land á 23 mínútum AÐEINS liðu 23 mínútur frá því Hjálmar Jónsson sigmaður TF- LIF var hífður upp í þyrluna úr Þorsteini GK þar til bátinn hafði rekið upp í Krísuvíkurberg. A myndinni má sjá Hjálmar síga niður úr þyrlunni til að sækja Ásgeir Magnússon skipstjóra. Var þetta uppúr klukkan 16. Eins og myndin sýnir glöggt var skammt upp I bergið þegar verið var að ná síðustu mönnum upp í þyrluna. Menn Iifðu í þeirri von fram eftir degi að hægt yrði að bjarga Þorsteini með því að koma taug í bátinn en eftir að seinni akkerisfestan brast varð yóst að svo yrði ekki. Skipveijar á Þorsteini eru sammála um að áhöfn þyrlunnar hafi staðið sig frábærlega við björgunarstörfin í gær. HJÁLMAR Jónsson sigmaður í TF- LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, seig niður um borð í Þorstein GK þar sem hann átti skammt ófarið upp í Krísu- víkurberg. Þegar Hjálmar yfirgaf skipið síðastur manna var það um 150 metra frá landi. „Við vissum að það voru tíu manns um borð. Þegar við komum að skipinu sagði skipstjórinn að hann væri með tvö akkeri úti og hann taldi að annað þeirra væri slitið. Hann vildi bíða svo við ákváðum að fara upp á Krísuvíkut berg og bíða þar til þess að spara eldsneyti. Við höfðum ekki verið þar í tíu mínútur þegar við ákváðum að taka helming áhafnarinnar um borð þar sem þeir voru svo margir. Ég seig niður og tók strax sex upp, tvo og tvo í einu. Ég varð eftir niðri. Ég var mjög ósáttur við það að skilja fjóra skipveija eftir um borð í skipinu því það var mjög nálægt landi, eða um 0,6 sjómílur," sagði Hjálmar. Hjálmar Jónsson „Allt á síðustu stundu" Hjálmar var sjálfur ekki fyrr kom- inn inn í þyrluna en akkerisfestarnar slitnuðu. „Þá hélt báturinn ekki upp í vind heldur var flatur og mikil hreyf- ing á honum. Það var erfitt að kom- ast um borð aftur. Skipstjórinn var mjög ósáttur við að yfirgefa skipið og mér virtist hann meta meira skipið en sitt eigið líf. Ég sagði honum að hann væri að gera rétt með því að fara frá borði. Þetta var allt á síðustu stundu miðað við aðstæður. Skipstjór- inn sýndi þó ýtrustu varúð gagnvart öllum skipverjum en hann sjálfur hef- ur valdið. Skipið lét mjög illa, mikill veltingur en þyrlan var mjög stöðug. Þegar allir voru komnir um borð í þyrluna var skipið um 150 metra frá landi,“ sagði Hjálmar sem síðastur fór frá borði Þorsteins GK. Þyrlan flaug með skipbrotsmenn til Reykjavíkur og lentu við flugskýli Landhelgisgæslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.