Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÓKMENNTIR Líf sspcki LEITIN AÐ TILGANGI LÍFSINS eftir Viktor E. Fraiikl. Hólmfríöur K. Gunnarsdóttir þýddi. Háskólaút- gúfan og Siðfræðistofnun. Rvík 1996. 138 síður. VIKTOR E. Frankl var ungur geðlæknir í Vín í heimsstytjöldinni síðari og einn af mörgum milljónum sem fluttar voru í útrýmingarbúðir nasista. Leitin að tilgangi lífsins heitir lítið kver sem hann skrifaði „í einni striklotu, á níu dögum“ af því honum var í mun að koma sögu sinni og hugmyndum áleiðis. í bók- inni lýsir hann reynslu sinni af búð- unum og notar hana til að útskýra nánar og sanna kenningar sínar um sálarlíf fólks. í fyrri hluta bókarinnar rekur hann söguna úr útrýmingarbúðun- um en í seinni hlutanum brýtur hann frásögnina upp með ritgerð. Við þessi þáttaskil verður málfarið dálítið óeinbeitt. Texinn verður óskýr afþví sömu hugmyndimar eru endurteknar og missa vægið og týnast í fjöldaframleiðslu. Ef maður segir sama hlutinn aftur og aftur er hætta á að hlustandanum leið- ist, jafnvel að hann hætti að bera virðingu fyrir orðum manns. Höf- undurinn hefur þó þá afsökun að aðalstarf hans eru geðlækningar en ekki ritstörf. En engin afsökun er fyrir því að prófarkalestur á verkinu hefði mátt vera nákvæmari. Að týna aldrei tilgangi sínum Viktor Hólmfríður K. E. Frankl Gunnarsdóttir Frankl hefur hjálpað sjúkling- um sínum með meðferð sem kall- ast „lógóþerapía“ og dregur heitið nafn sitt af gríska orðinu „logos“ sem hér stendur fyrir tilgang. Meðferðin byggist á nauðsyn mannsins á tilgangi með lífi sínu. Ef maðurinn sér engan tilgang á hann erfiðara með að mæta and- streymi og sálarstyrkur hans veik- ist. Þegar svo ber undir verður hann að finna tilgang með erfið- leikunum, sjá fyrir sér þó ekki væri nema ímyndaða von. Því til- gangsleysið leiðir til uppgjafar og segir Frankl að hafi verið ill- ef ekki ómögulegt að sigrast á henni, ef hún á annað borð byrjaði að sá frækornum sínum í sálu fanga útrýmingarbúðanna. Aðeins þeir sem beittu prettum og aðeins þeir sem tilviljunarkennd heppni virtist vaka yfir lifðu útrýmingarbúðirn- ar af. Þegar menn, sem höfðu af óútskýranlegum ástæðum lifað af, byijuðu að gefast upp, týna til- gangi sínum, missa sjónar á tak- markinu, var leiðin í flestum til- fellum aðeins ein. „Þeir sem vita hve náið sam- band er á milli hugarástands manna - kjarks og vonar eða skorts á slíku - og ónæmis líkam- ans skilja að skyndilegt vonleysi og kjarkleysi getur dregið menn til dauða.“ (s. 74) Þessi orð sannar Frankl með nokkrum dæmum úr útrýmingar- búðunum, en varla er hægt að finna annan eins vettvang fyrir athuganir á mannlegu atferli og einmitt þar, því mið- ur. Afþví svo grimmdarleg reynsla liggur verkinu til grundvallar trúir les- andinn höfundinum og festir boðskap hans á bakvið eyrað til þess að hagnýta sér hann. Til samanburðar við nútímann bendir höf- undur m.a. á áhrif at- vinnuleysis á sálarlíf fólks, tilgangsleysið sem það veldur og nið- urrifið samfara því. Samkvæmt Frankl eru mönnum þrjár leiðir færar til að finna tilgang með lífi sínu. Með því að skapa, með því að njóta, og með því að þjást. í þjáningunni má finna horn- stein hins mannlega þreks, þrösk- uldinn sem færir manninn ofar veikleikum sínum. Þá hefur maður- inn fundið tilgang í þjáningunni: „ Við sem vorum í einangrunar- fangabúðunum munum eftir mönnum sem gengu um skálana og hugguðu aðra, gáfu þeim síð- asta brauðbitann sinn. Þótt þeir kunni að hafa verið fáir nægðu þeir til að sanna að það er unnt að taka allt frá manninum nema eitt: endanlegt frelsi hans - til að velja hvernig hann bregst við því sem að höndum ber, til að fara sínar eigin leiðir.“ (s. 66) Fyrir menn sem starfa með sálarheill fólks hlýtur bókin að vera hvalreki. Afþví ritdómurinn er ekki skrifaður af fagmanni á sviði geðlækninga er bókin ekki skoðuð út frá faglegu sjónarhorni heldur út frá sjónarhorni leik- manns. Enda er tilgangur Frankls með bókinni ljós: „Ég vildi einfaldlega koma því til skila til lesandans að lífið geti alltaf haft tilgang, hvernig sem aðstæðurnar eru, jafnvel þótt þær séu eins ömurlegar og hugsast getur." (s. 13-14) „Mér fannst mér þess vegna skylt að skrifa niður það sem ég hafði gengið í gegnum, því að ég hugsaði að það gæti komið þeim að gagni sem hættir til að ör- vænta.“ (s. 14) Um leið og Frankl skrásetur kenningar sínar hugsar hann sér verkið sem sálfræðimeðferð og bókin nær tilgangi sínum sem slik. Hún kennir lesandanum, sýnir hon- um dæmi, varar hann við hættun- um og byggir hann upp. Af heil- brigðisástæðum hafa allir gott af því að lesa þessa bók og af pólitísk- um ástæðum á saga þessi að vera í minnum höfð. Kristín Ómarsdóttir Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur KARLAKÓR Reykjavíkur held- ur árlega vortónleika sína dag- ana 15.-22. mars nk. Kórinn mun flumflytja tvö lög eftir Fjölni Stefánsson og Pál Pampichler Pálsson, fyrrum sljórnanda kórsins. Lag Páls nefnist „Vor í borg“ og er við ljóð Guðmundar Böðvarssonar, lag Fjölnis nefnist „í júní“ við ljóð Þorsteins Valdimarssonar. Bæði lögin eru samin í tilefni sjötíu ára afmælis Karlakórs Reykjavíkur á sl. ári. Önnur verk á efnisskránni eru m.a. madrigalar, lög eftir Bítlana, Brahms, Schubert, Palestrina, Wagner og A.L. Webber. Tónleikarnir verða sem hér segir: 15. mars kl. 16 í Lang- holtskirkju, 16. mars kl. 20 í Víðistaðakirkju, 18. mars kl. 20 í Langholtskirkju, 20. mars, kl. 20 í Langholtskirkju, 22. mars kl. 16 í Langholtskirkju. Stjórnandi Karlakórs Reykja- víkur er Friðrik S. Kristinsson, undirleikari Anna Guðný Guð- mundsdóttir og einsöngvarar eru Rannveig Fríða Bragadóttir og Ingólfur Sigurðsson. Köld eru kvennaráð KVIKMYNPIR Bíóborgin í FJÖTRUM (BOUND) ★ ★ 'A Leikstjórar og handritshöfundar Andy og Larry Wachowski. Kvik- myndatökustjóri Bill Pope. Tónlist John Davis. Aöalleikendur Jennifer Tilly, Gina Gershon, Joe Pantol- iano, John P. Ryan, Richard C. Sarafian. 108 mín. Bandarísk. Gramarcy 1996. TVÆR kaldrifjaðar tæfur, Violet (Jennifer Tilly) og Corky (Gina Gershon) verða bálskotn- ar hvor í annarri. Corky er ný- sloppin úr fangelsi og vinnur við lagfæringar á íbúð í eigu maf- íunnar í Chicago. í næstu íbúð býr Violet ásamt sambýlismanni sínum, Caesar (Joe Pantoliano), forhertum vikapilti glæpasam- takanna. Caesar er settur í það verkefni að þrífa upp tvær millj- ónir dala eftir átök og blóðbað, auðæfin verða til þess að ást- konurnar leggja á ráðin. Þær stela fúlgunni og ætla sér að koma sökinni á Caesar en harka hans og útsjónarsemi setur allar áætlanir úr skorðum. / fjötrum er engin stórmynd en hún kemur á óvart, handritið er þokkalega skrifað (oftast nær), söguþráðurinn kryddaður með samkynhneigð, sem er heldur óvanalegt en er hér í brennidepli og leikurinn er vel í meðallagi hjá dömunum en Joe Pantoliano stelur senunni og fer á kostum sem hinn kokkálaði og svikni Caesar. Hann fær langbestu rulluna og nýtir hana til fulls. Caesar er útsmoginn skratti sem lætur ekki plata sig svo glatt, hugsar skýrt undir bullulegu yfirbragði. Hvort sem það hefur verið ætlunin eður ei er það þetta ómenni sem fær alla samúðina, slíkur er kraftur- inn í Joe (The Fugitive). Myndin er nokkuð leiksviðsleg, gerist að mestu leyti í tveimur hótel- íbúðum en heldur engu að síður líflegum dampi og nokkur atriði eru æsispennandi og mörg bráð- fyndin á kaldhæðnislegan hátt, líkt og peningaþvotturinn - sem nyti sín vel hjá Coen-bræðrum. Hvernig sem á því stendur fjall- ar Draumaverksmiðjan jafnan um samkynhneigða sem þeir séu haldnir óseðjandi brókarsótt. Hvað svo sem til er í því eru ástarsenur refjakvendanna ósköp holar og þreytandi, enda sjálfsagt báðar gagnkynhneigð- ar leikkonurnar föngulegu, Tilly og Gershon. Það er góð tilbreyt- ing að sjá kvenfólk í aðalhlut- verkum, jafnvel þótt óvenjuleg séu, stígandinn er jafn ogþéttur og John P. Ryan hressir upp á leikhópinn. Næsta ♦ mynd Wachowski-bræðra sker úr um hvort þeim verði líkt við aðra og frægari bræður í kvikmynda- gerð en ljóst er að þeir eru til alls vísir. Sæbjörn Valdimarsson Fjölskyldu- hrollvekja LEIKUST Stúdcntalcikhúsið: „Hangið heima“ eftir Börk Gunnarsson. Leikarar: Davíð Jón Fuller, Haraldur Jóhanns- son, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hjálmar Arinbjamarson, Jón Ingi Hákonarson, Mats Jonsson, Rannveig Krisljánsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Vilhjálmur Ámason, Þórhallur Ág- ústsson, Þómnn Ema Clausen og Þórun.' Geirsdóttir. Leikstjóri: Ari Matthiasson. Ljósamaður: Gunnar B. Guðmundsson. Tónlist: Örlygur Smári. Förðun: Soffía Elísabet Páls- dóttir. Möguleikhúsið 9. mars „HANGIÐ HEIMA“ er samnefni á fyeimur einþáttungum, Sýnd er reynd og Verkamannablús eftir Börk Gunnarsson sem Stúdenta- leikhúsið sýnir í Möguleikhúsinu við Hlemm þessa dagana. Þótt hér sé um tvo sjálfstæða þætti að ræða eru þeir tengdir bæði í efni og að- ferð og fer því ágætlega á að sýna þá saman undir einu heiti. Sá fyrri, Sýnd er reynd, byrjar sem hefðbundið stofudrama; leikur- inn gerist heima í stofu hjá því sem virðist við fyrstu sýn vera ósköp venjuleg kjamafjölskylda og sviðs- myndin er í gamaldags raunsæis- stíl (hver gerir sviðsmynd og bún- inga?). En áður en langt líður á leikinn kemur í ljós að hér er ekk- ert venjulegt raunsæisverk á ferð- inni. Atburðarásin einkennist fljótt af svörtum húmor og farsakenndum fáránleika og minnir einna helst á bandaríska „sitcom" (situation comedy) þáttinn „Married with chil- dren“ (sem sýndur var á Stöð 3) þar sem öllum hefðbundum fjöl- skyldugildum er snúið á haus í makalausu fáránleikagríni. I stuttu máli fjallar þátturinn um vonsvikinn og duglítinn fjöl- skylduföður sem ákveður að taka ráðin í eigin hendur og áður en yfir lýkur hefur hann gert það svo um munar. Hér er gert grín að þeim gildum sem við teljum sjálf- sögð að ríki innan fjölskyldunnar, svo sem ást og virðingu, friðhelgi einkalífsins og hlýðni barna við for- eldra, svo fátt eitt sé nefnt. Síðari þátturinn, Verkamanna- blús, er eins og áður segir nátengd- ur hinum fyrri að allri gerð. Einnig hér er spjótum beint að fjölskyld- unni og hér er það einnig fjölskyídu- faðirinn sem er í hlutverki hins undirokaða fórnarlambs. Hann ákveður að gera uppreisn, á sinn eigin hátt, en hún fer þó öðruvísi en ætlunin var og verða örlög hans í hæsta máta neyðarleg, svo ekki sé meira sagt. Það er sami svarti húmorinn og fáránleikinn sem ein- kennir þennan þátt líkt og hinn fyrri. Börkur Gunnarsson hefur áður birt eftir sig smásögur og hann er spennandi höfundur. Texti hans er viða afar vel saminn og hann hefur auga fyrir fáránleikanum sem býr í hversdeginum og fer oft óvæntar leiðir í skáldskap sínum. Um hann má vel nota þá ágætu klisju að „honum er ekkert heilagt", gerir grín jafnt að „háum“ sem „lágurn" og í þessum leikþáttum stillir hann gjarnan upp andstæðum (karl- kona, foreldri-barn, verkamenn- menntamenn/listamenn, o.s.frv.) sem hann hæðir síðan endalaust. Það má því segja að sá efniviður sem Ari Matthíasson leikstjóri og leikhópur hans hefur í höndum sé bæði óvenjulegur og spennandi, en það verður þó að segja að úrvinnsl- unni var víða ábótavant. Helstu brot- alamimar sneru að leik og túlkun, enda kannski ekki hægt að gera miklar kröfur hvað það varðar hjá áhugaleikurum. Ari velur þá leið að nota oft ýktan dramatískan leik sem virkaði helst til tilgerðarlegur á köfl- um. Þó má nefna að Þórhallur Ág- ústsson fór mjög vel með hlutverk unglingssonarins í fyrra þættinum og Jón Ingi Hákonarson var sann- færandi í aðalhlutverki seinni þáttar- ins. „Hangið heima“ er „öðruvísi" leiksýning og ekki vitlaus hugmynd að bregða sér á sýningu eitthvert kvöldið - svona frekar en hanga heima. Soffía Auður Birgisdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.