Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 80

Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 80
80 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bjarni Kristjánsson, miðill, segir hér á hispurslausan hátt frá erfiðum aðstæðum í bernsku sinni í Keflavík, unglingsárum, uppgötvun miðilshæfileika sinna og starfi sínu sem miðill. * I bókinni eru auk þess frásagnir fólks sem notið hefur aðstoðar hans sem miðils og fróðleikur um ýmislegt í andlegum málum daglegs lífSy sem margir gœtu haft gagn af IMÝJAR HUÓMPLÖTUR Þetta er fint og það batnar DUETTINN Súkkat sendi frá sér eftirminnilega plötu fyrir tveimur árum þar sem þeir félagar Gunnar Öm Jónsson og Hafþór Ólafsson léku sér með ýmis minni og stef. Fyrir skemmstu kom svo út önnur plata þeirra félaga, sem heitir því sérkenni- lega nafni Fjap. Fyrsta plata Súkkats gekk vel, en þeir segja samt að ekkert hafi verið ákveðið með framhald og reyndar ekki tekin ákvörðun um að taka upp nýja plötu fyrr en kominn var góður slatti af lögum. „Einn góðan veður- dag tókum við ákvörðun um að gera aðra plötu og drifum okkur af stað, kannski heldur seint fyrir jólamark- aðinn.“ Hafsteinn og Gunnar segjast ró- legir og samstarfið afskaplega af- slappað, enda sé hvorugur gefínn fyrir að ota sínum tota. „Það er gam- an að troða upp,“ segja þeir, „og við tökum yfírleitt að okkur það sem berst til okkar. Það verður þó að vera í hófi, ef það er orðið meira en tvö kvöld í viku er það hætt að vera gaman og orðið rútínuvinna, hættu- leg rútína." Tekin upp á einu kvöldi Þeir félagar segja tónlistina á Fjapi ósköp áþekka því sem var á fyrstu plötunni, þó þeir leyfí sér að bregða útaf í útsetningum, en einnig á Megas eitt lag á plötunni, aldar- fjórðungsgamalt og áður óútgefið. Kristján Kristjánsson leikur á gítar á plötunni og Eyþór Gunnarsson á trommur, en upptökum stýrði ívar „Bongó“ Ragnarsson. Þeir segja að platan hafí verið tekin upp á einu kvöldi og séð til þess að hljómurinn væri hrár og skemmtilegur. Þeir séu Morgunblaðið/Ásdís GUNNAR Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson Súkkatar. og ánægðir með plötuna, „þetta er að koma, maður er alltaf svolítið sleginn fyrst, þegar hvað styst er frá því að geta breytt einhveiju, þetta er fínt og það batnar". Einfaldar formúlur og spaugilegt bull TÓNLIST Gcisladiskur EILÍFT BETL Eilíft betl, geisladiskur hjjómsveitar- innar Betls sem skipuð er Rögnvaldi Rögnvaldssyni, Halldóri Bragasyni og Hreini Laufdal. Lög og textar eftir þá félaga. Ekki kemur fram hver gefur út, né hver dreifir. 53,33 mín., 1.999 kr. HUÓMSVEITIN Betl er víst ekki starfandi sem hljómsveit, enda eiga liðsmenn hennar heima í ólíkum landshlutum. Það hefur þó ekki kom- ið í veg fyrir að þeir hafí sett saman breiðskífu og það breiðskífu í lengra lagi. Tónlistin á Eilífu betli er miklu leyti unnin á tölvur, þó stöku sinnum megi heyra lifandi hijóðfæraleik, og forritun er öll í einfaldara lagi, til dæmis í Sjónvarpsglápi, svo einföld reyndar að fljótlega verður þreytandi á að hlýða. Ekki er þó vert að meta of strangt útgáfu sem þessa, því hvarvetna skín í gegn að Betlarar taka sjálfa sig ekki yfírmáta alvar- lega; lög eru einfaldar formúlur og textar spaugilegt bull á köflum, til að mynda í Ástarleikjum, í bítið og Sjónvarpsgláp. Kímnin er reyndar svo afkáraleg á köflum að hún miss- ir marks, en víða komast þeir félag- ar þó hnyttilega að orði og fyrir kemur að þeir ná jafnvægi á milli texta og útsetningar, sem dæmi má nefna Elskuna og Þá. Söngur er al- mennt afleitur, örugglega vísvitandi, en gestasöngvarar lyfta plötunni nokkuð, þannig syngur Kristján Pét- ur prýðilega klénan texta við þunnt lag í Mér. Frágangur á textablaði er klúðursiegur og grúir af villum, en það er kannski liður í gamninu. Árni Matthíasson Náttboró, höfóa- og fótagaflar á amerísku rúmin húsgagnaverslun Langholtsvegi III* Sími 533 3500. WINDHAM WAY Höfðagafiar Queen kr. 39.468 stgr. King kr. 45.908 stgr. Náttborð kr. 34.868 stgr. MANCHESTER Höfða-og Höfðagaflar fótagaflar Queen kr. 48.576 stgr. kr. 80.960 stgr kr. 55.016 stgr. kr. 86.480 stgr. kr. 55.016 stgr. kr.86.480 stgr. Máttborð kr.18.308 stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.