Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Er kvótinn búinn? Þversögnin í DAG er lausnar- orðið „aukin fram- leiðni“. Fyrirtæki er ná þeim árangri, t.d. í iðn- aði, fá góðan orðstír fyrir. Á undanförnum árum hefur „fram- leiðnin" ekki síður auk- ist í heilbrigðisþjón- ustunni. Þrátt fyrir fækkun starfsfólks hefur að- gerðum fjölgað mikið og meðallegutími styst verulega. Sérgreina- deildir okkar standast svipuðum sérgreinadeildum ná- grannalanda snúning í þessu efni. Fleiri útskrifaðir sjúklingar á ís- lenskum sérgreinasjúkrahúsum koma á hvem heilbrigðisstarfsmann en á svipuðum sjúkrahúsum t.d. í Danmörku. Á sama tíma hefur heildarkostnaður vegna heilbrigðis- þjónustu, mælt sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, lækkað og er lægri en meðaltal OECD-ríkja. Svo undarlega bregður við, að upplýsingar um aukna framleiðni í heilbrigðisþjónustu virðast vera þeim, er ráða fjármálum landsins, til lítillar ánægju. Engin hvatning eða uppörvun berst fólkinu er stóð að verkinu, heldur er sífellt krafist meira vinnuframlags og sparnaðar. Sparnaður má ekki snúast upp í öndverðu sína. Margaret Thatcher forystukona fijálshyggjunnar skildi að þessi viðbrögð stjórnenda eru óviðun- andi í samskiptum fólks. í öðru bindi end- urminninga sinna telur hún eðlilegt að sjúkra- húsum, er auka afköst- in, beri að fá auknar fjárveitingar! Að áliti margra er gerþekkja ástandið á sérgreinasjúkrahúsum hefur verið gengið hart fram í spamaðarað- gerðum. Spamaðurinn kemur niður á bráða- þjónustunni og gerir heilbrigðisstarfsfólkinu erfítt fyrir um að sinna lágmarks- þjónustu, svo ekki sé talað um líðan sjúklinga er vistast á göngum og á skoli. Nokkur dæmi skulu nefnd: 1. Álagið á margar heilbrigðis- stéttir hefur aukist á bráðadeildum, svo að skammtímafjarvistardögum fjölgaði mikið á árunum 1993- 1994. Á öðram deildum hafa fjar- vistir lítið eða ekki aukist. 2. Nú hafa myndast verulegir biðlistar á almennum skurðdeildum sérgreinasjúkrahúsanna, en áður vora biðlistar nær eingöngu ein- skorðaðir við sérdeildirnar. Sem dæmi má nefna, að 60-70% gall- vegssjúklinga era innlagðir með bráðasýkingar og koma flestir af biðlistum. Mun meiri hætta er á fylgikvillum við aðgerðir þegar svo er komið málum. Við eðlilegar að- Hér er rofín hefð um jafnrétti, segir Olafur _ Olafsson, og tekinn upp skattur, sem hækkar með tímanum. stæður má búast við að um 20% gallvegssjúklinga séu innlögð vegna sýkinga. Fleiri dæmi mætti nefna um að sjúklingar á biðlistum kom- ist ekki inn á sjúkrahús fyrr en þeir hafa orðið bráðveikir. 3. Meðallegutími á lyflækninga- deildum Ríkisspítala er nú tæpir 5 dagar, en það er styttri meðallegu- tími en gerist á svipuðum deildum í nágrannalöndum. Afleiðingin er sú að sjúklingar eru útskrifaðir of snemma og margir era næsta ófær- ir um að sjá sér farborða. Endurinn- lögnum fer ijölgandi og kostnaður- inn eykst! 4. Á fæðingardeildum koma upp óvænt atvik sem krefjast skjótra aðgerða. Staðreynd er að rekja má nokkur slys og mistök til mikils álags starfsfólks, en bótagreiðslur fyrir slík tilvik geta verið 10-15 milljónir króna. 5. Á einni sérgreinadeildinni reyndust 70% þeirra er biðu eftir mjaðmaaðgerðum 1994 vera á vinnufærum aldri. Um 80% þjáðust af slæmum verkjum og þörfnuðust stöðugrar verkja- og vöðvaslakandi Ólafur Ólafsson lyfjameðferðar. Um 70% þjáðust af svefnleysi. Svörin sem fólkið fær þegar það freistar þess að komast í meðferð er: „Kvótinn er búinn“! 6. Á geðdeild ríkisspítalanna hef- ur inniliggjandi sjúklingum fækkað mikið vegna lokunar deildar. Sjúkl- ingar eru útskrifaðir of fljótt. Þar af leiðandi hefur erfiðum dagdeild- arsjúklingum fjölgað um 30% en starfsmannafjöldi er óbreyttur. Viðbrögð sjúklinga Þetta fólk sem hér er um rætt leitar ekki til lækna að nauðsynja- lausu enda er það reynsla lækna að slíkt sé sjaldgæft fyrirbrigði. Því miður heyrast oft gagnstæðar skoð- anir, jafnvel meðal þeirra er stjórna fjármögnun heilbrigðisþjónustunn- ar. Þessi skoðun byggist sjálfsagt á lítilli reynslu viðkomandi í sam- skiptum við sjúklinga. Þvert á móti eru íslendingar vinnusamt fólk og ókvartsárt. Sem dæmi má nefna að sjúklingar á vinnufærum aldri sem gangast undir kransæðaað- gerðir fara yfirleitt mun fyrr til starfa eftir aðgerðina en „þjáning- arbræður" þeirra í nágrannalönd- unum. Annað dæmi er sýnir vel viðhorf íslendinga er að íslenskir læknar er starfað hafa lengi erlend- is eins og undirritaður og síðan hafið störf hér heima segja oft eftir- farandi sögu. Þegar rætt var við erlenda sjúklinga um veikindavott- orð svöruðu margir: „Hve lengi“! Á íslandi er algengt að fólk svari: „Hvenær get ég hafíð vinnu"! Sjúku fólki líður illa ef það bíður lengi eftir aðgerð. En fleira kemur til-þvi að margir hafa einfaldlega ekki ráð á að vera veikir. Sjúkra- dagpeningar eru það naumt skammtaðir að fólk nær ekki að sjá sér og fjölskyldu sinni sómasamlega farborða ef veikindi dragast á lang- inn. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að fólk, sem t.d. þarfnast aðgerðar vegna „bakveiki", en í þeim hópi er gjarnan yngra fólk, getur ekki leyft sér þann „munað“ að hvílast og stunda endurhæfingu í vikur eða mánuði og ná þannig bata. Þetta fólk þrýstir mjög á lækna um skurðaðgerðir. Þetta er meðal annars skýringin á að við gerum fleiri „bakaðgerðir“ en ná- grannaþjóðirnar. Læknar lenda því í vanda er þeir freista þess að leysa sjúklinginn úr kreppu. Sjálfsagt geta einhveijir gagnrýnt þennan framgangsmáta en þeir hafa líklega ekkert lært nema af reynslu ann- arra. Lokaorð Af framangreindum dæmum má ráða að læknar og annað heilbrigð- isstarfsfólk á sérgreinadeildum er í verulegum erfiðleikum að sinna lágmarksþjónustu við sjúklinga. Svokallaður „flatur niðurskurður" hefur snúist upp í öndverðu sína því að bráðadeildir eiga í mun meiri erfiðleikum en aðrar deildir. Fjármögnun sjúkrahúsa verður vitaskuld ekki bætt með því að taka nokkra tugi milljóna í innritunar- gjöld sem samsvarar 0,2-0,3% af heildarfjármögnun heilbrigðisþjón- ustunnar. Innritunargjöld gera aft- ur á móti vissum hópi sjúklinga erfiðara fyrir og er ég sammála skoðun heilbrigðisráðherra í þessu efni. Hér er rofin gömul og góð hefð um jafnrétti, auk þess sem „skattar“ af þessari tegund hverfa ekki heldur hækka með tímanum! Höfundur er landlæknir. RAS/A UGL YSINGAR Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í vélavinnu við lagningu 132 kV háspennulínu frá aðveitustöð Eyvindará við Egilsstaði til Seyðisfjarðar. Lauslegt yfirlit verksins: Línuflokkur RARIK á Austurlandi mun reisa staura og leggja línuna. Verktaki á einungis að framkvæma eftirfarandi þrjá aðskilda verkþætti undir sjórn RARIK: 1) Útvega og flytja malarefni á tiltekinn stað á vegi eða við vegslóða. Heildarmagn er áætlað um 500-600 rm. 2) Leggi til minnst 20 tonna beltagröfu ásamt tækjamanni í tímavinnu til að grafa fyrir staurum og aðstoða við reisingu staura. Heildartímafjöldi er áætlaður 500-600. 3) Bora og sprengja klöpp og moka upp úr sprengdum holum fyrir staura þar sem klöpp er í staurastæði. Bora holur fyrir stagfestur (bergbolta) í bergi þar sem þess gerist þörf. Alls er gert ráð fyrir að sprengja þurfi fyrir 140-180 staurum og bora þurfi fyrir 20-30 bergboltum. Bjóðendur geta gert tilboð í allt verkið eða í hvern af einstökum þremur verkþáttum, þ.e. malarflutning, gröfuvinnu og borun og sprengingar. Til greina kemur að sema við einn, tvo eða þrjá aðila um verkið, þá hver með sinn verkþáttinn af þremur. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf- magnsveitna ríkisins, Þverklettum 2-4, Egils- stöðum, og Laugavegi 118, 106 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 18. desember 1995 og kostar hvert eintak kr. 2.500. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Þverklettum 2-4, Egilsstöð- um, fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 10. janúar 1996 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu: RA- RIK 95 005. Hönnuðir, auglýsinga- og markaðsmenn, arkitektar og annað gott fólk Mjög fallegt og frumlegt 110 fm skrifstofuhús- næði til leigu í hjarta borgarinnar (Kvosinni). Söguleg fundaraðstaða, ódýr leiga - pott- þétt pláss. Til sýnis um helgina. Upplýsingar ísímum 552 6220 og 551 0752. Nýkomnarvörur Úrval af fágætum smámunum og fallegum antikhúsgögnum. Opið alla helgina. Antikmunir, Kiapparstíg 40, sími 552 7977. G E R M AN IA goethe-institut Þögla stórmyndin METROPOLIS frá 1927 verður sýnd með píanóundirleik Frank Stro- bel og Pierre Oser í Háskólabíói á morgun, sunnudaginn 17. desember, kl. 14.00. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir. Kvikmyndin 100 ára Kvikmyndin 100 ára Kvikmyndin 100 ára auglýsingar Ferðir ms. Fagranes um (safjdjúp 18.-23. des. '95. Mánudagur 18. des.: Brottför frá (safirði kl. 9.00, frá Arngerðareyri kl. 11.30. Aukaferð fimmtudag 21. des. Frá (safirði kl. 11.00. Frá Arngerðareyri kl. 13.30. Ath.: Þessi ferð verður aðeins farin ef næg þátttaka fæst. Föstudagur 22. des.: Brottför frá (safirði kl. 9.00, frá Arngerðareyri kl. 11.30. Pantanasími 456 3155. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudaginn 17. desember kl. 10.30 verður farin hin árlega vetrarsólstöðuferð Ferðafélags- ins á Esju. Gangan hefst á mel- unum austan við bæinn Esju- berg og liggur leiðin upp á Ker- hólakamb (852 m) milli Hestagils og Sauðagils. Komið sömu leið til baka. Verð kr. 1.000. Brottför í ferðína er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Fólk á eigin farar- tækjum er velkomið í hópinnl Munið að klæða ykkur í hlýjan fatnað, húfu, vettlinga og þægi- lega gönguskó. Ath.: Nokkrar ósóttar pantanir í áramótaferð F.f. seldar í næstu vikul Er einhver sem spilar á gítar og þegar hefur greitt farmiða í áramótaferð eða væri til i að slást f för með þennan hæfileika? Hafið sam- band við skrifstofuna! Ferðafélag íslands. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. Allir hjartanlega velkomnir. 14. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Dagskrá vikunnar framundan: Sunnud. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Svanur Magnússon. Mánud: Jólatónleikar kl. 20.30. Föstud.: Unglingasamkoma kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.