Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 71 BREF TIL BLAÐSINS Góðhugi Sjóndaprir geta ekki lesið dagskrá Morgunblaðsins Frá Benjamín H.J. Eiríkssyni: Á STÓRRI eyju í Suðaustur-Asíu búa margar þjóðir sem tala um 200 tungumál. í öllum heimi talin eru þau margfalt fleiri. Hvaða tungumál átti Guð þá að velja og nota þegar hann ákvað að tími væri kominn að taka upp samband við mennina? Hann hafði augljós- lega löngu áður ákveðið að heim- sækja þá - koma þangað sjálfur. Bg vel fáeina ritningarstaði sem sýna þetta: „Sjá Drottinn mun út fara frá bústað sínum, mun ofan stíga og ganga eftir hæðum jarðar- innar. “ (Míka 1;3) „Á þeim degi - segir Drottinn - vil ég saman safna því tvístr- aða [...] og ég vilgjöra hið halta að nýjum kynstofni og hið burtflæmda að voldugri þjóð. Og Drottinn sjálfur mun verða konungur yfir þeim á Síonfjalli héðan í frá og að eilífu [...] Og aftur til þín [mun] hverfa hið forna veldi, konungdómur dótt- urinnar Jerúsalem. “ (Míka 4;6-8) „Þá mun máninn fyrirverða sig og sólin blygðast sín, því að Drottinn allsheijar sest að völd- um á Síonfjalli og í Jerúsalem. “ (Jesaja 24;23) Hér eru sól og tungl á ferð- inni, tákn Israelsþjóðarinnar. Míka og Jesaja voru báðir uppi á 8. öld fyrir Krist. Átta öldum síð- ar heldur boðskapurinn áfram: „Ég er Alfa og Omega segir Drottinn Guð, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi. “ (Opinberunarbókin 1;8) „Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: Sjá tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. “ (Opinberunarbókin 21;3) Reynslan sýnir að Guð valdi tvær leiðir. Ánnarsveg°r þá að skapa sérstaka þjóð með eigið tungumál og hlutverk og að greina hana skýrt frá öðrum þjóðum. Hinsvegar þá að nota mál sem allir ættu að geta lært tiltölulega auðveldlega, eitt og sama málið fyrir allar þjóðir, táknmál. Biblian er því að talsverðu leyti samin á táknmáli. Fórnirnar í musterinu voru kerfi tákna um samskipti Guðs og manns, gert samkvæmt orði Biblíunnar. Dæmi um tákn: Foreldrar Jós- efs sonar Jakobs, svo og bræður hans, skilja strax táknin í draumi Jósefs: Sól, tungl og 11 stjörnur eru tákn foreldra hans og bræðra. Og þessi ijölskylda er upphaf og tákn ísraels. Og hvað með það? Jú, í Opinberunarbókinni stend- ur þetta: Og tákn mikið birtist á himni: Kona klædd sólinni og tunglið undir fótum hennar, og á höfði hennar kóróna af 12 stjörn- um. Hún var þunguð og hljóðaði í jóðsótt með hörðum hríðum (12;1 —2). Hér eru komin táknin úr draumi Jósefs, og umbúðalaust kölluð tákn. Konan er ísrael. Síðan segir: Hún fæddi son, sveinbarn sem stjórna mun öllum þjóðum með járnsprota. Og barn hennar var hrifið til Guðs, til há- sætis hans (12;5). Það er því ver- ið að segja frá fæðingu Messíasar og valdatöku hans. Og Biblíaji segir hér að framan að hásæti Guðs sé í Jerúsalem. Dæmi um önnur tákn eru trén þrjú: Vínviðurinn, fíkjutréð og olíuviðurinn. Öll tákna þau ísrael, hvert á sinn hátt. Hið fyrsta tákn- ar hið andlega ísrael, annað hið þjóðlega; ríkið, það þriðja hið trú- arlega Israel. Olía síðastnefnda trésins táknar æ heilagan anda. Margir hafa hnotið um frásögn- ina af því er Jesús bölvar fíkju- trénu (Matt. 21;19). Þess atburður er tákn, eins og margar athafnir sem hann framkvæmdi. Jesús er með tákni þessu að boða eyðingu Israelsríkis. Um það bil 40 árum síðar rættist spádómurinn á eftir- minnilegan hátt. Jesús sagði einnig dæmisögu af manni sem gróðursetti fíkjutré en fann ekki ávexti á því. „Högg það upp, hví á það að spilla jörð- inni,“ sagði hann. Þetta er einnig spádómur um eyðingu Ísraelsríkis (Lúk. 13;6—7). Það væri óskandi að kalviður- inn, líklega ösp, sem stóð ber og nakinn bakvið Stjórnarráðshúsið Hverfisgötumegin, boðaði ís- lenzku þjóðinni ekkert illt. Hann stóð þarna einn og einmana í nokkur ár og eitt blaðanna birti mynd af honum. En Jesús hafði ekki sagt sitt síðasta orð um fíkjutréð: „Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar grein- ar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér að sum- ar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrum (Matt. 24;32—33). Jesús er því að boða endurreisn Israelsríkis og um leið komu Mannssonarins og valdatöku hans (Matt. 24;29—31). En hvar á að draga línuna, í Biblíunni, hvað er aðeins tákn og hvað er raunverulegt, þetta sem á að taka bókstaflega? Er Djöfull- inn kannski ekki annað en tákn? Af þeim sem telja ekki aðeins Djöfulinn tákn, heldur einnig Guð, tákn sem mennirnir hafi gert sér, er Feuerbach sennilega frægast- ur. í Opinberunarbókinni stendur að á tímum endalokanna, það er að segja endaloka núverandi heimsskipulags, muni Djöflinum varpað niður til jarðarinnar ásamt með englum sínum. Snemma árs 1979 setti ég saman ritgerð ekki stóra, þar sem ég reyndi að túlka nokkra af spádómum Opinberun- arbókarinnar. Ég þóttist sýna fram á það með gildum rökum, auk þess sem ég studdist við reynslu mína af dvöl minni í Sovét- ríkjunum, að Djöfullinn hefði kom- ið til Rússlands í samræmi við umrædda spádóma. Við komuna til Rússlands reyndist hann einkar raunveruleg og áhrifamikil per- sóna. Hann stofnaði Sovétríkin. Þessi skrif min birtust síðan árið 1981 í bók minni Ég Er í kafla sem heitir Dýrið. Ég þýddi nokk- urn hluta bókarinnar á ensku, þar á meðal kaflann um Sovétríkin. Þessum hluta bókarinnar dreifði ég lítilsháttar erlendis. Það er mín skoðun að þessi skrif mín hafi reynzt einkar ör- lagarík fyrir stjórnendur Sovét- ríkjanna. Reagan fór að tala um stórveldi hins illa, eða stórveldi illskunnar. Fyrir Sovétríkin sjálf reyndust skrifin fljótlega banabiti. Djöfullinn beið þarna mikinn ósig- ur, en hann er ekki af baki dott- inn. Hann er mjög svo raunveruleg persóna svo og englar hans. Opin- berunarbókin segir að englum hans hafi verið varpað niður með honum og því meir en líklegt, að þeir séu að störfum meðal vor, með illt í hug, í baráttu sinni gegn Guði, orði hans í Biblíunni, svo og kirkjunni. BENJAMÍN H.J. EIRÍKSSON, alias Eirik Torin. Frá Eggerti Ásgeirssyni: UM ÁRABIL hef ég haft það ánægjulega hlutverk á fimmtudög- 'um að klippa dagskrá Rásar 1 úr Dagskrá, C-hluta Morgunblaðsins og stækka hana á A3 síðu til að gera aldraðri móður og sjóndapurri mögulegt að fylgjast með efni út- varpsins. Það sem mikið efni berst til blaðs- ins þykist ég vita að erfitt sé að gefa Morgunblaðið út án þess að velja, hafna, stytta eða þá að stækka blaðið. Er þá ekki einhver milliveg- ur? Víst er hægt að minnka letrið. Útvarpið hefur farið áþekka leið - að láta fólk sitt tala hraðar! Fyrir fáum árum var dagskrársíð- an endurhönnuð. Til að fegra hana var stungið inn í hljóðvarpsdag- skrána myndum og krossgátu. Til að efnið allt rúmaðist á síðunni var letrið minnkað. Ég hringdi í hönnun- arstjóra blaðsins og greindi honum frá raunum mínum. Mér tókst ekki að koma blessuðum manninum í skilning um vandamálið. Þegar ég talaði um að auk þess væri pappírinn grár og prentunin á hann ekki skýr fann ég að honum þótti ég sveigja að heiðri blaðsins, þótt mér væri það fiarri skapi. Ég þóttist mæla fyrir munn sjóndapurra sem dag hvern reyna að lesa dagskrána. Samtali okk.ar lauk í vinsemd og gagn- kvæmri skilningstregðu - eins og gjarnan í gagnvirkri miðiun! Síðan hefur mér oft verið hugsað til afstöðu fjölmiðla til fólks með biluð skynfæri: Útvarpið með hraðan og óskýran lestur - jafnvel með undirleik hljómlistar og sjónvarpið með fréttalestur og sýnir jafnframt myndir sem trufla athyglina. Nú gerðist það um daginn að nýj- ar sjónvarpsstöðvar tóku til starfa. Nú var vini mínum, hönnunarstjór- anum, aldeilis vandi á höndum. Hann greip til gamla ráðsins, eins og Síma- skráin hafði áður gert, og komist upp með, þrátt fyrir mótmæli Morg- unblaðsins, að minnka letrið og hafa að engu ráð frægustu leturfræðinga. Ekki var letrið á dagskrá Rásar 1 aðeins minnkað heldur voru dag- skrárliðir hafðir án greinarskila og tímasetningin inni í línutextanum. Með þessu minnkaði dagskrárflötur- inn svo mjög að nú nægði ekki að stækka hana upp í 200% heldur varð að tvístækka og dugði ekki til. Þetta er því kveðja til hönnuðar Morgunblaðsins. Vikulegum stækk- unum mínum er hér með lokið og móðir mín fær ekki notið samhjálpar minnar og Morgunblaðsins til að stytta henni stundir. Kannski var að því komið að hún hætti að geta fylgst með dagskránni í blaðinu, enda komin á síðari hluta tíunda áratugarins. En hópur aldraðra end- urnýjast og mér verður hugsað til stækkandi hóps sem ekki getur leng- ur lesið dagskrána og þarf þá heldur ekki á blaðinu að halda. Sá tími kemur að ný stöð bætist við, rásum fjölgar eða ný fjölmiðlun kemur inn í líf okkar. Þá er lausn málsins einföld. Enn má smækka letrið. EGGERT ÁSGEIRSSON, Bergstaðastræti 69, Reykjavík. REYFARAKAUP! tilboð -■ ' X; K ■ ■ ; . VEGGSAMSTÆÐA kr. 33.250. Margir litir. Ótal möguleikar á uppstillingu. SKENKAR frákr. 19.600. Svart/hvítt/beyki. SJÓNVARPSSKÁPAR kr. 15.500 og 9.700 Gullfallegar KOMMÓÐURí úrvali Svart/hvítt/beyki. Gott verð! Fallegir FATASKAPAR. Svart/hvítt/beyki. SKRIFBORÐ með stækkunarmögu leika SJÓNVARPSSKÁPAR margar Svart/hvítt/beyki/fura frá kr. 8.600. Opið í dag laugardag frá kl. 12-20 HiRZLAN gerðir. Svart/hvítt/beyki/mahoni Verð frá kr. 5.900 LYNGÁS110, GARÐABÆ - SÍMI 565 4535 BOKAHILLUR. Svart/hvítt/beyki/fura. Verð frá kr. 3.300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.