Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hannes Hlífar tefldi vel gegn Jóhanni í fyrstu skákinni. Hannes áttí góðan dag Skák íþróttahúsid vid Strandgötu í Ilafnarfirði EINVÍGIÐ UM ÍSLANDS- MEISTARATITILINN GUÐMUNDAR ARASON- AR MÓTIÐ 14.-22. desember. Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgangur ókeypis. HANNES Hllfar Stefánsson tefldi mjög vel í fyrstu einvígis- skákinni um íslandsmeistaratitil- inn og vann öruggan sigur á Jó- hanni Hjartarsyni. Einvígið er aðeins fjórar skákir og Hannes á því mjög góða möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta íslands- meistaratitil. Það er ekki teflt í einvíginu í kvöld, en þriðja skákin fer fram á morgun og hefst klukk- an 17. Þótt frí sé hjá þeim Jóhanni og Hannesi fer þriðja umferðin í alþjóðlega Guðmundar Arasonar mótinu fram í dag og byrjar klukkan 17 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Islensku keppendunum þar gekk ekki vel í fyrstu umferð gegn erlendum andstæðingum sinum. Arnar E. Gunnarsson vann að vísu Banda- ríkjamanninn James Burden mjög snaggaralega, en átta aðrar skák- ir Islendinga gegn erlendum and- stæðingum töpuðust. Eina Ijósg- lætan síðla kvölds var þegar 01- afi B. Þórssyni tókst að hanga á jafntefli á tapað endatafl gegn danska alþjóðlega meistaranum Tobiasi Christensen. Færeyingarnir byrjuðu mjög vel og unnu báðir. Sérstaklega kom á óvart að Eyðun Nolsoe, Færeyjameistara, tókst að sigra Björgvin Jónsson, alþjóðameist- ara. Eyðun er reyndar meira þekktur fyrir tónlist en skák í Færeyjum og lék m.a. á styrktar- tónleikum sem haldnir voru í Mrshöfn vegna náttúruhamfara á Islandi. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, lék fyrsta leikinn á mótinu og einnig í einvíginu. Urslit í fyrstu umferð: Borge, Danm.-Jón G. Viðarsson 1-0 Guðm. Halldórss.-Þröstur Þórhallss. 0-1 Blees, Hollandi-Kristján Eðvarðsson 1-0 Sigurbjörn Björnss.-Martin, Engl. 0-1 Riemersma, Holl.-Bragi Þorfinnsson 1-0 Ólafur B. Þórss.-Christensen, Danm. 'h-'h Björgvin Jónsson-Noisoe, Færeyjum 0-1 Björn Þorfinnsson-Bern, Noregi 0-1 Gullaksen, Nor.-Ágúst S. Karlsson 1 -0 Einar Hjalti Jenss.-Sævar Bjarnason 0-1 Nitssen, Færeyjum-Torfi Leósson 1-0 Jón V. Gunnarss.-Magnús Ö. Úlfarss. 0-1 Burden, Bandar.-Amar E. Gunnarss. 0-1 Islendingarnir nýttu sín tæki- færi illa. Björn Þorfinnsson var með gjörunnið tafl gegn norska alþjóðlega meistaranum Ivari Bern en var alltof fljótfær. Sig- urbjörn Björnsson brenndi líka af góðu færi gegn enska alþjóða- meistaranum Andrew Martin. Það er nú vonandi að íslensku piltarn- ir láti ekki hugfallast þrátt fyrir mótlæti. Fyrsta einvígisskákin: Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son Svart: Jóhann Hjartarson Frönsk vörn 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Rf6 4. Bg5 - Be7 5. e5 - Rfd7 6. Bxe7 - Dxe7 7. f4 - a6 8. Rf3 - c5 9. Dd2 - Rc6 10. dxcð - Rxc5 11. Bd3 - 0-0 12. 0-0 - f5 13. exf6 - Dxf6 14. g3 - Bd7 15. Hael - Be8!? Jóhann fer í smiðju til banda- ríska stórmeistarans Yasser Seirawans sem tefldi svo gegn honum sjálfum á heimsbikarmót- inu í Reykjavík 1991. Hér breytir hann loksins útaf, en Seirawan lék 15. - Hc8. 16. Re5 - Hc8 17. Hf2 - Rxe5 18. Hxe5 - Hc6 19. Bfl - Rd7 20. Hel - Rb6 21. Rdl - Bg6 Hvítur stendur sjónarmun bet- ur vegna þess að hann hefur betri biskup og traustari peðastöðu, aðallega vegna þess að svartur hefur illa bakstætt peð á e6. Hér kom sterklega til greina fyrir svart að leika 21. - Rc4 22. Bxc4 - Hxc4. Nú finnur Hannes sterk- an leik sem setur svart í dálitla klemmu. á drottningarvængnum. 22. Db4! - Be4 23. Re3 - Rc8 24. c4! - Df7 25. Rg4 - Dc7 26. Re5 - Hd6 27. c5 - Hdd8 28. Bd3 - Bxd3 29. Rxd3 - Hf6 30. Hfe2 - He8 31. Re5 - Hff8? Hannes hefur bætt stöðuna jafnt og þétt og náð öruggum tökum á e5 reitnum. Peð svarts á e6 er orðið meiri háttar vanda- mái. Hér var þó betra að leika 31. - Re7. 32. Rf3 32. - b6 Fórnar peði í örvæntingu, enda var 32. - Hf6 33. Rd4 - Kf7 og nú 34. He5 eða jafnvel strax 34. f5! ekki glæsilegt. En nú getur aðeins kraftaverk bjargað svarti. 33. cxb6 - Rxb6 34. Hxe6 - Hxe6 35. Hxe6 - Hb8 36. Dd4 - h6 37. b3 - a5 38. a4 - Dcl + 39. Hel - Dc7 40. Rh4 - Dd7 41. f5 - Rc8 42. Rg6 Svartur á nú enga viðunandi vörn við glæsilegri hótun: 43. Dxd5+! - Dxd5 44. He8+ - Kf7 45. Hf8 mát. 42. - Rd6 43. He7 - Rxf5 44. De5 og svartur gafst upp. Margeir Pétursson ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Berg- ur Sigurþjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Jóla- söngvar fjölskyldunnar kl. 14. Fjöl- breytt tónlist. Helgileikur. Barna- og bjöllukórar. Kjörin stund fyrir alla fjölskylduna. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthí- asson. DÓMKIRKJAN: Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Skírn. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Kór Vest- urbæjarskóla flytur helgileik. Lúðrasveit Laugarnesskóla leikur. GRENSÁSKIRKJA: Jólafagnaður barnanna kl. 10.30. Jólasöngvar og sögur. Óvænt heimsókn. Jólatón- leikar kl. 14. Fjölbreytt dagskrá. Stjórnandi Árni Arinbjarnarson. Helgistund. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barna- og fjölskyldumessa kl. 11. Tekið við söfnunarbaukum Hjálparstofnunar kir-kjunnar. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Ensk jólamessa kl. 16. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Friðarhátíð Æsku- lýðssambands kirkjunnar í Reykja- víkurprófastsdæmum. Fata- og skósöfnun vegna Bosníu við Hall- grímskirkju kl. 12-20. Ævintýraleg messa kl. 20.30 með þátttöku Há- skólakórs, kórs Menntaskólans við Sund, unglingakórs Grensáskirkju, strengja- og blásarasveitar frá TR, gospelbands, götuleikhúss, Hins hússins, Shakespíranna. Prestar Hildur Sigurðardóttir o.fl. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. Hátíðarmessa kl. 14. Biskup l’slands, hr. Ólafur Skúla- son, prédikar í messunni og bless- ar nýtt safnaðarheimili Háteigs- kirkju að lokinni messu. Kl. 20.30 Jólasöngvar við kertaljós. Ræðu- maður dr. Páll Skúlason, heim- spekiprófessor. Organisti Pavel Manasel. Prestarnir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Sunnudagaskóli kl. 11. Kl. 14: Skaftholtsheimilið kemur í heimsókn og flytur helgi- leik. Jólasöngvar Kórs Langholts- kirkju kl. 20. LAUGARNESKIRKJA: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Þátttakendur í I I i-starfi kirkjunnar sýna helgi- leik. Börn úr Álftamýrarskóla leika á blokkflautur. Jólaskemmtun barn- anna kl. 12. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Ól- afur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Jólasöngvar kl. 17. Dagskrá um jólin í tali og tónum. Sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Jóla- söngvar allrar fjölskyldunnar kl. 11. Barnakórinn leikur helgileik. Mikill almennur söngur. Prestur sr. Hild- ur Sigurðardóttir. Organisti Vera Gulasciova. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Jólastund sunnudagaskólans. Börn úrtónlist- arnámi leika á hljóðfæri. Barnakór ^Árbaejarsafnaðar sýnir helgileik. Jólasöngvar sungnir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Barnakórinn syngur. Tekið við söfnunarbaukum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Sam- koma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Smári Óla- son. Messunni verður útvarpað. Aðventustund í kirkjunni kl. 20.30. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Ragn- ars Schram. Jólatrésfagnaður barnanna eftir guðsþjónustuna. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmund- ur Karl Ágústsson þjónar fyrir alt- ari, sr. Hreinn Hjartarson prédikar. Kór aldraðra í Gerðubergi syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Organisti Lenka Mátéová. Lesarar: Sigríður Jónsdóttir, Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson og Sigurlaug Skúladótt- ir. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórinn syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Að- ventuljósin tendruð. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Prestarnir. MESSUR Guðspjall dagsins: Orðsending Jóhannesar. (Matt. 11.) HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Kór Smáraskóla syngur. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Leikskólabörn flytja helgileik. Jólaskemmtun barnastarfsins í Borgum strax að lokinni guðsþjónustu. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Skólakór Kárness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Kl. 20: Jólatónleikar kóra Seljakirkju. Kirkjukórinn undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar. Barnakór Selja- kirkju eldri og yngri deild undir stjórn Elísabetar Harðardóttur. Seljur, kór kvenfélagsins, undir stjórn Kristínar Pjeturs. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: í dag, laugar- dag, í Safnaðarheimili kl. 13: Jóla- skemmtun yngri barnanna, jóla- guðspjall, jólasöngvar og gott í gogginn (líka fyrir endurnar), jóla- pakkar. Kl. 16.30: Jólaskemmmtun eldri barnanna. Kl. 20: Jólaskemmt- un Æskulýðsfélagsins. Sunnudag kl. 17: Jólavaka í kirkjunni. Ræðu- maður Guðrún Helgadóttir rithöf- undur. Kirkjukórinn syngur. Ein- söngvarar: Arndís Fannberg, Elísa- bet Hermundardóttir, Erla B. Ein- arsdóttir, Sigríður Snorradóttir og Svava Ingólfsdóttir. Jólavökunni lýkur með Ijósahátíð og almennum söng. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam- koma á morgun kl. 17. Helgileikur. Ten Sing, Holtavegi, syngur. Söng- ur Ragnheiður Hafstein. Gengið kringum jólatré eftir samkomu. Kaffi, djús og piparkökur á boðstól- um. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hreinn Bernharðsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Svanur Magnússon. Allir hjartan- lega velkomnir. Á mánudagskvöld kl. 20.30 eru árlegi jólatónleikar Fíladelfíu. Lofgjörðarhópur Fílad- elfíu syngur ásamt fleirum. Að- gangur er ókeypis en tekin verða samskot til þeirra sem minna mega sín. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 16.30. Fyrstu tónar jólanna. Kveikt á jólatrénu. Jólasöngvar sungnir. Gospelkórinn syngur. Flautuleikur. Elsabet Daníelsdóttir talar. MOSFELLSPRESTAKALL: í stað almennrar guðsþjónustu og sunnu- dagaskóla í safnaðarheimili verður jólastund barnastarfsins í Lága- fellskirkju kl. 11. Bíll frá Mosfells- leið fer venjulegan hring. Jón Þor- steinsson. GARÐASÓKN: Biblíulestur í dag, laugardag, í Kirkjuhvoli kl. 13. Allir velkomnir. Bragi Friðriksson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Nemendur úr Flataskóla taka þátt í athöfninni. Aðventutón- leikar Kórs Vídalínskirkju kl. 20.30. Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Aðventustund fyrir alla fjölskylduna kl. 10.30 árdegis. Unglingar og full- orðnir flytja helgileik. Lúsía kemur í heimsókn með þernum sínum. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagskóli kl. 11. Munið skóla- bílinn. Jólavaka við kertaljós kl. 20.30. Ræðumaður Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri. Flytjendur tónlistar: Elín Ósk Osk- arsdóttir, sópran, Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari, Gunnar Gunnarsson flautuleikari, Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju. Stjórnandi: Hrafnhildur Blomster- berg. Kór Hafnarfjarðarkirkju. Stjórnandi Ólafur W. Finnsson. Prestar sr. Þórhildur Ólafs og sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Jóla- söngvar fjölskyldunnar kl. 11. Barnakórar kirkjunnar leiða söng og sýna helgileik. Organisti Krist- jana Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfs- son. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 13. Tekið á móti söfnunarbaukum fyrir Hjálp- arstofnun kirkjunnar. Smákökur og djús á boðstólum. Síðasta skiptið á þessu ári. Baldur Rafn Sigurðs- son. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Að- ventukvöld sunnudag kl. 20.30. Sr. Arngrímur Jónsson flytur ræðu kvöldsins og fermingarbörn sýna helgileik. Einsöngvarar eru Kristján Jóhannsson, Ingólfur Ólafsson og Sveinn Sveinsson. Kristín Kristj- ánsdóttir leikur á fiðlu. Sungnir verða aðventu- og jólasöngvar sem kirkjukórinn leiðir. Organisti er Steinar Guðmundsson. Tekið verð- ur á móti framlögum til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Sunnudaga- skóli sunnudag kl. 11. Tekið á móti söfnunarbaukum fyrir Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Smákökur og djús á boðstólum. Síðasta skiptið á þessu ári. Baldur Rafn Sigurðs- son. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í dag, laugardag, í Stóru-Vogaskóla kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Síðasta skipti fyrir jól. Þema: Munum eftir þeim sem minna mega sín. Létt jólasveifla í kirkjunni kl. 20.30. Einsöngvarar Einar Júlíusson, Ólöf Einarsdóttir, María Baldursdóttir, Rúnar Júlíus- son og Einar Örn Einarsson ásamt Kór Keflavíkurkirkju. Bassa- og gít- arleikarar: Þórólfur Ingi Þórsson og Sigurður Guðmundsson. Bjöllu- kór Bústaðakirkju kemur í heim- sókn ásamt stjórnanda sínum, Guðna Þór Guðmundssyni organ- ista. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason flytur ávarp. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Aðventu- hátíð barnastarfsins sunnudag kl. 11. Leikskólabörn flytja helgileik. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Jólastund barn- anna kl. 11. Svavar Stefánsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Síðasta samveran fyrir jól. Sigurður Jónsson. ODDAKIRKJA, Rangárvöllum: Sunnudagaskóli í Oddakirkju kl. 11. Barn borið til skírnar. Síðasta sam- veran fyrir jól. Sigurður Jónsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Sunnudagaskóli kl. 11. Jóla- helgileikur Hamarsskóla. Popp- messa á aðventu kl. 20.30. Létt sveifla í helgri alvöru. Hljómsveitin Prelátar leiðir safnaðarsönginn. Arnór og Helga syngja. AKRANESKIRKJA: í dag, laugar- dag, stutt helgistund barnanna í kirkjunni. Jólaskemmtun á eftir í safnaðarheimilinu. Stjórnendur Sigurður Grétar Sigurðsson og Axel Gústafsson. Sunnudag kl. 14 jólasöngvar í kirkjunni. Björn Jóns- son. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11.15. Messa kl. 14. Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 15.30. Þorbjörn Hlynur Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.