Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 37 Sólstafir í skuggasundi Síðari grein í FYRRI grein sinni fjallaði höfundur um tvær ferðir Halldórs Kiljans Laxness til Sovétríkjanna á fjórða áratugi aldarinnar m.a. í ljósi heimilda sem varðveittar eru á skjalasafni Kominterns í Moskvu. í lok ferða sinna ritaði skáldið bækurnar í austurvegi og Gerska ævintýrið. Hér verður áfram haldið sem frá var horfið og fjallað um Gerska ævintýrið, tilskipanir, ráðleggingár og trú á draum. Moskvuréttarhöldin í Gerska ævintýrinu lýsir skáld- ið þeim „ótrúlegu“ breytingum og risastóru framfaraskrefum sem það þóttist sjá í Sovétríkjunum frá því það var þar, ríflega hálfum áratugi áður. Leníngarður hafði tekið stakkaskiptum. í stað fólks með samanbitinn þursasvip sem honum þótti vera sambland þján- ingar og heimsku sá hann glað- vært fólk og velbúið. í stað fátæk- legra verslana og niðurníddra húsa sá hann iðjureisn, samyrkju og velmegun. Halarófur fyrir framan sölustaði voru horfnar, „öðru nær, alt flóir í matvælum, urmull af nýjum fólksbílum og öðrum ný- tísku ökutækjum brunar um göt- urnar, í sem stystu máli, borgin hefur tekið slíkt stökk í átt til sið- mentaðs lífs að ég kannast naum- lega við hana aftur. ... Hvílíkt happ að Lenín skyldi hafa elskað þá og gefið þeim heiminn! Og hví- líkt lán að Stalín skuli halda upp merki Leníns á sömu braut!“ En skáldið hafði ekki fengið „invítasjón" til þess eins að telja límósínur á götum. Boðsmiðinn gilti fyrst og fremst á Moskvurétt- arhöldin, sem mönnum kemur saman um að hafi verið hræðileg- ur sjónleikur. Réttarhöldin stóðu með hléum á árunum 1936-1938, en í þeim gengu handbendi Stalíns á milli bols og höfuðs á nánast öllum helstu leiðtogum bolsévika og þurrkuðu út þijá fjórðu af mið- stjórn Kommúnistaflokksins. Sjálf réttarhöldin, þar sem sakborning- ar voru ákærðir fyrir tilraunir til valdaráns með aðstoð erlendra stórvelda, morð og morðtilraunir, voru þó aðeins toppurinn á ísjak- anum. í þessum hamförum voru milljónir manna drepnar eða sendar í útlegð, fangavist eða á hæli þaðan sem fæstir áttu aftur- kvæmt. í tólf daga, átta tíma á dag, fylgdist skáldið með „Búkaríns- málunum", réttarhöldunum yfir Nikolaj Ivanovitj Bukharín, fyrr- verandi ritstjóra Prövdu og for- manni Kominterns, og fleirum meintum samsærismönnum úr röðum „hægrimanna og trots- kista". Þeir sem sáu til þess að Halldór Kiljan fékk aðgangskort, fengu miðann margfalt greiddan. Enginn íslendingur lagði jafn mik- ið af mörkum og hann við að sann- færa landsmenn um réttmæti rétt- arhaldanna og líflátsdóma sem sakborningarnir hlutu. Við lestur Gerska ævintýrisins er létt að grípa til áfellisdóma. Spurningin er hins vegar hvort rétt sé að ál- asa hinu hrifnæma skáldi fyrir það sem það skrifaöi, fyrir það sem það sá, eða fyrir það sem það dreymdi um, frekar en verka- manninum sem aldrei fór til Rúss- lands en trúði því að í gerska ævintýrinu væru stórir draumar að rætast? Frá fyrirmælum til ráðlegginga Þegar þessi gamla saga er rifjuð upp í ljósi „nýrra“ heimilda skjóta ýmsar spurningar upp _ kolli. Reyndar þarf ekki skjöl í skjala- safni austur í Moskvu til. Skjölin í Moskvu bæta fáu nýju við það sem sjá má í bókum Halldórs, í austurvegi, Gerska ævintýrinu og upp- gjöri hans sjálfs við þennan þátt eigin sögu, Skáldatíma. Það er því dálítið einkenni- legt að sjá í nýút- komnu sagnfræðiriti Þórs Whiteheads, Milli vonar og ótta, neðan- málsgrein þar sem hann segir að „sumir bókmenntafræðingar og sagnfræðingar“ (án þess að nefna nokkur nöfn) hafi haldið því fram, „að Halldór hafi einkum hneigst til stuðnings við kommúnista og Sovétríkin vegna uppgangs nasista“. Þetta segir Þór réttilega vera hina mestu fjar- stæðu og bætir við að Moskvu- skjölin varpi nýju ljósi á samskipti skáldsins við kommúnista, „ágætt samband" hans við Komintern hafi byijað 1931. Það þurfti ekki skjöl frá Moskvu til þess að varpa Þegar Halldór Kiljan Laxness var í paradísar- leit höfðu Sovétríkin sannarlega tekið risa- skref á ýmsum sviðum, segir Þorleifur Frið- riksson, en hinu hrif- næma skáldi yfirsást að þau voru stigin í skugga ógnarstjórnar. þessu Ijósi, það hefur logað fyrir allra augum í bókum skáldsins. Mér varð á að spyija: hvaða sagn- fræðingar? Hvaða bókmennta- fræðingar? Hafa þeir þá aldrei les- ið í austurvegi eða Gerska ævin- týrið? Þegar Halldór fór í fyrstu ferð sína til Sovétríkjanna var Komm- únistaflokkur íslands ríflega eins árs gömul deild í Komintern. Þeg- ar hann fór til að hlýða á réttar- höldin yfir Bukharín var Kommún- istaflokkur Islands í þann veg að heyra sögunni til. Allan þann tíma höfðu kommúnistar haft náin tengsl við Komintern. Eftir að flokkur þeirra rann saman við stuðningsmenn Héðins Valdimars- sonar haustið 1938, hafði lagt sjálfan sig niður og fylkt liði í nýjum flokki með stefnuskrá ætt- aða frá Noregi hefði mátt ætla, og var ráð fyrir gert af hálfu Héðins, að tengslin við Moskvu legðust af. En svo fór ekki. Að minnsta kosti einu sinni féngu kommúnistar í Sósíalista- flokknum „ábendingar“ frá Moskvu um hvernig að málum skyldi staðið. Munurinn var sá einn að þær voru nefndar „ráðlegging- ar“ en ekki „fyrirmæli“ eins og áður hafði tíðkast. Það má kalla gráglettni örlaganna að sá maður sem Komintern beindi „ráðum“ sínum gegn var sá sami sem verið hafði hugmyndafræðingurinn þeg- ar Alþýðuflokkurinn losaði sig við kommúníska „spektakelmagere“ haustið 1930, maðurinn sem hvatti Dagsbrúnarmenn til að sýna so- vésku byltingunni virðingu með því að risa úr sætum á Dagsbrún- arfundi 7. nóvember 1931, maður- inn sem fékk dóm fyrir að rétta verkamönnum barefli út um glugga Gúttó 9. nóvember 1932, maðurinn sem trúði Finnboga Rúti Valdimarssyni fyrir því 1938 að hann vissi eiginlega ekki hvort hann væri frekar kommúnisti eða sósíaldemókrati. Þessi maður var Héðinn Valdimarsson, en hann hafði gengið úr Sósíalistaflokknum í kjölfar innrásar Rauða hersins í Finn- land haustið 1939. í viðtali sem Krist- inn E. Andrésson átti við áðurnefndan Wil- helm Florin og fleiri 16.. apríl 1940 barst talið meðal annars að brotthvarfi Héðins og félaga hans úr flokkn- um. Kristinn sagði að Héðinn hefði verið í Englandi þegar Rúss- ar gerðu innrás í Finnland og hafi komið heim gjörbreyttur maður. Samkvæmt afriti af samtali Ko- minternmanna og Kristins sagði þá Florin: „Þá hefur hann fengið fyrirmæli sín [í Englandi]. Við vissum alltaf að hann var njósn- ari.‘“ Þessi „vitneskja“ Florins hlýtur að teljast með ólíkindum enda vandséð hvers vegna þeir í aðalstöðvum Komintern létu þetta uppi fyrst þá, ef þeir höfðu „allt- af“ vitað að hann var enskur njósnari. Sama fullyrðing kemur einnig fram í „ráðleggingum“ framkvæmdastjórnar Kominterns til kommúnista í Sósíalistaflokkn- um“ dags. 9. maí 1940.2 Þar segir að kommúnistar verði að einangra Héðin algjörlega, reka hann úr verkalýðshreyfingunni og ein- henda sér í að ná „ærlegum sósíal- istum", sem höfðu fylgt honum, aftur í flokkinn. Á öndverðum fjórða áratugnum var Komintern orðin mikil stofnun. Hugmyndin var að sambandið væri eins konar alþjóðlegur flokk- ur með miðstjórn í Moskvu, en í raun fór sovéski kommúnista- flokkurinn með öll völd þar. Þar hreiðruðu um sig kontóristar, lögðu út af spámönnum byltingar- innar og sendu fyrirmæli út um allar jarðir. Við lestur fyrirmæla þeirra og athugasemda sem send voru for- ystumönnum íslenskra kommún- ista er eftirtektarvert hversu mik- illi vitneskju um íslensk efnahags- mál, stjórnmál og félagsmál þeir bjuggu yfir. Enginn vafi er á að þeir höfðu gagnabanka sem stöð- ugt var lagt inn á. Hingað voru sendir sérlegir fulltrúar til upplýs- ingaöflunar, flokksforystan sendi héðan skýrslur og síðast en ekki síst var tekið á móti íslenskum forystumönnum og sendinefndum af ýmsu tagi auk þess sem á Lenín- skólanum og hinum svonefnda Vestur-háskóla voru ungir íslend- ingar í námi í marxískum bylting- arfræðum. Með aðstoð þessa fjölda var hægt að sjá til þess að heim- ildainnistæðan væri stöðugt end- urnýjuð og hún rýrnaði ekki held- ur yxi eins og króna á Kjörbók. Hér verður ekki fjallað um hin fjölmörgu fyrirmæli sem bárust frá Moskvu. Fyrir utan ábendingar um hvernig skyldi staðið að stofn- un kommúnistaflokks er t.d. fjall- að um með hvaða ráðum rétt sé að takast á við það sem þeir nefndu „sósíaldemókratíska end- urskoðunarstefnu", hvernig starfa bæri í verkalýðsfélögum, með hvaða ráðum vinna ætti atvinnu- leysingja á band kommúnismans, hvernig standa skyldi að kosninga- baráttunni 1937, auk ábendinga um að beijast fyrir atvinnuleysis- tryggingum, sjúkratryggingum, standa vörð um Sovétríkin o.s.frv. Spurningin er! Það er hins vegar vert að velta fyrir sér hvað það var sem kom íslenskum kommúnistum til að taka málstað Sovétríkjanna í einu og öllu? Hvað kom þeim til að sveija ríkinu í austurvegi nær skil- Þorleifur Friðriksson yrðislausa hollustu? Hvað kom fólki með ágætar gáfur og fulla dómgreind til að taka við fyrir- mælum frá mönnum sem aldrei höfðu til íslands komið og vissu því ekkert um aðstæður hér nema af lestri og frásögnum annarra? Slíkar spurningar vakna óhjá- kvæmilega þegar blaðað er í gegn- um þær fjölmörgu heimildir um íslenska samtímasögu sem varð- veittar eru í skjalasöfnum í Moskvu. Hvað kom skáldum, verkalýðsforingjum og öðrum til að trúa því að í Moskvu væru sam- ankomnir helstu sérfræðingar heimsins í byltingarfræðum sem væru þess umkomnir að vísa öðr- um veginn? Sennilega liggur hluti svarsins í þeirri staðreynd að hugmynda- fræði marxismans hvíldi á stoðum „pósitívisma" (vissustefnu) 19. aldar. Samkvæmt þeirri hug- myndafræði var öll samfélagsþró- un lögbundin rás frá hinu lægra til hins æðra. Samfélög hvar sem þau væru í heiminum myndu ganga í gegnum sömu þróun; sum fyrr en önnur síðar. Engin leið væri að stöðva þróunina en hins vegar mætti flýta henni með réttri aðstoð. Reyndar má heyra enn i dag enduróm slíkra hugmynda í pólitísku karpi hvunndagsins, vett- vangurinn er nýr en klisjurnar gamlar. Þar að auki höfðu Bolsé- vikar orðið fyrstir til að gera bylt- ingu sem kennd var við verkalýð og mörgum virtist ætla að lukkast. Þegar Halldór Kiljan Laxness var í paradísarleit sinni á fjórða áratug aldarinnar höfðu Sovétrík- in sannanlega tekið risaskref á ýmsum sviðum, þótt hinu hrif- næma skáldi hafi yflrsést að flest þau skref voru stigin í skugga ógnarstjórnar. Þar fyrir utan gefa stuttar kynnisferðir oft ekki annað en eins konar póstkortamynd, sem gjarna byggir fremur á því sem menn vilja sjá en raunverulegum aðstæðum. Loks er líklegt að áróð- ursgildi draumsins hafi vegið þungt. í baráttunni fyrir bættum kjörum og auknu félagslegu jafn- rétti, hér á landi, gat verið gagn- legt að vísa til fyrirmyndar, jafn- vel þótt hún væri hugarburður. Því svo lengi sem menn trúðu á drauminn og gátu vísað til „fyrir- myndar“ voru þeir færir um að lyfta Grettistaki. Höfundur er sagnfræðingur. Herrakuldaskór „Buiidoser“ Þykkt vatnsvarið leður Grófur gúmmísóli Loðfóðraðir Tegund: 94128 Litur: Svartur Stærðir: 41-46 Verð: 2.995,- Tilvalin jólagjöf Póstsendum samdægurs oppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg, sími 552 1212. Canon prentarar Canon prentarakynning í tíag frá Jrl. 13-18 Hallarmúla, s. 581 3211.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.