Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 52

Morgunblaðið - 16.12.1995, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMEIMNTAVETTVANGUR FRÁ handverkssýningunni á Hrafnagili: Hlífðarföt úr leðri eftir Sigríði Sunnefu Vigfús- dóttur. ÞAÐ VAR uppi fótur og fit meðal núlistafólks er það fréttist að verk eftir innpökkunarmeistarann Christo væri á staðnum. Reynd- ist svo styttan af Jóni Sveinssyni, eftir Nínu Sæmundsson, sem beið afhjúpunar. List á lands- byggðinni * g var byrjaður að tíunda yfir- lit yfir listviðburði sumars- ins, annars staðar en á höf- uðborgarsvæðinu snemma í haust, en annir og langdregin flensa settu strik í reikninginn. Áður hefur verið greint frá fram- kvæmdum á Seyðisfírði og í Hall- ormsstaðaskógi og enn áður fram- takssemi á Akranesi og nú er komið að byggðinni norðan heiða. Því mið- ur verður sumt að mæta afgangi sem fór fram á svipuðum tíma, en það er giska uppörvandi að fylgjast með þessari framvindu úti í lands- byggðinni og veit ég að hér vill blað- ið vera með á nótunum, einkum ef fagmannlega er staðið að málum. Vitaskuld er það skylda okkar jjgm rýnum í sýningar, að vera í viðbragðsstöðu um mikilsverða við- burði í dreifbýlinu, en á því eru stundum ýmsir annmarkar, því við erum í fullu starfí á öðrum vett- vangi og fleira kemur tii. Þó er von okkar að geta sinnt þessum þætti betur í framtíðinni, en þá þarf skipu- lagið að vera markvissara, einkum er mikilvægt að sýningamar séu '■ ekki endurtekning þess sem þegar r hefur skeð á höfuðborgarsvæðinu og fjallað hefur verið um á síðum blaðsins, en slíkt gerist of oft. Einmitt þess vegna sýndi rýnir- "fnn nýjar grafíkmyndir og ný mál- verk á boðsýningu í Deiglunni i ágúst, er hann var dvalargestur í listamannavinnnustofu Akureyrar- bæjar í Grófargili, og til viðbótar nokkrar gamlar teikningar af hjá- sætum, sem hann hefur aldrei sýnt á þeim slóðum, sumar heldur ekki ■ annars staðar. Fram má koma af gefnu tilefni, Á sjónmenntavettvangi hefur áður verið greint frá ýmsu markverðu í myndlist á landsbyggð- inni svo sem á Seyðis- firði og í Hallormsstaða- skógi og þar á undan framtakssemi á Akranesi. Bragi —---------------------- Asgeirsson segir að nú sé komið að byggðinni norðan heiða. að ekki munu vera tengsl á milli vinnustofunnar annars vegar og sýningaframkvæmda Gilfélagsins í Deiglunni og Listasumars hins veg- ar, eins og ég hélt þó upphaflega, og átti til úrslita þátt í að af sýning- un minni varð. Ánnars voru engar ráðagerðir uppi um slíkar fram- kvæmdir, hvorki norðan né sunnan heiða. Mér .er líka mjög vel ljóst að vegna sérstakra aðstæðna þarf að undirbúa sýningar mjög vel á Akur- eyri og viðkomandi þurfa að hafa allt á hreinu því að öðrum kosti er það svo til fullkomlega vonlaus framkvæmd, sem skilur lítið ef nokkuð eftir sig. Það er í öllum tilvik- um mikið mál að standa að sýning- um svo vel fari og það eru afar fáir sjóaðir í þeirri grein hér á landi, en fyrst og fremst er æskilegt að hvert einasta listhús og listasafn hafi skipulagðan framkvæmdaramma, sem væntanlegir sýnendur skrifi undir. Þannig er það víðast erlendis. Þá venju þarf skilyrðislaust að inn- leiða hér að gefnu tilefni, því það kemur í veg fyrir leiðindi og svo margt sem á alls ekki að geta skeð. Menn þurfa að hafa allt á hreinu og vita nákvæmlega að hveiju geng- ið er og þann ramma verða svo báðir aðilar að standa við og í þvi felst mikið öryggi. - Það lætur að líkum, að maður vill halda sér utan við staðbundna listapólitík, vera hlutlaus, en hún er ekki síður undarleg, meinleg og hatrömm fyrir norðan en sunnan, er bæði listpólitísk og pólitísk, sem er sýnu verra og háskalegt eitur á vettvanginum. Það er þannig skilj- anlega fátt, sem ég vil minnast á sem skarar þann pataldur, en eitt er æskilegt að fram komi og varðar sýningu amerísku listakonunnar J. Darovskikh í Deiglunni og dvöl hennar á Akureyri, því eitthvað var fólki ósýnt um að greiða götu henn- ar. Darovskikh telst mjög vel mennt- uð listakona með meistaragráðu í höggmyndalist frá Ríkislistaháskól- anum í New York. Hefur unnið sem gestalistamaður í Finnlandi, Rúss- landi, Svíþjóð og Eistlandi, og er stofnandi félagskapar til fremdar baltneskum Iistamönnum ABAA, The American-Baltic Artist’s Associ- ation. Hún hefur og hlotið allnokkr- ar viðurkenningar og var Fulbright- styrkþegi á íslandi. Trúir á sannleik- ann í myndlist, sem alþjóðamál. Mál skipuðust þannig, að hún dvaldi í þrjá mánuði í gestavinnu- stofunni á Akureyri og var næst á undan mér. Hún kom ’mjög vel fyr- ir og eignaðist vini og kunningja, vildi að auk láta gott af sér leiða og bauðst til að halda fyrirlestur í Deiglunni og fleira og fleira. En þar rakst hún á vegg, því viðkom- andi vildu sem minnst fyrir hana gera og er engum kunnugt um að hún hafi gert nokkuð annað af sér en það helst, að vera ekki á réttri línu í myndlist og kannski pólitík líka. Var henni m.a. neitað um ýmsa sjálfsagða fyrirgreiðslu og vegna þess að menn vildu ekki kosta frímerki á boðskort tók hún til bragðs að hringja í vini og kunn- ingja og ýmsa áhrifamenn. Fékk hún fjölmenna opnun og mun hafa selt allt steini léttara á sýningunni, enda gripirnir ódýrir, gerðir á vinnustofunni um sumarið, en ' þungir og óhentugir í flutningi um langan veg á heimaslóðir. Þetta er nú nokkuð sem alls ekki má koma fyrir og er dökkur blettur á Listasumri og alveg örugglega hefði ég ekki lagt í að sýna á staðn- um hefði ég vitað þetta fyrir. Hápunktur Listasumarsins átti ' trúlega að vera kynning írskra listspíra, sem mættu á staðinn með margra klukkustunda gjörning og sitthvað fleira í anda „rétttrúnaðar" í núlistum. Á helming veggja Deigl- unnar hafði verið krotað í síbylju „Þau kalla mig Amödu“, en á hinn helminginn „Ef þú ríður mér nógu ruddalega mun ég kannski elska þig líka.“ Engar útskýringar fylgdu á þess- um boðskap né heimspeki hans og má vera að hin hugumstóru ung- menni hafi þótt hann liggja ljóst fyrir, en eitthvað minnir þetta mig á klósettkrot á öldurhúsum, þar sem siðferðið mætir afgangi. En hafi þetta átt að ögra og hneyksla gekk dæmið naumast upp. Hitt er svo annað mál að óhroði hvers konar er inni í myndinni í myndrænni orð- ræðu dagsins og stíft haldið fram af ýmsum fræðingum og listhúsa- fólki. Hugmyndin að Listasumri er að öðru leyti mikilsháttar og sýningar- framkvæmdirnar gera bæjarbrag- inn manneskjulegri í augum ferða- langa, útlendra sem innlendra. Höggmyndasýning sumarsins fór þó að mestu fyrir ofan garð og neðan, þar sem hún var alltof dreifð og áhrifalítil, var með fáum undan- tekningum meiri flippbragur á henni en úrskerandi átök á sviði rýmis og skúlptúrlistar. Varð ég var við að áberandi margir aðkomnir skoðuðu sýningu mína, en hins vegar minna af heimamönnum, enda næsta lítil ef nokkur kynningarstarfsemi í kring- um hana á staðnum. Hins vegar var listasumarsfólkið hið ljúfasta við mig og mína persónu. Mér leið ijarska vel á gestavinnustofunni, sem er hin prýðilegasta í alla staði, þótt aðkoman mætti vera hlýlegri. Ekki gat ég bætt það upp með miklum afköstum innandyra, því ég var fyrst og fremst kominn til að hvíla mig og kynnast list á Akur- eyri og byggðinni í kring. Skoðaði ég málverkaeign allra æðri skólanna, einkum Menntaskól- ans á Akureyri, sem er mjög fjöl- þætt og á köflum góð. Annað mál er, að illa er búið að myndunum og upphenging þeirra oftar en ekki næsta frumstæð. Málverk eru líf- rænir hlutir, sem anda og þarfnast réttrar meðhöndlunar og niðurröð- unar á veggi. Dýrt spaug er að láta géra við myndir þegar í óefni er komið og því eru fyrirbyggjandi ráð- stafanir mikilvægar, og hagkvæm- astar til lengri tíma litið. Mennta- skólinn á nokkrar perlur eftir braut- ryðjendurna, en þó eru stórar glopp- ur í myndverkaeigninni, eins og verða vill þegar aðallega er um gjaf- ir að ræða. Myndlist hefur mikið uppeldislegt gildi og miðað við aðrar menntastofnanir, sem ég hef komið í, stendur skólinn sterkt, en hér má gera enn betur. Alveg óvænt gafst mér tækifæri til að skoða myndverk í húsi Jakobs Frímannssonar, fyrr- verandi kaupfélagsstjóra, sem var nýlátinn. Kom á óvart hve hann hefur átt gott safn, ekki aðeins eft- ir gömlu meistarana, heldur einnig annarri kynslóð og til hliðar, eins og Höskúld Bjömsson. Hús Jakobs var ótvírætt menningarheimili og ómetanlegt að hafa kynnst því eins og það var áður en innibúinu skyldi skipt, gaf mér mikilsverða innsýn í fyrri tíma á staðnum. Akureyrar- kirkja var lokuð vegna viðgerða, en mér gafst kostur á að skoða kirkj- una að Grund innst í Eyjafirði, sem á sér merkilega sögu, en sá merki maður sem stóð að byggingu henn- ar, sem var vígð 1905, var framfara- sinnaður og eignaðist fyrstu bifreið- ina í sveitinni 1907. Bústólpinn og menningarfrömuðurinn Magnús Sigurðsson á Grund (1847-1925) varð meira að segja að leggja í vega- gerð sjálfur til að geta ekið á henni (!), ekki er lengra um liðið frá því bílaöld hófst. Eftir að hafa skoðað kirkjuna hátt og lágt, en hún er ein sú merki- legasta á landinu, var húsfreyjan á bænum og lyklahaldarinn, Aðal- steina Helga Magnúsdóttir, sótt heim, sem af höfðingsskap hafði boðið forvitnum í kaffi og fágætt meðlæti. Reyndist hún fróðleikssjór og skörungur í tali og var ekki laust við að mig langaði til að pára það niður til birtingar, sem hún hafði að segja af föður sínum og bygg- ingu kirkjunnar, og herma um leið frá hennar fallega heimili, sem þó var ekki á dagskrá, en mikið var þetta verðmæt og minnisstæð stund. Eiginmaður hennar, Gísli Björnsson hreppstjóri, kom að utan er liðið var á samræðurnar og í ljós kom að hann hafði verið innanbúð- ar í verslunini Ásbyrgi ofarlega á Laugaveginum, þar sem foreldrar mínir versluðu fyrir hálfri öld og meir, og hafði ég ekki séð hann frá því í.lok stríðsins, að mig minnir. Tvær sýningar er sköruðu handverk og listiðnað voru haldnar á Hrafna- gili á þessum tíma og munu báðar hafa verið á vegum Iðnþróunarfé- lags Eyjaíjarðar. Áhugaverðast var tvímælalaust að fylgjast með vax- andi tilhneigingu fólks að nota nátt- úruleg hráefni við framleiðsluna og það sem vel var gert á þeim svið- um, eins og að vinna úr leðri og sútuðu fiskroði, bar af öllu öðru eins og gull af eiri. Hér er um svið að ræða sem býr yfir ótakmörkuð- um möguleikum, eins og ég er stöð- ugt að hamra á, og heija þarf stórá- tak til að mennta þjóðina á sviði list- og iðnhönnunar. Hér er einfald- lega um hagnaðarmöguleika að ræða, sem eru ígildi nokkurra ál- vera og mun veita mun fleirum at- vinnu og byggist að stórum þluta á hráefnum, sem annars er hent. Til viðbótar fylgir framkvæmdun- um engin röskun á náttúrunni, mengun né virkjanaþörf. Auðvitað fór ég á öll þau söfn sem opin voru og hér eru mér minn- isstæðastar heimsóknir í náttúru- gripasafnið, sem er lítið og illa að því búið en stórmerkilegt. Þangað virðast helst aðkomumenn rata sé gestabókin höfð til hliðsjónar. Dav- íðshús er jafnan mikil lifun að koma í og ekki síður Nonnahús, sem er einstaklega fín smiði, en frá þeim hef ég sagt sérstaklega áður. Eitt stakk í augun og fór í mínar fínu taugar og það var víkingurinn á göngugötunni, en hann er norræn ferðamanna- og tivoliímynd og á ekkert skylt við útlit víkinga til forna. Væri ekki upplagt að hinir snjöllu fatahönnuðir staðarins bættu úr þessu og mótuðu líkan af víkingi úr íslenzku hráefni. Eitt- hvað sem væri einkennandi og áhrifamikið í stað þessarar útlendu hryggðarmyndar í yfirstærð? Auk þess að aka um Akureyri og ná- grenni fór ég í langar gönguferðir og undraði mig hve jafnan var fá- mennt á götunum, jafnvel göngu- götunni. Gefur það augaleið, að bæjarbúar hafa tekið við sér hvað bifreiðanotkun snertir enda víða bratt undir fót. Þá er það er segin saga, að gömlu húsin bera af þeim nýju að arkitektónískri fegurð, jafn- framt því að falla fagurlega að umhverfinu og landinu. Sundlaugina sótti ég daglega, nema þegar laugin við Þelamerkur- skóla var heimsótt. Báðar laugarnar taka Laugardagslauginni í Reykja-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.