Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 50

Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 50
50 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hannes Hlífar tefldi vel gegn Jóhanni í fyrstu skákinni. Hannes áttí góðan dag Skák íþróttahúsid vid Strandgötu í Ilafnarfirði EINVÍGIÐ UM ÍSLANDS- MEISTARATITILINN GUÐMUNDAR ARASON- AR MÓTIÐ 14.-22. desember. Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgangur ókeypis. HANNES Hllfar Stefánsson tefldi mjög vel í fyrstu einvígis- skákinni um íslandsmeistaratitil- inn og vann öruggan sigur á Jó- hanni Hjartarsyni. Einvígið er aðeins fjórar skákir og Hannes á því mjög góða möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta íslands- meistaratitil. Það er ekki teflt í einvíginu í kvöld, en þriðja skákin fer fram á morgun og hefst klukk- an 17. Þótt frí sé hjá þeim Jóhanni og Hannesi fer þriðja umferðin í alþjóðlega Guðmundar Arasonar mótinu fram í dag og byrjar klukkan 17 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Islensku keppendunum þar gekk ekki vel í fyrstu umferð gegn erlendum andstæðingum sinum. Arnar E. Gunnarsson vann að vísu Banda- ríkjamanninn James Burden mjög snaggaralega, en átta aðrar skák- ir Islendinga gegn erlendum and- stæðingum töpuðust. Eina Ijósg- lætan síðla kvölds var þegar 01- afi B. Þórssyni tókst að hanga á jafntefli á tapað endatafl gegn danska alþjóðlega meistaranum Tobiasi Christensen. Færeyingarnir byrjuðu mjög vel og unnu báðir. Sérstaklega kom á óvart að Eyðun Nolsoe, Færeyjameistara, tókst að sigra Björgvin Jónsson, alþjóðameist- ara. Eyðun er reyndar meira þekktur fyrir tónlist en skák í Færeyjum og lék m.a. á styrktar- tónleikum sem haldnir voru í Mrshöfn vegna náttúruhamfara á Islandi. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, lék fyrsta leikinn á mótinu og einnig í einvíginu. Urslit í fyrstu umferð: Borge, Danm.-Jón G. Viðarsson 1-0 Guðm. Halldórss.-Þröstur Þórhallss. 0-1 Blees, Hollandi-Kristján Eðvarðsson 1-0 Sigurbjörn Björnss.-Martin, Engl. 0-1 Riemersma, Holl.-Bragi Þorfinnsson 1-0 Ólafur B. Þórss.-Christensen, Danm. 'h-'h Björgvin Jónsson-Noisoe, Færeyjum 0-1 Björn Þorfinnsson-Bern, Noregi 0-1 Gullaksen, Nor.-Ágúst S. Karlsson 1 -0 Einar Hjalti Jenss.-Sævar Bjarnason 0-1 Nitssen, Færeyjum-Torfi Leósson 1-0 Jón V. Gunnarss.-Magnús Ö. Úlfarss. 0-1 Burden, Bandar.-Amar E. Gunnarss. 0-1 Islendingarnir nýttu sín tæki- færi illa. Björn Þorfinnsson var með gjörunnið tafl gegn norska alþjóðlega meistaranum Ivari Bern en var alltof fljótfær. Sig- urbjörn Björnsson brenndi líka af góðu færi gegn enska alþjóða- meistaranum Andrew Martin. Það er nú vonandi að íslensku piltarn- ir láti ekki hugfallast þrátt fyrir mótlæti. Fyrsta einvígisskákin: Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son Svart: Jóhann Hjartarson Frönsk vörn 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Rf6 4. Bg5 - Be7 5. e5 - Rfd7 6. Bxe7 - Dxe7 7. f4 - a6 8. Rf3 - c5 9. Dd2 - Rc6 10. dxcð - Rxc5 11. Bd3 - 0-0 12. 0-0 - f5 13. exf6 - Dxf6 14. g3 - Bd7 15. Hael - Be8!? Jóhann fer í smiðju til banda- ríska stórmeistarans Yasser Seirawans sem tefldi svo gegn honum sjálfum á heimsbikarmót- inu í Reykjavík 1991. Hér breytir hann loksins útaf, en Seirawan lék 15. - Hc8. 16. Re5 - Hc8 17. Hf2 - Rxe5 18. Hxe5 - Hc6 19. Bfl - Rd7 20. Hel - Rb6 21. Rdl - Bg6 Hvítur stendur sjónarmun bet- ur vegna þess að hann hefur betri biskup og traustari peðastöðu, aðallega vegna þess að svartur hefur illa bakstætt peð á e6. Hér kom sterklega til greina fyrir svart að leika 21. - Rc4 22. Bxc4 - Hxc4. Nú finnur Hannes sterk- an leik sem setur svart í dálitla klemmu. á drottningarvængnum. 22. Db4! - Be4 23. Re3 - Rc8 24. c4! - Df7 25. Rg4 - Dc7 26. Re5 - Hd6 27. c5 - Hdd8 28. Bd3 - Bxd3 29. Rxd3 - Hf6 30. Hfe2 - He8 31. Re5 - Hff8? Hannes hefur bætt stöðuna jafnt og þétt og náð öruggum tökum á e5 reitnum. Peð svarts á e6 er orðið meiri háttar vanda- mái. Hér var þó betra að leika 31. - Re7. 32. Rf3 32. - b6 Fórnar peði í örvæntingu, enda var 32. - Hf6 33. Rd4 - Kf7 og nú 34. He5 eða jafnvel strax 34. f5! ekki glæsilegt. En nú getur aðeins kraftaverk bjargað svarti. 33. cxb6 - Rxb6 34. Hxe6 - Hxe6 35. Hxe6 - Hb8 36. Dd4 - h6 37. b3 - a5 38. a4 - Dcl + 39. Hel - Dc7 40. Rh4 - Dd7 41. f5 - Rc8 42. Rg6 Svartur á nú enga viðunandi vörn við glæsilegri hótun: 43. Dxd5+! - Dxd5 44. He8+ - Kf7 45. Hf8 mát. 42. - Rd6 43. He7 - Rxf5 44. De5 og svartur gafst upp. Margeir Pétursson ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Berg- ur Sigurþjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Jóla- söngvar fjölskyldunnar kl. 14. Fjöl- breytt tónlist. Helgileikur. Barna- og bjöllukórar. Kjörin stund fyrir alla fjölskylduna. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthí- asson. DÓMKIRKJAN: Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Skírn. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Kór Vest- urbæjarskóla flytur helgileik. Lúðrasveit Laugarnesskóla leikur. GRENSÁSKIRKJA: Jólafagnaður barnanna kl. 10.30. Jólasöngvar og sögur. Óvænt heimsókn. Jólatón- leikar kl. 14. Fjölbreytt dagskrá. Stjórnandi Árni Arinbjarnarson. Helgistund. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barna- og fjölskyldumessa kl. 11. Tekið við söfnunarbaukum Hjálparstofnunar kir-kjunnar. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Ensk jólamessa kl. 16. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Friðarhátíð Æsku- lýðssambands kirkjunnar í Reykja- víkurprófastsdæmum. Fata- og skósöfnun vegna Bosníu við Hall- grímskirkju kl. 12-20. Ævintýraleg messa kl. 20.30 með þátttöku Há- skólakórs, kórs Menntaskólans við Sund, unglingakórs Grensáskirkju, strengja- og blásarasveitar frá TR, gospelbands, götuleikhúss, Hins hússins, Shakespíranna. Prestar Hildur Sigurðardóttir o.fl. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. Hátíðarmessa kl. 14. Biskup l’slands, hr. Ólafur Skúla- son, prédikar í messunni og bless- ar nýtt safnaðarheimili Háteigs- kirkju að lokinni messu. Kl. 20.30 Jólasöngvar við kertaljós. Ræðu- maður dr. Páll Skúlason, heim- spekiprófessor. Organisti Pavel Manasel. Prestarnir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Sunnudagaskóli kl. 11. Kl. 14: Skaftholtsheimilið kemur í heimsókn og flytur helgi- leik. Jólasöngvar Kórs Langholts- kirkju kl. 20. LAUGARNESKIRKJA: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Þátttakendur í I I i-starfi kirkjunnar sýna helgi- leik. Börn úr Álftamýrarskóla leika á blokkflautur. Jólaskemmtun barn- anna kl. 12. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Ól- afur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Jólasöngvar kl. 17. Dagskrá um jólin í tali og tónum. Sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Jóla- söngvar allrar fjölskyldunnar kl. 11. Barnakórinn leikur helgileik. Mikill almennur söngur. Prestur sr. Hild- ur Sigurðardóttir. Organisti Vera Gulasciova. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Jólastund sunnudagaskólans. Börn úrtónlist- arnámi leika á hljóðfæri. Barnakór ^Árbaejarsafnaðar sýnir helgileik. Jólasöngvar sungnir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Barnakórinn syngur. Tekið við söfnunarbaukum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Sam- koma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Smári Óla- son. Messunni verður útvarpað. Aðventustund í kirkjunni kl. 20.30. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Ragn- ars Schram. Jólatrésfagnaður barnanna eftir guðsþjónustuna. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmund- ur Karl Ágústsson þjónar fyrir alt- ari, sr. Hreinn Hjartarson prédikar. Kór aldraðra í Gerðubergi syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Organisti Lenka Mátéová. Lesarar: Sigríður Jónsdóttir, Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson og Sigurlaug Skúladótt- ir. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórinn syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Að- ventuljósin tendruð. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Prestarnir. MESSUR Guðspjall dagsins: Orðsending Jóhannesar. (Matt. 11.) HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Kór Smáraskóla syngur. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Leikskólabörn flytja helgileik. Jólaskemmtun barnastarfsins í Borgum strax að lokinni guðsþjónustu. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Skólakór Kárness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Kl. 20: Jólatónleikar kóra Seljakirkju. Kirkjukórinn undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar. Barnakór Selja- kirkju eldri og yngri deild undir stjórn Elísabetar Harðardóttur. Seljur, kór kvenfélagsins, undir stjórn Kristínar Pjeturs. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: í dag, laugar- dag, í Safnaðarheimili kl. 13: Jóla- skemmtun yngri barnanna, jóla- guðspjall, jólasöngvar og gott í gogginn (líka fyrir endurnar), jóla- pakkar. Kl. 16.30: Jólaskemmmtun eldri barnanna. Kl. 20: Jólaskemmt- un Æskulýðsfélagsins. Sunnudag kl. 17: Jólavaka í kirkjunni. Ræðu- maður Guðrún Helgadóttir rithöf- undur. Kirkjukórinn syngur. Ein- söngvarar: Arndís Fannberg, Elísa- bet Hermundardóttir, Erla B. Ein- arsdóttir, Sigríður Snorradóttir og Svava Ingólfsdóttir. Jólavökunni lýkur með Ijósahátíð og almennum söng. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam- koma á morgun kl. 17. Helgileikur. Ten Sing, Holtavegi, syngur. Söng- ur Ragnheiður Hafstein. Gengið kringum jólatré eftir samkomu. Kaffi, djús og piparkökur á boðstól- um. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hreinn Bernharðsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Svanur Magnússon. Allir hjartan- lega velkomnir. Á mánudagskvöld kl. 20.30 eru árlegi jólatónleikar Fíladelfíu. Lofgjörðarhópur Fílad- elfíu syngur ásamt fleirum. Að- gangur er ókeypis en tekin verða samskot til þeirra sem minna mega sín. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 16.30. Fyrstu tónar jólanna. Kveikt á jólatrénu. Jólasöngvar sungnir. Gospelkórinn syngur. Flautuleikur. Elsabet Daníelsdóttir talar. MOSFELLSPRESTAKALL: í stað almennrar guðsþjónustu og sunnu- dagaskóla í safnaðarheimili verður jólastund barnastarfsins í Lága- fellskirkju kl. 11. Bíll frá Mosfells- leið fer venjulegan hring. Jón Þor- steinsson. GARÐASÓKN: Biblíulestur í dag, laugardag, í Kirkjuhvoli kl. 13. Allir velkomnir. Bragi Friðriksson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Nemendur úr Flataskóla taka þátt í athöfninni. Aðventutón- leikar Kórs Vídalínskirkju kl. 20.30. Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Aðventustund fyrir alla fjölskylduna kl. 10.30 árdegis. Unglingar og full- orðnir flytja helgileik. Lúsía kemur í heimsókn með þernum sínum. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagskóli kl. 11. Munið skóla- bílinn. Jólavaka við kertaljós kl. 20.30. Ræðumaður Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri. Flytjendur tónlistar: Elín Ósk Osk- arsdóttir, sópran, Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari, Gunnar Gunnarsson flautuleikari, Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju. Stjórnandi: Hrafnhildur Blomster- berg. Kór Hafnarfjarðarkirkju. Stjórnandi Ólafur W. Finnsson. Prestar sr. Þórhildur Ólafs og sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Jóla- söngvar fjölskyldunnar kl. 11. Barnakórar kirkjunnar leiða söng og sýna helgileik. Organisti Krist- jana Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfs- son. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 13. Tekið á móti söfnunarbaukum fyrir Hjálp- arstofnun kirkjunnar. Smákökur og djús á boðstólum. Síðasta skiptið á þessu ári. Baldur Rafn Sigurðs- son. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Að- ventukvöld sunnudag kl. 20.30. Sr. Arngrímur Jónsson flytur ræðu kvöldsins og fermingarbörn sýna helgileik. Einsöngvarar eru Kristján Jóhannsson, Ingólfur Ólafsson og Sveinn Sveinsson. Kristín Kristj- ánsdóttir leikur á fiðlu. Sungnir verða aðventu- og jólasöngvar sem kirkjukórinn leiðir. Organisti er Steinar Guðmundsson. Tekið verð- ur á móti framlögum til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Sunnudaga- skóli sunnudag kl. 11. Tekið á móti söfnunarbaukum fyrir Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Smákökur og djús á boðstólum. Síðasta skiptið á þessu ári. Baldur Rafn Sigurðs- son. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í dag, laugardag, í Stóru-Vogaskóla kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Síðasta skipti fyrir jól. Þema: Munum eftir þeim sem minna mega sín. Létt jólasveifla í kirkjunni kl. 20.30. Einsöngvarar Einar Júlíusson, Ólöf Einarsdóttir, María Baldursdóttir, Rúnar Júlíus- son og Einar Örn Einarsson ásamt Kór Keflavíkurkirkju. Bassa- og gít- arleikarar: Þórólfur Ingi Þórsson og Sigurður Guðmundsson. Bjöllu- kór Bústaðakirkju kemur í heim- sókn ásamt stjórnanda sínum, Guðna Þór Guðmundssyni organ- ista. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason flytur ávarp. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Aðventu- hátíð barnastarfsins sunnudag kl. 11. Leikskólabörn flytja helgileik. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Jólastund barn- anna kl. 11. Svavar Stefánsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Síðasta samveran fyrir jól. Sigurður Jónsson. ODDAKIRKJA, Rangárvöllum: Sunnudagaskóli í Oddakirkju kl. 11. Barn borið til skírnar. Síðasta sam- veran fyrir jól. Sigurður Jónsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Sunnudagaskóli kl. 11. Jóla- helgileikur Hamarsskóla. Popp- messa á aðventu kl. 20.30. Létt sveifla í helgri alvöru. Hljómsveitin Prelátar leiðir safnaðarsönginn. Arnór og Helga syngja. AKRANESKIRKJA: í dag, laugar- dag, stutt helgistund barnanna í kirkjunni. Jólaskemmtun á eftir í safnaðarheimilinu. Stjórnendur Sigurður Grétar Sigurðsson og Axel Gústafsson. Sunnudag kl. 14 jólasöngvar í kirkjunni. Björn Jóns- son. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11.15. Messa kl. 14. Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 15.30. Þorbjörn Hlynur Árnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.