Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 27

Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 27 NEYTEIMDUR halda þeim uppi í loftinu. Kertasníkir stendur við jólatré með kertum á og þar er köku- skrautið líka notað til að sjáist hversu vel logar á kertunum. Jóla- trén fyrir utan eru gerð úr mis- munandi stórum piparkökustjörn- um sem síðan er staflað saman í tré. Lakkrís var notaður í hárið á Leppalúða og skeggið á honum. Deigið kemur úr gömlu eintaki af Vísi í vikulokin, en um er að ræða hunangskökudeig. Húsið og fígúrurnar litaði hún með blöndu af flórsykri, eggjahvítum og matarlit eða kakói. Hrafnhildur segir að dóttir sín Laufey, sem er þriggja ára, hafi áhugasöm fylgst með framvindunni þó hun hafi lát- ið vera að snerta húsið enda búið að lofa henni verðlaunum ef húsið ynni í samkeppninni. Hún fékk þar að auki einn „gallaðan“ pipar- kökukarl til að leika sér með á meðan mamma stússaði við bakst- urinn. Sósulitur í strompinn, kandís í gangstíga og jólatré úr ísformum VIÐ heyrðum auglýst eftir pipar- kökuhúsum í samkeppni og okkur datt í hug að prófa“, segir Daði Kristjánsson en fjölskylda hans fékk önnur verðlaun í piparköku- húsasamkeppninni. „Við hjónin erum bæði mat- reiðslumenn en höfum engu að síður aldrei bakað piparkökuhús þó við höfum oft skreytt tertur.“ Þau segja að dæturnar hafi ver- ið með í upphafi en þegar fór að líða á skreytinguna þá varð „Lion King“ dótið meira spennandi en baksturinn. „Við söfnuðum allskonar upp- lýsingum, hringdum út um borg og bý í leit að uppskriftum, fórum á bókasafn og rákumst þar á ýmiskonar piparkökuhús í skemmtilegri bók.“ Daði segir að þau hafi unnið úr öllum þessum hugmyndum og þurft að gera nokkrar tilraunir áður en endan- lega húsið varð til. „Fyrst klipptum við allt út í harðan pappír og tók- um svo nokkrar uppskriftir að deigi og fundum út hentuga blöndu." Brynja segir að á endanum hafi þau notað meiri púðursykur en venjulega til að fá deigið dökkt og þau hafi líka notað dökkt síróp. „Þegar deigið var tilbúið létum við það standa í tvo sólarhringa í kæliskáp. Þegar kom að þakinu vantaði skraut og eftir nokkrar vangavelt- ur datt Brynju í hug að nota rauð- ar sælgætismöndlur. Kandís var notaður í gangstígana og sósulitur var notaður til að fá rétta litinn á strompinn. Fyrir utan húsið eru nokkur grenitré og hugmyndin er fengin úr blaði. Trén eru búin til úr ísformum og síðan skreytt með kreminu sem þau lituðu með græn- um matarlit. „Það tók okkur töluverðan tíma að finna út hentuga blöndu til að sprauta með utan á húsið úr eggja- hvítum, flórsykri og ediki en þetta var mjög skemmtilegt verkefni“, segir Daði að lokum.“ Jólaljós oö gf jólatré íAlaskaJg Ésp* 20 Ijósa sería kr. 199 «|jj( Éfk 35 Ijósa sería kr. 299 ffe 50 Ijósa sería kr. 399 W víð Miklatorg, sími 562 2040. Sendum um land allt. Jólatilboð ó hreinlætistækjum Stólvaskar í eldhús yfir 30 ger&ir. i vegg setu. Blöndunartæki yfir 40 ger&ir. ^thugaðu veb&ið! VerSfrá hHHHBBI Handlaugar 17 ger&ir á vegg og borð. Hitastillitæki. MikiS úrval af sturtuklefum sturtuhornum og hur&um. = Atkuaaðu t/ehðið! Ba&kör 17 ger&ir. Stær&ir: 100-190 cm, í allt að 24 mánubi raftgreiðslur Verslió bar sem úrvalib er mest! Op/ð í dag til kl. 16.00. 40 ljósa með spennubreyti kr. 980 80 ljósa með spennubreyti kr. 1.759 120 ljósa ameð spennnubreyti kr. 2.690 Vönduð útisería stærri perur, þarf engan spennubreyti 35 Ijósa stærri perur meiri Ijósadýrð JOLATRE! Salan i erhafin UTISERIUR INNISERIUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.