Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 16

Morgunblaðið - 16.12.1995, Page 16
16 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson NEMENDUR Stóru-Vogaskóla flytja helgileik byggðan á jólaguðspjallinu. Borgarafundir um snjóflóðamál á þremur stöðum BORGARAFUNDIR um snjó- flóðamál og -varnir verða haldnir á þremur stöðum nú um helgina, 16.-17. desember: Á Patreksfirði (fyrir íbúa Vesturbyggðar), á Siglufirði og á Neskaupstað. Hugsanlega verður einnig fundur á Seyðisfirði og þá síðdegis á sunnudag. Fundirnir verða með sama sniði og borgarafundir sem haldnir voru um síðustu helgi á Flateyri, ísafirði, í Súðavík og í Bolgungarvík. Ráðuneytisstjóri umhverfis- ráðuneytisins, veðurstofustjóri og formaður almannavarnaráðs munu halda framsöguerindi, en á eftir verða umræður og fyrirspurn- ir til framsögumanna. Fjallað verður um fyrirhugaðar breytingar á framkvæmd snjó- flóðavarna í framhaldi af störfum ráðuneytisstjóranefndar og sér- stakrar nefndar sem falið var að endurskoða stjórnskipulag snjó- flóðamála. Einnig verður rætt um stöðuna í snjóflóðamálum al- mennt, neyðaráætlanir og við- brögð við hættuástandi og hvað er hægt að gera til að auka ör- yggi íbúa í bæjum þar sem er snjóflóðahætta. Aðventu- messa Kálfa- tjarnarsóknar Vogum - Við aðventumessu í Kálfatjarnarkirkju 10. desember var í boði fjölbreytt dagskrá; söngur, helgileikur, upplestur og hljóðfæraleik. Fjöldi fólks mætti til messu, svo margt að öll sæti kirkjunnar voru setin. Auk kirkjukórsins komu fram börn úr kirkjuskólanum sem sungu nokkur Iög meðal annars Bráðum koma blessuð jólin. Nokkrir nemendur úr Stóru- Vogaskóla fluttu helgileik byggðan á jólaguðspjallinu. Einnig tóku fermingarbörn þátt í messunni og Sigurbjörg Jóns- dóttir lék á blokkflautu. Prestur var Bjarni Þór Bjarnason héraðs- prestur. Sesselja Sigurðardóttir for- maður sóknarnefndar flutti ávarp í upphafi messu og greindi meðal annars frá gjöfum sem kirkjunni hafa borist á árinu. Afkoma búa hérlendis 3,14% lakari í fyrra en 1993 Stærstu bú- inskila mestum arði AFKOMA búa sem komu til upp- gjörs hjá Hagþjónustu land- búnaðarins reyndist að meðaltali vera 3,14% lakari í fyrra saman- borið við árið þar á undan. Stofn- uninni bárust 514 búreikningar frá öllum búnaðarsamböndunum og voru 458 reikningar notaðar í uppgjörinu, sem jafngildir rúm- lega tíunda hluta lögbýla á ís- landi. Af einstökum sviðum má nefna að hagnaður af rekstri sérhæfðra kúabúa var 6,8% minni 1994 en árið á undan, eða að meðaltali tæpar 1,4 milljónir á bú og er þá miðað við útkomu búrekstrar- ins áður en laun bóndans voru reiknuð. Samkvæmt sömu for- sendum dróst framlegð saman um 0,3% auk þess sem bæði bú- greinatekjur og aðrar tekjur minnkuðu að raunvirði, þær fyrr- nefndu um 2,7% og þær síðar- nefndu um 9,1%. Fjármagns- kostnaður lækkaði hins vegar um 15,3% á milli ára. í úrtakinu voru 167 kúabú og var fjöldi mjólk- urkúa að meðaltali 25,7 á búi en fjöldi vetrarfóðraðra kinda að meðaltali 35. Afkoma sauðfjárbúa batnaði um 15,1% Samanburður á milli kjördæma leiðir í ljós að kúabú í Eyja- fjarðarsýslu skiluðu mestum hagnaði á árinu 1994, eða 1.668.000 að meðaltali, en þau eru í flokki stærstu kúabúa á landinu. Hliðstæðar forsendur fyrir sauðfjárbú og blönduð bú sýna að stærstu búin skiluðu einnig bestri afkomu, í báðum tilvikum á Austurlandi. Öfugt við kúabúin batnaði af- koma sérhæfðra sauðfjárbúa um 15,1% milli ára, miðað við hagnað fyrir laun eiganda, og var afkom- an að meðaltali 800 þúsund krón- ur á bú. Hagþjónusta landbúnað- arins bendir þó á að þessa bættu afkomu eigi að túlka í samhengi við 48% tekjuhrun sem varð í greininni árið 1993. Einnig er bent á að tekist hafi að lækka rekstrarkostnað samhliða 3,8% samdrætti í búgreinatekjum. „Fastur kostnaður lækkaði t.d. um 6,2% og breytilegur kostnaður um 4,7%. Á sauðfjárbúum munar ekki síst um 37% lækkun fjár- magnskostnaðar á milli ára,“ seg- ir í niðurstöðum stofnunarinnar. Fjöldi vetrarfóðraðra kinda á þessum búum var að meðaltali 281 og fjöldi mjólkurkúa að með- altali 0,4, en 90 bú voru í úrtakinu. Blönduð bú með lakari afkomu Afkoma blandaðra búa er að meðaltali 1.062.000 í fyrra miðað við hagnað fyrir laun eiganda, sém er 1,4% lakari afkoma en á árinu á undan. Fjármagnskostnaður lækkaði um 28% á blönduðum búum, fastur kostnaður um 5% og breytilegur kostnaður um 5,4%. Á móti kemur 25% lækkun annarra tekna á milli ára. Einnig kemur fram að samhliða 4% sam- drætti búgreinatekna jókst fram- leiðni um 1%. Jólateiti sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik Hið hefðbundna jólateiti sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldið í dag, laugardag, milli kl. ló.OOog 18.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Að venju verða á boð- stólum góðar veitingar. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, mun flytja stutta hugvekju. Tilvalið er að líta við að loknum verslunar- erindum og verma sig á veitingum í góðra vina hópi. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Vörður, Óðinn, Hvöt og Heimdallur. Kaupfélag Húnvetninga 100 ára Hátíðarhöld í tilefni dagsins Blönduósi - Kaupfélag Húnvetn- inga (KH) er eitt hundrað ára í dag og heldur upp á daginn undir kjör- orðunum „Hundrað ár í Húna- þingi“. Það var hinn 16. desember 1895 sem Jón Guðmundsson á Guð- laugsstöðum og Þorleifur Jónsson, alþingismaður á Syðri-Löngumýri, boðuðu til stofnfundar KH í Verts- húsinu á Blönduósi. Þorleifur Jóns- son var kjörinn fyrsti formaður stjórnar. í tilefni þessara tímamóta hefur KH gefið út veglegt afmælisblað þar sem stiklað er á sögu félags- ins. Blaðið skreytir fjöldi mynda og má þar nefna myndir sem Vignir Reynis tók í tilefni hálfrar aldar afmælis KH. Myndir Vignis verða til sýnis á skrifstofu KH á afmælis- daginn. Auk ljósmyndasýningar verða ýmsar uppákomur í verslun- um KH. Á morgun verður síðan afmælis- hátíð í félagsheimilinu hvar fram koma m.a. samkórinn Björk, karla- kór Bólstaðarhlíðarhrepps og feðg- inin Svavar H. Jóhannsson og Jóna Fanney í Litladal. Geysilegar breytingar hafa orðið á reksti og umsvifum KH þessi hundrað ár. Fyrsta hús félagsins var byggt árið 1899 en á aldar af- mælinu rekur KH verslunarhús á Blönduósi og Skagaströnd. Auk þess rekur KH einnig pakkhús, söluskála og hina landsfrægu Vilko súpugerð. Núverandi stjórnarfor- maður er Jón B. Bjarnason í Ási en kaupfélagsstjóri er Guðsteinn Einarsson. - kjarni málsins! Jólasvein- arnir mættu ekki Vogum - Sunnudaginn 10. desember voru ljós tendr- uð á jólatré, sem sveitarfé- lagið hefur látið setja upp á Kirkjuholti. Fjöldi fólks var saman kominn við at- höfnina í suðvestan roki. Undir stjórn kirkjukórsins voru sungin nokkur jóla- lög, en samkoman flosnaði fljótlega upp vegna þess að jólasveinar mættu ekki. Fóru börnin heim vonsvik- in enda höfðu þau mætt til að hitta jólasveinana, sem hafa komið þarna mörg undanfarin ár og fært börnunum góðgæti úr pok- unum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.