Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR1995 B 15 Lóðir Náttúrugripasafns Helga Pjeturs 1900-1905, tímabil Bjarna Sæmundssonar 1905-1940, og eftir 1940. Safnið var fyrstu árin í leiguhúsnæði í hinum og þess- um stöðum í bænum, en fékk haust- ið 1908 inni í stórum sal á neðsta gólfí í hinu nýbyggða Safnahúsi, við Hverfisgötu. Það er fróðlegt að skoða sam- þykktar teikningar af innréttingu safnahússins frá 1906, þar sem náttúrugripasafninu er beinlínis ætlaður staður frá upphafí og það teiknað inn á samþykktum teikn- ingum. Fullorðnir Reykvíkingar muna eflaust flestir eftir því að hafa á sunnudögum lagt leið sína í náttúrugripasafnið og skoðað tví- höfða lambið, furðuhluti í krukkum og uppstoppuð dýr. Benedikt Gröndal var fyrsti for- maður félagsins og er lýsing hans á safninu í stórum sal og minna herbergi í Glasgowhúsinu í Grjóta- þorpi í skýrslu félagsins 1997-98 alveg forkostuleg, eins og hans var von og vísa, og í raun sígild. Gæti t.d. lýsingin næstum átt við leiðina upp í safnið enn í dag, þegar hann segir: „Þegar hin dimma leið lífsins er yfirfarin þá er komið að afar- háum stiga, svo að hverr sá er að kemur verður að setja hnakkann á bak aptur, eins og Þórr hlaut að gera þegar hann kom til borgar Utgarðaloka; mun hér sannast hið fornkveðna: „per ardua ad astra“, eða „ógurleg er andans leið upp á Sigurhæðir“, eins og séra Matthías segir.“ Og þessi umsjónarmaður segir að þrátt fyrir það komi fólkið í bænum miklu fremur þangað en á Landsbókasafnið og Forngripa- safnið. Þegar loks er búið að pauf- ast upp er lokið upp dyrum inn í salinn, „þar sem hinar mestu mót- sagnir í heiminum eiga sér stað, því að þar er fullt af spritti og brennivíni, fjöldi fugla sem allir eru „templarar" og halda templaralof- orðið betur en nokkrir menn, ekki er verið að klaga þá né yfírheyra, enginn grunar þá og ekki „brjóta" þeir, en þar er einnig fullt af öðrum verum af ýmsu kyni sem liggja andaðar í brennivíni um aldur og æfí: það eru fískar, ormar, krabbar og margskonar önnur sækvikindi,“ segir Benedikt og minnir á að hið stórmerka safn Bjarna Sæmunds- sonar er nú á árinu 1994 eins og sultukrukkur á hillum í svolítilli lok- aðri skápaskonsu við Hlemm. Segir Gröndal að eitt glas af víni stytti aldur manna um 10 ár eða eitthvað á þá leið. „Þetta sanna blessaðir fuglarnir best, þvi að þeir hafa aldr- ei drukkið eitt glas af víni og standa nú í safninu ódauðlegir og eldast aldrei.“ Hann ræðir um nábýli við óskylda starfsemi, sem vísast hefur ekki síður truflandi hljóð en spilavít- ið sem nú er fýrir ofan safnið: „Or- sökin til þessa rifrildishávaða,“ seg- ir Gröndal „er sú, að uppi og niðri, eru verkstofur, og knýja þar fjöl- margar ýngismeyjar jafnmargar saumavélar og má glöggt heyra þytinn af hjólunum og skruðninginn af nálunum með ýmsu hljóði, dimmu og mjóu, titrandi og urgandi, eptir því efni sem verið er að sauma, hvort það er duffel, kamgam, búkk- skinn, dowlas, biber, silki, klæði eða vaðmál, eða lérept eða shirting." Og þegar 1897 segir Gröndal: „Annars virðist það sjálfsagt, að úr því safnið er viðurkennt sem opinber eign landsins, þá ætti hið opinbera að sjá því fyrir ókeypis húsnæði." Orð sem öld síðar mætti eins beina til stjómvalda. Sami fjárskorturinn er enn þrálátur and- stæðingur safnsins, sbr. afgreiðslu fjárlaga 1992. Gröndal segir um fjárframlög til slíkra stofnana: „Þær þykja of „hugsjónalegar“, óþarfar, þær em ekki nógu „mater- íalskar", ekki nógu „reaískar“. Menn sjá ekki, eða vilja ekki sjá hversu gagnlegur „óþarfínn“ er.“ Þetta 105 ára gamla safn er sem- sagt í mörgu tilliti enn á byijun- arreit. Ekki hefur dugað til þótt allir þessir þungavigtarmenn um ís- lenska menningu og margir fleiri legðust á hveijum tíma á árar, Tryggvi Gunnarsson, Guðmundur LÓÐIR undir fyrirhugað Nátt- úrugripasafn. • 1930 er hugað að byggingu austan Safnahússins, þar sem Þjóðleikhúsið er nú eða á horni Ingólfsstrætis og Skúlagötu. • Ákveðið að vera með í há- skólabyggingum Guðjóns Samú- elssonar á Skólavörðuholti og þá á lóðinni austan við safn Einars Jónssonar. • 14. mars 1942 samþykkir há- skólaráð að veita safninu lóð „á lóð Háskólans sunnanverðri gegnt Atvinnudeildinni". Lóðin þar sem Lögberg er nú. • Árið 1945 óskar háskólaráð eftir að lóð safnsins verði gefin Björnsson landlæknir og á seinni áðum m.a. Bjami Benediktsson, Eysteinn Jónsson o.fl. Hrakningasaga Margar og miklar ráðagerðir hafa verið uppi undanfarna hálfa öld um Náttúrugripasafn. Nú er komið aftur á sama reit og 1908, þegar sóst var eftir og flutt í Safna- húsið. Gömlu gripimir hafa þó margir gengið úr sér og grotnað niður. Undir handleiðslu eljumanns- ins Bjama Sæmundssonar verður safnið smám saman að vísindastof- un og ein aðalundirstaðan undir þekkingu okkar á náttúru Islands. Þegar fer að þrengja að söfnun- um í Safnahúsinu, fer landsbóka- vörður um 1917 að amast við Nátt- úrugripasafninu. 1927 fer ríkis- stjórnin að huga að því að byggja yfír náttúrugripasafnið og lagðar fram teikningar að byggingu 1930. Þá við hliðina á Safnahúsinu, þar sem var byggt Þjóðleikhús. Um það leyti er það orðin niðurstaðan að náttúrufræðistofnun og náttúra- gripasafn eigi heima í miðstöð Há- skóla íslands og var stofnuninni hugaður staður í þeirri miklu Há- skólamiðstöð sem Guðjón Samúels- eftír, en safnið fái í staðinn „lóð við fyrirhugað Þjóðminjasafn, milli Suðurgötu og Atvinnudeild- ar“. Gengið að því. • Ári síðar, 1946 eða 1947, er safninu úthlutuð lóð á milli íþróttahúss og Háskólans og þar er húsið teiknað. • 18. september 1953 samþykktí háskólaráð að athuga með lóð undir safnahúsið „sunnan við nýja stúdentagarðinn í staðinn fyrir fyrri úthlutun". • Rektor tílkynnir á fundi há- skólaráðs 30. október 1953 að safnahúsið fái lóð milli Háskóla og iþróttahúss. son teiknaði á Skólavörðuholtinu, sem ekki varð af. Hinn 18. febrúar 1942 skipaði stjórn Náttúrufræðifélagsins nefnd til að rannsaka möguleika á bættu húsnæði safnsins. Átti formaður- inn, Árni Friðriksson fiskifræðing- ur, mestan þátt í að leitað var sam- vinnu við háskólann. Árangurinn varð sá, að háskólaráð samþykkti með bréfi 13. mars 1942 að heim- ila að hús fyrir náttúrugripasafnið verði reist á háskólalóðinni og að gert sé ráð fýrir að kennsla í nátt- úruvísindum og vísindaleg vinna geti farið fram í húsinu. Happdrættisleyfi bundið náttúgripasafni Um þessar mundir rann út einka- leyfi háskólans til happdrættis- reksturs og árið 1943 sótti háskóla- rektor til Alþingis um framlengingu einkaleyfísins. Nefnir hann þar sem ástæðu að óbyggt sé leikfimishús, hús yfir náttúrugripasafn og lag- færing á háskólalóðinni. Alþingi samþykkti að framlengja einkaleyfi háskólans til happdrættisreksturs. Var þá hafist handa um öflun gagna til reksturs safnsins og 1945 var Gunnlaugur Halldórsson ráðinn til • 1954 er athugað með lóðir utan háskólasvæðisins, m.a. á Skólavörðuholti við Barónsstíg og við Melatorg, nærri Nes- kirkju, en fallið frá því. • í febúar 1955 er bygginga- nefnd tílkynnt að safnið fái horn- lóðina sunnan við íþróttahúsið. í október tílkynnir rektor að búið sé að breyta skipulagi á götum svo safnahúsið getí risið á horn- lóðinni. • Lóð í Vatnsmýrinni við Njarð- argötu sunnan Hringbrautar 1983-4. • Lóð ætluð undir húsið austan við Norræna húsið í Vatnsmýr- inni 1990-1991. að gera uppdrætti að byggingunni. En þó tryggð væri samþykkt Há- skólans, samþykkt ríkissjóðs, lóð fengin og teikning og fé til að ljúka verkinu, var kálið ekki sopið. Þá var til nokkuð sem hét fjárfestinga- nefnd og var sótt um leyfí fyrir hönd háskólans, að byggingu á húsi sem átti þá þegar að byija á, taka tvö ár og ljúka á áranum 1948, 1952, 1954, 1955, tvisvar sinnum 1956 og loks 1958. En fjárfestinga- nefnd sagði jafnan þvert nei. Var væntanlegt hús á Háskóla- lóðinni fært til níu sinnum, en alltaf komu þar aðrar byggingar. Oftast hafa teikningar fylgt og undirbún- ingur, en áformin svo verið slegin af, nú síðast 1992. í þessari umsýslu allri gerist það að 1947, þegar ríkið tekur við eign- um Hins íslenska náttúrufræðifé- lags, vegna húsnæðisbyggingar, fylgdi hússjóður félagsins upp á 83 þúsund krónur, sem var talsvert fé þá. Árið eftir hverfur hússjóðurinn og kemur þá í ljós að hann er færð- ur sem tekjur inn í ríkissjóð. Lofaði fjármálaráðherra þá að þetta fé yrði notað í byggingu húss fyrir safnið. Það fé hefur aldrei komið fram. Bráðabirgðasafn En húsnæðisvanda safnsins var brýnt að leysa og þegar málið tafð- ist og ekkert varð af byggingu var afráðið að Háskóli íslands keypti til bráðabyrgða fyrir happdrættisfé hæð undir starfsemina í húsi við Hlemmtorg í Reykjavík5 en lengi var happdrættisleyfí HI háð því skilyrði að háskólinn byggði yfir Náttúrugripasafnið. Segir Finnur Guðmundsson í umsókn til innflutn- ingsskrifstofu um leyfi fyrir innrétt- ingum að þrátt fyrir þessa bráða- birgðalausn í húsnæðismálum safnsins sé þörfín fyrir frambúðar- lausn í húsnæðismálum jafnrík eftir sem áður, enda muni það aðeins nægja til skamms tíma og þar verði auk þess ekki hægt að koma fyrir nema lítilfjörlegum vísi að sýning- arsal. Var ætlunin að selja þetta húsnæði upp í nýtt. Var flutt inn í húsnæðið og inn- réttaður 100 ferm sýningarsalur, sem opnaður var 1967, en gripimir höfðu þá verið í kössum í 7 ár. Vinnuaðstaða var þá í Þjóðminja- safninu. Nú rúmri öld eftir að félag- ið var stofnað er notast við sama sýningarsal, en innréttingar voru endurnýjaðar á hundrað ára afmæl- inu 1989 og það ár tekinn í notkun sýningarrými á 4. hæð, svo alls er það nú 200 fermetrar. En hvorki er þar rúm fyrir geymslur né þá nútímalegu sýningar- og fræðslu- starfsemi sem nauðsynleg er. Og ekki komast þar upp fatlaðir eða aðrir sem erfitt eiga um gang. Áform og áætlanir Forráðamenn Náttúrufræði- stofnunar og fleiri aðilar hafa á liðn- um áram gert ítrekaðar tilraunir til að koma hreyfingu á byggingar- mál stofnunarinanr og sýningar- safns, m.a. með því að leita eftir samvinnu við Háskóla íslands. Þingsályktunartillaga um byggingu náttúrfræðisafn á höfuðborgar- svæðinu frá þingmönnum allra flokka var t.d. samþykkt og stefnt að því að náttúrufræðisafn yrði opnað á árinu 1989 á aldarafmæli Hins íslenska náttúrafræðifélags og náttúragripasafns þess. Fljót- lega á eftir skipaði menntamálaráð- herra nefnd til að fjalla um tilhögun og byggingu, sem skilað var 1987. Á aldarafmælinu skipaði þáverandi menntamálaráðherra nefnd, sem m.a. skyldi kanna möguleika á sam- komulagi um byggingu náttúru- fræðihúss á höfuðborgarsvæðinu með aðild Náttúrufræðistofnunar, Háskólans og Reykjavíkurborgar og 1990 var sett á laggirnar sam- ráðsnefnd umhverfísráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Háskólans og Náttúrufræðistofnunar um bygg- ingu náttúruhúss og rekstur nátt- úragripasafns í Reykjavík. Gert ráð fyrir ksotnaðarskjptingu, ríkið greiddi 57% og Háskóli og Reykja- víkurborg 21,5% hvor aðili og var húsinu fundinn staður í Vatnsmýr- inni. Var nefndinni 1991 falið að vinna að framgangi málsins, m.a. standa fyrir samkeppi um hönnun, sem ekki fékkst svo fjármagn til á fjárlögum. Og virðist málið hafa sofnað út af enn einu sinni. Situr eitt eftir Af söfnunum sem upphaflega voru í Safnahúsinu hafa á þessum tíma þijú þeirra fengið húsnæði, Landsbókasafnið í nýju Þjóðarbók- hlöðunni, Þjóðskjalasafnið í Mjólk- urstöðinni og Þjóðminjasafnið í eig- in byggingu. Auk þess fékk Áma- safn forgang og er í sinni bygg- ingu. Náttúragripasafnið er á byij- unarreit og sækist eftir að komast nú í húsnæðið sem það fékk 1908. En mundi þetta gamla hús geta hýst náttúragripasafn með nútíma- tækni? Jón Gunnar Ottósson fram- kvæmdastjóri Náttúrufræðistofn- unar segir að það telji menn vera og séu einmitt að knýja á um að gengið verði úr skugga um það. Og bætir við þessi þjóð lifí á náttúr- unni og skilji ekki á hveiju hún lifí ef hún átti sig ekki á því menningar- verðmæti sem náttúrugripasafn sé henni. í SAMÞYKKTUM teikningum að Safna- húsinu frá 1906 var gert ráð fyrir Nátt- úrugripasafninu ogþað merkt inn, Naturhistorisk Samling.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.