Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 B 5 LEITIN Uj MISVÆGI ( ) R K U N N A R Fannst betta vera hin mesta firra í byriun JP EIÐUR Gunnlaugsson, annar O eigandi og framkvæmdastjóri |q Kjarnafæðis hf. á Akureyri, lk hafði ekki mikla trú á því að ^ segulsvið gæti haft áhrif á 2 líðan fólks þegar eiginkonan t Sigríður Sigtryggsdóttir fór að hugleiða þessi mál af al- ■5 vöru og hafa orð á því að það Ö væri ekki vitlaust að fá Brynj- ólf til að skoða heimilið. „Mér þótti þetta hin mesta fírra, hálf- gert kukl, lét þó til leiðast og verð að játa það nú að ég sé svo sannar- lega ekki eftir því.“ Eiður segir að Brynjólfur hafi aukið jarðtengingar og sett upp spólur á heimilinu, aðra uppi á stofuskáp og hina inn í baðinnrétt- ingu. „Andrúmsloftið gjörbreyttist við þetta eða eins og 12 ára dóttir mín orðaði það, þá var eins og veggur hefði verið fjarlægður úr húsinu. Ég finn mikinn mun á mér og nú sofa börnin eins og englar á nætuma, en áður hafði borið þó nokkuð á svefntruflunum hjá þeim. Það er í raun erfítt að útskýra þetta svo vel fari, en það er ein- hvern veginn eins og það liggi meiri kyrrð í loftinu nú en áður.“ í kjölfarið á þeim breytingum, sem gerðar voru heima, var hafist handa við að mæla jónahlutfallið í húsnæði Kjamafæðis við Fjölnis- götu 1 á Akureyri, en fyrirtækið stendur mitt á milli útvarpshússins og pósts og síma þar í bæ. „í ljós kom að mikið skorti á að jónahlut- fallið væri í jafnvægi og ákveðinn strengur lá í gegnum húsið, þar með talið í gegnum skrifstofuna mína. Ég fann alltaf fyrir ákveðn- um pirringi, sem líktist einna helst hárfínu hátíðnihljóði, þegar ég sat Morgunblaðið/Rúnar Þór í stólnum mínum enda kom í ljós að strengurinn lá rétt fyrir aftan hann og mér fannst alltaf eins og ég væri að spóla inn á mig óæski- legum straumum á meðan ég sat þarna.“ Eiður lét gera þær ráðstafanir, sem Brynjólfur taldi nauðsynlegar og em starfsmenn fyrirtækisins nú á einu máli um að aðgerðirnar hafi haft í för með sér jákvæð áhrif á líðan fólks, en hjá Kjarna- fæði á Akureyri starfa hátt í 50 manns við matvælaframleiðslu. „Við verðum einhvern veginn ekki lengur fyrir þessu óskilgreinda ytra áreiti, sem mannskepnan finn- ur oft fyrir en á erfitt með að festa hendur á.“ Ekki er enn vitaó hvort eóa hvaóa áhriff seg- ulsvió hef- ur á seió- in,segir Július. SEIÐAELDIÐ TEKST BETUR ai SENNÞÁ er of snemmt að segja til um áhrifin af völdum þeirra ■ aðgerða, sem gripið hefur ver- £ ið til að ráði Brynjólfs í tveim- m ur seiðaeldisstöðvum okkar. Aftur á móti hefur betur tek- | ist til með seiðaeldið frá því að þessar framkvæmdar voru gerðar, en áður, hvort sem það er tilviljun eða ekki,“ segir Júlíus Kristinsson, framkvæmdastjóri lax- eldisstöðvarinnar Silfurlax hf. Júlíus, sem er doktor í líffræði, segist hafa leitað til BrynjóLfs Snorrasonar að ráði „kollega" í eld- isbransanum vegna ákveðinna vandamála, sem hefðu verið viðvar- andi í tveimur af fjórum seiðaeldis- stöðvum Silfurlax. „Þetta er al- gengur flokkur kvilla, sem kallast einu nafni tálknveiki og hefur m.a. í för með sér bólgur og skemmdir á tálknum. Brynjólfur kom og skoð- aði stöðvarnar, vopnaður mælitækj- unum og eigin næmi, sem mér sýn- ist að sé mjög mikið. Hann benti á ýmislegt, sem mætti betur fara, og sem fyrsta áfanga skyldum við jarð- binda og samtengja stoðir og stál- bita til að koma í veg fyrir myndun mismunandi spennusviða. Þetta gengur m.a. út á að spennujafna byggingarhluta úr málmi.“ Júlíus segist ekki treysta sér til að segja af eða á til um árangur í kjölfar framkvæmda, sem gripið hefur verið til. Of stuttur tími sé liðinn. „Við vitum ekki hvaða áhrif mismunandi segulsvið hafa á seiðin. Aftur á móti get ég fullyrt að mun betur hefur tekist til með seiðaeldið nú en fyrir breytingar. Rétt er að geta þess að samhliða þeim, vorum við að gera ýmsar aðrar aðgerðir, ótengdar ráðgjöf Brynjólfs, til að freista þess að ráða bót á þessu meini. Okkur þótti aftur á móti heim- sókn Brynjólfs til okkar afar merki- leg og persónulega hef ég mikinn áhuga á að skoða frekar það, sem hann hefur fram að færa. Ég tel að full ástæða sé til að gefa þessu meiri gaum og nota til þess vísinda- legar aðferðir í sambland við aðrar aðferðir, sem þegar eru til.“ „Vió veróum ekki lengur ffyrir þessu óskilgreinda ytra áreiti, sem mann- skepnan f innur oft fyrir en á erfitt meó aó festa hendur á," segir Eióur Gunn- laugsson hjá Kjarnafeeói hf. á Akureyri. •frííWVfí'tó —bwi Paskatilboð Heimsferða frá 39.900* f pr. mann SértHboð okkar í síðustn viku schlist upp Bókaöu á meban enn er laust 50 vlðhótarsœti á tilbobsveröinu um páskana. Tryqqðu þérfrábæran abbúnab ífríinu oq njóttu þess ab dvelja á nýjum gististöbum Heimsferba í sól og hita um páskana. Benidorm Brottför 11. apríl - 12 dagar Kr. 39.900 Kanarí pr. mann, m.v. hjón með 2 börn, 2ja-11 ára. Kr. 49.900pr mann m.v. 2 í íbúb, El Faro íbúbarhótelib. Glæsilegur nýr gististaður, El Faro pr. mann, Brottför 5. apríl - 17 dagar Kr. 55.900 m.v. hjón með 2 börn, 2ja-14 ára. Kr. 69.700prmann, m.v. 2 í studio, Green Sea. Frábær aðbúnaður á Kanarí Þjónusta: • Líkamsrækt. Farþegar Heimsferöa fá frítt tvisvar í viku. • Sjónvarp og sími. • Gufubað. • Veitingastaöur. • Bar. • Móttaka er opin allan sólarhringinn. • Kvöldskemmtanir öll kvöld. • Þvottahús Flugvallaskattar og forfallagjöld: Kr. 3.660 fyrir fulloröin, kr. 2.405 fyrir barn. Ekki innifalið í veröi feröar HEIMSFERÐIR Austurstræti 17 2 hæö, sími 562 4600 Þjónusta: • Stór sundlaug. • Tennisvöllur. • Móttaka opin allan sólarhringinn • Leiktæki fyrir börnin. • Veitingastaður. • Bar. • Skemmtidagskrá á kvöldin. • Þvottahús. • Verslun. • 300 metrar á strönd. • 20 mínútna gangur í miðbæinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.