Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni sióváR^almennar MORGUNBLAÐlfí, KRINGLAN 1 109 IŒYKJA VÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 091181, PÓSTHÚLF 9010 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Nafnvextir á útlánum lækka um 2% 1. nóv. VIÐSKIPTABANKARNIR munu í dag taka ákvarðanir um vaxta- lækkanir, sem taka munu gildi nú á mánudag, 1. nóvember. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins munu allir bankarnir lækka nafnvexti sína á óverð- tryggðum útlánum. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að Landsbanki og Búnaðarbanki muni að meðaltali lækka vexti á óverðtryggðum útlánum um allt að 2% og var í gær búist við að íslands- banki lækkaði vexti á óverðtryggðum útlánum svipað, eða heldur minna. Eitthvað verður mismunandi eftir flokkum hve mikið nafnvextir útlána lækka og í einstaka tilfellum verður einungis um 1,5% lækkun, en að meðaltali verður nafnvaxtalækkunin um 2% á óverðtryggðum útlánum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins verða óverulegar vaxta- breytingar á innlánsvöxtum við- . skiptabankanna. -----» ♦ ♦---- Vsk. á ferðaþjónustu Verðlag í er- lendri mynt hækkar ekki ERLENDIR ferðamenn munu greiða sama verð fyrir ferðaþjón- ustu hér á næsta ári og í ár, þó að vsk. verði lagður á ferðaþjón- ustu um áramót. Þetta á við um flesta sem þegar hafa gefið út verðlista fyrir næsta ár, til dæmis hótel. Magnús Oddsson ferðamálastjóri- segir ferðaþjónustuaðila hafa ákveð- ið að halda óbreyttu verði í erlendri mynt þar sem markaðir þyldu ekki hærra verð en óljóst er hvort verð breytist innanlands í krónum. Magnús segist hafa áhyggjur af því að ferðaþjónustuaðilar dragi úr landkynningu til að mæta kostnaði vegna virðisaukaskatts. Sjá: „Mun virðisaukaskatt- ur. . .“ bls. C-8. FJÓRBURARNIR i Mosfellsbæ verða fímm ára á mánudaginn. Þær eru hálfan daginn á leikskólanum Hlaðhömrum þar sem myndin var tekin af þeim í gær. Alexandra var þegar farin að undirbúa afmælið sitt en hún bar af- mæliskórónu sem bömin á Hlaðhömrum gáfu henni á fjögurra ára afmælis- Fjórburarnir fimm ára Morgunblaðið/RAX deginum í fyrra. Systumar voru ekki búnar að ákveða hvað þær langaði mest að fá í afmælisgjöf enda nógur tími til að hugsa um það fram á mánu- dag. Þær sungu hins vegar hárri raustu. Systumar em frá vinstri: Alex- andra, Diljá, Bi-ynhildur og Elín. Og fyrir aftan má sjá börn á leikskólanum. LÍÚ kamiar kostnað við að byggja olíiibirgðastöðvar STJORN LIU hefur ráðið verk- fræðiskrifstofu til þess að kanna kostnað við að reisa fjór- ar olíubirgðarstöðvar þar sem Viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um Keflavíkurstöðina Líklega fundar- höld í næstu viku DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að hann telji að Bandaríkja- menn séu komnir það vel á veg með að undirbúa tillögur sínar fyrir næsta viðræðufund íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli, að næsti viðræðu- fundur aðila ætti að verða á næstunni. Gunnar Pálsson skrifstofu- stjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að góðar líkur væru á að viðræðufundur yrði ákveðinn í Washington í næstu viku. „Viðbrögð Bandaríkjamanna við athugasemdum okkar voru á þann veg, að þeir lýstu því yfir að þeir vildu flýta viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda, en það er ekki komin nein ákveðin dagsetning í þeim efnum,“ sagði forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður hver viðbrögð Bandaríkjastjórnar hefðu verið, eft- ir að Þorsteinn Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, kom óánægju íslenskra stjómvalda með seinagang viðræðnanna á framfæri við starfandi sendiherra Bandaríkjanna. Davíð sagði jafnframt: „Þetta hefur nú gengið um nokkra hríð á milli þeirra ráðuneyta í Bandaríkj- unum sem fjalla um málið- (Pentagon, sem er vamarmálaráðu- neytið, og State Department, sem er utanríkisráðunejdið - innsk. Mbl.), og ég hygg að það sé mjög stutt í að þeir ijúki starfí sínu, þann- ig að við búumst við því að fyrir 10. nóvember nk. ætti málið að vera komið í viðræðufarveg." olía væri afgreidd frá leiðslu. „Það er ekki ætlun okkar að reisa fjórða dreifingarkerfið, nema í ljós komi augljós hagn- aður af þeirri starfsemi," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, á aðalfundi samtakanna í gær. Kristján sagði olíu einn kostnað- armesta þátt útgerðarrekstursins. „Okkur hefur lengi verið ljóst að olía er hér 50 til 60% dýrari en sambærileg olía sem við fáum í erlendum fiskihöfnum. Olíuvið- skipti eru hér bundin í úreltri laga- setningu sem segir að olía skuli alls staðar vera seld á sama verði án tillits til magns. Þetta fyrir- komulag kemur í veg fyrir alla samkeppni og eru það hagsmunir útgerðar að þetta kerfí verði af- numið,“ sagði Kristján. Þróunarsjóður léttir byrðai’ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra ávarpaði fundarmenn og ræddi meðal annars um breytingar á fiskveiðistjórnuninni og Þróunar- sjóð sjávarútvegsins. Hann sagði að fiskveiðistjórnun væri nauðsyn- leg vegna skorts á fiski og hvað veiðileyfagjald varðaði væri eðli- legt að skattleggja tekjur og gróða útgerðarmanna, en hitt væri full- komlega óeðlilegt að skattleggja skortinn. Um Þróunarsjóðinn sagði Þorsteinn að stofnun hans virtist létta byrðar sjávarútvegsins frekar en hitt. Kristján Ragnarsson, formaður stjórnar LÍÚ, var á móti tillögum sjávarútvegsráðherra um breyt- ingar á lögum um stjórn fiskveiða og í ræðu sinni kallaði hann þær atlögu að núverandi skipulagi við veiðistjórnun og sagði svo: „Að mati stjórnar LJÚ eru svo miklir annmarkar á efni þeirra tillagna, að þær væru betur ófluttar í frum- varpi til laga.“ Sjá nánari fréttir af aðalfundi LÍÚ á bls. 16. Togarinn Framnes ÍS seldur til Isafjarðar ísafirði. FÁFNIR hf. á Þingeyri og Ishúsfélag Isfirðinga, Isafirði, undirrituðu sl. miðvikudag, 27. október, samning um kaup Ishúsfélags ísfirðinga á hlutabréfum^ Fáfnis í Arnarnúpi hf., en það félag gerir út togar- ann Framnes IS 708 og áttu íshúsfélagsmenn helming hlutabréfa í félaginu fyrir. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara og samþykki stjórna félaganna. Að sögn forsvarsmanna Fáfnis hf. á Þingeyri mun ástæða fyrir sölunni vera fjárhagsleg og rekstr- arleg endurskipulagning félagsins. Togara Fáfnis hf., Sléttanesi ÍS 808, var sem kunnugt er nýverið breytt í frystiskip en þar sem ekki hefur fengist fullvinnsluleyfi fyrir skipið hefur ekki reynst mögulegt að ná út úr því hámarksframlegð. Búist er við að skipið fái fullvinnslu- leyfi á allra næstu dögum og er þá gert ráð fyrir að áætlanir um rekst- ur þess muni standast. Línubátar í staðinn Fáfnismenn á Þingeyri eru að athuga með kaup eða leigu á línu- báti og gerður hefur verið löndunar- samningur við Auðun ÍS frá ísafírði. Einnig er unnið að gerð sölusamninga um framleiðslu úr sjófrystum afurðum af Sléttanesinu og er hér um að ræða framleiðslu sem gæti skipt hundruðum tonna á ársgrundvelli, þannig að fyrirtækið hyggst halda uppi fullri atvinnu í frystihúsi staðarins þrátt fyrir sölu togarans. Á Framnesi hafa að jafnaði starf- að 7-8 menn frá Þingeyri og er ekki gert ráð fyrir breytingum á mannahaldi vegna sölunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.