Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 29 formi. Einnig gerðum við okkur ferðir í blómabúð og skoðuðum mikið bonsai-plöntur þar. En okkur tókst ekki að halda lífi í plöntunum og þar með lauk því ævintýri. í fyrrasumar fórum við norður í land til að heimsækja kisur í Hrísey og mér er minnisstætt þegar við þurftum að ýta bílnum í snjó klukk- an eitt um nótt á Jónsmessu og það var bjart úti. Mikið hlógum við þá. Seinna um sumarið fórum við á Snæfellsnes í bústað fjölskyldu hans að Lágafelli. Við fórum í skoð- unarferðir um allt sunnanvert Snæ- fellsnesið, drukkum heitt kakó með tjóma á Arnarstapa, fórum í sund og síðast en ekki síst grilluðum við okkur mat og sungum langt fram eftir kvöldi. Þá reyndi Tóti að kenna mér að syngja eitt lag, sem mér fannst fallegt, en kunni ekki. Hann var mikill söngmaður. Ég vil þakka Tóta fýrir allar sam- verustundirnar sem við áttum sam- an ásamt öðrum og þann hlýleika sem hann gaf af sér. Vil ég votta ástvinum hans samúð mína á þess- ari stundu. Júlíana. f Tóti vinur minn er látinn og verð- ur jarðsunginn í dag. Ég vil minn- ast hans með örfáum orðum, sem geta þó engan veginn lýst þeim ljár- sjóði minninga sem vinskapur okkar skilur eftir hjá mér. Þórður Jóhann Þórisson var þriðja barn hjónanna Ingibjargar Þórðardóttur skrifstofumanns í Tryggingastofnun ríkisins og Þóris Jóhannssonar fyrrum lögreglu- manns. Systkini hans eru Ingibjörg Sveina, Einar Björn og Anna. Mik- ill vinskapur og miklir kærleikar eru milli systkinanna og í fjölskyld- unni allri. Þó má segja að þau Þórð- ur og Anna hafi verið sérstaklega náin. Systkinabörnum Tóta þótti líka ákaflega vænt um frænda sinn og ekki að ástæðulausu. Á bernsku- og unglingsárum Þórðar bjó fjölskyldan í Voga- hverfi. Hann gekk í Vogaskóla og lauk þar skyldunámi með góðum árangri. Þaðan lá leiðin í Verslunar- skólann þar sem hann lauk Verslun- arprófi 1980. Á þessum árum fékk glæsileiki Þórðar að njóta sín við sýningarstörf í Karon-samtökunum og svo þegar hann fór að stunda Ágúst fæddist sumarið 1959, Guð- björg vorið 1964 og Gísli Rúnar Már veturinn 1966. Síðar bættust tengdabörnin í hópinn og alls hefur Gunna eignast 12 barnabörn og sex langömmubörn, sem öll hafa notið ástríkis og umhyggju þeirra hjóna, og oft hefur verið fjölmennt á Más- stöðum enda hafa Gunna og Gunni ætíð kunnað því afskaplega vel að hafa fólkið sitt hjá sér. Óvíða man ég eftir meiri og innilegri gestrisni en einmitt á Másstöðum. Kveðjustundir, eins og stundin í dag, kalla fram myndir úr sjóði þeirra minninga sem tengjast þeim sem kvaddir eru. Elstu myndirnar í þessum minningasjóði mínum eru frá því ég var sex ára gömul og dvaldist um skeið ásamt tveim ömmusystrum mínum hjá Mundu og Gísla á Brekku. Þetta var í fyrsta skipti sem ég dvaldist fjarri foreldr- um mínum, þegar frá eru taldar heimsóknir hjá móðurömmu minni og afa. Þær frænkur mínar skildu svo ótrúlega vel hvaða tilfinningar bærðust innra með mér og keppt- ust um að gera dvölina sem ánægju- legasta og eftirminnilega. Ekki minnkaði það ánægjuna af dvölinni að tvíburasysturnar Helga og Magga og Stína fóstursystir Gunnu, stjönuðu við þessa yngri frænku sína. Bæði þessar samverustundir sumarið 1959 og síðari samveru- stundir hafa allar einkennst af gleði og kátínu, sem aldrei voru langt undan þegar hún Gunna frænka mín var annars vegar. En jafnframt sýndi hún einstaklega mikinn og einlægan áhuga á högum mínum og fjölskyldu minnar og bar ævin- lega mikla umhyggju fyrir okkur öllum. Það má einstakt teljast, hversu vel hún frænka mín var allt- af högum mínum kunnug, þrátt fyrir að miklar fjarlægðir hafi verið á milli okkar mörg undanfarin ár. dans af miklu kappi, svo miklu að hann varð íslandsmeistari í svoköll- uðum frí-stæl dansi. Að lokinni skólagöngu lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem skyldi víkka sjóndeildarhringinn. Þó að dvölin hafi aðeins orðið tvö ár, veitti hún mikið. Kaupmanna- höfn og dönsk menning og tunga voru alltaf í miklu uppáhaldi. En fleiri fræði, og þá einkum þau sem snúa að listum, höfðu aðdráttarafl. Yið heimkomuna hóf Þórður nám í Öldungadeild MH þar sem hann lagði sérstaka rækt við bókmenntir, íslenskar og erlendar. Sjálf varð ég fyrir þeirri reynslu, í fyrstu hálf- vandræðalegri, en síðar yndislegri, að fá þennan nána vin allt í einu inn í bekk sem nemanda. Þó að við höfum átt góðar stund- ir saman við lestur og umræður um bókmenntir, þá var fyrsti og sterk- asti tengiliðurinn tónlistin. Við kynntumst fyrst er hann byijaði í Dómkórnum í Reykjavík 1983. Þar var hann mikils metinn, bæði fýrir fallegan söng og vegna þess hversu ljúfur og skemmtilegur hann var. Þó að hann hafi nokkuð oft tekið sér löng hlé frá kórstarfinu á síðari árum, var hann ávallt álitinn full- gildur kórmeðlimur, ómissandi á skemmtunum, hluti af hópnum. Tóti hafði mjög djúpa og undur- milda bassarödd, og kunni að beita henni þannig að hún féll vel inn í kórsöng. En slík rödd á að heyrast ein og sér, enda fór hann fljótlega í söngnám, fyrst í Söngskólanum í Reykjavík en síðan hjá Sigurði Demetz í Nýja tónlistarskólanum. Honum sóttist söngnámið vel og það er ljóst að íslenskir tónlistar- unnendur hafa misst mikinn hæfi- leikamann. Tóti hafði mjög sterkt fegurðar- skyn, og var mjög opinn fýrir listum af öllu tagi. Auk dansins, bók- menntanna og tónlistarinnar var hann áhugamaður um leikhús. Sumarið 1984 ferðaðist hann og vann með Viðari Eggertssyni og EGG-leikhúsinu og kynntist leik- hússtarfinu innan frá. Sjálf naut ég innsæis hans á þessu sviði síðar þegar við Tóti lásum, sáum eða ræddum leikrit Shakespeares, en við höfðum yndi af slíku. Eins og hjá okkur flestum fór líf Tóta að komast í fastari skorður á þrítugsaldrinum. Hann hóf störf í Landsbankanum sem gjaldkeri, og flutti þaðan í Iðnaðarbánkann, sem síðar varð íslandsbanki. Þar var hann fljótlega fluttur úr gjaldkera- í fulltrúastöðu. Á þessum vinnu- stöðum eins og alls staðar sem hann kom, var hann mikils metinn, og eignaðist kæra vini. Strax í grunnskóla eignaðist Tóti vini sem héldu tryggð við hann alla tíð. Þeir sem höfðu fjarlægst í tíma og rúmi, t.a.m. vegna dvalar erlendis, lögðu sig í líma við að hafa samband er þeir fréttu af veikindum hans. Enda hætti Tóti heldur aldrei að vera vinur gamalla vina. Marga vini og vinkonur hans hef ég aldrei séð en finnst ég samt þekkja. Tóti talaði svo oft um þau að greinilegt var að þau voru honum jafnkær og nærri í huganum og þau höfðu allt- af verið. Flest erum við glöð og þakklát að eiga góða vini en leitum samt að lífsförunaut. Síðla sumars 1987 kynntust þeir Tóti og Vignir Jóns- son kennari og auðguðu upp frá því líf hvor annars. Vignir er ekki síður listunnandi en Tóti var, mynd- listarmaður af guðs náð við hliðina á tónlistarmanninum. Saman sköp- uðu þeir yndislegt heimili, fallegt, hlýlegt og vinalegt. Við erum ófá sem höfum ítrekað lagt leið okkar inn á'það heimili til að njóta hlýj- unnar og gleðinnar, eða til að end- urnæra þreytta, kvíðna eða sorg- mædda sál. Tóti og Viggi urðu ekki einir rík- ari af sínu sambandi, vinir þeirra hvors um sig urðu svo lánsamir að verða vinir beggja. Það dregur ögn úr sársauka okkar við að missa Tóta að eiga vin hans að vini. Kar- en, dóttir Vignis, og Tóti urðu líka perluvinir. Hún hefur verið lánsöm að eiga samastað á tveimur góðum heimilum, og Tóti veit ég að gladd- ist og efldist við það hversu traust og náið samband hans og Karenar varð. Fyrir nokkrum árum hóf Tóti, sem hefur löngum verið kattavinur, sitt brautryðjendastarf á sviði kattaræktar hér á landi. Hann hreif Vigni með sér og þeir félagar fluttu til landsins — með mikilli fyrirhöfn og glímu við kerfið — tvo glæsilega ketti af persakyni. Að þeirra frum- kvæði var litlu síðar stofnað félagið Kynjakettir, Kattaræktarfélag ís- lands, og fyrsta kattasýningin hald- in. Hinn 17. október síðastliðinn mátti sjá afrakstur þessarar hug- myndar og þessa ötula frumkvöð- ulsstarfs Tóta, þar sem nærri 200 glæsilegir kettir voru til sýnis á fjórðu sýningu Kynjakatta í íþrótta- húsi fatlaðra en félagið er í þann veginn að fá viðurkenningu og inn- göngu í alþjóðasamtök kattarækt- enda. Það var einkennandi fyrir Tóta að fylgja því eftir sem hann taldi einhvers virði. í veikindum sínum sem voru löng og erfið, naut Tóti stuðnings svo margra að ekki er unnt að geta þeirra allra. Læknar og hjúkrunar- konur heimahlynningarinnar vinna ólýsanlega göfugt starf þar sem þau gera sjúklingum og fjölskyldum þeirra kleift að vera saman þar til yfir lýkur. Fjölskylda Tóta öll var að vanda full ástar og umhyggju, og er á engan hallað þótt ég lýsi aðdáun minni á því hvernig Anna systir hans vann fús og glaðleg á heimilinu í marga mánuði, og á því hversu skilyrðislaus móðurástin var sem kom fram í umönnun Ingu á sínum sjúka syni. Vignir var samt kjölfestan, manneskjan sem Tóti treysti alltaf til að skilja sig og styðja. Tóti sjálfur gerði þeim og okkur öllum kleift að gefa af okkur óhikað og eðlilega. í sínum miklu veikind- um var hann einlægur og heiðarleg- ur sem endranær þannig að ástvin- irnir gátu tekið þátt í því hvernig honum leið. Við fengum tækifæri til að reyna að hlú að, hugga og tjá honum viðkvæmustu tilfinningar okkar í hans garð. Hitt var þó yfirgnæfandi að alla tíð og líka alveg undir það síðasta átti Tóti auðvelt með að sjá skondnu hliðarnar á tilverunni, njóta þeirra og fá alla til að hlæja með sér. Minningin um þennan allrakærasta vin minn eru samofnar gleðihlátri okkar saman, og ég brosi gegnum tárin. Wincie. Þórður Jóhann Þórisson, jafnan kallaður Tóti, var einn af mínum kærustu og bestu vinum. Ekki spillti það heldur fyrir að við vorum frænd- systkin. Sárt er að þurfa að kveðja kæran vin og frænda langt fyrir aldur fram. Með harm í hjarta en rík af minningum um ljúfan og skemmtilegan félaga kveð ég. Elsku Tóti minn, mikið var á þig lagt þetta síðasta ár en núna _er loksins öllum þjáningum lokið. Ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. Slokknaði fagurt lista ljós.' Snjókólgudaga hríðir harðar til heljar draga blómann jarðar; fyrst deyr í haga rauðust rós. (Jónas Hallgrímsson) Elsku Viggi, Inga, Þórir, Einar, Biddí, Anna og fjölskyldur, ég bið Guð að styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Þórunn frænka. Okkur langar að minnast vinar, eða Tóta eins og hann var ævinlega kallaður. Þegar við fréttum um lát hans rifjuðust upp góðar minningar frá æskuárunum sem hlýja okkur í dag. Stigagangurinn í Glaðheimum 14 er okkur minnisstæður, en þar sát- um við margar góðar stundir. Þar var oft glatt á hjalla og þröng á þingi. Ekki var það heldur ósjaldan sem við hittumst öll um helgar heima hjá Rúnu eða fórum út og könnuðum hverfið og var þá ýmis- legt prófað. Tóti var hrókur alls fagnaðar og alltaf var stutt í hláturinn. Þá meg- um við ekki gleyma dansinum sem var þá ofarlega í huga hans. Við gátum bókstaflega dansað alls stað- ar og minnast foreldrar okkar þess oft. Tóti var fyrir margra hluta sakir mjög sérstakur, glaðlyndur og góður strákur. Hann kom ávallt til dyr- anna eins og hann var klæddur og var ófeiminn við að vera hann sjálf- ur. Það var gott að koma til hans og tala um sín hjartans mál. Hann var ætíð tilbúinn að hlusta og sýna skilning á áhyggjuefnum okkar. Fyrir það þökkum við honum í dag. En nú hafa leiðir okkar skilið fyrr en við bjuggumst við og er það okkur mikil eftirsjá að hafa ekki haldið betur hópinn í seinni tíð. Við sendum ástvinum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa. Elsa, Elías, Lára og Rúna. Ekki get ég gumað af umfangsmikl- um bréfaskriftum í gegnum árin, en eitt mátti þó aldrei bregðast og það voru bréfaskriftir í tilefni jóla- hátíðar. Það var gjarnan svo á heimili mínu úti í Kaupmannahöfn, að jólabréfið frá henni Gunnu frænku var fyrsti hátíðarboðberinn, enda barst það gjarnan snemma í desembermánuði. Þetta var ævin- lega fyrsta jólakveðjan, sem jafn- framt boðaði að fleiri myndu fýlgja í kjölfarið, jólin voru örugglega að nálgast. Bréfin voru ævinlega mett- uð af fréttum af ættingjunum og afar mikilvægur hlekkur í tengslum mínum við uppruna minn heima á Fróni. Dætur mínar hafa gjarnan tengt jólaskreytingar og annað jóla- stúss á heimilinu við þennan fyrsta boðbera jólanna, nú hlyti að vera tímabært að fara að skapa jóla- hugblæ. Við munum sakna þessa jólaboð- bera fyrir næstu jól. En þótt sýni- legar og áþreifanlegar kveðjur komi ekki framar frá henni frænku minni á Másstöðum, þá munum við taka minningarnar upp úr sjóðnum og ylja okkur við þær öðru hvoru í framtíðinni. Ég vil að lokum votta Gunna og börnum, tengdabörnum, barnabörnum og langömmubörnum innilega samúð fyrir hönd fjölskyldu minnar, systra minna og þeirra fjöl- skyldna og móður minnar. Minningin lifir. Helga Muggs. Og því var allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjartað harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (T.G.) Elskuleg tengdamóðir mín, Guð- rún Ágústsdóttir, er látin. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjöl- skylduna. Á einu augabragði slokknaði hennar lífsljós, án fyrir- vara. Eftir stöndum við máttvana og reynum að skilja hvers vegna. Hvers vegna núna þegar áhyggju- laus og róleg ár ævikvöldsins voru framundan? En Guð ræður. Og veg- ir hans eru órannsakanlegir. Guðrún var fædd á Norðfirði 25. september 1926. Hún var dóttir Guðmundu Gísladóttur, sem fædd var á Seljadal í Kjós, og unnusta hennar Ágústs Guðmundssonar, sem ættaður var úr Önundarfirði. Áður höfðu þau eignast dreng, Kristján, sem dó þriggja vikna gam- all. Og það leið ekki langur tími þar til dauðinn knúði aftur dyra hjá litlu fjölskyldunni. Þegar Guðrún var aðeins átta mánaða gömul missti hún föður sinn. Eftir það fluttist Guðmunda með litlu dóttur sína til systra sinna og föður í Hafnarfirði og þar ólst Guðrún upp, að mestu leyti til 11 ára aldurs. Þá ræður móðir hennar sig sem ráðskonu hjá Gísla Magnússyni bónda á Brekku á Hvalfjarðar- strönd og giftist honum ári seinna. Gísli og Guðmunda áttu ekki barn saman, en 1946 tóku þau að sér lítið stúlkubarn, Ágústu Kristínu, og ólu hana upp sem sína. Mjög gott og náið samband var alla tíð á milli þeirra systranna Guðrúnar og Stínu. Bar Guðrún alla tíð sér- stakan hlýhug til þessarar litlu syst- ur sinnar, enda hafði hún nú eign- ast langþráð systkini. Árið 1948 eignast Guðrún sjálf tvær litlar stúlkur, tvíburana Helgu og Margréti, með Gísla Búasyni á Ferstiklu. Þær ól hún upp með að- stoð foreldra sinna heima á Brekku. Það hefur ekki verið auðvelt hlut- skipti að vera einstæð móðir á þess- um tímum. Engar bætur eða aðstoð að fá eins og nú þykir sjálfsagt. Þá hefur reynt á þau skapgerða- reinkenni sem einkenndu Guðrúnu mest, en hún var einstaklega kjark- mikil og ákveðin kona sem lét um- tal og álit annarra sem vind um eyru þjóta. Dæturnar tvær komu sem litlir sólargeislar inn í líf henn- ar og áttu seinna eftir að reynast ömmu sinni og afa á Brekku vel. Hinn 19. desember 1959 giftist Guðrún eftirlifandi manni sínum, Gunnari Nikulássyni frá Sólmund- arhöfða á Akranesi. Tel ég að þá hafi þau stigið sitt mesta gæfuspor í lífinu. Samrýndari hjón voru vand- fundin. Þá um sumarið höfðu þau eignast son, Guðmund Ágúst. Arið 1960 flyst fjölskyldan á framtíðar heimili sitt, að Másstöðum í Innri- Akraneshreppi. Og þar fæddust þeim yngstu börnin tvö, Guðbjörg 1964 og Gísli Rúnar 1966. Barna- börn þeirra eru nú orðin 12 og barnabarnabörnin sex. Síðustu árin hefur fjölgunin í hópnum hennar orðið mjög ör. Og litlu treyjurnar, sem hún hafði vart undan að pijóna, eru orðnar margar. Reyndar voru það ekki bara litlu börnin innan fjöl- skyldunnar sem nutu þessarar sköpunargleði og listfengi Guðrún- ar. Börn vinnufélaga hennar úr slát- urhúsinu, börn sveitunganna eða barnabörn kunningja og vina fengu senda litla treyju og húfu sem báru gefandanum fagurt vitni, bæði hvað handbragð og þá ekki síður vinar- og hlýhug snerti. Guðrún var ein- staklega trygg vinum sínum og allt- af tilbúin að gleðja þá og gleðjast með þeim. Guðrún hafði einstakt lag á börn- um og hændust þau að henni. Ekki var hún þeim neitt sérlega eftirlát, heldur fundu þau hjá henni það öryggi og þánn aga sem bömum er nauðsynlegur. Þau dáðu hana og virtu og hlýddu henni oftast skilyrðislaust. Einnig fundu þau hjá henni þá hlýju og þann móðurkær- leika sem börn þurfa að fá að njóta ótakmarkað. Litlu stúlkurnar mínar þijár eiga eftir að sakna faðmsins hennar mjúka og hlýja sem um- vafði þær strax eftir fæðingu og svo oft síðan. Litlu ungarnir hennar voru alltaf velkomnir, hvort sem um stuttan eða langan tíma var að ræða. Svo það kom í hlut okkar foreldranna að passa að ömmu og afa væri ekki ofgert með barnapöss- un. Því allir vildu gista hjá ömmu og afa á Má. Hún var sannkölluð ættmóðir sem vakti yfir velferð ættarinnar. Hún lét sig varða um hvern og einn einstakan í hópnum sínum. Og alltaf hafði hún tíma fyrir okkur sem leituðum til henn- ar, tíma til að setjast niður ræða málin og gefa ráð. Við munum minnast hennar sem sterkrar og góðrar konu sem sífellt var vinn- andi, innanhúss eða í kringum hús- in sín að Másstöðum. Lítandi eftir barnabörnunum eða gá að einhveij- um málleysingjanum sem tilhpyrði hennar hjörð. Ég veit að fleirum en mér er tregt tungu að hræra þegar við kveðjum Guðrúnu hinstu kveðju. En við vitum að íjölskyldan mun um ókomna framtíð hittast á góðum stundum á Másstöðum og eiga þar samverustundir. Þá veit ég að hlátur okkar og gleði mun gleðja hana þó að hún virðist víðs Qarri. Að lokum vil ég þakka henni samfylgdina þau þrettán ár sem ég hef fengið að njóta með henni og ég hefði svo sannarlega kosið að þau ár hefðu orðið fleiri. Elsku Gunnar ég votta þér mína dýpstu samúð, svo og bömum ykk- ar, föður hennar og systur. Megi góður Guð styrkja ykkur. Blessi þig blómjörð, blessi þig útsær, blessi þig heiður himinn! Elski þig alheimur, eilífð þig geymi, signi þig sjálfur Guð! (Jóh. úr Kötlum) Úrsúla Ámadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.