Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 45
einu: „Mikið er gaman að vera til.“ Þessi orð snertu mig djúpt því þau komu beint frá hjartanu. Annað sagði hann daginn eftir, sem ég hef hugsað um nú eftir að hann er farinn, þegar hann var að sýna okkur æskustöðvar sínar: „Þarna á maður nú nokkra vini,“ og benti út á djúpið, djúpið sem hefur tekið svo mörg líf, ísafjarðar- djúp. Þegar maður þarf að fara í flýti frá sínum heittelskuðu, er gott að eiga góða að á áfangastað. Eg veit að Samúel er í góðum höndum. Ég votta fjölskyldu Samúels dýpstu samúð. Hans verður sárt saknað. Sigurður Proppé. Ég ætla fyrir mína hönd, og fjöl- skyldu minnar, að minnast kærs fjölskylduvinar sem við kveðjum í dag, í hinsta sinn. Það var aðfara- nótt sunnudagsins 11. október, sem Sammi Kári kvaddi - vinnufélaga sína niðri í bæ og hugðist halda heim til konu sinnar og þriggja barna sem biðu hans. Hann gekk af stað, áleiðis yfir Hverfísgötuna, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Er það tilviljunum háð, eða fýrir- fram ákveðið af almættinu, þessum sem öllu ræður, að ungur maður er sendur af stað gangandi, aleinn, inn í dauðann? Svo allt of snemma. Valinn til að sinna öðrum hlutverk- um á æðra tilverustigi. Á harma- stundu sem þessum verður manni ósjálfrátt hugsað til þess, hver til- gangurinn sé með því að byggja góðan grunn að lífí sínu, horfa bjartsýnn á framtíðina, ef allt er rifið svo snögglega niður og eftir standa rústir einar. Hver einstaklingur mætir svo ótal mörgu mismunandi fólki á lífs- leiðinni. Einstaka fólk, sem á vegi okkar verður, er sérstakt. Fólk með einstaklega vandaðan persónuleika, jákvæða útgeislun, sem maður tek- ur eftir. Þegar ég kynnist slíku fólki, finn eiginleika þeirra til að gefa af sér, finnst mér þessi útgeisl- un persónuleikans ylja mér um hjartaræturnar. Það markar ákveð- in spor í líf mitt, ég læri af því, virði það og mér líður vel á návist þeirra. Þannig persónuleika hafði Sammi til að bera. Þetta eru tilfínn- ingar sem ekki verða svo auðveld- lega með orðum lýst og settar á blað. En minningarnar lifa í huga og hjörtum okkar sem fengum skammrar samvistar hans notið. Samma kynntumst við fyrir al- vöru fyrir u.þ.b. 15 árum, þegar hann leigði hjá okkur herbergi á Pólgötu 4, ísafírði. Hann féll strax mjög vel inn í fjölskylduna og upp úr því varð mjög mikill samgangur og vinskapur, sem aldrei bar skugga á. Hann var góður vinur pabba og unnu þeir mikið saman við beitningu og einnig reru þeir, hvor á sínum bátnum, á grásleppu nokkur sumur. Þeir náðu mjög vel saman, með kímnigáfuna á svipuðu plani. Sammi átti auðvelt með að ná til barna vegna innilegrar kímni- gáfu sinnar og léttleika. Fullnægði hann fyllilega þeim kröfum sem yngri bróðir minn, þá fímm ára að aldri með mikla athyglisþörf, gerði til Samma. Þeir gátu dvalið stund- unum saman og sprellað. Sammi var í sérstöku uppáhaldi hjá okkur systkinunum og leituðum við mikið til hans og var okkur alltaf tekið opnum örmum. Við eigum ógleym- anlegar minningar sem við erum þakklát fyrir. Sammi var greiðvik- inn og hjálpsamur og taldi aldrei eftir sér að veita hjálparhönd, ef því var að skipta. Sýndi það sig best þegar við höfðum byggt okkur hús í fírðinum. Þá var Sammi mættur með málningarpensil, mál- aði alla íbúðina og vildi helst ekk- ert þiggja fyrir. Sammi var eftir- sóttur í gleðskap. Eiga foreldrar mínir ógleymanlegar minningar frá vertíðarlokaferð línubáta Norður- tangans vorið 1979, þegar farið var til Þýskalands. Sammi var þá hrók- ur alls fagnaðar; eins og á öðrum mannamótum. Á þeim tíma sem Sammi bjó hjá okkur urðu kafla- skipti í lífí hans. Hann hóf þá bú- skap með eftirlifandi konu sinni, Erlu Þorbjörnsdóttur. Hann hlaut MÖRGÉNÉÍÍAÍÉiÍÐ ÞKIÐJUDAGUR 20. OKTÖBER 1992. É+45 þar Guðs gjöf, því Erla er elskuleg og góð kona. Sammi og Erla eign- uðust þijú börn, Tómas, Önnu og Bryndísi, en áður átti Sammi einn son, Kára. Áfram var samgangur- inn góður á milli okkar og nýju fjöl- skyldu Samma. Eftir að þau flutt- ust suður til Reykjavíkur var sam- gangurinn þó minni, eins og gefur að skilja þegar vegalengdir verða meiri, en Sammi gaf sér þó tíma til að líta við er hann átti leið hjá. Sammi gegndi ýmsum störfum til sjós og lands gegnum lífíð, þar til hann tók þá stefnu að læra að verða málari og við það starfaði hann síðustu árin. Almættið tekur ekki við óskum eða pöntunum um að fá að komast yfír eða dvelja lengur. Stundum þarf þreytt fóík að bíða og óþreytt að fara. Mín trú er sú, að svo ein- lægum manni, sem mikilvægur er lífínu, sé ekki kippt í burtu nema hans bíði nýtt hlutverk á æðra til- verustigi. Þeir sem taka á móti honum þar geta eflaust vel við unað að fá slíkan félagsskap. Hafí þau ekki verið glöð þar, þá eru þau það eflaust núna. Hlutverk hans er eflaust að gleðja og hjálpa fólkinu þar, slá á létta strengi og lífga upp á umhverfíð. Hlutimir gerast svo snöggt, án fyrirvara. Gæðapilti hefur nú verið kippt í burtu. Eftir situr saknandi eiginkona með spyijandi föðurlaus börn. Það er sárt að geta ekki svar- að fróðleiksfúsum bamahjörtum, geta ekki útskýrt þá hluti sem til- heyra dauðanum, fad. hvers vegna fór pabbi án þess að kveðja, er hann þá einn af stjömunum á himn- um? Svo margir erfíðleikar sem horfast þarf á augu við. Á ísafírði er öldruð móðir, Anna, sem lifir ungan son sinn. Jólin nálgast óðum, sá tími sem oftast er erfíðastur fýrir saknandi fjölskyldu á ganga í gegnum, hátíð fjölskyldunnar. Elsku Erla, Anna, Kári, Tómas, Anna og Bryndís. Guð veiti ykkur styrk til að takast á við lífíð sem framundan er. Minnumst Samma eins og hann ávallt var, hann vildi hafa gleði í kringum sig. Þannig verðum við að hafa það áfram, því það er hans vilji. Reyna að gráta hann ekki of lengi, hann sættir sig ekki við að við séum döpur út af honum. Gleðjumst og verum þakklát fyrir það sem hann gaf okkur, minnumst geislandi per- sónuleika hans. Það er ekki hægt að ætlast til meira. Við þökkum Samma fyrir allt sem hann veitti okkur í þennan stutta en góðan tíma. Hann tekur eflaust hlýlega á móti okkur síðar, með gamansömum samræðum, hlý- legu brosi sem nær til augnanna og djúpum hlátri sem kemur frá hjartanu. Gleðistund á ný. Blessuð sé minning um góðan pilt. Sigrún Sig. Hann Sammi er látinn, hann sem alltaf var svo fyndinn og skemmti- legur og gott að vera hjá. Hann hafði gaman af tónlist og oft gleymdi hann sér sitjandi í stólnum með heyrnartækin á eyrunum. Komum við þá stundum að honum og gerðum honum bilt við. Hann fór reglulega í sund og fórum við oft með honum og krökkunum hans og höfðum gaman af. Við höfum þekkt Samma alla ævi og alltaf þegar við minnumst hans koma góðar minningar í huga okkar. Við viljum þakka fyrir allar þær ánægjustundir sem við fengum að njóta með Samma. Eigi stjömum ofar á ég þig að finna, meðal bræðra minna mín þú leitar, Guð. (Sigurbjöm Einarss.) Stefanía og Björn. t Eiginmaður og faðir, HINRIK EIRÍKSSON, Nökkvavogi 28, lést í Landakotsspítala 15. október. Kristin Jónsdóttir, Þórhildur Hinriksdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, GUNNAR VILMUNDARSON, Reykási 33, lést í Landspítalanum 17. október. Jarðarförin auglýst síðar. Gurí Liv Stefánsdóttir. t Móðir mín, THEÓDÓRA GUÐLAUGSDÓTTIR, lést í Landspítalanum föstudaginn 16. október. Jarðarförin auglýst síðaf. F.h. aðstandenda, Hulda J. Óskarsdóttir. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömmu, SIGRÍÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Hraunbæ 130, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 22, október klukkan 13.30. Kristján Andrésson, Halldóra Kristjánsdóttir, Flosi Jónsson, Andrés Fr. Kristjánsson, Hanna Jóhannesdóttir, Jónas Kristjánsson, Hildur HaHdórsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför manns- ins mins, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVERRIS BJARNFINNSSONAR, Búðarstfg, Eyrarbakka. Guðlaug Böðvarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA K. GUÐMUNDSDÓTTIR, lést í Landspítalanum 15. október. * Jarðarförin auglýst síðar. Björn Þorkelsson, Jóhann Dagur Björnsson, Soffia Pálmadóttir, Jón Kristófer Jóhannsson, Valdimar Þór Jóhannsson, Kristjana Margrét Jóhannsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HAUKUR MORTHENS, Garðhúsum51, sem lést á heimili sínu 13. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. október kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Heimastoðar, krabba- meinslækningadeild Landspítalans, sími 601300. Ragnheiður Magnúsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR, Njarðargötu 35, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. október kl. 15.00. Lísbet Daviðsdóttir, Margrét Davíðsdóttir, Elín Davíðsdóttir, Svava Ásdfs Davfðsdóttir, Guðrún Björg Daviðsdóttir, Björn Óskarsson, Þorkell Gislason, Sigurður Eiríksson, Guðmundur Sveinbjarnarson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚSÞÓRÐARSON framkvæmdastjóri, Hávallagötu 42, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 20. októ- ber, kl. 13.30. Andrés Magnússon, Kjartan Magnússon, Guðrún Magnúsdóttir, Jóhann Hilmarsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Steinunn Jóhannsdóttir. t Móðir okkar, FRIÐBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR frá Kambsnesi, sem andaðist 11. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 21. október kl. 13.3Ö. Áslaug Guðbrandsdóttir, Eyjólfur Guðbrandsson, Albert Guðbrandsson, Ólafur Guðbrandsson, Sigurður Guðbrandsson, Gísli Guðbrandsson. t Sonur minn, bróðir okkar og faðir minn, BERNHARD KRISTINN PÉTURSSON WIENCKE, Túngötu 18, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. október kl. 10.30. Ásta Kristinsdóttir, Sigrún Pétursdóttir Wiencke, Þórdís Pétursdóttir Wiencke, Einar Þór Bernhardsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.