Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 2
£ Haacmio .os lULQIH-í QlQywiaVHJOHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 Utanríkismálanefnd Alþingis Hugsanlegt að vara- maður taki sæti Ingibjargar Sólrúnar KRISTÍN Ástgeirsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, segir að hugsanlegt sé að varamaður verði látinn taka sæti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fulltrúa Kvennalistans í utanríkismálanefnd Alþingis, á meðan verið sé að afgreiða samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði. Ingibjörg Sólrún hefur lýst því yfir að hún treysti sér ekki til að mæla gegn sámþykkt samningsins og þar með gengið þvert á flokkssamþykktir Kvennalistans. „Við höfum ekki tekið afstöðu ekki að fylgja þeirri sannfæringu til þess ennþá, en það er augljóst mál að það gengur ekki upp að talsmaður okkar í utanríkismála- nefnd túlki ekki viðhorf meirihlut- ans,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. „Spumingin er hvort Ingibjörg Sólrún treystir sér til þess eða hvort við verðum að leysa málið á annan hátt. Það em varamenn í utanríkismálanefnd og það er hugsanlegt að varamaðurinn taki við á meðan á afgreiðslu EES- málsins stendur." Varamaður Kvennalistans í utanríkismálanefnd er Anna Ól- afsdóttir Bjömsson. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri sam- mála ummælum Ingibjargar Sól- rúnar um að gerðust íslendingar ekki aðilar að EES, þýddi það pólitíska einangmn íslands. „Hins vegar á ég bágt með að skilja það, ef þetta er sannfæring þing- mannsins, af hveiju hún ætlar Upplagseftirlit Morgxmblaðið selstí 51.170 eintökum í SAMRÆMI við reglur upplags- eftirlits dagblaða hjá Verslunar- ráði íslands hefur trúnaðarmað- ur þess sannreynt sölu Morgun- blaðsins í mánuðunum júní, júlí og ágúst 1992. Á þessu þriggja mánaða tímabili seldust að með- altali á dag 51.170 eintök. Meðal- talssala Morgunblaðsins á sex mánaða tímabilinu frá og með mars til og með ágúst 1992 var hins vegar 51.667 eintök. Í frétt frá Verslunarráði segir, að þetta séu tölur yfír þau eintök sem útgáfufyrirtæki Morgunblaðs- ins hafði fengið greidd þegar skoð- un eftirlitsins fór fram. Tölur frá upplagseftirliti dagblaða em birtar á þriggja mánaða fresti. Um þessar mundir notar Morgunblaðið eitt dagbiaðanna sér þessa þjónustu. eftir til enda, þ.e.a.s. að greiða atkvæði með samningnum á Al- þingi og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama,“ sagði Jón Baldvin. „Ef það lægi ljóst fyrir, myndi ég vissulega taka minn EFTA-hatt ofan fyrir þingkonunni." Sjá bls. 24. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra tekur á móti John M. Seidl sljórnarformanni Kaiser Aluminium og Charles Cobb fyrrverandi sendiherra Bandarikjanna á íslandi í gær. Könnunarviðræður hafnar milli Kaiser Aluminium og iðnaðarráðuneytis Er hóflega bjartsýnn á að jákvæð niðurstaða fáist - seg-ir Charles Cobb, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi - Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra telur sjálfsagt að kanna þennan möguleika til hlítar CHARLES Cobb, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, hefur undirbúið þær viðræður sem nú standa yfir milli Kaiser Aluminium og iðnaðarráðuneytisins og fulltrúa Landsvirkjunar um möguleika þess að Kaiser reisi hér á landi og reki nýja álbræðslu. „Ég er hóf- lega bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu þessara könnunarviðræðna," sagði Cobb í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann er kominn hingað til lands ásamt forsvarsmönnum Kaisers. Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra sagði eftir fyrsta fund sinn með forsvarsmönnum Kaisers i gær að enn væri of snemmt að segja til um hvað kæmi út úr þessum könnunarviðræðum. „En vissulega byijar þetta allt í góð- um anda,“ sagði iðnaðarráðherra. „Mér líst ágætlega á þetta þannig séð. Þeir hjá Kaiser virðast áhugasamir um byggingu nýs ál- vers. Mér fínnst fullkomin ástæða til þess að láta á það reyna hvort ekki megi fínna lausnir sem koma báðum að haldi. En það er fyrst að loknum þessum könnunarvið- ræðum, sem framhaldið getur skýrst,“ sagði iðnaðarráðherra. Cobb sagði að Kaiser væri nú að kanna ýmsa kosti, að því er varðar hugsanlega staðsetningu næstu álbræðslu . fyrirtækisins: „Þeir hafa kannað möguleikana í Rússlandi, Kamerún, Venesuela og Mósambík, en ég geri mér von- ir um að ísland muni standa þess- um löndum jafnfætis í samkeppn- inni um staðarvalið og á sumum sviðum hafa ótvíræða kosti um- fram hin löndin," sagði Cobb. „Þó að ísland bjóði upp á eitt- hvað hærra raforkuverð en hin löndin, sem er vissulega mikill ókostur, tel ég að aðrir kostir, eins og sá að geta selt afurðir verk- smiðjunnar inn á Evrópumarkað án þess að þurfa að greiða tolla, eftir að ísland er orðið aðili að evrópska efnahagssvæðinu, séu mjög fysilegir í augum Kaisers,“ sagði Cobb. Hann sagði jafnframt að pólitískur stöðugleiici hér á landi hlyti að verka aðlaðandi á forsvarsmenn Kaisers, í saman- burði við þann stjórnmálalega óró- leika sem væri í þeim löndum sem hann nefndi hér að framan. Cobb sagði, þegar hann var spurður hvers hann vænti af þeim viðræðum sem nú fara fram á milli forsvarsmanna Kaisers og íslenskra ráðamanna: „Það er sennilega ekki hægt að búast við neinni endanlegri niðurstöðu af þessum fjögurra daga fundi, en ég trúi því að fljótlega í kjölfar þessarar heimsóknar muni liggja fyrir hvort aðilar æt.la sér að fara út í raunverulegar samningavið- ræður um byggingu nýs .álvers í eigu Kaisers hér á íslandi." Skiálftavirkni áfram undir Mýrdalsjökli Nýr sigketill myndast í dag Tillögur Alþýðubandalagsins Forystumenn Alþýðubandalagsins áttu Sgær fund með ráðherrum um tillögur í efnahagsmálum. 4 Leiklist Sýningsem veitir ánægjulega kvöldstund, segirgagnrýnandi Morgunblaðsins um leikritið Heima hjá ömmu íBorgarleikhúsinu. 16 Fiskiþing______________________ Á Fiskiþingi, sem sett varígær, kom fram að talið eraðl% af afla netabáta sé hent. 28-29 Leiðari VSmuefnavandi og úrræði. 28 Iþróttir ► Eyjólfur Sverrisson bestur í stórsigri Stuttgart. Þrír sigr- ar á Egyptum í jafn mörgum iandsleikjum þar sem nýliðarn- ir fengu að spreyta sig. EKKERT lát er á sfcjálftavirkn- inni undir Mýrdalsjökli og mæl- ast nokkrir skjálftar daglega, þeir stærstu um 3 stig á Richt- er. Skjálftavirknin er vestan til á jöklinum eða undir Goða- bungu en ekki á þvi svæði sem Katla gaus síðast 1918. Vil- hjálmur Eyjólfsson bóndi á Hnausum í Meðallandi segir að nýr sigketill hafí myndast nyrst á Kötlusvæðinu og sjái hann sig- ið greinilega frá bæ sínum. Þar að auki sé óeðlilega mikið vatn í Múlakvisl, mjög mengað af jarðhita og slæm lykt af þvf. Að sögn Vilhjálms er þetta tvennt, sigketillinn og vatnsmagn- ið f Múlakvísl, þveröfugt við undanfara Kötlugossins 1918. Þá bungaði jökullinn út og Múlakvísl þomaði. „Við hér metum þetta svo að verði gos á annað borð fylgi því ekki eins mikið jökulhlaup og varð síðast," segir Vilhjálmur. Páll Einarsson jarðeðlisfræðing- ur segir að sigkatlar hafí verið til staðar hér og þar á Kötlusvæðinu og séu 4-5 slíkir þekktir. „Þar sem skjálftavirknin nú er vestan til á jöklinum reiknum við með að ef gos verður komi það upp þar. Því Katla er eldstöð undir jökli. Við eldgos kemur mikið jökulhlaup undan Kötlujökli og fram á Mýrdalssand í farvegi Múla- kvíslar, Blautukvíslar og Sandvatns. Þegar eldurinn hefur brætt sig upp úr jöklinum tekur við mikið gjóskugos og fer dreifing gjóskunnar erftir vindátt. þarf undanfari þess ekki að vera í samræmi við það sem gerðist í síðasta gosi,“ segir Páll. „Hinsveg- ar þurfa þessar hræringar nú ekki endilega að þýða að eldgos sé í vændum undir Mýrdalsjökli og setja þarf ýmsa fyrirvara á slíkar spár. Sem dæmi má nefna að meiri skjálftavirkni en nú er mæld- ist árin 1976-77 án þess að gos fylgdi í kjölfarið. Og við vitum ekki enn hvort sjálftavirknin nú er tilkomin vegna þrýstings eða samdráttar á jarðhitasvæðinu und ir jöklinum. Við erum með mæling ar í gangi sem eiga að gefa okku betri mynd af þessu og við byrjun að vinna úr þeim mælingum i næstunni." Mælingarnar sem Páll nefni hér eru þær að Norræna eldfjalla stöðin og Raunvísindastofnun hafí komið fyrir jarðskjálftamælun beint yfír skjálftasvæðinu og e ætlunin að lesa af þeim efti nokkra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.