Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTOBER 1992 23 höfðu hneppt í fjötra, fékk frelsi til að rækta anda sinn og nota krafta sína. Snart hann djúpt að fylgjast með fréttum og frásögnum af því, hvernig hið kommúníska alræði hafði leikið fólk. Magnús Þórðarson nýtti sér frelsið til að þroska anda sinn til hins ýtrasta. Kristin trú og kirkja var honum mikils virði. Hann taldi það eitt sitt mesta gæfuspor að losna úr fjötrum áfengisins, sem voru honum oft þungir. Þegar hann braust úr þeim, kynntist hann AA-samtökunum. Fylltist hugur hans einlægu þakklæti, er hann minntist AA. Taldi hann þá andlegu ræktun, sem þar er stunduð, hafa orðið sér til mikils happs. Var hann óþreytandi við að miðla öðrum af reynslu sinni og veita þeim aðstoð, sem stóðu höllum fæti vegna áfengisneyslu. Þegar ég minnist Magnúsar á þessari kveðjustundu, sé ég hann fyrir mér, þar sem hann situr í stofu sinni með bóka- og tímaritastafla á báðar hliðar, lítið útvarp við hönd- ina og stjórntæki fyrir sjónvarpið. Bunki af hömruðum, óskrifuðum, hvítum blöðum ásamt rauðum og bláum Bic-pennum eru við höndina. Þannig sat hann löngum stundum, las, hlustaði eða horfði á sjónvarp- ið og skrifaði það hjá sér, sem honum þótti athyglisverðast, eða málvillur þeirra, sem létu í sér heyra í útvarpinu eða sjónvarpinu. Á meðan ég starfaði á Morgunblað- inu, fékk ég reglulega frá.honum úrklippur úr blaðinu, þar sem hann hafði strikað með bláu eða rauðu við villur eða það, sem mátti betur fara. Hann hafði einstakt vald á íslensku máli og var hafsjór af fróð- leik um það eins og svo margt annað. Væri leitað til Magnúsar og hann beðinn um upplýsingar um eitt- hvert vafa- eða fróðleiksatriði, gat fyrirspytjandinn átt von á að vera svarað með ýtarlegri greinargerð eða ljósritum úr blöðum, tímaritum og bókum. Hin síðari ár leituðu æ fleiri höfundar til hans og báðu hann að lesa handrit að ritgerðum, bókum eða ritverkum. Brást hann yfirleitt vel við slíkum óskum og lagði stundum nótt við nýtan dag til að sinna erindinu. Gerði hann annað og meira en leiðrétta prent- og stafsetningarvillur, því að hann sökkti sér ofan í verkin og notaði hið mikla og víðfeðma bókasafn sitt til að leita af sér allan grun, ef um einhvern vafa var að ræða. Sjálfur var hann frábærlega vel ritfær, svo sem lesendur Lesbókar Morgunblaðsins hafa getað kynnst í Rabb-dálkunum, sem hann skrif- aði öðru hvetju hin síðari ár. Hann var einnig skjót- og vandvirkur þýðandi. Magnús Þórðarson var fjölfræð- ingur, sem naut þess að afla sér fróðleiks af öllu tagi. Hann var jafnhugfanginn af því að velta fyr- ir sér skordýrum og rýna í innlend- ar eða erlendar bækur um manna- nöfn og uppruna þeirra. Hann var margfróður um bækur og bókasöfn og var natinn við safn sitt. Nýlega hafði hann stofnað til viðskipta við ungan bókbindara í borginni, og fylgdist ég með viðræðum þeirra um hin smæstu atriði varðandi út- lit bókanna og vissi Magnús ná- kvæmlega, hvað hann vildi. Þótti honum mikils virði að geta látið færa safn sitt í þann búning, sem hann kaus. Bækur hafði Magnús þó síður en svo til skrauts, því að hann var sílesandi um allt milli himins og jarðar. Undir hið síðasta var hann til dæmis að þaulkanna ævisögu Magnúsar prúða; sem uppi var á 16. öld, og hagi Islendinga á þeim dögum. Magnús var einstaklega ljúfur maður og skemmtilegur. Hann sagði vel frá en gat verið smámuna- samur og brást stundum sérkenni- lega hart við, ef honum þótti að sér vegið. Hann var glæsilegur á velli og sópaði að honum, þegar hann gekk um götur borgarinnar. Honum þótti óþægilegt að þurfa að reka erindi út fyrir miðbæinn og vildi hafa skrifstofuaðstöðu í göngufæri frá heimili sínu, því að hann tók aldrei bílpróf og ferðaðist um í bílum frá BSR, ef hann komst ekki á áfangastað fótgangandi eða í bifreið vinar eða kunningja. Ef hann hélt ekki á stórri svartri skjal- atösku í hægri hendinni, þótti manni eitthvað vanta. Það var til marks um varfærni hans, að helst vildi hann aldrei skilja frakka sinn eftir í opinberu, óvörðu fatahengi og fann að kæruleysf þeirra, sem það gerðu. Magnús var mikill Reykvíkingur og var ánægjulegt að ganga með honum um götur borgarinnar og fræðast um einstök hús, sögu þeirra og íbúanna. Honum var mikið kappsmál, að hinum látnu og gröf- um þeirra væri sýnd virðing. Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu var honum hjartfólginn og hann kunni sögu hans í smáatriðum. Magnús Þórðarson var kallaður úr þessum heimi fyrirvaralaust og alltof snemma — áður en hann taldi sjálfur að sitt besta æviskeið hefði hafíst, æviskeiðið, sem hann hafði búið sig undir af mikilli kostgæfni. Orð Símeons, er hann mælti, eftir að hafa séð Jesú, hafa fýlgt okkur kristnum mönnum síðan. Þegar ég lít yfír ævi Magnúsar, blasir við, að hann kveður okkur í friði. Okkur finnst brottför hans ótímabær. Henni fáum við þó ekki breytt og verðum að sætta okkur við orðinn hlut. Um leið og ég sendi bömum Magnúsar og öðmm ástvinum inni- legar samúðarkveðjur, vil ég þakka forsjóninni fyrir að ég fékk að kynn- ast Magnúsi Þórðarsyni og njóta áralangrar vináttu við hann. Blessuð sé minning góðs drengs og vinar. Björn Bjarnason. Magnús Þórðarson var árvökull landvarnarmaður, sem af innsæi varaði við roðanum í austri. Hann var einn af örfáum sönnum íhaldsmönnum þessa lands, sem hafði yfírsýn og þekkingarburði til að styðja sannfæringu sína nær óhrekjanlegum rökum alla tíð. En hann var þó fyrst og fremst prédikari og boðunarmaður lýðræð- is og frelsis í landi og heimi, þar sem ógnaröfl með innbyggða mannfyrirlitningu ná undirtökum öðm hvoru. Á tímabili voru skoðan- ir hans að vissu leyti meðal feimnis- mála flokks hans, en þegar síðar kom í ljós, að sú söguskoðun og stöðumat. var sannanlega kórrétt og gædd framsæi, urðu margir til að meta hann að verðleikum. Klassísk hughorf og þekkingar- leit einkenndu umfram allt líf hans og starf. Alvara og virðuleiki áttu í þessum margþætta manni ánægjulega sambúð með glitrandi kímni, sem fram kom á óvæntustu andartökum. Glaðar stundir fyrri ára blika nú á minningaskjánum í miðri firringu söknuðar og sorgar. En hvað er minnisstæðast í veru svo flókins persónuleika? Er það sannfæringarkrafturinn fyrir málstað sem hann unni? Eða yfirburða þekking og framsetning- arhæfni á flóknum viðfangsefnum samtímans? Eða kannski mild glettni hans við náunga sinn og kröfulaus drengskapur í þögn? Bragi Kristjónsson. Fallinn er í valinn kær vinur okkar og flokksbróðir, Magnús Þórðarson, framkvæmdastjóri og fyrrum blaðamaður. Hann var sannur hugsjónamaður, fagurkeri í framkomu og heilsteyptur í sam- skiptum. Félag sjálfstæðismanna í Vest- ur- og Miðbæjarhverfí naut liðsinn- is Magnúsar frá stofnun félagsins, og formaður þess var hann um árabil. Hann var ávallt kjörinn full- trúi félagsins til setu á landsfund- um Sjálfstæðisflokksins og átti sæti í fulltrúaráði flokksins í ára- raðir. Við sem höfum átt samleið með Magnúsi í félagi okkar söknum nú trausts vinar og góðs félaga. Magnús setti svip sinn á Vest- urbæinn með háttvísri og geð- þekkri framgöngu sinni. Eftir hon- um var tekið og á hann var hlýtt. Hann var fjölfróður og víðlesinn heimsmaður í orðsins fyllstu merk- ingu. Ef félag okkar þurfti á liðsinni eða leiðsögn að halda, var Magnús ætíð sá, sem forusta félagsins leit- aði til. Orðum hans mátti treysta. hann fylgdist grannt með starfsemi félagsins á sinn hógværa hátt og lét sig aldrei vanta er til fundar var boðað. Endurskoðandi félagsins var hann um árabil. Við stjómarmenn í Félagi sjálf- stæðismanna í Vestur- og Miðbæ þökkum Magnúsi nú, er leiðir skilja, hlý, persónuleg kynni og holl ráð. Kveðju okkar fylgir samúð og hluttekning til barna hans og ætt- ingja. F.h. stjórnar Félágs sjálfstæðis- manna í Vestur- og Miðbæjar- hverfí, Brynhildur K. Andersen formaður. Dauðinn kemur til mannanna á tvennan hátt. Stundum er hann lík- astur kyrrlátum, kurteisum vini, sem drepur hljóðlega á dyr og hef- ur þann tilgang einan, að því er virðist, að sjá um, að náttúrulög- málin raskist ekki. En fyrir kemur, að dauðinn kemur óboðinn og óvel- kominn og hrifsar menn í blóma lífsins með sér. Þetta gerðist á dögunum, þegar Magnús Þórðar- son framkvæmdastjóri féll frá. Hann var á besta aldri, og það sem meira var: Hann var maður, sem var ánægður með hlutskipti sitt í lífínu, hafði yndi af því, sem hann var að gera, gladdist með góðum vinum, las og velti fyrir sér hinum ýmsu hlutum. Nú er hann skyndi- lega allur. Ég kynntist Magnúsi best síð- ustu árin, sem hann lifði. Hann las yfir fyrir mig bók, sem ég hef ver- ið að vinna að síðustu tvö ár, og betri yfirlesara gat ég ekki hugsað mér, því að hann var athugull, glöggur og hinn mesti fræðasjór, smekkmaður á íslenska tungu. Ofá- ar voru þær nætur, sem hann vakti yfír handritinu og sendi mér síðan ótal leiðréttingar og ábendingar. Hann átti það líka til að skrifa stutt bréf með. I einu sagði svo: „Nú er klukkan að verða þijú, og mig tek- ur fast að syfja. Ekkert lestrarefni tek ég með í kojuna að þessu sinni, en veistu, hvað ég hef verið að endurlesa á kvöldin mér til stímúl- ans nú í sumar? Ævisögur Espól- íns, Þórðar háyfírdómara, Magnús- ar prúða, Jóns Steingrímssonar og Grunnavíkur-Jóns. Það er nú meira, hvað þessar bækur rífa mig upp andlega. Saga forfeðranna er mér stöðugt undrunarefni. Þetta er nú meiri nasjónin!" Ég þekki líka hina mannvænlegu syni Magnúsar, þá Andrés, blaða- mann á Pressunni, og Kjartan, sagnfræðinema og formann Heim- dallar. Veit ég, að hann unni þeim mjög og gladdist yfir því, hversu vel virðist ætla að rætast úr þeim. Magnús Þórðarson var með fast- mótaðar stjómmálaskoðanir. Hann var ákveðinn andstæðingur komm- únista og nasista og annarra sósíal- ista; sjálfur var hann í senn fijáls- lyndur og íhaldssamur. Hann horfði mjög til fortíðar okkar og varð því meiri grúskari og fræðaþulur sem hann varð eldri, en hann vildi líka frjálst atvinnulíf og frelsi einstakl- inganna til að velja. Hann var trygglyndur maður, sannur vinur vina sinna. Vesturbærinn var hinn kjörni vettvangur hans, því að hann fór allra sinna ferða fótgangandi og kom sjaldan austur fyrir læk. Verður nú óneitanlega tómlegra á þeim slóðum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Það var haustið 1987 að ég kynntist Magnúsi Þórðarsyni. Við vinur minn, Olafur Þ. Stephensen, vomm á ráðstefnu hjá ungum íhaldsmönnum á Norðurlöndum í Kaupmannahöfn þar sem rædd voru Evrópumál og vandamál V-Evrópu. í fundarhléi fengum við Óli okkur göngutúr á Strikinu og fyrr en varði gengum við fram á Magnús. Ég hafði séð manninn á fundum Sjálf- stæðisflokksins í gegnum tíðina og vissi að þarna fór einn aðalforystu- maður stuðningsmanna vestræns varnarsamstarfs og mikill frjáls- hyggjumaður. Ég átti von á stuttu kurteislegu samtali þarna á Strik- inu, svona samtali sem Íslendingar brydda oft upp á þegar þeir rekast óvart hver á annan og kunna ekki við að hundsa landann í ókunnu landi. En raunin varð önnur. Magn- ús bauð okkur inn á fínasta kaffí- húsið í Kaupmannahöfn og yfir- heyrði okkur strákana um ráðstefn- una og tilgang hennar. Við sögðum honum sem satt var, að ráðstefnan væri um Evrópumál og varnarmál. Sögðum við Magnúsi að töluvert hefði verið flautað á Svíana og þeir skammaðir fyrir hræsni og tví- skinnung í öryggis- og varnarmál- um. Magnús hafði gaman af þessu og spurði: „Skömmuðuð þið Svíana? Og hverju svöruðu þeir?“ Eftir þennan fund á Strikinu urð- um við ágætir málkunningjar og síðar, er ég gekk í Varðberg, sam- tök ungra áhugamanna um vest- ræna samvinnu, og var kosinn í stjórn, urðum við samstarfsmenn og vinir. Magnús var framkvæmda- stjóri upplýsingaskrifstofu NATO hér á landi og þegar ég tók við formennsku í Varðbergi á síðasta ári varð samstarfið enn nánara. Stýrði Magnús skrifstofunni með mikilli festu ásamt Dagnýju, að- stoðarmanni sínum. Ég man að þegar síðasta aðal- fundi Varðbergs lauk bað Magnús mig að vera eftir því hann vildi setja mig inn í málin. Föðurlega sagði hann mér sögu félagsins og til hvers væri ætlast af formanni þess. Ég hafði sterklega á tilfinn- ingunni að flestir formenn Varð- bergs hafi í upphafi ferils síns feng- ið svona fyrirlestur í veganesti. Þarna inni á skrifstofu Magnúsar skynjaði ég enn betur að Varðberg stóð á gömlum merg og að baráttan fyrir málstaðnum væri rétt og göf- ug. Já, málstaðurinn sem Magnús bg fleiri börðust svo heitt fyrir er göf- ugur og þó að baráttunni sé ekki lokið í nánd er það vegna manna eins og Magnúsar að trúin á örugg- ar varnir til verndar friði, frelsi og mannréttindum hefur náð meiri- hlutafylgi kjósenda hér á landi og í Evrópu. Magnús, sem fleiri, trúði því að vera Islands í Atlantshafs- bandalaginu og hervemd Banda- ríkjanna tryggði ekki einungis ör- yggi landsins heldur allrar Evrópu og N-Ameríku. Vera íslands í NATO og hervernd Bandaríkjanna hefur verið pólitískt bitbein í áratugi og mörg orrahríð háð vegna þess. Magnús stillti sér ávallt í fremstu víglínu þessara átaka og barðist hetjulega fyrir grundvallarhugsjónum lýðræðis- sinna hér á landi. Með framgöngu sinni uppskar hann aðdáun og virð- ingu samheija sinna því ömggt er að flestir hefðu ekki þolað þann málflutning sem andstæðingarnir beindu oft og tíðum gegn honum. Það er ekki nema rúm ein og hálf vika síðan Magnús stýrði för sex manna hóps frá Varðbergi til höfuðstöðva NATO í Brussel. Eins og margir vita eru þessar ferðir 'hinar fróðlegustu og nauðsynlegar til skoðanaskipta og fræðslu. Ef hópurinn er samstiga' og virkur geta umræðurnar orðið allfjörugar. Ég var með í þessari för ásamt fímm forystumönnum úr ungliðahreyf- ingum lýðræðisflokkanna sem standa að Varðbergi og SVS. Þetta var fímm daga för þar sem örygg- is- og varnarmál yoru rædd og framtíð Atlantshafsbandalagsins íhuguð. Menn voru sammála um nauðsyn þess að NATO væri sterkt og öflugt á tímum óvissu og átaka í Mið- og Austur-Evrópu. Eftir fundina snerust hins vegar umræð- unar um pólitík á íslandi og urðu þær allsnarpar á köflum. Þá líkaði Magnúsi vel og tók hann þátt í þeim af miklum þunga. Þá kom skýrt í ljós hve mikill frjálshyggju- maður hann var og hversu skoðan- ir okkar ungu sjálfstæðismannanna SJÁ BLS. 42 Vegna hagstæðra samningagetumvið núboðiðtakmarkað magn Macintosh Quadra á sérlega hagstæðu verði, frá 281.125*« Leitíð tílboða í stærri kaup! Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. S: (91)624800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.