Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 43 „Hin nýja stétt“, sem Almenna bókafélagið gaf út. Margt fleira þýddi hann í bækur, tímarit og blöð, jafnframt greinaskrifum. Sóst var eftir Magnúsi til að hafa umsjón með útgáfu ritverka af ýmsu tagi þar sem víðtæk þekking hans og annáluð vandvirkni og málsmekkur tryggðu að allt væri vel úr garði gert. Af sömu ástæðu báru margir höfundar undir hann handrit sín. Veit enginn tölu þeirra ritverka sem þannig urðu betri í höndum Magn- úsar. Alþingi fól Magnúsi ritstjórn nor- ræna þingtímaritsins „Nordisk kon- takt“ (ásamt Bimi Jóhannssyni) 1966 en hann lét af því stuttu eftir að hann tók við stöðu sinni hjá Atlantshafsbandalaginu. Þá gerðist hann aftur á móti ritstjóri Við- horfa, tímarits um alþjóðamál. Var hann það æ síðan. Af öðrum trúnaðarstörfum sem Magnúsi voru hugstæð má geta setu hans í sóknarnefnd Dómkirkj- unnar í Reykjavík 1973-82, þar af sem formaður í fimm ár. Magnús var hár vexti, fallega hærður og fríður sýnum, hinn gjörvilegasti og hirðusamur um út- lit sitt. Hann fór ferða sinna gang- andi þegar því varð við komið og gekk hressilega. Um tíma á há- skólaárum mátti sjá honum bregða fyrir á reiðhjóli. Hann var einn af sjálfsagt fáum sinnar kynslóðar sem ekki tóku bílpróf. Skýrleiki í hugsun og framsetn- ingu ásamt traustu minni og glettni gerðu Magnús sérlega skemmtileg- an viðmælanda. Hann var flestum hraðmæltari og nákvæmari í frá- sögn. Það var til dæmis ekki ónýtt fyrir þá sem dvöldu langdvölum fjarri fóstuijörðinni að geta reitt sig á slíkan mann til að fylla í eyðurn- ar og rekja hvað væri að gerast í þjóðlífinu. Frásagnarefnin þraut seint og oft var frásögnin myndrík þannig að ekki þurfti mörg orð. T.d. er mér minnisstætt þegar Magnús brá upp svipmynd af vax- andi áhrifum Alberts Guðmunds- sonar í borgarmálum Reykjavíkur: Karlarnir á Eyrinni sem hefðu verið vanir að fá í nefið hjá Gvendi jaka væru nú allir komnir með vindla frá Albert. í fésýslu var Magnús gætinn og hélt í heiðri gömul sannindi. Þá skoðun sína að betra væri að kaupa hús en byggja sjálfur studdi hann t.d. tilvitnun í spakan eignamann í Rómaveldi hinu forna. Magnús hélt upp á sígild eldri tónverk. Víðfeðm málakunnátta hans tók fram fram- burði. Oft þótti mér undrum sæta hve jafn skoðanafastur og kappsfullur baráttumaður skoðana sinna og Magnús var gat hlustað lengi á andstæð sjónarmið án þess að láta raust sína heyrast. Sömuleiðis hve mildi og víðsýni gat mótað mál hans þegar honum þótti rétt að ijúfa þögnina. Þetta átti sér djúpar rætur í þeirri tillitssemi og því umburðarlyndi, einkum við vini sína, sem honum voru eiginleg. í -þessu efni og fleirum voru þeir Kristján Albertsson rithöfundur lík- ir. En ég man einnig dæmi þess að Magnús sæti lengi á sér meðan að honum var veist en væri síðan nóg boðið og léti þann sem í hlut átti fá það svo óþvegið að honum varð gjörsamlega orðfall. Magnús var aldrei geðlurða. Áður en til hjúskapar kom eign- aðist Magnús dóttur, Guðrúnu, f. 1956, sem nú er húsfreyja. En mörgum árum síðar giftist hann Áslaugu Ragnars flugfreyju, síðar blaðamanni og rithöfundi, dóttur Kjartans Ragnars hæstaréttarlög- manns og fv. sendifulltrúa og Ólaf- íu Þorgrímsdóttur. Þetta var gæfu- spor því mörg áhugamál og hæfi- leikar beggja lágu saman og sam- einuðu þau. Áslaug t.d. líka prýði- lega fróð, ritfær og menningarlega sinnuð. Sómdu þau sér vel hvort við annars hlið. Áttu þau saman ágæt ár þótt síðan skildu leiðir. Bjuggu þau fyrst fallegu heimili í fjölbýlishúsi við Kaplaskjólsveg 39 en fluttu þaðan í einbýlishúsið á Hávallagötu 42 þar sem Magnús bjó til æviloka. Tvo syni, báða eink- ar gjörvilega, eignuðust þau hjón, Andrés, f. 1965, og Kjartan, f. 1967. Bera þeir mörg ánægjuleg einkenni foreldranna beggja og lofa góðu um að þeim verði vel úr því veganesti. Náið var með þeim feðg- um þrem og mikið gleðiefni Magn- úsi að synirnir báðir hafa tekið sér stöðu í forystusveit þeirra sem nú halda á loft því merki sem hann stóð undir af svo miklum vaskleik. Bóka- og landakortasöfnun var helsta tómstundaiðja Magnúsar og ein mesta unun. Síðustu árin vann hann að því að koma bókum sínum fyrir.«Dugði þar ekkert minna en viðbótarbygging við hús hans. Henni var lokið og Magnús langt kominn með að skipa bókum sínum og ritum svo niður sem hann vildi. Samglöddust honum vinir hans með að þessum langþráða áfanga væri að verða náð og horfðu fram til þess að geta hitt hann fyrir í bók- hlöðu sinni spakan og ræðinn þegar hann léti af föstu starfi og ellin færðist yfir. Þótt aldurinn væri ekki hærri réð því líklega silfurgráa hárið og ró- lyndi hins vitra, þroskaða og lífs- reynda manns að ekki var laust við að spekingssvipmót væri farið að leita að Magnúsi og það fór honum vel. Andlát hans bar óvænt að og er að honum mikill missir. Öllum sem um sárt eiga að binda, dótturinni, sonunum, systrunum og öðrum í fjölskyldu hans, er vottuð einlæg samúð og þeim beðið Guðs blessun- ar. Svip'þyrping sækir þing. Við frá- fall Magnúsar koma í hugann fleiri þeir sem fremstir stóðu í háskólalíf- inu á hans dögum en látist hafa fyrir aldur fram, þ. á m. Bjarni Beinteinsson, Benedikt Blöndal, Jóhann J. Ragnarsson, Jóhannes L.L, Helgason og Jón E. Ragnars- son. En minningin lifir þótt mennirnir falli. Olafur Egilsson. Mætur vinur, Magnús Þórðarson, framkvæmdastjóri Upplýsinga- skrifstofu Atlantshafsbandalagsins á íslandi, er kvaddur, en í dag fer fram útför hans frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Áratuga samstarfi á vettvangi varnar- og öryggismála er lokið. í hetjulegri baráttu fyrir málstað frelsis og vestræns lýðræð- is í skjóli vamarbandalags vest- rænna þjóða, Norður-Atlantshafs- bandalagsins, hafa fáir íslendingar staðið Magnúsi Þórðarsyni framar. Við minnumst hans sem ungs manns I fylkingarbijósti ungra Heimdellinga, sem um og eftir 1950 slógu skjaldborg um þá forustu- menn Sjálfstæðisflokksins, er tryggðu Islandi aðild að þessu mesta friðar- og varnarbandalagi sem sögur fara af. Á viðsjárverðum tímum í íslenskum stjómmálum, þegar minnstu munaði að tveir vinstri flokkanna brygðust i vamar- o g öryggismálum, tók Magnús ásamt fleiri ungum sjálfstæðis- mönnum virkan þátt í stofnun Varð- bergs árið 1961, félags ungs fólks í lýðræðisflokkunum um samstarf í varnar- og öryggismálum. Með stofnun Varðbergs tókst að byggja brú milli ungs hugsjónafólks um vestrænt lýðræði og samvinnu í Sjálfstæðisflokknum, Alþýðu- flokknum og Framsóknarflokknum, sem tengdi það órofa böndum um að varðveita stöðu og þátttöku ís- lands í NATO, óháð þeim ágrein- ingi sem kynni að vera á milli þess- ara flokka í innanríkismálum.. Þar með var komið í veg fyrir að and- stæðingar NATO á íslandi gætu rekið fleyg inn í raðir ungs fólks í lýðræðisflokkunum sem vildi vinna að eflingu samstarfs vestrænna þjóða í varnar- og öryggismálum. Magnús Þórðarson og Bjarni heit- inn Beinteinsson frá Hafnarfirði voru meðal ötulustu stofnenda Varðbergs, en stofnun þess félags og sá jákvæði vettvangur samstarfs og upplýsingaskipta á þessum svið- um olli straumhvörfum. í stað þess að ungir lýðræðissinnar væru í tvístraðri varnarstÖðu gegn and- stæðingum NATO, voru þeir sam- einaðir komnir í sterka sóknarstöðu. I fylkingarbijósti stóð Magnús Þórðarson í þijá áratugi. Hann lilúði að samstarfi unga fólksins innan Varðbergs og annað- ist jafnframt framkvæmdastjórn félagsins Samtök um vestræna samvinnu. Magnús var menntaður maður og kunni að meta gildi þekk- ingar í þágu góðs málstaðar. Störf Magnúsar eru ómetanleg. Oft var ráðist á hann af hálfu and- stæðinga NATO á íslandi með ósæmilegum hætti, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Auðvitað hlýt- ur það á stundum að hafa verið sársaukafullt fyrir hann og skyld- menni hans. En þeir sem taka þátt í stórorustum vita, að flestir koma sárir úr slíkum hildarleik. Þannig voru átökin við einræðisöfl komm- únismans. En þegar hvað harðast og óvægilegast var vegið að NATO og Magnúsi, brosti hann oft sínu blíðasta brosi og sagði: „Við skulum vera róleg og sýna þessum öfga- fúllu og blindu andstæðingum frels- is og lýðræðis umburðarlyndi, því hinn góði málstaður mun sigra.“ Trúin á sigur hins góða var rík í eðlisfari Magnúsar Þórðarsonar. Þessi eiginleiki hefur örugglega gert honum kleift að inna af hendi hið erfiða og að ýmsu leyti flókna starf, sem var einkum fólgið í því að upplýsa og fræða íslensku þjóð- ina, sem hefur aldrei verið her- vædd, um þýðingu þess og gildi að vera þátttakendur í varnar- og ör- yggisbandalagi þjóða sem um aldir hafa stundað hernað og vopnaburð. Magnús Þórðarson varð þeirrar gæfu aðnjótandi að upplifa það að áratuga baráttu NÁTO-ríkjanna gegn hinum kommúnísku einræðis- öflum lauk með sigri á friðsamlegan hátt. í þeim samskiptum sigraði sannleikurinn. Gamlir samstarfsmenn og vinir þakka Magnúsi Þórðarsyni góða og farsæla samfylgd. Við þökkum ára- tuga vináttu sem aldrei féll skuggi á. Aðstandendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Guðmundur H. Garðarsson. Flestir menn kynnast einhvem tímann um ævina fólki, sem öðrum fremur verður mótandi í heimi þeirra og gefa honum líf og lit. Þegar slíkir menn yfirgefa þennan heim endanlega, deyr einhver þátt- ur í þeim, sem eftir lifir, litimir í lífi hans, bragð og lyktarskyn dofn- ar. Sá, sem þessar línur skrifar, kynntist Magnúsi Þórðarsyni í bemsku og æsku beggja. Við vorum nágrannar á þessum árum, en kynntumst þó ekki að ráði fyrr en veturinn 1945-46, að við tókum báðir að sækja undirbúningsdeild fyrir inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík, sem þá var 13 ára bekkur í Miðbæjarskólanum. Við urðum síðan samferða gegnum menntaskólann og umgengumst þá mikið og varð úr vinátta, sem ent- ist meðan báðir lifðu. Ólík viðfangs- efni urðu til þess að við dvöldum oft og lengi á stöðum, sem langt var á milli, en við vissum alltaf hvor af öðrum. Þegar í skóla varð það öllum auðsætt, að Magnús var skarp- gáfaður og hafði óvenju næma dóm- greind á menn og málefni. Hneigð- ist hugur hans snemma að öllum húmanískum fræðum, einkum sögu og mannfræði. Varð hann fljótt mjög vel heima í þessum fögum og jók þekkingu sína á þeim alla ævi. Eignaðist hann með tímanum af- burða gott bókasafn, sem smám saman náði til allra sviða prentaðs máls á íslenzku. Varð hann einhver bókfróðasti maður um íslenzkar bækur sem ég hef þekkt og varð kærleikur hans til bókanna — bíblíó- fflí — mikilvægur þáttur í lífi hans. Áhugi Magnúsar á öllu, sem manneskjur snerti, varð snemma til þess, að hann tók einarða afstöðu til stjórnmála og hafði af þeim af- skipti. I skóla hélt ég, að Magnús myndi gera einhver sagnfræðileg, fom- fræðileg eða þjóðfræðileg fög að ævistarfi sínu, enda leikur ekki minnsti vafi á því, að hann hafði alla burði til að vinna afrek á þeim vettvangi. En áhugi hans á mannlífi sam- tímans varð til þess, að afskipti af stjómmálum leiddu hann til annarra starfa. Gerðist hann blaðamaður við Morgunblaðið og síðar fram- kvæmdastjóri þeirra félaga, sem skipuleggja samstarf Íslands við Norður-Atlantshafsbandalagið. Vann hann þar hið merkasta starf af þeim heilindum, sem ein- kenndu alla hans lífsafstöðu. Á þeim tíma, þegar svonefndum vinstri mönnum og ýmsum hand- bendum komrr '.' a tókst með hræsnisfullum árm</. að skapa með hópi manna hér á landi nánast hyst- eríska andstöðu við dvöl vamarliðs Atlantshafsbandalagsins hér, varð Magnús fyrir hinu mesta aðkasti úr þeirri átt. Var hann borinn út og níddur, þó mest með ábyrgðar- lausri bakmælgi. Ég hygg, að það lýsi drenglyndi Magnúsar vel, að ég heyrði hann aldrei hallmæla neinum, sem að honum réðist. Drenglyndi Magnúsar og heilindi birtust skýrt í því, að hann um- gekkst alla menn, ég vil meina fjandmenn sem vini, af sömu eðlis- lægu háttvísinni. Vitnaði hegðun hans jafnan um hina sönnu húman- ísku afstöðu til allra manna, sem birtist í virðingu verka þeirra og umburðarlyndi með göllum og ávirðingum. Magnús var á þann veg einstak- lega vel gerður maður, að honum var létt að gleðjast yfír lífinu og öllu, sem það býður. Átti þetta ekki síst við um margt það, sem öðrum sást yfir, eða aðrir töldu of ómerki- legt til að veita því athygli. Ég hygg, að ekkert hafi verið svo lítil- fjörlegt, að hann gæti ekki haft af þvi nokkra gleði. Þessi einstaki eig- inleiki mótaði samskipti Magnúsar við aðra menn, enda varð glaðværð og hátíð, hvar sem hann kom. Ég hygg, að Magnús Þórðarson hafí verið það salt, sem gaf lífí margra vina hans bragð, salt sem ekki dofn- aði. Er fráfall Magnúsar, öllum sem þekktu hann eitthvað, hinn mesti skaði. Ég færi öllum aðstandendum Magnúsar samúðarkveðjur mínar og konu minnar. Sigurður Órn Steingrímsson. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- sljórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. /^Blóm oq skreytingar\ við öll tækifæri 'iM 50202 MJARHRAUH 26, HAfTMf. 33978 ÁLfHEIMAR 6, REYKJAVÍK BLÓMABÚÐIN DOGG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.