Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 39
seei naaorao .os auoAauiGiflti aiaAjanuoaoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 88. 39 mundu eigna heilögum mönnum ein- um. Við fráfall móðurinnar tvístruðust systkinin í allar áttir. Ein grunn- kveikjan að æviminningum Tryggva og ættfræðigrúski er vafalaust löng- unin til að hnýta aftur þau bönd sem þá rofnuðu. Tryggvi hefur átt því láni að fagna að eignast í ellinni stóran og myndarlegan afkomenda- hóp. í skjóli hans hefur hann eytt hamingjusömu og annasömu ævi- kvöldi. Þar hefur hluti dætra hans verið ósmár, ekki síst Elsu sem hef- ur haldið heimili með honum, grúsk- að við hlið hans og fylgst af lifandi áhuga með öllum hans verkum. Barnabörn Tryggva hafa átt þess kost að afla sér hinnar margvísleg- ustu menntunar og þannig uppfyllt þann draum sem bæði Tryggvi og faðir hans áttu sér æðstan, án þess þeir hefðu neinn kost á að láta hann rætast sjálfum sér til handa. í þessu birtist ávöxtur baráttu Tryggva og félaga hans fyrir mannsæmandi lífi og jafnrétti til náms og starfa. Von- andi er ekki nú verið að snúa þeirri þróun við til frambúðar. Einn af helstu eðliskostum Tryggva er bjartsýnn baráttuhugur og æðruleysi. Ég er ekki í vafa um að það var ekki síst þessi eiginleiki sem fleytti honum yfir hin erfiðu veikindi fyrir 20 og 15 árum og sem hefur haldið honum sívökulum og ungum í anda allt fram á þennan dag. Það er ósk mín honum til handa á þessum degi að hugurinn beri hann enn hálfa leið svo að hann geti endurheimt vinnuþrek og haldið því í mörg ár enn. Verkefnin skortir hann ekki. Þorleifur Hauksson. Vélstjórafélagið Niðurskurði á framlögum til Landhelgis- gæslu mótmælt FUNDUR stjómar Vélstjórafé- lags íslands, haldinn 10. október 1992, mótmælir fyrirhugðum niðurskurði á framlögum til Landhelgisgæslu Islands, segir í fréttatilkynningu frá Vélstjóra- félagi íslands. Einnig segir: „Fundurinn minnir á að hlutverk Landhelgisgæslunnar sé margþætt og það felist í æ rík- ara mæli í öryggisþjónustu við sæ- farendur. Það er því afar sérkenni- leg ákvörðun og gjörsamlega úr takt við raunveruleikann að draga úr starfsemi gæslunnar frá því sem var þegar landhelgin miðaðist við 50 sjómílur. Einnig mótmælir fund- urinn harðlega þeirri ákvörðun rík- isstjórnarinnar að hætta við kaup á nýrri þyrlu til Landhelgisgæslunn- ar.“ (fir fréttatilkynningu.) Bæjarstjóm Garðabæjar Vandanum varpað yfir á sveitarfélögin Á FUNDI bæjarstjórnar Garða- bæjar, sem haldinn var þann 1. október sl., var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Bæjarstjóm Garðabæjar mót- mælir harðlega þeim áformum rík- isstjórnarinnar að afla fjár á kostn- að sveitarfélaganna til þess að standa undir útgjöldum ríkissjóðs. Þvert á gefin fyrirheit virðist ríkís- stjómin ætla að auðvelda sér fjár- lagagerð með því að hætta endur- greiðslu virðisaukaskatts til sveitar- félaga og varpa þannig eigin vanda á herðar sveitarstjórnarmanna. Samdráttur í þjóðarbúskapnum bitnar með viðlíka hætti á sveitar- sjóðum sem ríkissjóði. Með fyrir- huguðum aðgerðum eykur ríkis- stjómin þann vanda sem sveitar- stjómir standa frammi fyrir við gerð fjárhagsáætlana fyrir árið 1993. Með samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga var ákveðið að draga úr þeim mikla kostnaðarauka sem sveitarféiögin urðu fyrir við upp- töku virðisaukaskatts og var ákveð- ið að endurgreiða þann virðisauka- skatt er lagður var á verkefni sem óeðlilegt þótti að nýttust ríkisvald- BIODROGA LÍFRÆNAR JURTA SNYRTIVÖRUR „AGE PROTECTION" BIODROGA Gulllínan uppfyllir allar þarfir húðarinnar til að viðhalda ferskleika og heilbrigðu útliti. Útsölustaðir: Stella, Bankastræti; Kaupfélag Eyfirðinga; Ingólfsapótek, Kringl- unni; Kaupfélag Skagfirðinga; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Vestmannaeyja- apótek; Bró, Laugavegi; Gresika, Rauðarórstíg. inu til skattlagningar. Bæjarstjóm Garðabæjar telur með öllu óforsvar- anlegt ef ríkisstjómin hyggst bijóta samstarfssáttmála ríkis og sveitar- félaga með því að taka einhliða ákvörðun um að fella niður bóta- laust umsamda endurgreiðslu virð- isaukaskatts. Með slíkum aðgerðum er stefnt í hættu nauðsynlegri sam- vinnu handhafa framkvæmdavalds- ins í landinu og þar með grafið undan skilvirkri opinberri stjóm- sýslu.“ (Fréttatilkynning) Blaóið sem þú vakrnr við! Bókhaldsforritið Vaskhugi Sigurður Brynjólfsson, bflstjóri með sjálfstæðan rekstur: „Nú eru páskarnir orðnir frítími, áður fóru þeir í bókhaldsrugl". Vaskhugi færir sjálfvirkt i DEBET og KREDIT. Vaskhugi er í notkun um allt land. Hann hentar flestri starfsemi þar sem kaup og sala eiga sér staö, svo sem hjá verktökum, iönaöarmönnum, sjoppum, verkfræöingum, svo eitthvaö sé nefnt. Verö á Vaskhuga er kr. 48.000,-, sem er svipað og ein vinnslueining kostar í eldri kerfum. Hríngið og viö sendum bækling um hæl pVaskhugi hf. 'ZT 682 680 Qoda/t Fljótlegt-Létt-Bragðgott BIRYANI - INDVERSKT: HRÍSGRJÓN MEÐ GRÆNMETI, KjÚKLINGI CX3 KRYDDI. TORTIGUONI - ÍTALSKT: PASTASKRÚFUR MEÐ GRÆNMETI, NAUTAKJÖTIOG KRYDDl. FARFALLE - (TALSKT- PASTASLAUFUR MEÐ GRÆNMETI, SKINKU OG OSTI. Ein msk. smjör á pönnuna, innihaldið út í og allt tilbúið á 5 mín. Skyndiréttir sem bragðast og líta út sem bestu sérréttir! asaawMBBMB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.