Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 B-F hC/r\ er VG>r\SK.c>pu2>, hvernig 5tenolor ba' <á þ\/í,ao ég verb áb reka aila. ungu piltcmo. hér lourt pleð h^nclip" Ó8Í er ... ... aö gefa hon- um gjöf án tilefn- is. TM Ras U.S Pat Oft — a.1 rlghts raaarvad •1982 Loa Angatoa Tknaa Syndtcata l»ví miður maður minn. Skoðun hús- ráðenda er ekki heima í kvöld! HÖGNI HREKKVÍSI 'i öETUftOU &JÓRT SVO VEL AÐ &Í£>A tAMJAö TtL EG Eí? liVJÍW A© KL/tBA MÍG- ! / " Stuðlum að því að elli- lífeyrir verði skattfrjáls S.E., Hellissandi, skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að skrifa nokkrar línur í tilefni af ári aldraðra, sem nú er að renna í aldanna skaut. Oft hef ég verið að velta þeirri spurningu fyrir mér, hvers vegna gamalt fólk skuli vera látið borga opinber gjöld af ellilífeyrinum sín- um. Er það ekki lágmarkskrafa í nútimáþjóðfélagi sem vill standa undir nafni, að það leysi aldraða þegna sína undan skattaánauð? Það er ósköp nöturlegt að hugsa til þess, að loksins þegar þetta fólk á að geta strokið um frjálst höfuð, I eftir að hafa stritað alla sína ævi unir stöðugri skattpíningu, þá er séð til þess að ekkert verði af- gangs hjá því — og fjárhags- áhyggjurnar fylgja því á leiðar- enda. Sama er að segja um greiðslur sem það fær úr lífeyrissjóðum, þar tekur fólkið við peningum, sem það hefur sjálft lagt til af tekjum sínum á svo og svo langri starfs- ævi, tekjum sem þegar hafa verið skattlagðar í bak og fyrir. En það þykir víst ekki nóg — aldrei er nóg: Nú skal skattleggja þessar sömu tekjur upp á nýtt. Eg hélt að þetta væri kallað tvísköttun og væri bannað með lögum. Ég skil ekki svona kerfi. En skólafólki er haldið uppi. Það fær afslátt í verslunum, námsstyrki og ég veit ekki hvað. Og svo má það ekki vinna nema takmarkað, því að þá missir það af styrkjunum. Hvernig væri að unga fólkið færi að sjá um sig sjálft, svo og allir hinir kröfugerð- arhóparnir sem mæna á ríkið þeg- ar þeim er fjár vant, fyritæki, stofnanir og einstaklingar? Hvernig væri að þessir aðilar færu að standa á eigin fótum? Við eigum að stuðla að því að ellilífeyrir verði skattfrjáls, svo og greiðslur úr lífeyrissjóðum. Mér finnst það aðalmálið." Maður ársins 1982 Haraldur Guðmundsson, Reykja- vík, skrifar: „í sjónvarpsþætinum Á hrað- bergi, sl. þriðjudagskvöid, sat Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, fyrir svörum og voru spyrjendur tveir. Þátturinn hafði afslappað yfir- bragð og hvergi var komið að tóm- um kofunum hjá Geir. Hann var einlægur og sagði blátt áfram að úrslit prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem hann lenti í sjöunda sæti, hefði verið sér per- sónulega áfall. Að athuguðu máli teldi hann það skyldu sína að hvika ekki frá þeirri ábyrgð, sem seinasti landsfundur lagði honum á herðar með formannskjöri. Geir útskýrði vel sjálfstæðis- stefnuna og hvaða hagsmunir það eru, sem sameina jafnmarga og ólíka einstaklinga og þá sem Sjálfstæðisflokkinn mynda. Kjör- orðið Stétt með stétt er því sannmæli hvað Sjálfstæðisflokk- inn varðar. Hugrekki Geirs og ákveðni þeg- ar hann lýsti afstöðu sinni og skoðunum kom mér þægilega á óvart. Einnig hversu gjörsneyddur hann var því að bregða fyrir sig tilburðum máli sínu til stuðnings. Mörgum stjórnmálamönnum hættir til leikaraskapar í mál- flutningi og ég gruna þá um að reyna þannig að breiða yfir mál- efnafátækt. Svona álíka og þegar tónlistarmenn grípa til hávaðans þegar þá brestur hæfni til að spila. Geir Hallgrímsson hefur greini- lega yfirsýn í þjóðmálum og ber að mörgu leyti af öðrum stjórnmála- mönnum hér nú. Fyrir mér er hann tvímælalaust Maður ársins 1982. Geir Hallgrímsson Þessir hringdu .. Gera allir sitt besta Trygve j Thorstensen hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Velvakandi, ef ætti að gera allt, sem allir óska eftir í útvarpi og sjónvarpi, þyrfti í það minnsta 100 útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Það er mín trú, að þessir menn og allir menn geri sitt besta. Til bæjaryfir- valda í Kópavogi Kópavogsbúi hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mig langar til að biðja þig að vekja athygli bæjar- yfirvalda í Kópavogi á glerhálli gangbraut í Austurbænum, en hún liggur frá Álfhólsvegi niður bratta brekku og að Selbrekku. Gangbraut þessa þyrfti nauðsynlega að sand- bera og tröppur, sem þarna eru, hafa fyllst af snjó og þar myndast stórhættulegur svellbunki. Um brautina er talsverður umgangur, bæði skólabarna og húsmæðra, og það sem enn eykur á hættuna er að engin handrið eru þarna til að halda sér í. Það væri ekki úr vegi, að bæjarstjórnin legði lykkju á leið sína og prófaði þetta af eigin raun. Hvar eiga fugl- arnir að fá matbjörg? A.K. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er mikið skrifað um, að maður eigi að gefa smá- fuglunum, og það hef ég alltaf gert á svölunum heima hjá mér. En nú hefur komið á daginn, að það stendur í húsreglunum hérna að ekki megi gefa fuglum úti á svöl- um. Er ekki hæpið að setja slík ákvæði inn í húsreglur? Hvar eiga fuglarnir að fá matbjörg? Það væri fróðlegt að vita, þar sem þetta er eini staðurinn sem fjöld- inn á kost á að nota til slíks í stórborg. Þetta hefur engan sóða- skap í för með sér, því að það eru aðeins snjótittlingarnir sem koma til að fá sér í svanginn, engar dúf- ur, og þar að auki koma þessi grey aldrei nema þegar það er snjór og jarðbann. Ég er dýravinur og langar til þess að halda áfram að gefa þessum vinum mínum, en samkvæmt reglunum má hvorki gefa þeim á svölunum né lóðinni. Þetta eru voðalegar reglur. Erfiðleikarnir við hvert fótmál — og engin miskunn D.G. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Það er út af þessum umræðum um fóstureyðingar, sem mig lang- ar til að leggja orð í belg. í Vel- vakanda á föstudag (10. des.) var t.d. talað um að þær væru „him- inhrópandi synd“. Ég er ekki alveg á þeirri skoðun, sem kannski er skiljanlegt — við erum ekki öll sammála. En hafa þær konur sem jafnvel tala um „himinhrópandi synd“ gert sér grein fyrir, hvernig hlutskipti það er að vera einstæð móðir og ala upp barn eða börn. Mér finnst reyndar koma fram allt of mikil einstefna hjá báðum þessum ólíku flokkum, annars vegar þeim sem vilja skýlausan og óskilyrtan rétt konunnar í þessu máli, án þess að fyrst sé athugað, hvað hægt er að gera, og hins veg- _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.