Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Upphefst ævintýri Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Snjólaug Bragadóttir frá Skálda- laek: Leiksoppur fortíðarinnar. Útg. Bókaútg. Örn & Örlygur 1982. Snjólaug Bragadóttir hefur dá- lítið sérstæða stöðu í hópi þeirra, sem senda frá sér skáldsögur á landi hér. Frá því að fyrsta bók hennar kom út hefur Snjólaug aldrei látið að öðru liggja en fyrir henni vaki að senda frá sér þekki- lega afþreyingarbók, sem í mesta lagi hefði það sér til gildis að vera læsileg. Sumir höfundar hafa gegnum tíðina byrjað með yfirlýs- ingar á borð við þessar, en fyllzt svo smám saman þörf — sem út af fyrir sig þarf náttúrulega ekki að vera neitt skrítin — til að skrifa eitthvað, sem skilji meira eftir en aðeins það að gára yfirborðið. Snjólaug hefur ekki fallið í þá gryfju og heiðarleg afstaða henn- ar frá fyrstu bók Næturstaðir, 1972, hefur satt að segja heldur orðið til að vekja aðdáun mína. Ég get fullvel viðurkennt að sumar bóka hennar eru svona á mörkun- um að vera þynnka eða afþreying, en þegar henni tekst best upp er hægt að una alveg sáttur við skrif hennar. Leiksoppur fortíðarinnar — nafnið eitt gefur fyrirheit og bendir jafnvel til að höfundur hafi pínulítinn húmor sem er þó ekki fyrirferðarmikill: Hér er sögð dramatísk saga um mikil örlög, það vantar ekki. Katrín Jónsdóttir kemst að raun um að kannski er hún ekki bara íslenzk alþýðu- stúlka, hún gæti verið af göfugum skozkum uppruna, vegna þess að líklega hefur móður hennar verið rænt af hinu glæsilega sveitasetri í Skotlandi á árum áður. Katrín er sérstaklega góð og undursamleg álitum og hún er mikið vel greind. Hún fer til náms í Skotlandi að leita uppruna síns í leiðinni og þá fer nú heldur að færast líf í tusk- urnar: hún ferðast á milii stór- menna og skráir listaverk, forn- muni o.fl. og verður nánast hvers manns hugljúfi, eins og geta má nærri. Karlmenn eru að gefa henni hýrt auga rétt annað veifið, en Katrín er skírlíf ogóspjölluð og hefur ákaflega gamaldags viðhorf til kynlífs (skýringin gæti náttúr- lega verið hið skozka blóð, hvernig væri það?) en svo endar með því að hún kemur heim á þann eina rétta herragarð og þar fellur hún kylliflöt fyrir hinum eina rétta, sem er auðvitað Ian herragarð- Snjólaug Bragadóttir seigandi. Svo sem sjálfsagt er í slíkum bókum, kemur upp mis- skilningur milli elskenda á mis- skilning ofan — dálítið langdreg- inn, vegna þess að eiginlega var ekki sýnileg ástæða til annars en það væri bara hægt að leysa málið með einu smásamtali — að minnsta kosti af því að sagan ger- ist á tuttugustu öldinni. En auð- vitað fer allt vel að lokum. Það er ósköp gott. Köttur setur upp stýri og ævintýri Kathryn Forsayth er hafið fyrir alvöru — skulum við að minnsta kosti vona. Hvad merkir heitur snjór? Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Viktor Arnar Ingólfsson: HEITIIR SNJÓR Skáldsaga. Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1982. Heitur snjór merkir heróín, skáldsaga Viktors Arnars Ing- ólfssonar fjallar um ógnir þess. Sagt er frá ungu fólki í Reykja- vík sem venst heróíni og getur ekki vanið sig af þvú í fyrstu er allt mjög skemmtilegt, en þegar á líður verður þetta unga fólk alger- ir sjúklingar og ekkert annað bíð- ur þess en dauðinn. Heitur snjór er skáldsaga- sem varar við mikl- um bölvaldi, dregur upp óhugnan- lega mynd. En Viktor Arnar Ingólfsson ger- ir ekki sögu sína að neinni predik- un. Hann hefur tileinkað sér hrað- an reyfaralegan stíl svo að skáld- saga hans er að mestu leyti spennusaga. Upphaf sögunnar sem gerist erlendis bendir til þess að hér sé á ferð höfundur sem geti ■ skrifað boðlega spennusögu. Ágætlega er sagt frá eiturlyfja- smyglara í New York og hann er meira að segja Islendingur. Undirheimalífi í Reykjavík er lýst með þéim hætti að lesandinn trúir frásögninni þótt um skáld- sögu sé að ræða. Aftur á móti eru tök höfundar á efni lausleg á köfl- um og nokkur skortur á hnitmiðun stíls. Persónusköpun er veigalítil. Þetta gæti staðið til bóta hjá höf- undi sem greinilega hefur töluvert að segja og hefur áhuga á að gera það á eftirtektarverðan hátt. Lok sögunnar sem eru dapurleg benda til þess að höfundurinn kunni þó nokkuð fyrir sér. Lesandanum er eftirlátið að draga ályktanir af sögunni, ráða í örlög persónanna. Hvernig upp kemst um eiturlyfja- smyglarann og þáttur lögreglu- manna í því er með því laglegasta í sögunni. Vitanlega á Viktor Arn- ar Ingólfsson sér sínar fyrirmynd- ir í spennusögustílnum. En með Heitum snjó sannar höfundurinn að hann getur náð góðum árangri í þeirri gerð sagna sem honum virðist helst í mun að stunda. í landi and- stæðnanna Bókmenntír Erlendur Jónsson Jóna Sigurðardóttir — Sigurður Hjartarson: UNDIR MEXÍKfr MÁNA. 118 bls. Bókaútg. Hregg. Reykjavík 1982. »Brot úr dvöl íslenskrar fjöl- skyldu í landi andstæðnanna,« stendur á titilsíðu. Fjölskyldan seldi húsið sitt hér heima og gekk andvirðið upp í farareyri. Af því þessi ferðasaga. Og margt bar fyr- ir augu í ferð þessari. Má ef til vill segja að kjarni hennar komi fram í eftirfarandi orðum: »Mexíkó er öðrum löndum fremur land and- stæðnanna. Þær blasa alls staðar við og skera oft mjög í augun. Hér blómstra fagrar listir og myndlist og byggingarlist Mexíkana er heimsþekkt. Hér trónar einnig ömurleiki fátæktar, fáfræði, sóða- skapar og fullkomins bjargarleys- is. Áhorfandinn fyllist hrifingu og lotningu, viðbjóði og hryllingi.* Jóna og Sigurður hafa haft aug- un opin — og hugann líka. Mexíkó telst til þróunarlandanna, alveg ótvírætt. Fyrir ferðamann merkir það sama sem ýmiss konar óþæg- indi sem hann er ekki vanur heiman frá sér. Sé ökumaður stöðvaður af lögreglu, svo dæmi sé tekið, og sektaður á staðnum fyrir meint umferðarlagabrot merkir það t.d. ekki nauðsynlega að hann hafi brotið af sér heldur allt eins að lögreglumaðurinn sjái sér færi að næla sér í smávegis aukatekjur. Kvittun gefur hann enga. Og öku- maður sér hann aldrei framar. Jóna og Sigurður lýsa mexík- önsku þjóðlífi frá þess marg- breytilegustu og sundurleitustu hliðum. Athyglivert er t.d. það sem þau segja um trúarbrögðin þar — katólskuna sem blandast hefur fornum indíánatrúarbrögð- um. Og saga sú, sem þau segja frá Meynni frá Guadalupe, er — í sannleika sagt — alveg ósvikin helgisaga. Merkilegar eru líka frásagnir þeirra af hanaati í Mex- íkó. Dýraöt eru sem kunnugt er forn skemmtun rómanskra þjóða. Það þekkjum við íslendingar nú orðið frá spænskum sólarströnd- um þar sem nautaatið dafnar enn vel. Colosseum í Róm vitnar líka um hve gífurleg áhersla hefur ver- ið lögð á skemmtanir af þessu tagi á mektardögum Rómaveldis. Ég ræð það af frásögnum þeirra, Jónu og Sigurðar, að hana- atið í Mexíkó sé bæði skemmtun og hátíð. Það er í fyrsta lagi æs- andi leikur. Og í öðru lagi sýnist það uppfylla þörf alþýðunnar fyrir félagslegt samneyti: menn koma saman til að gleðjast og fá sér neðan í því og ræða saman um það sem hugann grípur þá stundina — leikinn eða annað. Horfi maður á ferðasögu þessa í samhengi og virði fyrir sér hvers konar landi og þjóð verið er að lýsa blasir einmitt við það sem þau orða með andstæðunum: lotn- ingu og viðbjóði. Góðhjartaðir og óþolinmóðir menn í iðnríkjunum heimta að þróunarlöndunum sé komið til hjálpar strax. Með því megi á skömmum tíma lyfta þeim upp úr eymdinni. Mér líst svo á að af þessari ferðasögu megi meðal ann- ars draga þá ályktun að slíkt yrði hægara sagt en gert. Vandræðin sýnast ekki eingöngu til komin vegna þess að lítið sé framleitt, eins og sumir halda, pólitísk og stjórnarfarsleg þróun viðist einn- ig svo skammt á veg komin að langan tíma muni taka að lyfta þessum löndum á það stig sem iðnríkin hafa þegar fyrir löngu náð. Dæmi má taka af því hvernig Sigurður og Jóna útskýra háan að- gangseyri að hanaatinu: Leikurinn er nefnilega bannaður með lögum í Mexíkó. Því verður að verja ríf- legri fjárhæð hverju sinni til að múta lögreglu og öðrum yfirvöld- um til að horfa framhjá brotinu. Og meira að segja veita þá bráð- nauðsynlegu löggæslu sem óhjá- kvæmileg er þar sem svo æsandi gleðskapur fer fram með magn- aðri nærveru Bakkusar. Ekki ætla ég að tíunda galla á þessari ferðasögu enda eru þeir hvorki miklir né margir. Helst er að fyrir komi ónauðsynlegar endurtekningar. »Hanaat á sér aldagamla sögu,« stendur t.d. á blaðsíðu 79. Og skömmu neðar á sömu síðu: »Hanaat í Mexíkó á sér langa sögu.« Þetta er fersk og hressandi ferðasaga. Og landið, sem þau Jóna og Sigurður segja frá, er nógu fjarlægt og fáfarið af Islend- ingum til að vekja forvitni. íslenskir athafna- menn í dagsins önn — eftir Pétur Þ. Ingjaldsson í því bókaflóði sem jafnan kem- ur á markaðinn á jólaföstu eru margvíslegar bókmenntir, sem er eins og sjónarspil íslenskrar bók- menningar er talar þar sínu máli. Einn er sá er um fjölda ára hef- ur samið bækur. Er það Þorsteinn Matthíasson, fyrrverandi skóla- stjóri. Hann var fóstraður upp á höfuðbólinu Kaldrananesi í Bjarnafirði á Ströndum. Bjuggu þar foreldrar hans við mikinn myndarskap. Sjálfsæfisaga Matthíasar Helgasonar ber glöggt merki um það. Búskapur heillaði eigi Þorstein Matthíasson til æfistarfs, heldur öllu heldur kennsla og samning bóka. Mun hann hafa samið allt að 28 bækur og stofnað tvö héraðsrit með öðrum. Eru það Húnavaka og Strandap>ósturinn er enn lifa góðu lífi. Er þetta nokkuð afrek sam- hliða kennslu á fyrri árum. Þor- steini var hugleikin kennsla í ís- lensku, sögu, og kristindóms- fræðslu. Einn sonur hans, sr. Jón Þorsteinsson, er nú prestur í Grundarfirði. Bækur Þorsteins eru á góðu máli, söguleg frásögn í góðum anda. Er þar jafnan fróðleik að finna um æfir manna og margt minnisstætt. En slíkar bókmennt- ir eiga nú við mikið gengi að fagna meðal fólks, er fær þar yfirlit yfir æfir manna í ekki of löngu máli. Tvö ritverk hefur Þorsteinn samið, sem eru í fullum gangi. Þau eru „I dagsins önn“ og „íslenskir athafnamenn". Hefur bók úr hverjum þessara bókaflokka kom- ið út núna á jólaföstunni. „I dags- ins önn“, má segja að sé árvisst rit frá hendi Þorsteins. Er þetta fimmta bók þessa flokks sem nú kemur út. Eru í því sjö frásagnir, en alls eru þessir æfiþættir í þess- um bókaflokki orðnir 36. Þorsteinn er ekki sporlatur að leita fanga víða um land til þess- ara ritgerða um æfi manna. Lengsta ritgerðin er um Hjört Þorsteinn Matthíasson Sturluson frá Snartartungu í Bitru á Ströndum. Hefur það auð- veldað samningu hennar að hann hefur jafnan haidið dagbók. Má segja að æfi hans hafi eigi verið án mótlætis og er því þetta saga mikillar lífsreynslu og er sagan vel gerð. Er leiddur fram á sjón- arsviðið Páll Kolka ungur að árum en fullhugi strax í læknidómnum. Hann minnist þessara atburða í bók sinni. Flyst Hjörtur síðan til Bolung- arvíkur nýkvæntur og gerist þar búþegn góður, er hann manna draumspakastur og vegnar vel í lífinu. Þá má nefna þátt um Óskar Júlíusson sem dvalið hefur lengst æfi sinnar suður með sjó í Hvals- neshverfi. Þar sem stríðir vindar gnauða og mikið öldurót brotnar við ströndina. Segir þar frá skipsströndum og útvegsbúskap manna. Seinni kona Óskars er Ingibjörg Sigurðardóttir skáld- kona, er margar bækur hefur fært í letur. Ég hefði kosið meiri frá- sögn um þessa vel gefnu konu er var svo lánsöm að fá að njóta hæfileika sinna á heimili sínu í Sandgerði. Má segja að hún hafi alið aldur sinn á tveimur útskög- um þessa lands, þ.e. Kálshamars- vík á Skaga og Sandgerði á Mið- nesi. Hún var ung sóknarbarn mitt og naut ég gestrisni fóstru hennar við messugjörð á Káls- hamarsnesi við hið ysta haf þar sem miðnætursólin skín um Jóns- messuleyti. „Islenskir athafnamenn“ er önnur bók þessara þátta, eru þeir sex talsins en alls ellefu í báðum bókunum, þeir eru úr hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins víða um land. Nefnist fyrsti þáttur Höfuð- ból við eldhraun og eyðisand og segir þar frá búskaparsögu Guðna Kristinssonar í Skarði á Landi og konu hans Sigríðar Sæmundsdótt- ur, og hvernig þeim vegnaði. Er lýsingin bráðsnjöll sem hefur ýmsan fróðleik að geyma eigi að- eins um sjálfan búskapinn heldur einnig viðhorf húsbænda til vinn- ufólksins og trú þeirra á landið. Þrátt fyrir það þó sveitin liggi við rætur Heklu. En Guðni bóndi seg- ir líka: „En ekki kynni ég því vel að búa þar sem ekki væri kirkja." Aðrir þættir í þessari bók eru forvitnilegir. Þeir segja frá forvíg- ismönnum sinna byggða. Lengsti þátturinn er um Ódd Kristjáns- son, framkvæmdastjóra, er yfir- gefur allt í Reykjavík og flyst til Grundarfjarðar, er hlaut kaup- staðarréttindi 1787 og er frá nátt- úrunnar hendi ein besta höfn á Snæfellsnesi. Kauptúnið hefur ris- ið til vegs og gengis um 1940. Þátt Snorra Halldórssonar frá Magnúsarskógum í Dölum er brýst áfram af atorku og hæfileik- um. Hann stofnar Húsasmiðjuna og stendur fyrir merkum bygging- um, svo sem íþróttahúsi Háskól- ans og þjóðminjasafnshúsinu. Allir eru þættir tveggja fyrr- nefndra bóka góðir um marga hluti og varðveita minningu þessa fólks sem góðra þegna þjóðfélags- ins. Báðar bækurnar eru gefnar út af Ægisútgáfunni og prýddar fjölda ágætra mynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.