Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 2 3 Hugleiðingar um ofdrykkjuvarnir Eftir Steinar Guðmundsson Menn furðuðu sig á því þegar hver endemis drykkjurúturinn á fætur öðrum kom allsgáður heim frá Bandaríkjunum eftir að hafa skroppið þangað í þeim til- gangi að vinna bug á drykkju- skap sínum. Og enn flatara kom það upp á menn þegar þessir dátar héldu áfram að vera ófull- ir. I ljós kom, að hér var ekki um neinn Hókus Pókus að ræða. Á endurhæfingarstofnununum hafði þeim verið stillt upp við vegg án þess að nokkur vor- kenndi þeim. Þeir urðu að kyngja ábyrgðinni á drykkju- skap sínum og melta hana sjálf- ir. Þeim var bent á, að hrein- skilnina hlytu þeir að hafa feng- ið í vöggugjöf eins og hverjir aðrir sakleysingjar og til hennar gætu þeir gripið. Að lokinni forverkun á Free- port voru flestir þeirra sendir til fullverkunar á stofnun, sem ber hið táknræna nafn Veritas Villa, sem útleggst „Hús sannleikans“. En í nafni þessarar stofnunar má finna lykilinn að leið þeirra til bata. Og svo er Guði fyrir að þakka, að nú hafa þessi sann- leikans hús flust til íslands og bera m.a. nöfnin Sogn og Stað- arfell. Bati felst í því, að ná tökum á hreinskilninni, en týnist hreinskilnin tapast stefnan. Menn kalla þetta „að rúlla" eða „detta“, þótt augljóst sé, að það sem gerist er ekkert annað en það, að blekkingin nær sínu fyrra sæti, en hreinskilnin hop- ar. Hreinskilnin hrynur af þeim, og mætti því allt eins kalla þetta „að hrynja" eins og að detta. Það þarf kjark til að kalla þennan loddaraleik sjúkdóm. Vandræði drykkjumannsins felast í því, að blekkingavanur vínneytandi getur ekki fyllilega sætt sig við að hafa misst stjórn á drykkjuvenjum sínum og gerir enn eina tilraun til að sýna og sanna að þrátt fyrir allt geti hann fengið sér einn lítinn án þess að það dragi dilk á eftir sér. Auðvelt er að flokka þetta undir ævintýramennsku, en sé hægt að flokka þessa þver- móðsku til sjúkdóma má færa rök að því að drykkjuskapur sé sjúkdómur. Fæðing er rakin til getnaðar og er meðgöngutími vitaður. Hin dásamlega bylting í ofdrykkju- vörnum íslensku þjóðarinnar beinist því miður nær eingöngu að fullmótuðum alkóhólisma, fósturstiginu er sleppt. Við vit- um að fluga kviknar ekki á haug þótt hún fyrst birtist augum okkar þar. Meðgöngutíma alkó- hólista er ekki gaumur gefinn. Endurhæfingarstöðvarnar eru góðar, en kinnroðalaust getum við ekki sætt okkur við að í þeim felist lausnin. Þær reyna að bjarga því sem á fjörur þeirra rekur — punktur. Á þessu þarf að verða breyt- ing. Við verðum að beina þekk- ingu okkar á alkóhólisma inn á hinn vitaða 10—15 ára með- göngutíma karlmanns og hinn áætlaða 3—5 ára meðgöngutíma konunnar. Og við verðum að hætta að hampa drykkjuskap meðgöngutímans sem sjúk- dómsstigi. Að vísu er meðgöngu- tíminn ekki alltaf þessi, en með- altalið er þetta. Meðgöngutíminn — of- drykkjustigið, hefst á leik, sem smám saman þróast í baráttu og puð. Tækifærisdrykkja villist frá eðli sínu vegna sí-endurtekinna sjálfsblekkinga. Til stuðnings sjálfsblekkingum er svo gripið til smáskreytni, sem eflist stig af stigi og færist yfir á víðara svið uns óhreinskilni og mála- tilbúningur verður ríkjandi þátt- ur í öllu er snertir dijkkjuskap viðkomandi manns. Án óhrein- skilni væri enginn alkóhólismi til. Við verðum að notfæra okkur þá miklu reynslu sem við höfum aflað okkur á innlendum vett- vangi og freista þess að koma þeim til hjálpar, sem vitað er um að vilja ekki tileinka sér fræðslu um alkóhólisma af þeirri ein- földu ástæðu að þeim finnst frá- leitt að sjálfir þurfi þeir nokk- urn tímann á þeirri þekkingu að halda. Hér á ég við obbann af ungu fólki, spriklandi af til- hlökkun til aö takast á við lífið, fólki á aldrinum 20—30 ára, fólki, sem er svo barmafullt af lífsþrótti og lífslöngun að það getur alls ekki hugsað sjálft sig í sæti alkóhólistans. Þeir úr þessum aldursflokki, sem orðið hafa undir, gefist upp og þegið leiðsögn, vita, að ef þeir hefðu borið gæfu til að tileinka sér fyrr það sem nú hefir opnast þeim, þá hefðu þeir ekki þurft að leggja á sig það ok sem nær hafði sligað þá. Með markvissri, stöðugri og breytilegri fræðslu hlýtur að vera hægt að ná til fjölda manns á þessu mikilvæga aldursskeiði, V. grein einmitt því skeiði þegar maður- inn þarf mest á öllu sínu óbrengluðu að halda til að vernda jafnvægi í huga og pyngju. Við, sem reynsluna höfum, vit- um, að þetta aldursskeið er und- irbúningsskeið hins klístruga alkóhólisma. En unga fólkið veit, að það er hægt að losna við streitu og gera sér glaðan dag með því að fá sér einn lítinn. Þess vegna verður að draga fram í dagsljósið eðli þeirrar áhættu sem fylgir hinu svokallaða „sak- lausa og sjálfsagða“ uppátæki sem meirihlutinn tileinkar sér. Að segja fullfrísku og sjálfstæðu fólki hvað það megi og hvað ekki stóð í Guði forðum, þegar Adam og Eva átu eplið, og í þeim efn- um hefir mannskepnan senni- lega lítið breyst síðan. Okkur ber skylda til að benda á mistök okkar og í hverju þau voru fólgin og láta svo hin um að álykta. Við verðum að forðast að berja okkur á brjóst og leika Tarsan. Og við megum aldrei ætla okkur að hnoða dómgreind annarra. Ofdrykkja er felukvilli. Berkl- ar voru það líka. Og þótt hér sé ólíku saman jafnað byggist bati í báðum tilvikum á því, að meinið sé ekki falið. Það er búið að fela ofdrykkju og alkóhólisma allt of lengi. Ofdrykkjuvarnarstarfsemi undanfarinna ára er það að þakka að nú þykir það ekki leng- ur neitt tiltökumál þótt maður fari í afvötnun eða endurhæf- ingu. En enn er tiplað í kringum fylleríið á heimilinu og það falið. Enn er tengdamamma login veik og enn er tengdasonurinn sagður í fríi þegar hann er á fylleríi. Fólk heldur áfram að stuðla að áframhaldandi drykkjuskap með því að ljúga fyllibyttunni til frið- ar. Menn skammast sín fyrir fylliríið á meðan alkóhólismi er í mótun, en ljós í myrkri verður það að teljast, að menn eru hættir að skammast sín þegar fullmótaður alkóhólismi er orð- inn staðreynd. Menn gorta jafn- vel af opinberum alkóhólista fjölskyldunnar. Það er ágætt. Fyrsta skrefið til að vinna bug á þessari villu er það, að að- standendur kynni sér eðli alkó- hólisma og muninn á drykkju- skap og alkóhólisma. Sá sem ekki drekkur sér til vansa er lík- legri til að geta tekið þátt í að koma fræðslu um ofdrykkju- varnir út í þjóðlífið heldur en hinn, sem kominn er í feluleik- inn. Þótt maður bjargi ekki bytt- unni sinn „á nóinu“ getur maður stuðlað að björgun „á tíma“. Maður verður bara að gera eitthvað til að bjarga einhverju einhvern veginn. I næsta pistli verður reynt að kíkja á sjálfsábyrgðina. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilboö — útboö______________j Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK — 82036. Distribution Transformers 100—800 kVA. Opnunardagur: Þriöjudagur 14. september 1982 kl. 14.00. Tilboöum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík fyrir opnunartíma, og veröa þau opnuð aö viöstöddum þeim bjóöendum er þess óska. Útboösgögn veröa seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og meö mánudeginum 16. ágúst 1982 og kosta kr. 50.- hvert eintak. Reykjavík 12. ágúst 1982. Rafmagnsveitur ríkisins. Til sölu glæsilegt raðhús ásamt tvöföldum bílskúr, (endaraöhús). Verð 550 þús. Uppl. í síma 92-8294. Bændur og hestamenn Til sölu 800—1000 hestar af vélbundnu heyi. Upplýsingar gefur Gísli Ingólfsson, Litla-Dal, Lýtingsstaöahreppi, sími um Sauöárkrók. Húsavík Til sölu nýleg 3ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi á Húsavík. Getur veriö laus nú þegar. Selst gegn vægri útborgun. Upplýsingar gefur Þorkell í síma 96-41743 eftir kl. 16 á daginn. einkamál Mjög traustur maður sem er aö taka viö ábyrgðarstöðu úti á landi óskar að kynnast konu á aldrinum 32—40 ára. Eitt barn væri ekkert vandamál. Mennt- un eöa reynsla í verslunar- og skrifstofustörf- um væri kostur, en ekki skilyröi. Óskaö er eftir bréflegum kynnum fyrst. Öll svör eru fyllsta trúnaöarmál. Svar sendist Morgunblaðinu merkt: „Traust samband — 1593.“ VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í tP Þll AUGLÝSIR L'M ALLT LAND ÞEGAR Þl Al'G- LÝSIR I MORGl'NBLAÐINL tilkynningar Allir Senatorar á íslandi, þeir sem hafa staöfest framlög, vinsamlega geriö skil vegna söfnunarinnar fyrir 20. ágúst. Greiðslur má senda í banka- gíró til Ásgeirs Gunnarssonar, sími 35200, Arnar Johnson, sími 86810 eöa Hauks Hjaltasonar sími 23388. Námsfólk erlendis Sambsnd ungra ajálfatæöiamanna efnir til fundar meö íslendingum sem eru vlö nám eöa störf erlendis og styöja vilja Sjálfstæöisflokkinn, mánudaginn 16. ágúst kl. 20 30 í Valhöll. kjallarasal. A fundinn koma m.a. Daviö Oddsson borg- arstjóri og Friörik Sophusson alþm. Allir stuöningsmenn Sjáltstæðisflokksins er- lendis, sem kynnu aö vera heima í trii, vel- komnir SUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.