Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 17 25 hjólreiðamenn ræða við ritara SÞ í Vín: „Hjólad fynr friðinn" Vinarborg, 12. áfpíst. AP. LANGUREYTTIR á aðgerðar- leysi stórveldanna í kjarnorku- málum ákváðu stúdentar frá Norðurlöndum að efna til hjól- reiðahópferðar um Evrópu þar sem kjarnorkuvopnum skyldi mótmælt. Fjórum mánuðum síð- ar lögðu 25 hjólreiðamenn frá 6 Vestur-Evrópulöndum og Banda- ríkjunum af stað í leiðangur, sem bar yfirskriftina „Hjólað fyrir friðinn". „Fólk heldur því fram að friðarhreyfingin í Vestur- Evrópu sé skipulögð af Kremlverjum," sagði einn hjólreiðamannanna, Tore Nærland frá Noregi. „Slíkt eru bábiljur einar og eiga ekki við merkileg rök að styðjast.“ Hóp- urinn hjólar um 100 km vega- lengd á dag. Á leiðinni hafa margir slegist í hópinn í lengri eða skemmri tíma, mest 27 manns. Meðan á dvöl þeirra í Vín- arborg stóð ræddu hjólreiða- mennirnir stuttlega við Javier Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem var í opinberri heimsókn í borginni. Þá sögðu fyrirliðar hópsins, að þeim hefði verið veitt vilyrði fyrir stuttu spjalli við forseta Rúmeníu og leiðtoga kommún- istaflokksins þar í landi, Nic- olae Ceausescu. Hann er eini leiðtoginn í Austur-Evrópu, sem hefur hvatt bæði Banda- ríkin og Sovétrikin til að fjar- lægja langdrægar eldflaugar frá Mið-Evrópu. 25 flýja til ftalíu Gorizia, ftaliu, 12. ánúst. M’. TIJTTUGIJ og fimm flóttamenn frá þremur löndum A-Evrópu báðu í dag um pólitískt hæli á ítaliu eftir að hafa komist yfir landamæri Júgóslavíu, sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni. Yfirvöld segja þetta mesta fjölda sem sögur fara af sem flúið hefur yfir í jiennan litla landamærabæ á Italíu á ein- um degi. Austur-Evrópubúarnir, sem eru 16 Rúmenar, sjö Tékkar og tveir Ungverjar, voru allir sendir í flóttamannabúðir í Latínu, rétt fyrir sunnan Róm, þar sem þeir munu bíða úr- skurðar í málum sínum. Sem kunnugt er hefur mikill fjöldi Víetnama horf- ið úr landi frá því aö komm- únistar tóku þar öll völd ár- ið 1975. Stjórn landsins gagnrýnir fólk þetta gjarn- an fyrir að hafa ekki viljað leggja neitt á sig fyrir bylt- inguna. Sannleikurinn er hins vegar sá, að með peningasendingum til ætt- ingja og vina heima hafa flóttamennirnir bjargað mörgum Víetnama frá hungurdauða. Þeir sem farið hafa úr landi hafa bæði sent heim fé og ýmiss konar munaðarvarning, sem tor- fenginn er í Víetnam. Fyrir bragðið blómstrar svartur mark- aður í hliðargötum Ho Chi Víetnamskir sjóliðar stökkva í örvæntingu á milli skipa í höfninni í Danang skömmu áður en borgin féll í hendur Viet Cong og Norður-Víetnama 1975. Astandið í Víetnam: Flóttamennirnir hafa bjargað mörgum frá hungurdauða Minh-borgar og í Kínahverfinu Cholon. Þar eru víða fullar hillur af japönskum rafmagnstækjum, úrum, myndavélum, áfengi frá Vesturlöndum og sígarettupökk- um. Stjórnin í Hanoi á ekki sjö dagana sæla vegna slæms ástands í peningamálum og hef- ur því séð í gegnum fingur við svartamarkaðsbraskarana í suð- urhluta landsins. Þegar öllu er á botninn hvolft, er erlendur gjaldmiðill í umferð fyrir þeirra tilstilli svo og neyzluvarningur, sem mikil þörf er á, og lyf frá Vesturlöndum. Ymsir harðlínumenn í stjórn- málum eru ekki ýkja ánægðir með þetta ástand, en þeim er tjáð að það muni aðeins ríkja um skamman tíma. Innan tíðar muni ríkið taka í sínar hendur alla verzlun í landinu. Fái fólk sendan erlendan gjaldeyri, getur það keypt sér erlendar munaðarvörur í gjald- eyrisverzlunum á vegum stjórn- arinnar. Síðan er hægt að selja vörurnar á svörtum markaði fyrir tífalt það verð, sem fyrir þær var greitt. Bandaríkjadoll- ari er skráður á tíu dong eða rúmlega 10 krónur. Hins vegar er hægt að kaupa einn dollar á 85 dong á strætum úti. Stjórnin lætur verzlanir við götuna Tu Do, þar sem mikið er um ferðamenn á ferli, greiða allt að8 þúsund dong í skatta á már- uði. Þessar verzlanir kaupa doll- ara á gangverði hins svarta markaðar. Handiðnaðarverzlun á vegum ríkisstjórnarinnar hlít- ir ekki hinni opinberu gengis- skráningu, og ekki er farið í launkofa með það. Ymsir þeirra, sem gera það bezt á svarta markaðnum, eru menn sem stálu bandarískum einkennisbúningum og öðru til- tæku, meðan Bandaríkjamenn studdu Suður-Víetnama í stríð- inu gegn Norður-Víetnam. Núna eru það einmitt Norður-Víet- namar, er koma suður á bóginn, sem eru beztu viðskiptavinirnir á svarta markaðnum. Þá hefur lengi dreymt um ýmiss konar neyzluvarning, og eina leiðin til þess að koma höndum yfir hann er að leggja sig niður við spill- ingu. Þeir sem verzla á svarta markaðnum eru einatt mið- stéttarfólk, t.d. læknar og lög- fræðingar, sem selja ættargripi, postulínsvörur og bækur. Þeir eru að öngla saman þúsund doll- urum fyrir mútum, svo að þeir fái brottfararleyfi, eða tvö þús- und dollurum, sem nægir fyrir bátsfari handa einum til ein- hvers grannríkisins í Asíu. Ríkustu mennirnir í suður- hluta Víetnam eru þeir sem fyrr- um lögðu stund á kaupsýslu. _Margir þeirra eru af kínverskum ættum. Flestir lokuðu þeir verzl- unum sínum og fyrirtækjum áð- ur en stríðið var til lykta leitt, því að þeir óttuðust hermdarað- gerðir gegn kapitalistum. Þeir láta lítið á sér kræla, en festa mikið fé í smygii, verzlun með erlendan gjaldeyri og annast á bak við tjöldin sölu á eignum Ví- etnama, er fara úr landi. Peningar ávaxta sig sjálfir er orðatiltæki, sem oft heyrist í Ho Chi Minh-borg. Glæsileg íbúðarhús frá ný- lenduskeiði Frakka seljast nú fyrir 300 þúsund krónur eða minna. Falleg kaffihús og veit- ingastaðir í frönskum stíl eru enn minna virði. Það kostar heil mánaðarlaun að borga eina máltíð á slíkum stöðum. Þar af leiðir að einungis útlendingar og þeir Víetnamar, sem hagnast af svartamarkaðsbraski hafa efni á því að borða úti. Ho Chi Minh-borg hét fyrrum Saigon. Hún var eitt sinn fræg fyrir sitt ljúfa líf, en það er liðin tíð. Vændiskonur og eiturlyfja- sjúklingar hafa verið sendir til endurhæfingarbúða og vanskap- aðir betlarar hafa þurft að freista gæfunnar á nýjum „efna- hagssvæðum". Gömlu virðulegu hótelin í borginni hýsa nú gesti á vegum ríkisstjórnarinnar, en þar fyrir framan eru sem fyrr skarar af fólki, sem sníkja doll- ara og föt af útlendingum. Þar sjást oft unglingar með vest- rænu svipmóti, enda eru börn amerískra hermanna og víet- namskra kvenna yfirleitt komin af bernskuskeiði. I borginni er lítið um bíla og bifhjól vegna þess að ströng bensínskömmtun er við lýði. Flutningabátar á Saigon-á eru knúðir áfram með árum en ekki vélarafli. Flestir Víetnamar fara ferða sinna á reiðhjólum. Eina leigubílastöðin í borginni er rek- in af samvinnufélagi. Bílakost- urinn eru nokkrir fornfálegir, rauðir Chervolet-bílar. Þeir eru aðeins notaðir eftir hjónavígsl- ur. Stríðssafnið er eins konar bautasteinn um gömlu Saigon. Þar getur m.a. að líta veggspjöld með myndum af ungum stúlkum ásamt bandarískum hermönn- um, eiturlyfjaneytendum, popp- söngvurum o.fl. Ennfremur eru þarna nektarblöð, klámbækur o.fl. og allt á þetta að sýna hina vestrænu úrkynjun. Þess vegna skýtur það skökku við, að úr há- tölurum safnsins skuli glymja vestræn dægurlagatónlist til þess að draga að gesti. Þar heyr- ist oft hið gamalkunna lag „Those Were the Days“. - DELLA DENMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.