Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 25 Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL: Engar batahorfur á álmarkaðinum Ekki komið til uppsagna starfsfólks ISAL ur: Finnst einfaldari tilgáta sem skýrir fleira? Svo segir um þetta í Steinkrossi (s. 12): „Það er megineinkenni tilgátu, að hún verður ekki felld með því að kveikja hennar sé skilgreind, heldur með því að prófað sé hvort hún kemur heim við hvert ein- stakt atriði efniviðarins. Þannig varðar engan hvort Einstein dreymdi afstæðiskenninguna, hvort Curie fékk hugdettu um röntgengeislana eða Salk fann bóluefni í sultutaui. Það sem menn varðar er hvort atóm- sprengja springur, hvort geislar lækna, hvort bóluefni varnar sjúkdómum. Til andmæla gagnar engum að lýsa auvirðileika fræði- manns, hvað þá heldur „skoðun" hans eða „trú“. Þessi orð eru rituð að gefnu tilefni: það eina sem heyrzt hefur frá háskólamönnum um ritsafn þetta er þessarar teg- undar. Hreinn óþarfi er að benda Islendingum á auvirðileik undir- ritaðs, smæð hans er öllum ljós og engin frétt. En í annan stað er fáfengileiki einstaklings ekki til umræðu, þegar lögð er fram á prenti lausn í tilgátuformi." Eins og menn sjá er í rauninni fáu við að bæta sex árum síðar. Þegar menn spurðu Newton, hvernig hann hefði fundið þyngd- arlögmálið, svaraði hann: Það datt epli á nefið á mér þar sem ég svaf undir tré úti í garði. Þeir Eysteinn og félagar mundu væntanlega krefjast sannana á því, að þarna hefði verið um epli að ræða en ekki peru. Á því plani sýnist rökræða þeirra um þessar mundir. MiAaldafræðingarnir I Tímagrein sinni lýsti Eysteinn Sigurðsson því yfir, að ef skoða ætti Baksvið Njálu sem fræðilega ritgerð, „þá hefði það að (hans) viti ekki getað komið til greina að taka hana gilda sem slíka við nokkra æðri menntastofnun". Seg- ir hann, að hann hefði orðið „fyrir miklum vonbrigðum með heim- spekideild, ef hún hefði tekið þannig unnið verk til fræðilegrar umfjöllunar". Það mátti, sem sagt, ekki einu sinni skýra, hvernig verkið var unnið og hverju því væri ætlað að svara — enda sér á, að Eysteinn hefur ekki einu sinni ínoiö bað. Klykkir Eysteinn út með »sJ_álfur mundi (hann) aldrei hleypa manni í gegnum próf af nokkru tagi út á ritgerð af þessari tfBrund, ef til (hans) kasta kæmi“. - okkert milli mála um víð- sýnina, og er þessi yfirlýsing að sjálfsögðu ein helzta ástæða þess, að ég líki afstöðu Eysteins til af- stöðu heimspekideildar undan- farna áratugi. Sem svar við þessu benti ég í Uppgjörinu á orð sérfræðinga í trúarbragðarannsóknum, mann- fræði, sögu og miðaldafræðum. Var t.d. greint frá bréfi J.K. Kelly, forseta St. Michaels háskólans 8. desember 1969, þar sem segir að nefnd skipuð mönnum frá þrem háskólum Tóronto hefði mótat- kvæðalaust lagt til, að höfundi Baksviðs Njálu væri boðin próf- essorsstaða — eftir að hafa haft ritið og skýringar á því til umfjöll- unar. Og kemur nú e.t.v. minnis- stæðasta yfirlýsing Eysteins: „En aftur á móti gleymir Einar Páls- son gjörsamlega að skýra frá því í grein sinni hvað þetta kemur mál- inu við.“ Margt hefur skrýtið heyrzt frá Eysteini, en fátt sem þetta. Ey- steinn lýsir það verk óalandi og óferjandi, sem þeir sérfræðingar, er um fjölluðu, töldu vísindalega rétt unnið. Og svo segir Eysteinn lesendum, að ég gleymi gjörsam- lega að taka fram hvað það komi málinu við, að þeir, sem mesta þekkingu hafi á þessu sviði, bjóði höfundi þess rits prófessorsstöðu, sem hann sjálfur fordæmir og bannað var að rökræða við heim- spckidcild. Nei, niðurstöður sérfræð- inganna koma hreinlega ekki mál- inu við. „Ef svo er, þá þakka ég bara pent,“ segir Eysteinn í lok klausunnar. I»ad jákvæða Og er nú mál að linni. Eysteinn Sigurðsson hefur gert íslenzkum fræðum greiða. Hann hefur þorað að standa við hugsanir sínar á prenti. Ummæli sem teldust róg- burður ef þau læddust ófeðruð með veggjum, standa nú skyndi- lega frammi fyrir lesendum, feðr- uð, og studd þeim rökum, sem höf- undur þeirra fann gleggst. Þannig umbreytist eðli þeirra í formlegt álit einstaklings á prenti — álit sem staðið er við. Eysteinn hefur sýnt það hug- rekki sem suma aðra skorti. En eftir alla prentsvertuna vita blaðalesendur nú, að efnislega hefur engu verið hrundið í ritsafn- inu RÍM. Og sú gagnrýni sem uppi hefur verið höfð virðist byggð á misskilningi frá upphafi til enda. Þetta kenni ég háskólanum, sem ekki leyfði rökræður um efnið, meðan þeirra var mest þörf. Skal bókmennta- og sagnfræðikennur- um bent á þetta, einkum ef þeir hafa ekki kynnt sér vandlega að- ferð tilgátunnar í vísindum. Er svo að sjá sem ókunnugleiki á þeirri tegund rökleiðslu hafi byrgt mörgum sómamanninum sýn. Að sjálfsögðu kann mér að skjátlast einhvers staðar, ellegar að leggja áherzlur þannig, að illt sé að skilja. í siíkum tilvikum bið ég þá forláts — en tilgáturnar standa allt um það. Er þar ærið verk að vinna, ef fræðimenn treystast til að kafa í efnið. Það skal að endingu undirstrik- að, að hvergi í ritsafninu RÍM er sú krafa gerð til lesandans að hann trúi neinu að órannsökuðu máli, hvað þá heldur, að einhverju sé þar „haldið leyndu". Heimildir eru alls staðar tilgreindar og rök- leiðslu haldið til streitu. Hafi mér einhvers staðar skjátlazt, er mér ánægja að leiðrétta það. Slík er aðferð tilgátunnar — þar er engu haldið fram til að því sé trúað, heldur til að það sé prófað. Gefi prófun neikvæða svörun er önnur leið reynd. Slík er vísindaleg vinnuaðferð. Fróðleiksfúsir leik- menn skilja bækurnar — hví þá ekki íslenzkufræðingar? (íóöar óskir og stór orö Þótt einhverjum muni þykja skrýtið, hygg ég að Eysteini Sig- urðssyni hafi gengið gott til að stíga fram á ritvöllinn. Vonandi verður honum að þeirri ósk sinni, að ritsafnið RÍM auki við þekk- ingu á íslenzkri fornöld. Hitt, að vinnuaðferða minna vegna hafi mér ekki tekizt að ná sambandi við íslenzkufræðinga hygg ég öfugmæli, þegar frá er skilið ritið Baksvið Njálu og augljós vanþekk- ing margra á tilgátuforminu. Meginatriði er að sjálfsögðu að rit séu lesin svo að unnt sé að skilja þau. Og þar sýnist mér misbrest- urinn stærstur. Eysteinn viðhafði stóryrt orða- lag í Tímagrein sinni. Er ég hon- um þó þakklátur fyrir að segja hug sinn; svipað orðalag og þar kom fram hafði ég einatt heyrt í skúmaskotum og þá talið fyrir neðan virðingu fræðimanna. Hins vegar hefði það verið öllum happadrýgst — ekki sízt háskól- anum — ef tjáningarfrelsi hefði verið virt árin kringum 1970. En óhugsandi er þá að sniðganga þá staðreynd, að Eysteinn hefði að eigin sögn staðið sem klettur gegn „fræðilegri umfjöllun" á verkum og vinnuaðferðum undirritaðs. Frá slíkri afstöðu mun Eysteinn væntanlega ekki skrifa sig í bráð. í rauninni var öllum helztu at- riðum síðari greinar Eysteins svarað í Uppgjörinu. En þrátt fyrir það kveður Eysteinn viðhorf eiginlega öll óbreytt frá Tíma- grein sinni. Verður örðugt að skiptast á skoðunum í slíku and- rúmslofti; við þá íslenzkufræðinga næst seint samband sem rökheldir reynast. Hins vegar vekur Ey- steinn vonir, hann kveðst „því vanastur að fræðimenn reyni að hugsa skýrt og rökrétt“. Þætti mér vænt um ef hann léti verk mín verða þeirra einkenna aðnjót- andi í framtíðinni. Spyr Eysteinn mig að lokum hvort ég skuldi hon- um ekki afsökunarbeiðni, og mætti ef til vill segja það — fyrir að svara þessari síðustu grein hans. Þótt ekkert væri þar nýtt var nauðsynlegt að sýna fram á málflutninginn. „ÁLMARKAÐURINN er í ákaBega miklum öldudal og ekki neinar bata- horfur framundan," sagði Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL, er Mbl. spurði hann frétta af stöðu álmark- aðarins og horfum, en eins og komið hefur fram í fréttum hefur orðið mikill samdráttur á álmarkaðinum í heiminum. Ragnar sagði að nú þegar væri farið að bera á samdrætti í fram- leiðslu og nefndi hann sem dæmi HÓLAHÁTÍÐ verður haldin á morg- un, sunnudaginn 15. ágúst. Séra Stef- án Snævarr, prófastur á Dalvík, pre- dikar við guðsþjónustu, en fyrir altari þjóna sr. Birgir Snæbjörnsson, Akur- eyri, sr. Vigfús l>. Árnason, Siglufirði, á undan predikun, sr. Þórsteinn Ragnarsson, Miklabæ, og Sigurður Guðmundsson, vígsluhiskup, Grenj- aðarstað, eftir predikun. Kirkjukór Svarfdæla syngur, organisti og söng- stjóri cr Ölafur Tryggvason. Kaffiveitingar verða að lokinni guðsþjónustu, en klukkan 16 hefst hátíðarsamkoma í Dómkirkjunni. Sr. Árni Sigurðsson, formaður Hólafélagsins, flytur ávarp. Anna Þórhallsdóttir syngur einsöng og leikur á langspil. Dr. Broddi Jó- að stærsta norska álframleiðslu- fyrirtækið hefði nýverið dregið úr afköstum sínum um sem nemur 20%. Aðspurður um hvort ISAL hefði gert hið sama sagði hann svo ekki vera, en það væri ómögulegt að segja hvenær kæmi að þeim ef fram héldi sem horfði. Ragnar var þá spurður hvort komið hefði til uppsagna starfs- fólks hjá ÍSAL. Hann sagði svo ekki vera, en ekki hefði verið ráðið hannesson flytur ræðu. Kirkjukór Svarfdæla syngur undir stjórn Ólafs Tryggvasonar. Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, fer með ritningarorð og bæn. Loks í stöður þeirra sem ráðnir hefðu verið tímabundið. í álverinu í Straumsvík eru 320 ker, en af þeim eru nú 300 i gangi. Ságði Ragnar að vegna samdráttarins hefði ekki verið lögð á það áhersla að halda þeim öllum gangandi og mætti, ef aðstæður væru eðlilegar, bæta við 10 til 15 kerjum. Ragnar sagði í lokin að birgða- staða ISAL væri enn slæm, eða í kringum 30 þúsund tonn. Þó hefði nýverið tekist að selja 11 þúsund tonn, en síðast voru seld 10 þúsund tonn í desembermánuði sl. verður almennur söngur. Á sama tíma og hátíðarsamkom- an hefst barnasamkoma í skóla- húsinu í umsjón Stínu Gísladóttur, æskulýðsfulltrúa. ð Loksins Loksins Stuðmenn á stórdansleik í Félagsgaröi Kjós ^ Missið ekki af einstöku tækifæri til að heyra í þessari frábæru hljómsveit. Sætaferðir frá B.S.Í., Akranesi og Keflavík. Ungmenna- samband Kjalarnesþings. Hólahátíð á sunnudaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.