Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 30
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 mtán ár Verslunarsamstæðan Glæsibær lúrir á horni Suðurlandsbrautar og Álfheima, eins og risavax- in ferðataska nátttröils sem dagað hefur uppi. Glæsibær hefur aldrei þótt fallegt hús en þykir samt dæmigert fyrir íslenskan arkitektúr, ekkert í það lagt nema notagildið. En ínnan í þessari tröllvöxnu ferðakistu þrífst fjölskrúðugt mannlíf enda má líkja verslunun- um sem þar eru undír þaki við yfirbyggt bæjartorg, inni er ys og þys, hróp og köll. Pokahorniö lagði leið sína inn í þetta musteri verslunarinnar nú fyrir skömmu. Ekki var förin gerð í þeim tilgangi aö kaupa Gunnars remúlaöi, heldur til aö ná tali af þrautreyndasta og úthaldsbesta poppara íslands en þaö er hann Pétur Kristjánsson, sem veitir for- stööu verslun Karnabæjar í Glæsi- bæ. Aö sjálfsögöu var Pétur þræl- upptekinn viö afgreiöslustörf þeg- ar Pokahorniö bar aö garöi, því þótt brennivíniö hækki hraöar en kaupið er alltaf eitthvaö aö gera í plötusölunni, sem betur fer. Pétur var búinn aö samþykkja aö eiga smáviötal viö Pokahornið svo þaö er best aö rifja upp feril Péturs í poppinu áöur en lengra er haldíö. Ferillinn hefst daginn eftir aö Pótur fermdist, í apríl 1966. Þá var stofnuö hljómsveitin Pops. Sú hljómsveit naut gífurlegra vin- sælda á sínum tíma enda starfaöi hún alveg fram til ársins 1970. Næst var það Náttúran frá 1970 til 1972, svo kom Svanfríöur sem starfaöi til 1973 og þar næst Peli- can til ársins 1977. Eftir aö Pelican þreyttist á fluginu lenti Pétur í Paradís, og í Paradís var Pétur til 1977. Þá kom Póker 1977—1979, svo Picasso '79—'80, og loks endar Pétur svo í hljómsveitinni Start sem hann er í núna, en Startiö byrjaði í janúar 1980. Þetta var dálagíeg upptalning en hérna er ekki getiö um allar þær hljómplötur sem Pétur Krist- jánsson hefur átt þátt í. Frá honum og félögum hans hafa komiö út alls 9 litlar og 5 stórar plötur, til dæmis platan „Uppteknir" sem er mest selda rokkplata á íslandi fram aö þessu. Uppteknir seldist í 11.000 eintökum og er það algert met, þó aörar plötur hafi selst í stærra upplagi, eins og Vísnaplatan geröi, en hún flokkast varla undir rokk. Pokahorniö gat dregið Péfur meö sér upp á kaffiteríuna í Glæsi- bæ, þaö er vonlaust aö reyna aö ræöa viö menn á vinnustaö, þar er enginn friöur. En á kaffiteríunni var nóg tóm til aö svæla óhóflega margar sígarettur og drekka marga bolla af nýrnaveikjandi kaffi og krydda allt saman meö ógnar- sterku grænu Ga-joli sem er helsta útflutningsvara Dana. Og Pétur leysti frá skjóöunni: Ég ætlaöi aö hætta í bransanum eftir Picasso en ákvaö aö halda aðeins áfram til aö vera lengur í bransanum en pabbi. Pabbi (Kristján Kristjánsson/KK-sextett) var fjórtán ár í þessu. Og þú ert búinn aö þrauka í fimmtán ár. Er nokkuö hægt aö hætta úr þessu? Jú, jú, svarar Pétur. En þetta er spurningin um nokkur ár í viöbót. En þaö sem er mest þreytandi er aö þvælast um landið. Hvernig er annars bransinn nú til dags í samanburöi viö þá „gömlu góöu daga“? Um 1970 var hann miklu líflegri og opnari. Þá stóöu okkur tíu til fimmtán staöir til boöa í Reykjavík. En núna eru þetta tveir þrír staöir sem hleypa inn hljómsveitum til aö spila. Tekjurnar hljóta aö hafa veriö betri hér áöur fyrr? Jú, því þá voru til dæmis allir gagnfræöaskólarnir opnir fyrir hljómsveitum. Þaö er aöalpunktur- inn sem lokaöist fyrir okkur. Svanfríöur, svo óg nefni dæmi, spilaöi 23 kvöld í röö veturinn 1972—'73, og megnið af því voru, skólaböll. En 1974 var skólunum lokaö á hljómsveitir. Þaö var þaö versta sem gat komið fyrir lifandi tónlist. Á þessum tíma ólust krakkarnir upp viö þaö frá tólf ára aldri að Af nýjum plötum KINS OG Pokahornið lofaði í síð- ustu viku er ætlunin að segja nú lítillega frá þeim plötum sem út hafa komið að undanförnu og ætla má að popp-, rokk- og jazzáhugamenn fýsi að kynnast. Kins og jafnan á þessum árstíma er af mörgu að taka .og á köflum finnst ýmsum nóg um. Fjöldi nýrra platna er slíkur að nær vonlaust er að allar þessar plötur nái almenn- ingseyrum hversu vandaðar og góð- ar sem þær kunna að vera. Knda verður það eflaust raunin að margar góðar plötur hreinlega drukkna í öllu því flóði íslenskra og erlendra hljómplatna sem nú skellur yfir landsmenn. En þá er að víkja að því helsta sem út er komið á síðustu vikum. Aðrir þaulreyndir popparar sendu frá sér stóra plötu eigi alls fyrir löngu,. Nefniiega þeir Pálmi Gunnarsson, Pétur Hjaltested, Sigurður Karlsson og Tryggvi Húbner. Þeir kappar skipa nú hljómsveitina Friðryk og hefur sú hljómsveit verið töluvert á ferð- inni í vetur, fóru meðal annars út á landsbyggðina í fylgd með Björgvini Gíslasyni. Friðryk heldur sig við rokkið á plötu sinni, og það ansi hressilegt, og á það rokk frekar ætt sína að rekja til Bandaríkjanna fremur en til nágrannans í suðri, Bretlands- eyja. Friðryk inniheldur tólf lög, öll íslensk. Platan var hljóðrituð í Firðinum nema tvö lög sem tekin voru upp í ágætu hótelherbergi að Búðum á Snæfellsnesi. í Hljóðrita sat Gunnar Smári við tækjaborðið en Friðryk sá um upptökustjórn. Útgefandi er SG-hljómplötur. Hljómsveitin Start sendi frá sér sína fyrstu skífu (LP) nú fyrir skömmu: „En hún snýst nú sarnt". Platan er, eins og flest allar ís- lenskar plötur, tekin upp í Hljóð- rita í Hafnarfirði. „En hún snýst nú samt“ hefur að geyma tíu lög, öll íslensk að faðerni utan eitt. Út- gefandi er Steinar hf. Björgvin Gíslason var með sóló- plötu númer tvö nýlega. Kallast hún Glettur og leika þar valin- kunnir hljóðfæraleikarar með Björgvini. Björgvin hefur fengist við rokk í um það vil fimmtán ár og kann því vel til verka eins og Gletturnar bera með sér. Áður en hann réðst í að gera þessa plötu starfaði hann í eitt ár vestanhafs og spilaði þar með ýmsum góðum mönnum. Gunnar Þórðarson er án nokk- urs vafa sá tónlistarmaður sem átt hefur hlut í flestum metsölu- plötum hérlendis. Plöturnar sem hann hefur stjórnað hafa selst í tugum þúsunda og nægir þar að nefna til Vísnaplötuna, Þú og ég, Ríó tríó og Skrýplana. Nú er Gunnar á ferðinni með sína þriðju sólóplötu sem ber nafnið Himinn og jörð, en auðvit- að nýtur hann aðstoðar margra manna. Um sönginn sjá Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Ragnhildur Gísladóttir og Klíkan með Þorgeiri Ástvaldssyni í broddi fylkingar. Himinn og jörð er dæmigerð íslensk söluplata ef svo má að orði komast, en eins og áður sagði kunna fáir þá list betur en Gunnar Þórðarson að gera vin- sældaplötur. Útgefandi Himins og jarðar er Fálkinn hf. jöhnhheigmom m Á fimmtudaginn í síðustu viku kom út plata með Jóhanni Helga- syni sem kennd er við sovésku fréttastofuna TASS. Platan var nú samt hljóðrituð í Los Angeles undir stjórn Jakobs Magnússonar. Þeim til stoðar og styrktar voru ýmsir þekktir hljóðfæraleikarar, þar á meðal meðlimir hljómsveit- arinnar Boz Scaggs. Þau fáu lög sem við höfum heyrt af TASS gefa greinilega til kynna hvar upptök- urnar fóru fram og að þaulvanir bandarískir hljóðfæraleikarar léku undir með sínu sniði. öll lög- in á TASS eru eftir Jóhann en textar eftir Ameríkana, Jóhann og Magnús Þór Sigmundsson. Útgef- andi er Steinar hf. Mike Pollock hefur einnig komið út sólóplötu hjá Steinum hf. Um þetta egóflipp Mikes verður fjall- að sérstaklega í næsta Pokahorni. Hér er á ferðinni góð plata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.