Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBEít og boðar Brim Bókmenntir Erlendur Jónsson Steinar J. I.úðvíksson: ÞRAUTGÓÐ- IK Á RAUNASTUND. XIII. Örn og Örlygur hf. Rvík., 1981. Þetta bindi tekur til þriggja ára: 1900,1901 og 1902. Þar að auki eru viðbætur og leiðréttingar vegna fyrri binda á fimmtíu síðum. »Margir hafa orðið til þess að óska eftir því,« segir höfundur í for- málsorðum, »að reynt verði að rekja söguna lengra aftur í tím- ann, og eins að haldið verði áfram þar sem sleppti árið 1958. Eru það áform útgáfunnar að gera sögunni frá 1958 og fram undir nútímann skil.« Þá telur höfundur »erfitt að rekja söguna lengra aftur í tím- ann en til aldamóta, svo að örugg heimild geti talist.« Árið 1900 hefst með fyrirsögn- inni: Póstskipið Laura í hrakning- um. Skipið skyldi sigla frá Reykja- vík til Kaupmannahafnar með við- komu í Vestmannaeyjum. Þetta var í janúarmánuði og þá er allra veðra von. Fyrst hafði skipið beðið veðurs í viku í Reykjavík, við Vest- mannaeyjar beið það í sólarhring, var síðan sex daga þaðan til Fær- eyja. Þessar ferðir voru enginn leikur. Er víðar getið um hrakn- inga sem skip af þessu tagi urðu fyrir. Þetta var sem sagt í janúar. í næsta mánuði er sagt frá manni sem fór niður um ís á Hrútafirði og drukknaði. Hann hafði reynt að stytta sér leið. En ísinn var ótraustur svo að menn furðaði á hversu langt hann »hafði komist út á fjörðinn áður en hann féll niður um ísinn.« — Mönnum hætti til að tefla á tvær hættur í þá daga í sífelldri glímu við nátt- úruöflin. Hér er komið svo langt frá líð- andi stund að vægi atburðanna ræður ekki öllu um lengd frásagn- anna heldur heimildir sem til eru. Til dæmis segir allýtarlega frá þvi er togarinn Cleopatra strandar. Skipverji, sem bjargaðist, skráði á gamals aldri sögu strandsins og er hér stuðst við frásögn hans. En tíðir skipskaðar útlendinga við ís- lands strendur minna okkur líka á ágengni þeirra á íslenskum fiski- miðum. Svo mjög sem sókn þeirra á Islands mið hefur verið erfið og áhættusöm gefur auga leið að ágóðinn hefur ekki verið smár. Einhver mesti mannskaði sem frá greinir í þessari bók varð í apríllok 1901 þegar áraskip með tuttugu og átta manns innanborðs fórst við Vestmannaeyjar. Aðeins einn maður komst lífs af. Skipið lagði af stað í blíðskaparveðri undan Eyjafjöllum. Farmur þess var margs konar, þar með talið fé á fæti, torf og fleira. Margir höfðu haldið til skips í þeim vændum að fá far án þess að hafa tryggt sér það fyrirfram. í fyrstunni vísaði formaður þeim frá. En vegna þrýstings frá fólkinu og skipverj- um sem þekktu það tók hann loks við öllum — nema einum sem hvarf frá — svo enginn skyldi skilinn eftir í fjörunni. Veður versnaði, skipinu hvolfdi skammt frá Vestmannaeyjahöfn þannig að vel sást úr Eyjum hvað komið hafði fyrir, bát var hrundið á flot og honum tókst að bjarga hinum eina sem af komst, auk þess sem náðist til nokkurra líka sem flutu Steinar J. Lúðvíksson á sjónum í grennd við slysstað. Meðal þeirra sem fórust var margt kornungt fólk. Mesta sjóslys ársins 1902 varð hér þegar breski togarinn Anlaby strandaði skammt frá Grindavík. Öll áhöfnin fórst, þar með talinn skipstjórinn sem Islendingar köll- uðu sænska Nilson. Nokkuð höfðu Islendingar kynnst honum áður og ekki að góðu. Fáeinum árum áður hafði hann verið skipstjóri á tog- aranum Royalist sem Hannes Hafstein, þá sýslumaður á Isa- firði, reyndi að taka í landhelgi á Dýrafirði. Togaramenn létu Is- lendinga kenna aflsmunar með þeim afleiðingum að þrír íslenskir sjómenn fórust en sýslumaður slapp naumlega. Lík skipverja af Anlaby rak öll á land — nema skipstjórans! Þótti það vera örlagadómur yfir honum — að hann skyldi ekki hljóta leg í íslenskri mold heldur gista vota gröf. Kíló af lærissneið- um hækkaði um 9 kr. IIVKKT kíló af kóteleUum kostar krónur 63,90 eftir hækkun búvöru- verðs um mánaóamótin, en fyrir þau kostaói kflóið 55,85 kr. Þessi hækkun nemur 14,5% og hækkun á lamhakjöti í smásölu er yfirleitt í kringum þá hlutfallstölu. Sama verð er á hverju kílói af læri og hrygg og kostar kílóið í sunnudagssteikina 59,55 kr. eftir hækkun, en síðasta sunnudag kostaði kílóið 52 krónur. Kíló af lærissneiðum kostar 69,50 kr. eftir hækkun, en kostaði 60,80 fyrir helgi. Svo dæmi séu tekin af nauta- kjöti í smásölu þá kostar kíló af buffi 196,80 eftir hækkun, en kostaði 178,65 krónur fyrir hækkun. Gúllaskíló hækkar úr 137,40 í 151,35 krónur og kíló af nautahakki, 1. flokki, kostar 102,70 krónur, en kostaði 93,10 fyrir helgi. Nautakjöt hækkar yfirleitt um 10—12%. I inngangsgrein segir höfundur um árið 1902: »Skipsskaðar voru tíðir á árinu, og einkum strönduðu mörg erlend fiskiskip við landið.* Togaraöldin var að hefjast fyrir alvöru, nú var tekið að ausa gegndarlaust úr þeirri gullkistu sem fiskimiðin umhverfis landið áður voru en hafa aldrei síðar orð- ið. Sumt gerðist fyrir allra augum. En ekki munu landsmenn hafa vitað deili á öllum þeim fleytum sem fóru hér með ströndum. Má segja að síðasta frásögn bókarinn- ar sé býsna táknræn, stutt og gagnorð. Ber hún yfirskriftina Skip rekur við Hjörleifshöfða og er á þessa leið: »Um miðjan desember fannst skip rekið á land skammt frá Hjörleifshöfða. Ekki var unnt að sjá hvert nafn þess hafði verið, né hvaðan það var, en af ýmsu mátti merkja að það hefði verið búið að hrekjast lengi í hafi. Skipsflak þetta var síðan auglýst í blöðunum og send út lýsing á því, en það bar heldur ekki árangur, enginn vildi við það kannast. Var flakið selt á uppboði um miðjan maí 1904.« Svo mörg eru þau orð. Minnir þetta ekki á frásagnir af »drauga- skipum* sem fundist hafa mann- laus á heimshöfunum? En jafnvel þó sleppt sé öllum tilburðum til að sjá atburði í dularfullu hálfrökkri er óhætt að fullyrða að margt hef- ur gerst hér við strendur sem aldrei verður skráð. Björgunartækni var frumstæð um aldamót miðað við það sem nú er orðið. En viðleitnin til að bjarga var alveg hin sama. Menn tefldu oft á tæpasta vað — þá eins og nú — og buðu hættunum byrg- inn fremur en flýja af hólmi. Hér er því ekki á ferðinni einber björg- unar- og sjóslysasaga. Þetta er líka sagan af því hvað þjóðin varð á sig að leggja til að afla sér lífs- bjargar, til að lifa af! Lífsbjargar- saga! PIONEER HHd SY5TEM r PKjNEER Hlfl SYSTEM Frábær hljómflutningstæki meö tæknilega yfirburði og hönnun i/gi HI.JÓMTÆKJADEILD fel KARNABÆR =11 HVERFISGÖTU 103 SlMI 25999 PIONEER HH=I SVSIEM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.