Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1981 45 m VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI w TIL FÖSTUDAGS i ,é Édruiá^ itfi m u ViVWl.W- Víðar en á hafinu sem menn eru ósam- mála fiskifræðingum Veiðimaður skrifar: „Ég var fyrir skömmu að kynna mér hvað veiðileyfin kostuðu nú í Elliða- vatni. Kom þá í ljós að hálfur dagur (eða réttara sagt kvöld- stundin, því að menn nota hálfs- dagsleyfin aðallega á kvöldin) kost- ar 50 kr. Dagur í vatninu kostar 80 kr. Þetta eru miklir peningar fyrir þá tegund veiðimanna, sem þarna hefur verið þaulsætnust. Mig lang- ar í þessu sambandi til að fá það upp gefið, hverjar heildartekjur voru af sölu veiðileyfa í vatninu í sumar sem ieið. Stórdraga úr sókn En það má annars um þetta segja, að það er víðar en á hafinu, sem menn eru ósammála fiskifræð- ingum. Þeir hafa haldið því fram (m.a. Jón Kristjánsson), að sem mest ætti að veiða í vötnum þar sem fiskur er smár, vegna tak- markaðs beitarþols þeirra, þ.e.a.s. því meira sem stofninn sé grisjaður (að vissu marki), því vænni verði fiskurinn sem eftir lifi í vatninu. En þessum vísindum fiskifræð- inganna virðist ekki hafa verið trúað, ef marka má verðlagningu veiðileyfanna í Elliðavatni. Þau koma ekki til með að verka hvetj- andi í þá veru að fiskurinn verði grisjaður þar í sumar. Þau hljóta að stórdraga úr sókn okkar kvöld- og helgarveiðimanna þangað. Ekki vitlaus íjárfesting I fyrrasumar talaði ég við veiði- menn við Vífilsstaðavatn. Þar höfðu þeir veitt ár eftir ár. Þeir sögðu mér að fiskurinn sem þeir væru að veiða um þetta leyti væri um helmingi minni að meðaltali en árið áður. Það virðist því ekki vitlaus fjárfesting að selja veiði- leyfin ódýrt í þessum vötnum meðan verið er að grisja þau og ná upp fiskstærðinni." Samræma þarf verð- ið á veiðileyfunum Snorri Jónasson skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég las í dálkum þínum þann 12.5. grein eftir Jón Helga Jónsson um veiðiieyfisokrið í Elliðavatni og er ég honum sammála að öllu leyti ásamt fjölda manna sem ég hef talað við. Ég er einn af þessum „kaffi- brúsakörlum", sem hafa gaman af að renna fyrir fisk í Elliðavatni einn og einn góðviðrisdag og eina og eina kvöldstund, en nú virðist eiga að girða fyrir að svo megi verða í framtíðinni vegna þessa okurverðs á veiðileyfum í vatninu. Mig langar að gera samanburð á verði veiðileyfa í nokkrum veiði- vötnum og vil ég þá byrja fyrst á Elliðavatni. Þar kostar hálfdags- veiðileyfi 5.000 gkr. fyrir stöngina og fyrir allan daginn kostar veiði- leyfið 8.000 gkr. fyrir stöngina. Fyrir sumarkortið verður að borga hvorki meira né minna en 70.000 gkr. Fiskurinn sem veiðist þarna er smábleikja um og innan við eitt pund. Einnig fæst þar lítilsháttar af urriða sem er aðeins stærri en bleikjan. í Kleifarvatni kostar veiðileyfið á dag 3.000 gkr. fyrir stöngina og fyrir sumarkortið verður að borga 15.000 gkr. Sams konar fiskur veiðist þar og í Elliðavatni. í Vífilsstaðavatni kostar 3.000 gkr. fyrir stöngina á dag og sumar- kortið kostar þar 25.000 gkr. I Djúpavatni kostar 3.000 gkr. á dag fyrir stöngina. I Hlíðarvatni í Selvogi kostar 4.500 gkr. fyrir stöngina á dag. Einnig vil ég koma því að, að hús fylgja veiðileyfum við Djúpavatn og Hlíðarvatn í Selvogi. Eins og Jón Helgi vil ég eindreg- ið fá að vita ástæðuna fyrir þessum verðmun á Elliðavatni og hinum vötnunum. Vil ég skora á forráðamenn EUiðavatns að endurskoða verð á veiðileyfunum og reyna ða sam- ræma verðið við það sem annars staðar tíðkast. Með kærri þökk fyrir birting- una.“ Erum við íslend- ingar „heppnir“? Friðrik Kristjánsson skrifar: „Oft heyrum við stjórnmmála- menn og aðra, jafnt lýðræðis- sinna sem kommúnista, ræða um það að við íslendingar séum heppnir að vera meðal þeirra þjóða, sem búa við hvað bestu lífskjörin, sem í okkar veröld þekkjast. Oftast fylgir það tali þessu, beint eða óbeint, að heppni okkar sé í því fólgin að teljast tii vestrænna lýðræðis- þjóða. Lýðræðissinnar ættu að huga vel að þessu heppnistali og íhuga hvort ekki séu einhverjar tiltölu- lega einfaldar skýringa á þessari „heppni" okkar. Við þá athugun kemur einfaldlega í ljós að heppni okkar er faiin i stórpóli- tískri ákvörðun, sem tekin var af Bjarna Benediktssyni og fleiri lýðræðissinnuðum stjórnmála- mönnum og staðfest á Alþingi þann 30. mars, 1949, í algjörri andstöðu við kommúnista og „Alþingi götunnar", sem svo minnisstætt ætti að vera öllum íslendingum. Heppnin er semsé einfaldlega fólgin í þeirri heilla- vænlegu ákvörðun mikils meiri- hluta þjóðarinnar að fylkja sér í raðir vestrænna lýðræðisþjóða og taka fullan þátt í vörnum þessara þjóða gegn yfirgangi alþjóðakommúnismans. Er við þannig getum orðið okkar eigin gæfu smiðir, ber okkur að hafa það vel hugfast að á sama hátt getum við einnig stuðlað að okkar eigin ógæfu með andvaraleysi því, sem svo augljóst er í athöfnum þess fólks sem gerist meðreiðarsveinar kommúnista og vinnur gegn samvinnu okkar við aðrar vest- rænar lýðræðisþjóðir á sviði varnarmála. A sama hátt getum við stuðlað að enn meiri „heppni" okkar íslendinga, hvað bætt lífskjör varðar, með því einfaldlega að allt lýðræðissinnað fólk samein- ist í algjörri andstöðu við komm- únista á sviði efnahagsmála. Já, við getum verið heppnir íslendingar.” Lýðháskóli í Skálholti Almennt framhaldsnám. Fjöldi valfrjálsra greina. Leiötogamenntun. Samfélag og vinakynni. Hringið í síma 99-6870. Skálholtsskóli. Stálundirstöður fyrir loftplötur og brúargerð Stærðir frá 1.80—3.00 mh. burðarþol 1000 kg.—2780 kg. Stærðir frá 2.20—3.60 mh. burðarþol 2170 kg.— 856 kg. Stærðir frá 2.40—4.20 mh. buröarþol 2950 kg.—1100 kg. Stærðir frá 3.10—5.00 mh. buröarþol 5000 kg.—1300 kg. Vestur-þýzk úrvalsvara og viðurkennd af þýzka öryggiseftirlitinu (TUV). Hagkvæmt verð. Leitið tilboða. Allar upplýsingar Atlas hf Grófinni 1. — Sími 26755. Pósthólf 193, Reykjavík. umboðs & heildverzlun Söluaóilar SELTJARNARNES iþróttaféfagið Grðtta GARÐBÆR Umf. Stjaman MOSFELLSSVEIT Umf. Afturatding KJÓS Umf. Drangur KJALARNES Umf. Kjalnesinga AKRANES iþróttabandalag Akraness BORGARFJÖRÐUR Ungmennafélögin HELUSSANDUR Umf. Reynir ÓLAFSVfK Umf. Vikingur GRUNDARFJÖRÐUR Umf. Grundvlkinga STYKKISHÓLMUR Lúðrasveitln BÚÐARDALUR Umf. ólafur Pé PATREKSFJÖRDUR Héraðssambandið Hrafna-f T ÁLKNAF JÖRÐUR Umf. Tálknaf jaröar BÍLDUOALUR íþróttafélagið FLATEYRI iþróttafélagiö Grettir ÞINGEYRI iþróttafélagið Höfrungur SUÐUREYRI iþróttafélagið Stefnir BOLUNGARVÍK Umf. Bolungarvlkur ISAFJÖRÐUR Knattspymuráð iaafjarðar SÚÐAVlK Umf. Geiali HÓLMAVlK Umf. Geislinn STRANDASÝSLA Ungmennafélögin HÚNAVATNSSÝSLA Umf Getsiar SAUÐÁRKRÓKUR Skátafélagið SKAGAFJÖRÐUR Kaupféiagiö f Varmahlið HOSÓS Umf Hðfðstrendingur FLJÓT Sigurtaug Jónsdóttir Bjamargili SIGLUFJÖRDUR iþróttabandalag Siglufjarðar ÓLAFSFJÖRÐUR Kirkjukórinn EYJAFJÖRDUR UMSE AKUREYRI iþróttafélagið Þór HÚSAVÍK Tónlistarfélagið MÝVATNSSVEIT iþróttafélagið Eillfur REYKJAHVERFI Umf. Reykhverfingur REYKJADALUR Umf. Efling KÓPASKER Umf. Snörtur RAUFARHÖFN - Umf. Austrí VOPNAFJÖRÐUR Umf. Einherji EGILSSTAÐIR Hjálparsveit skáta JÖKULDALUR Umf JðkuktaBla FUÓTSOALUR Umf Fljótsdaale eiðaþinghA Jóhann G*Johannsaon SKRIODALUR Umf Sknðdæla FELLAHREPPUR Umf. Huginn HLÍOAHREPPUR Umf. Vlsir HJALT AST AÐAÞINGhA Umf. Fram HRÓARSTUNGA Umf. Hróar NESKAUPSSTADUR Jón Gunnarsson Blómsturvöllum 37 SEYÐISFJÖRDUR Björgunarsveitin isólfur DJÚPIVOGUR Kvenfélagið REYÐARFJÖRDUR Umf. Valur FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Umf. Leikmr STÖÐVARFJÖRÐUR Umf. Súian ESKIFJÖRtHJR Umf. Austri BREIÐOALSVÍK Umf Hrafnkell Freyagoði HÖFN HORNAFIRDI Umf. Sindrí VÍK f MÝROAL Umf Drangur KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Umf. Ármann HELLA Gríllakálinn HVOLSVÖLLUR Umf. Baldur VESTMANNAEYJAR iþróttabandalag Vestmannaeyja BISKUPSTUNGUR Umf. biskupstungna FLÚÐIR Verslunin Grund STOKKSEYRI Kvennadeild Siysavamafélagsina HVERAGERDI Umf Hverageröis og ölfuss GNÚPVERJAHREPPUR Umf Gnúpverja LAUGARVATN Kaupfélagið SELFOSS Umf. Selfoss ÞORLÁKSHÖFN Umf. Þór GRINDAVlK Umf. Gríndavfkur SANOGERÐI Knattspyrnufélagið Reynir GARDURINN Knattspurnufélagið Vlðir VOGAR Umf. Þróttur KEFLAVÍK i. B K. ' NJARÐVÍK Umf Njarðvfkur Kór Langholtskirkju-Feróasjóður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.