Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981 Fyrirmynd Steinars bónda i Hliðum undir Hlíðunum Píanótónleikar EIRÍKUR Á BRÚNUM. FERÐASÖGUR - SAGNA- ÞÆTTIR - MORMÓNARIT EIRÍKS ÓLAFSSONAR BÓNDA Á BRÚNUM. Vilhjálmur Þ. Gislason sá um útt'áfuna. Önnur prentun. Almenna bókafélaKÍð 1981. Eins og til að minna á að Paradísarheimt varð kvikmynd gefur Almenna bókafélagið út rit Eiríks á Brúnum, en dæmi hans er til hliðsjónar í Paradísarheimt, þar sem hann er fyrirmynd Stein- ars bónda í Hlíðum undir Hlíðun- um. Vilhjálmur Þ. Gíslason segir að Eiríkur á Brúnum hafi verið „einn af sérkennilegustu mönnum sinn- ar samtíðar á Islandi". Þegar fyrsta bók Eiríks, Lítil ferðasaga (1878), kom út vakti hún litla sem enga athygli bókmennta- manna, en varð vinsæl alþýðulesn- ing. Þeir sem þóttust vita betur en Eiríkur höfðu skrif hans að gam- anmálum, varð tíðrætt um fávísi hans og undrun. Vilhjálmur Þ. Gíslason skrifar: „En það var einmitt hin glaða, vakandi undrun í framandi landi, barnsleg og barnaleg í senn, sem gerir ferða- sögu Eiríks á Brúnum að forvitni- legri og skemmtilegri bók. Ein- lægnin og einfeldnin, undrunin og hin búmannlega athygli, verða oft að skemmtilegri og skrítinni sögu.“ Lítil ferðasaga greinir frá ferð Eiríks til Kaupmannahafnar 1876. Hann er sjálfur vitandi um ófull- komleik frásagnar sinnar, en seg- ist hafa látið eftir áfjáðum um fréttir úr ferðinni. Það eru mörg dæmi um einlægni Eiríks, enda hræðist hann ekki dóm annarra, heldur treystir „góðfúsum lesara" að færa til betri vegar það sem „ábótavant kann að vera i þessari minni ritgjörð". Einfeldni er að vísu að finna í Lítilli ferðasögu og fleiri ritum Eiríks á Brúnum, en hún er af þeim toga sem jákvæður verður að kallast, þ.e.a.s. sögu- maður hreykir sér ekki, skýrir satt og rétt frá þótt einhverjir kunni að kalla hann einfaldan fyrir bragðið. Rit Eiríks á Brúnum eru að sjálfsögðu merkar heimildir um þá tíma sem hann lifði, en ekki síst er mikið að græða á alþýðleg- um frásagnarhætti hans sem er til Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON vitnis um munnlega hefð og orða- lag víða fyndið. Önnur lítil ferðasaga (1882) er að mestu skrifuð í Ameríku og segir frá mormónaárum Eiríks. Bókin var á sínum tíma gerð upptæk og prestar vöruðu við henni. Þegar Eirikur ferðaðist um Island til að boða mormónatrú var sigað á hann hundum, en sumir tóku honum vel. Mormónarit Eiríks á Brúnum eru í senn varnarrit fyrir morm- ónatrú og uppgjör hans við morm- óna, samanber Svívirðing eyði- leggingarinnar (1891). Þótt Eirík- ur segði sig úr mormónasöfnuðin- um breyttist stefna hans í trúmál- um lítið. Meðal þess besta sem er að finna í ritsafni Eiríks á Brúnum eru sögur hans og sagnir, enda var hann „í innsta eðli sínu sagnamað- ur“ eins og Vilhjálmur Þ. Gislason skriar. Sagan Tólf manna árás fjallar til dæmis um afleiðingar þess að kátur bóndi gisti hjá Eiríki að Ártúni í Mosfellssveit og kom dóttur hans til að spila við sig tveggja manna alkort. Sagan af brögðóttum karli er dæmigerður þjóðlegur fróðleikur vel þess virði að geymast. En Eiríkur er ekki bundinn við Island i frásögnum sínum heldur er líka ýmislegt furðulegt að gerast í Ameríku eins og frásagnirnar tvær vitna um: Merkilegar sjónir í lofti árið 1881 og Nokkur orð um herförina til IJtah árið 1857. Margt er skrýtið hjá Eiríki á Brúnum og spillir það ekki ánægju manna við lestur bókarinnar. Lúðrablástur Bjarni Guðmundsson, túbu- leikari, og William D. Gregory, básúnuleikari, með aðstoð Svein- bjargar Vilhjálmsdóttur, Þor- kels Sigurbjörnssonar, Nora Kornblueh og David Johnson, héldu tónleika að Kjarvals- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON stöðum, sem eftir því sem undir- ritaður veit best, munu vera fyrstu tónleikar hér á landi með túpu og básúnu í aðalhlutverki. Tónleikarnir hófust með sónötu fyrir básúnu og píanó eftir Robert Sanders. Gregory og Sveinbjörg fluttu sónötuna ágætlega. Annað verkið var svíta fyrir túbu og píanó eftir Alec Wilder og léku Þorkell og Bjarni þetta grínverk. Svítan er nokkurskonar hermiverk og fjallar um mikilvæga atburði í lífi fílsins Effie. Það getur verið að verkið sé fyndið, en er ekki alveg eins verið að gera grín að túbuleik. Bjarni lék verkið án þess að gera sér mat úr gríninu. Þriðja verkið var leikið af Greg- ory og Sveinbjörgu, fimm þættir eftir Krenek, skemmtilegt og „nýstárlegt" verk, samið 1967, þegar nýbylgjan var í hámarki vestur í Ameríku, sú sama og nú hefur gengið aftur hér uppi á Islandi. Gregory, sem er góður básúnuleikari, lék einnig, ásamt Kornblueh cellóleikara og John- son lágfiðluleikara, Serenöðu eftir Persichetti. Verkið er að nokkru stæling á barokktónlist og í Barcarole (2. kafli), mátti merkja tilvitnun í Offenbach. Bjarni og Þorkell léku og sónötu eftir Hindemith og tónleikunum lauk svo með Rómönsu úr túbu- konsert eftir Waughan-Willi- ams. Bjarni er duglegur hljóð- færaleikari og gerði margt vel á þessum sérkennilegu tónleikum. Þannig er hann nákvæmur í frá- sögn sinni af ferðinni frá Islandi til Spanish Fork í Ameríku. Hann hrífst mjög af fallegum akurlönd- um í Spanish Fork, uppskeru þar og því að þar fengu menn að vinna eins og þá fýsti. Inn í frásögn af því að karlmenn fengu hálftunnu af hveiti og mat ef þeir unnu í tíu tima samfleytt er skotið svona í leiðinni án greinaskila andláts- fregn fyrri konu Eiríks, Runveldar Runólfsdóttur, en hún „sálaðist" að sögn eiginmannsins „í miðri Ameríku, í borginni Norðplatt, úr mislingasóttinni, sem er að stinga sér niður hér. Hún var lasin einn dag og lognaðist út af með hægð um kvöldið". Til tíðinda má telja að Eiríkur á Brúnum gifti sig sjálfur síðari konu sinni, Guðfinnu Sæmunds- dóttur, en hún var þá 25 ára, hann 72. I bæklingi um athöfnina segir hann meðal annars: „Ég, Eiríkur Ólafsson, hafði fengið mér stúlku, og við trúlofast okkar á milli, og vildum gifta okkur, áður en margir vissu það; ég var líka hræddur við veröldina, að hún mundi taka frá mér stúlkuna, og helst vegna þess, að stúlkan er bæði falleg og skemmtileg, og vel að sér til munns og handa, 25 ára gömul; svo eitthvað varð ég nú til bragðs að taka, svo að ég væri viss um, að ég tapaði henni ekki úr höndum mér, og var hún þó búin að lofa mér tryggð, sem hún líka vel efndi." Verður ekki annað sagt en Almenna bókafélagið hafi unnið þarft verk með að gera ritsafn Eiríks á Brúnum tiltækt á ný. Eero Heinonen píanóleikari frá Finnlandi var hér á dögunum og hélt einleikstónleika í Nor- ræna húsinu. Á verkefnaskránni voru verk eftir Englund, Sibelí- us, Hannikainen, Mozart og Liszt. Fyrsta verkið var Intro- duzione e Toccata eftir Englund, hressilegt og „tekniskt" verk, sem Heinonen lék fyrirhafnar- laust. Annað verkið, Sónatían í fís-moll, eftir Síbelíus, er ekki stórfenglegt að gerð, en hugljúf tónsmíð og var leikin mjög fallega. Þriðja finnska verkið er eftir Hannikainen og heitir Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Variations fantasques. Verkið er ótrúlega langdregið og það sem gerði flutning þess þolanlegan, var frábær leikur Heinonen, sem er aldeilis stórfenglegur píanó- leikari. Tvö síðustu verkin voru tilbrigði eftir Mozart og sú fræga sónata í h-moll, eftir Liszt. Mozart-sónatan var glæsilega flutt en í h moll-sónötunni var flutningur Heinonen stór- kostlegur. Tækni hans er gífur- leg og tilfinning hans fyrir stíl og blæbrigðum mjög yfirveguð. Það eina, sem finna mætti að flutningi hans, er að vegna mikillar tækni, vilja erfiðu kafl- arnir verða einum of léttir í blæ og verkin tapa þeirri spennu sem erfiðleikarnir og átökin eiga að búa yfir. Heinonen er ungur og hefur þegar náð feikilegri tækni, en það er ekki nóg. Túlkun tónlistar er í rauninni stöðug sköpun, sem þá fyrst verður stór, er skilgreinanlegur samsetning- ur tónvefsins er gæddur tilfinn- ingu, sem er í rauninni það eina sem hægt er að kalla, að hafi merkingu í tónlist. Tónlist er merkingarlaus en áhrifin, sem hún hefur á tilfinningar manna, er merking hennar. Tilfinninga- legt innihald tónlistar, samofið gerð og markmiði hvers verks, eru þau mikilvægu skilaboð, sem skapandi flytjandi þarf að magna upp í flutningi sínum. Þroski listamanns kemur fram í túlkun hans og eiga ungir tón- listarmenn oft bágt með að kyngja þeirri staðhæfingu, að þrátt fyrir góða hæfileika og mikla tækni, skorti þá þroska til gæða túlkun sína tilfinninga- legri dýpt. Heinonen hefur allt til að bera, til aö geta orðið stór-pían- isti. Það fer eftir því hversu honum tekst að nýta sinn tíma og þroska sig sem listamann. Til þess þarf einlægni og heiðar- leika gagnvart listinni. Það er innihald listarinnar, sem hefur þýðingu fyrir manninn, ekki tæknin. Útboð Tilboö óskast í upp- steypu og frágang utan- húss í kvikmynda- og veit- ingahús aö Álfabakka 8 (Mjódd), Reykjavík. Tilboösgögn veröa afhent á teiknistofunni ARKO, Laugavegi 41, mánudaginn 18. maf. Tilboö opnuö á sama staö föstudaginn 29. maí kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.