Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979 47 nú eftir að víetnamski herinn hefur gert stórfellda innrás. Þess ber að geta í þessu samhengi, að erlendir aðilar sem heimsóttu landið fyrir innrásina voru sam- mála um að hungur væri víðsfjarri fólkinu undir stjórn Pol Pots. I þeim hópi voru alls konar fólk sem ekki er hægt að segja að hafi verið áhangendur Pol Pots og því ófært um að gefa óhlutdræga lýsingu. Með þessum orðum hefur ekki verið þvertekið fyrir að ýmsir hryllilegir atburðir hafa gerst á þessu tiltekna tímabili. En bæði er umfang þeirra og eðli víðsfjarri því blóðbaði og tilgangslausu fjöldaslátrun sem reynt er að sannfæra venjulega fjölmiðla- neytendur um að hafi átt sér stað. Danskur maður, Torben Retböll að nafni, hefur tekið sér fyrir hendur að rannsaka meðferð vest- rænna blaða á málefnum Kamp- útseu árin 1975—1978. Niðurstöð- ur hans er nú að finna í bókinni „Kampuchea og den vestlige presse". Þar kemur fram, stutt óyggjandi rökum, að pressan hef- ur valið að rangfæra staðreyndir og blása út vitleysur. Notast er við falsaðar ljósmyndir, fölsuð viðtöl og vafasamar frásagnir eru kynntar sem staðreyndir. Enn- fremur hefur hin sama pressa ekki fengist til að birta leiðrétt- ingar eða frásagnir sem ganga þvert á tilbúning þeirra sjálfra. Þá hefur verið hrópandi skortur á frjóum umræðum um ástandið í landinu, þar sem málin eru rann- sökuð án hávaða og æsifregna. Bók þessi ætti að vera til handar- gagns á hverri ritstjórn og fréttastofu hérlendis sem erlendis. Sérstaklega ættu þeir starfs- menn sjónvarpsins, sem standa í því að draga að sýna myndir, sem ætlað er að réttlæta hernám Víetnama í Kampútseu, að kynna sér málin betur. „Utsynningur44, ljóðabók eftir Gunnar Finnbogason ÚT ER komin ljóðabók eftir Gunnar Finnbogason skóla- stjóra. Nefnist hún „Útsynn- ingur" og er fyrsta ljóðabók höfundar. í frétt frá útgefanda segir, að höfundur hafi byrjað að yrkja á s.l. sumri en hafi ekki borið það við fyrr. „Efni kvaeð- anna, sem eru 24, er líf okkar í amstri dagsins því höfundur kemur víða við — borgarlífið, í banka, hjá fógeta, í Stjórnar- ráðið, um lífið og dauðann, vorið o.s.frv.“ Bókin er 85 bls. að stærð. Útgefandi er Bókaútgáfan Valfell. Gunnar Finnbogason Al'CLÝSINGASIMINS ER: 22480 R:@ Málverkahorn í Corus NÝLEGA hefur verið sett á sýnis og sölu málverk eftir laggirnar verzlunin Corus í Jóhannes Geir, Gísla Sigurðsson, Hafnarstræti 17. Sú nýlunda er Atla Má, Jónas Guðmundsson, þar, að inn af verzluninni er Gunnar Þorleifsson og Svein- málverkahorn — þar eru nú til björn Þór. Sukksamt inn- an kirkjunnar Róm, 3. desember. Reuter. PRESTAR, munkar og nunnur drekka of mikið. að því er upplýst var á ráðstefnu yfirboð- ara trúarstofnana kaþólsku kirkjunnar í Róm í dag. SINDRA STALHE „Drykkjusýki meðal presta og klausturbúa færist stöðugt i aukana. og teygir þessi óáran anga sína um alla heimsbyggð- ina,“ sagði séra Joseph Macna- mara frá Bandaríkjunum er hann flutti skýrslu á ráðstefn- unni. Macnamara veitir forstöðu stofnun, sem aðstoðar bágstadda presta, en hann heldur því fram að algengara sé að drykkjusjúklingar gerist prestar, munkar og nunnur, en að fólk í þessum stéttum verði Bakkusi að bráð eftir að það gangi í þjónustu kirkjunnar. Fyrirliggjandi í birgðastöð PRÓFÍLPÍPUR □□□□cDaDaai—n-----iHZHHCIZia Fjölmargir sverleikar. Sex þýddar skáldsögur ÚT ERU komnar 6 bækur hjá Bókasafni fjölskyld- unnar, allt nýjar bækur, sem ekki hafa komið út áður á íslandi. Bækurnar eru: Endur- fundir eftir Marion Nai- smith, Þrír dagar eftir Joseph Hayes, Ósáttir erf- ingjar _ eftir Essie Sum- mers, Ástir í öræfum eftir Dorothy Cork, Smyglarinn hennar eftir Alice Chet- wynd Ley og Ástir lækna eftir Elizabeth Seifert. Bækurnar eru hver með sínu sniði, sú fyrsta gerist í Englandi nútímans, önnur í smáborg í Bandaríkjunum, þriðja í afskekktum héruð- um Nýja Sjálands, fjórða inni á öræfum Ástralíu, fimmta í Englandi á dögum Napoleonsstyrjaldanna og sú sjötta í smáborg í Bandaríkjunum. „Bækurnar hafa þannig hver sitt sögusvið og eiga það raunar eitt sameigin- legt að vera skemmtilega rómantískar og spenn- andi,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá útgefanda. Snjólaug Bragadóttir hefur íslenskað allar bæk- urnar utan eina, sem Loft- ur Guðmundsson íslensk- aði. Borgartúni31 sími27222 Landsins mesta úrvai af útvarpsklukkum. Og hér kemur meistarastykkið, útvarpsklukka með cassettu. Allttíl hljómfíutnings fyrir: HEIMILIÐ — BÍUNN OG DISKÓTEKIÐ D i • Kaasö ARMULA 38 (Setmúla meginl 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 POSTHÖLF 1366

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.