Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.12.1979, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979 41 fallegum Kópallitum. Meö Kópal sparast ótrúlega mikið erfiöi - og heimilið verður sem nýtt, þegar sjálfur jólaundirbúningurinn hefst. Jólaánægjan verðurtvöföld, þegar þú átt þess kost að njóta hennar án streytu og strengja. iMfpál fyrir jól máiningh!f „Leyndardómur Snæfells- jökuls“ og „Lorna Doone“ ÚT ERU komnar hjá Bókaút- gáfunni Örn og Örlygur tvær nýjar bækur í bókaflokknum Sígildar sögur með litmyndum. Eru það sögurnar Leyndardóm- ar Snæfellsjökuls“ eftir Jules Verne og „Lorna Doone“ eftir R.D. Blackmore. Hin fræga skáldsaga Jules Verne, „Leyndardómar Snæ- fellsjökuls," fjallar um ferðalag í gegnum jörðina, sem hefst á íslandi og lýkur á Ítalíu. Þýð- inguna gerði Andrés Indriðason. „Lorna Doone" er ástarsaga sem gerist í ensku sveitahéraði á ofanverðri 17. öld. Sagan segir frá hinum illa þokkaða Doone- ættflokki og John Ridd sem legggur allt í sölurnar fyrir stúlkuna sem hann elskar. Þýð- inguna gerði Steinunn Bjar- mann. Guðjón Albertsson Höfundur tekur fram, að hún og þar með sonur hennar séu frá Hesti í Hestfirði við ísafjarðar- djúp en ég tek af um það, að sú staðreynd valdi nokkru um dóm minn um söguna og þar með gömlu konuna. En sú kona mætti vel hafa verið mótuð af húsfreyju- störfum á barnmörgu útvegs- bóndaheimili við Djúp. Og það er trúa mín, að eitthvað af því samkeppnisliði um „lífsþægindi", sem fólkið í þessari bók á að vera fulltrúar fyrir mætti gjarnan fella niður aðra hinna árlegu ferða sinna til „sólarlanda" og í hennar stað ferðast um sitt eigið land og gera sér ljósar orsakir þess, að ekki er unnt að nýta áfallalaust án kvennahóps úr ýkjafjarlægri heimsálfu þá gjöfulu auðsupp- sprettu, sem svo ríkulega er ausið af, að hin linnulausa og allt að því sjúklega áðurnefnda samkeppni og margvisleg fjármálaleg véla- brögð hafa ekki enn orðið að því óskaplega tjóni, að þjóðin sem heild yrði með öllu fyrirlitinn bónbjargalýður á vegum erlendra lánadrottna. Eru jólin vandamál á þínu heimili? Ertu ef til vill ein þeirra, sem kappkostar að hafa heimilið hreint og fallegt, áður en jólahátíðin gengur í garð? Þá ert þú sennilega líka ein þeirra sem leggja sig alla fram við hreinsun og hreingerningar í jóla- mánuðinum og sennilega ein þeirra, sem er alveg örmagna, þegar sjálfur jólaundirbúningur- inn hefst - og svo geturður ekki notið sjálfrar jólahátíðarinnar fyrir þreytu! Við leggjum til, að þú leysir þetta vandamál með því að mála - já, I mála íbúðina með björtum og I>að sem mannsævin snýst um Dagbók húsmóð- ur í Breiðholti bertssyni sammála um, að orðin sé þjóðfélagsleg plága. En svo er hér því við að bæta, án tillits til gerðar sagnanna, að höfundurinn kennir þessa meinsemd fyrst og fremst konunum, sem þar eru leiddar fram á sjónarsviðið, en raunar karlmennirnir í sögunum ekki heldur til að státa af, og þykir mér ekki líklegt, að Breiðhyltingar verði ýkja hrifnir af því fólki, sem höfundurinn gerir með nafni bók- arinnar að fulltrúum þeirra. Sög- urnar eru yfirleitt sagðar á góðu máli og þar ekki flúið á náðir neinna hundakúnsta eða tízku- bragða, nema það kynni að vera tízkuþóknun, hve hárnákvæmt höfundurinn miðlar af þekkingu sinni, þegar hann lýsir hvílu- brögðum karls og konu, fylgir Lúðvík nokkrum, sem kemur fram í tveimur af frásögnunum og í þeirri fyrri gerir gleðikonu „gott í kroppinn" en eiginkonunni í hinni síðari. Annars er fólkið í frásögnunum dregið furðu skýrum dráttum, miðað við það rúm, sem ádeilan leyfir. Ein af sögunum finnst mér bera af sem „smásaga" og er þó ádeilan vissulega ekki falin. Sú saga heitir Húsfreyjan frá Hesti. Gamla kon- an, sem þar kemur fram verður beinlínis eftirminnileg, enda gerir hún uppreisn gegn stertimennsku tengdadóttur sinnar, og sú upp- reisn kostar hina öldnu konu lífið. Ný íslensk skáldsaga frá M og m MÁL og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Næstsíð- asti dagur ársins eftir Normu E. Samúelsdóttur. Undirtitill er Dagbók húsmóður í Breið- holti. í forlagskynningu er bókinni lýst á eftirfarandi hátt: „Beta, húsmóðir í Breiðholti, situr við dagbókarskriftir sem hún grípur í hvenær sem tóm gefst. Þessi dagbók er sjálfstað- festing hennar, þar leitast hún við að gera upp líf sitt í fortíð og nútíð, hispurslaust og af einlægni. Fjölskyldulíf og kjör, og ekki síður það nöturlega umhverfi sem hún hrærist í, birtist ljóslifandi og er samofið allri frásögninni. Upp af slitróttum dagbókar- blöðum, þar sem renna saman endurminningar, svipmyndir daglegs lífs og hvers konar utanaðkomandi áreiti, rís smám saman heilsteypt persónulýs- ing, skýr og trúverðug mynd af hlutskipti láglaunafólks, hús- mæðra fyrst og fremst, í svefn- hverfum Stór-Reykjavíkur. Því nærtæka viðfangsefni hafa ekki Norma E. Samúelsdóttir fyrr verið gerð skil í íslenskri skáldsögu. Næstsíðasti dagur ársins er fyrsta bók Normu E. Samúels- dóttur og var meðal þeirra handrita sem bárust í skáld- sagnasamkeppni Máls og menn- ingar í fyrra. Bókin er 155 blaðsíður, prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Guðjón Albertsson: Breiðholts- búar. Útgefandi: Bókaútgáfan Orn og Örlygur, Reykjavík 1979. Bðkmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN „En héðan af er víst ekki um annað að ræða en að halda áfram, reyna að halda í horfinu til jafns við aðra. Eða er það ekki það, sem mannsævin snýst um: reyna að standa sig og vera maður með mönnum! Og hér eiga allir hús og bíl, helzt einbýlishús og Dodge- Weapon, já, jafnvel sumarbústað og lystisnekkju, og eru í öruggri atvinnu. Og menn verða að fljúga til Majorka eða Kanaríeyja að minnsta kosti tvisvar á ári til þess að tekið sé fyllilega mark á þeim. Skyldi það ekki vera þetta dæmi- gerða velferðarþjóðfélag, sem við lifum í, þar sem enginn má vera minni maður en nágranninn, allir verða að hafa allt til fæðis, klæða, híbýla og skemmtana og engan má vanta neitt!" Undir lok fyrstu sögunnar af tíu í þessari bók farast dugnaðarfork- inum Runólfi þannig orð við eiginkonu sína, þá er þau hafa jafnað missætti, þar sem þau eru önnum kafin við að mála nýja íbúð sína í Breiðholti, sjáandi spretta upp allt í kringum sig hús, „hæð eftir hæð eftir hæð, unz þau virtust ná hálfa leið upp í himin- inn“. Þetta mun þykja alllöng tilvitn- un, en því aðeins birti ég hana þegar í upphafi þessa greinar- korns, að í henni felst meginkjarni flestra þeirra sagna, sem bókin Breiðholtsbúar hefur að geyma, og þar er stungið á þeirri mein- semd, sem ég og trúlega allmargir fleiri getum verið Guðjóni Al-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.