Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 23
23 — MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. ------L_U_----------------------------- EKKI léku íslensku veðurguðirn- ir við knattspyrnuunnendur í gærkvöldi er stjörnulið Bobby Charltons lék við úrvalslið KSI. Rigndi allan tímann meðan á leiknum stóð og um tíma var skýfall. betta gerði það að verkum að völlurinn var mjög þungur og glerháll. Gerði það leikmönnum beggja liða erfitt fyrir og var því mesta furða hve bæði liðin léku oft stórgóða knattspyrnu. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur og var miðja vallarins gefin eftir hvað cftir annað af beggja hálfu og hvert marktækifærið myndaðist af öðru. Ekki tókst að nýta þau sem skyldi og má með sönnu segja að þetta hafi verið leikur hinna glötuðu marktækifæra. Jafntefli varð í lciknum. báðum liðum tókst að skora tvö mörk. Má segja að það hafi verið sanngjörn úrslit eftir gangi hans. bví þrátt fyrir að íslendingarnir hafi átt fleiri tækifæri þá voru marktækifæri stjörnuliðsins öllu hættulegri. íslenska úrvalsliðið hóf leikinn af miklum krafti og náði strax nokkuð góðum samleik. Var knött- urinn látinn ganga vel á milli manna og tókst þeim strax að skapa glundroða í vörn stjörnu- liðsins. Fyrsta hættulega mark- tækifærið kom á 7. mín. eftir að Guðmundur Þorbjörnsson nær að nikka knettinum laglega inn í vítateiginn fyrir fætur Herði Hilmarssyni sem er í góðu færi en skot hans sleikir stöngina utan- • Bobby Charlton sýndi oft snilldartakta á Laugardalsvellinum í gærkvöldi og sýndi að hann er fjarri því að vera dauður úr öilum æðum. Hér á hann í höggi við Skagamanniiyi Árna Sveinsson og virðist hafa betur eins og oftast í leiknum. Ljósm. Friðþjófur LEIKUR HINNA GLOTUÐU TÆKIFÆRA verða. Bretunum gengur illa að ná saman í byrjun og þrátt fyrir góðar tilraunir tekst þeim ekki að sækja neitt sem heitið getur. Sóknirnar þyngjast af hálfu úr- valsins og við skulum líta í minnisbókina. 9. mín. Kristinn Björnsson er kominn í gott færi inni í vítateig en freistar þess áð leika áfram í stað þess að reyna skot og markvörðurinn nær að bjarga. 11. mín. Karl Þórðarson á skot eftir að mikii hætta hafði myndast eftir þvögu inni í teig hjá stjörnu- liðinu. 25. mín. Enn er Karl í færi, nú rétt fyrir utan vítateiginn en skot hans er ekki hnitmiðað og fer framhjá. 26. min. Eitt besta færi leiksins. Há fyrirgjöf frá Árna Sveinssyni inn í vítateiginn, markvörðurinn nær boltanum en rennur í hálu grasinu og missir knöttinn fyrir fætur Guðmundar Þorbjörnssonar sem af markteigslínu tekst að skjóta yfir markið. Nú er komið að stjörnuliðinu. Smátt og smátt nær það betri tökum á leiknum og fær að eiga sín tækifæri. Joe Royle fær góða sendingu frá kempunni Charlton og leikur upp vinstri kantinn og alveg inn að markteigshorninu, þar sem hann hleypir af en hárfínt yfir þverslá. Worthington fær fyrirgjöf á 34. mín og fær knöttinn á brjóstið svo til alveg á marklínu en á hreint yfirnáttúrlegan hátt tekst honum að koma boltanum framhjá markinu. Það hefði heyrst hljóð úr horni hefði landinn gert þetta. Síðasta orðið í fyrri hálfleiknum á svo hinn skotfasti Leeds-leikmaður Peter Lorimer, þar sem hann afgreiðir knöttinn viðstöðulaust með föstu skoti í bláhorn marksins en Þorsteinn Bjarnason lætur ekki að sér hæða og var ef snilld. Leikmennirnir voru eins og hundar af sundi dregnir er þeir gengu til búningsherbergja sinna í leikhléi. Væntanlega hefur tesop- inn yljað þeim því síðari hálfleikur byrjaði af sama krafti og sá fyrri. Og ekki láta marktækifærin á sér standa. Royle er á ferðinni á 52. mín., en Þorsteinn er rétt staðsett- ur og lendir í engum vandræðum. Liðin skiptast á upphlaupum án þess að þeim takist að skora. - þegar Charlton og Co gerðu jafntefli við úrvalið 2:2 Fyrsta mark leiksins. Loksins kemur markið sem allir eru búnir að bíða eftir. Á 56. mínútu leiksins sækja Islendingar og eru komnir inn að vítateig Bretanna, þar hrekkur knötturinn af Karli Þórðarsyni út til Harðar Hilmarssonar sem nær að leggja knöttinn vel fyrir sig og fer sér í engu óðslega, leikur nær markinu og rétt utan við mark- teigshornið skýtur hann þrumu- skoti sem hafnar í markhorninu fjær, og þrátt fyrir góða tilraun Mellor markvarðar nær hann ekki að koma neinum vörnum við. Var þetta vel gert hjá Herði. En Adam var ekki lengi í paradís. Aðeins þremur mínútum síðar jafnar stjörnuliðið. Lorimer er brugðið inni í vítateig og Worthington skorar örugglega. Tveimur mínút- um síðar sendir Lorimer háan knött inn í teiginn. Dýra mistekst að skalla frá og Royle nær að gefa hælspyrnu fyrir markið og þar kom gamli maðurinn Bobby Charl- ton á fullri ferð og skoraði óverjandi fyrir Þorstein markvörð. Var laglega unnið að marki þessu. Nú kom smá deyfð í leikinn skamma stund en úrvalið gafst ekki upp, og á 69. mínútu er dæmd vítaspyrna á Royle þar sem hann slær knbttinn inni í vítateig með hendinni. Gísli Torfason skorar og jafnar leikinn 2—2. Rétt skömmu síðar liggur við að Hörður leiki eftir sama leikinn og er hann skoraði fyrsta mark leiksins en Mellor markvörður bjargar af hreinni snilld. Það eru Islendingar sem eiga síðasta tækifærið í leiknum og eitt það besta. Kristinn Björns- son kemst einn innfyrir vörnina og á aðeins markmanninn eftir, Mellor kemur út á móti og þrátt fyrir að hann sé hálfkominn úr jafnvægi nær hann að slæma hendinni í knöttinn og bjarga marki. Jafntefli urðu því úrslitin og Bobby verður að koma í þriðja sinn ef hann ætlar að fara með sigur af hólmi yfir íslensku úrvalsliði. Leikurinn var skemmti- legur á að horfa fyrir áhorfendur sem voru fjölmargir þrátt fyrir slæmt veður. Úrvalslið KSÍ lék oft ágætlega saman í leiknum en þó hafði maður það á tilfinningunni að það vantaði meiri brodd i sóknarleik- inn. Bestu menn liðsins voru Þorsteinn Bjarnason og Janus Guðlaugsson, sem lék mótherja sína upp. Hörður Hilmarsson og Guð- mundur Þorbjörnsson áttu líka báðir góðan leik, þá var Karl Þórðarson sívinnandi en uppskar ekki sem skyldi. Hjá stjörnuliðinu sýndu allir atvinnumennirnir góða knattmeðferð og sendingar þeirra voru hnitmiðaðar. Þar voru aug- sjáanlega engir viðvaningar á ferð. Sjálf stjarna liðsins, Bobby, sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum og var hrein unun að sjá hann er hann tók á sprett og ýmist plataði mótherjann eða lagði upp hættu- leg tækifæri. Þá átti Powell góða spretti. - þr. „Gífurlegar framfarir hjá íslendingum í knattspyrnu — segir Bobby Charlton í samtali við Mbl. V HENSON „VIÐ leggjum meiri áherslu á að skemmta fólki með leik okkar, heldur en að vinna 8—0 eða svo,“ sagði gamla kempan Bobby Charlton í stuttu spjalli við fréttamenn eftir leikinn við úrvalslið KSÍ. „Og svo virðist sem fólki sé skemmt, því að við lékum á síðasta ári sjö leiki í ferð okkar og vorum siðan boðnir að koma aftur á alla viðkomandi staði.“ — „Við lékum betur núna heldur cn í fyrra, enda komum við þá beint út úr flugvélinni, en núna feng- um við góða hvíld.“ Næst var Charlton spurður um álit sitt á íslenska liðinu og hann svaraði: nÞið lékuð mun betur að þessu sinni, því að við vorum mun sterkari nú en þá, Islendingar eiga marga mjög góða fótboltamenn, en það kemur mér ekki á óvart því að framfarirnar hafa verið svo gífur- legar í íþróttinni undanfarin ár. Það er erfitt að benda á einn Islending öðrum fremur, en miðherjinn (Guðmundur Þor- björnsson) var mjög góður í fyrri hálfleik". Stjörnuliðið kemur hingað beint frá Noregi þar sem þeir unnu stóra sigra með tölum eins og 8—0 og 5—1. En Charlton segir að það hafi ekki verið úrvalslið heldur félagslið og því ekki sanngjarnt að bera saman við islenska liðið. Ferð Stjörnuliðsins lýkur hér á landi og Bobby Charlton er á förum til Argentínu þar sem hann mun starfa sem sjónvarpsmaður. Að- spurður hverjir myndu vinna á HM, gerðist Bobby loðinn í svörum en sagði loks að hvaða lið sem væri að þeim sem kæmust í átta lið úrslit væri til sigurs líklegt. „Ég vona innilega að geta komið hingað á nýjan leik næsta ár og þá munum við líka sigra,“ sagði hinn viðkunnalegi Bobby Charlton að lokum. — KK- Islenzka liðið gott VIÐ GRIPUM þá Peter Lorimer og markvörðinn Peter Mellor traustataki er þeir geystust út úr búningsklefunum. Þeir voru sammála um að íslenska liðið væri mjög gott, mun betra en þeir höfðu átt von á. Þeir voru einnig ánægðir með eigin frammistöðu og leikinn í heild. Þeir voru báðir hrifnastir af framlínumönnum og tiltóku þá einkum Karl Þórðarson og Janus Guðlaugsson. Þá sá Lorimer cinnig ástæðu til að hrósa Þor- steini Bjarnasyni fyrir mark- vörsluna. Að lokum tippuðu þeir félagar á tilvonandi heimsmeistara og taldi Mellor Ítalí sigurstrangleg- asta, en Lorimer lokaði sig inni í skel og sagði ekkert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.