Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30; 'MAÍ'WÍ^.' fMtaQQpuiilrltiMfe Útgelandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aóalstrasti 6, sími 10100. Auglýsingar AAalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á ménuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakió. rslit borgarstjórnar- kosninga í Reykjavík liggja nú fyrir. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta þeim, sem hann hefur haft frá því, að hann bauð fyrst fram til borgarstjórnar árið 1930 eða í tæplega hálfa öld. Þessi úrslit eru að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn um leið og þau tákna örlagarík umskipti í borgarmálum Reykjavíkur og íslenzkum stjórnmál- um. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir, að áð því hlyti að koma, að Sjálfstæðis- flokkurinn missti þennan meirihluta, en engu að síður hljóta það að þykja mikil tíðindi í íslenzkum stjórnmálum þegar það gerist. Sjálfstæðismenn geta með stolti litið til 48 ára stjórnarferils í höfuðborg landsins. Á þessum tíma hefur Reykjavík vaxið úr bæ, sem taldi tæplega 30.000 íbúa í stórborg á íslenzkan mælikvarða, sem telur milli 80 og 90 þús. íbúa. Þessi borg hefur, undir stjórn sjálfstæðis- manna, verið miðstöð ís- lenzks þjóðlífs og í forystu á flestum sviðum fram- kvæmda og þjónustu með- al sveitarfélaga landsins. Ekkert lýsir Sjálfstæðis- flokknum betur en stjórn hans á Reykjavík. Þar hefur farið saman mikil framkvæmdasemi eins og berlega sést á forystu Reykjavíkur á sviði gatna- gerðar, hitaveitu og skipu- lagsmála, og framfara- sinnuð og mannúðleg félagsmálastefna, sem hef- ur verið til fyrirmyndar. Það er sama hvort um er að ræða aðbúnað aldraðra, framfarir á sviði dag- vistunarmála eða aðstoð til sjálfshjálpar við þá, sem minna mega sín í þjóðfélaginu, á öllum svið- um hefur Reykjavík undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins verið til fyrirmyndar öðrum sveitarfélögum. Með hálfrar aldar stjórn sinni á höfuðborg landsins hefur Sjálfstæðisflokkur- inn sýnt, að hann er ekki þröngur hægri flokkur heldur víðsýnn umbóta- flokkur, sem spannar yfir breitt svið íslenzkra þjóð- mála og þar sem allar stéttir landsins og aðrir þjóðfélagshópar hafa hasl- að sér völl. Sjálfstæðis- flokkurinn í borgarstjórn hefur jafnan notið forystu trausts og farsæls borgar- stjóra. Birgir ísleifur Gunnarsson hefur að allra dómi skipað embætti sitt með sæmd, við mikla viðurkenningu pólitískra andstæðinga eins og fram kom í kosningabaráttunni. Spyrja má, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað meirihluta sínum í Reykjavík einmitt nú. Ef- laust verða svörin við þeirri spurningu bæði mörg og fjölbreytileg, en þó er auðvitað ljóst, að stjórn Sjálfstæðisflokks- ins á Reykjavíkurborg hef- ur ekki verið gagnrýnis- efni svo heitið geti, hvorki af hálfu andstöðuflokka sjálfstæðismanna í borg- arstjórn Reykjavíkur eða borgarbúa. í þessu sam- bandi er fróðlegt að vitna til orða Bjarna Benedikts- sonar tveimur dögum fyrir borgarstj órnarkosningar 1970, er hann sagði: „Stjórnmálaflokkar eiga mismunandi gengi að fagna, meðbyr og mótbyr. Oft reynir meira á menn, hvernig þeir standa sig, þegar á móti blæs og verða fyrir áföllum, því verður Sjálfstæðisflokkurinn að taka eins og aðrir og una dómi kjósenda. Við getum játað, að í raun og veru er það ofætlan, þegar við hugsum um fjölgun borg- arbúa, flutninga fólks til og frá í næstu byggðalög og berum þetta saman við almennt fylgi flokksins í landinu að ætla Sjálf- stæðisflokknum einum um alla framtíð að halda meirihluta í Reykjavík. Það er auðvitað mun erfið- ara eftir'að íbúar borgar- innar eru orðnir milli 80 og 90 þús. Þetta verðum við að skilja og átta okkur ' U a. En jafnframt er auðvit- að augljóst, að stjórnar- forysta Sjálfstæðisflokks- ins í núverandi ríkisstjórn hefur valdið flokknum miklum erfiðleikum í sveitarstjórnarkosningun- um á sunnudaginn. Sjálf- stæðisflokkurinn vann mikinn sigur í tvennum kosningum fyrir 4 árum og tók þá að sér forystu fyrir ríkisstjórn, sem hafði það helzta verkefni að ná efnahagslífi þjóðarinnar upp úr því óskaplega feni, sem vinstri stjórnin skildi eftir sig. Þessi ríkisstjórn hefur unnið það afrek að tryggja Islendingum 200 mílna fiskveiðilögsögu og hreinsa fiskimið lands- manna af erlendum fiski- skipum. En þessi ríkis- stjórn hefur einnig komizt að því fullkeyptu, að það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Það var auðveldara að koma efna- hagslífi þjóðarinnar í fen- ið á vinstri stjórnarárun- um en ná því upp. Og óánægja kjósenda með það, hversu seint hefur gengið að koma efnahags- málum landsins á réttan kjöl á áreiðanlega sinn þátt í fylgistapi Sjálf- stæðisflokksins í borgar- stjórnar- og sveitarstjórn- arkosningum í fyrradag. Úrslitin sýna, að báðir stjórnarflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur, gjalda í þessum kosningum erfið- leikanna á sviði lands- mála. Sú afstaða kjósenda verður ríkisstjórn og þing- mönnum þessara flokka alvarlegt umhugsunarefni. Að öðru leyti vekur mesta athygli við niðurstöðu kosninganna veruleg fylgisaukning Alþýðu- flokksins um land allt og sérstaklega hin mikla fylgisaukning Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, sem varð meiri en nokkurn gat órað fyrir. Nú er það að vísu svo, og gagnlegt að rifja það upp, að þetta er ekki í fyrsta skipti, sem kommúnistar ná svo miklu fylgi í borgarstjórnarkosn- ingum í Reykjavík. í kosn- ingunum á sunnudaginn var hlaut Alþýðubanda- lagið 29,8% greiddra at- kvæða, en fyrir 32 árum eða í borgarstjórnarkosn- ingum 1946 hlutu kommúnistar, sem þá gengu til kosninga undir merki Sósíalistaflokksins sama hlutfall greiddra atkvæða eða 29,75%. Fjór- um árum áður höfðu kommúnistar fengið 23,77% í borgarstjórnar- kosningum 1942 og 1950 fengu þeir 26,52%. At- kvæðamagn kommúnista í þessum borgarstjórnar- kosningum er ekkert eins- dæmi í sögu þeirra í Reykjavík, en það breytir að sjálfsögðu engu um það, að þeir hafa náð mikilli og óvæntri fylgisaukningu nú. Aðstaðan í borgarstjórn Reykjavíkur er nú sú, að Alþýðubandalagið er lang- sterkasti forystuflokkur hins nýja vinstri meiri- hluta, sem augljóstlega verður myndaður í borgar- stjórn Reykjavíkur næstu daga með tæplega 14.000 atkvæði á bak við sig og 5 borgarfulltrúa. Fram- sóknarflokkurinn tapaði bæði atkvæðamagni og borgarfulltrúa og hefur aðeins 1 fulltrúa í borgar- stjórn og Alþýðuflokkur- inn fékk 2 borgarfulltrúa. Það er því komið fram, sem Morgunblaðið varaði við fyrir kosningarnar, að færi svo, að meirihluti sjálfstæðismanna félli mundi vinstri stjórn verða mynduð í Reykjavík undir sósíalískri forystu Alþýðu- bandalagsins. Talsmenn Alþýðubandalagsins tóku skýrt fram í kosninga- baráttunni, að þeir vildu koma á sósíalískum stjórnarháttum í Reykja- vík. Það er ákaflega hæpið, að samstarfsflokkar Alþýðubandalagsins tveir, Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur, hafi þrek og kraft til þess að stand- ast kommúnistum snúning í þessari nýju vinstri stjórn í borgarmálum Reykjavíkur. En á það mun nú reyna og með því verður rækilega fylgst. Þetta er sú staðreynd, sem nú blasir við fjórum árum eftir að vinstri stjórn hrökklaðist frá völdum á vettvangi landsmála, að vinstri stjórn er að komast á í fyrsta skipti í Reykja- vík. Reynslan ein verður að leiða í ljós til hvers það leiðir. Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir verulegu fylgistapi í þess- um sveitarstjórnar- kosningum og hinu mikla áfalli að missa meirihlut- ann í borgarstjórn Reykja- víkur. Þegar fylgistap Sjálfstæðisflokksins er metið verða menn þó, að gera sér grein fyrir því, að það tekur mið af úrslitum kosninganna 1974, þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur eins og kunnugt er. Allt önnur mynd kemur í ljós, ef miðað er við úrslit sveitar- sjórnakosninga 1970 og 1966. En þrátt fyrir það hljóta sjálfstæðismenn að horfast í augu við, að þeir standa frammi fyrir tví- þættu verkefni. í fyrsta lagi á Sjálfstæðisflokkur- inn á brattann að sækja í þingkosningunum, sem fram fara eftir 4 vikur. Forystusveit flokksins og liðsmenn allir verða því að láta hendur standa fram úr ermum og gera geysi- legt átak til þess að snúa við þeirri þróun, sem fram hefur komið í þessum sveitarstjórnakosningum. I öðru lagi stendur Sjálf- stæðisflokkurinn frammi fyrir alveg nýjum viðhorf- um í borgarstjórn Reykja- víkur. Það hlýtur að verða meginmarkmið sjálf- stæðismanna að endur- heimta þann meirihluta í borgarstjórn, sem þeir nú hafa tapað og halda uppi öflugri andstöðu við þær fyrirætlanir Alþýðu- bandalagsins að koma á sósíalískri stjórn í Reykja- vík. Að þessum tveimur meginviðfangsefnum hljóta sjálfstæðismenn að einbeita sér nú og snúa bökum saman. Nú ríður á öðru en innbyrðis sundur- lyndi, flokkadráttum og deilum. Nú ríður á því, að sjálfstæðismenn taki höndum saman. Sjálf- stæðisflokkurinn er kjöl- festan í íslenzku þjóðlífi. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið kjölfestan í borgarmálum Reykjavík- ur. Hann hefur skapað þá öryggistilfinningu, sem borgarbúar hafa borið í brjósti til borgarstjórnar. Það öryggi er nú ekki lengur fyrir hendi. Sjálf- stæðisflokkurinn er boð- beri frjáls framtaks í landinu, jöfnuður milli stétta og starfshópa og mannúðlegrar félagsmála- stefnu eins og stjórn hans á Reykjavíkurborg hefur sýnt í hálfa öld. Undir þessu merki sjálfstæðis- stefnunnar hljóta sjálf- stæðismenn nú að ganga fram til þeirra miklu átaka, sem framundan eru í íslenzkum stjórnmálum og bersýnilega eru marg- falt meiri og harðari en menn hafa vanizt í nokkra áratugi. Reykjavik undir vinstri st j órn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.