Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977 46 Barbara skríður uppí til Redfords — og hjörtun slá hraðar. The Way We Were. Am. 1 973. Leikstjóri: Sidney Pollack. Redford ..Veistu. að þú ert fall- eg? Streisand ..Það ert þú. sem er fallegur ' Hafi emhver áhorfandi verið í vafa. ættu þessar upplýsingar fram- arlega í myndinni að þurrka þær efasemdir út Hann er að horfa á fallegt fólk í rauninni gerir hann lítið annað myndina út i gegn en að horfa á fallegt fólk Silkimjúk sól- skinsbros liða hjá Streisand ..Brosir þú alltaf?" Redford (brosandi) „Nei. — nei, nei ' En áhorfendum léttir i lok mynd- arinnar, Redford var bara að skrökva. auðvitað brosir hann alltaf Annars fjallar myndin um pólitík Katie Morosky (Streisand) ber dúpar réttlætistilfmnmgar í brjósti og berst fyrir málstað sínum opmberlega. fyrst i skóla og síðar i útvarpsþætti. sem hún vinnur að Hubbell Gardin- er (Redford) er fallegi eftirlætis- drengurinn í skólanum, sem allir dást að. en auk þess að vera falleg iþróttahetja er hann vel pennafær. og Katie dáist — í fjarska — að ritsnilld hans Nokkrum árum eftir að þau útskrifast hittast þau af tilvilj un og dragast smám saman hvort að öðru (sbr 1 tilvitnun) Hubbel hafði i skóla m a skrifað sjálfsgagnrýna ritgerð, sem byrjaði á þessum setn- ingum „Hann var eins og landið. sem hann bjó í Allt var honum of auðvelt ' Katie gat ekki gleymt þess- Faflega fólkið... Hemmingway kvikmy ntíaöur ÞAÐ þykir sjálfsagt ýmsum undarlegt, að það þurfi að nota stóra 10 kílówatta Ijós- kastara við kvikmyndatöku um hábjartan sólskinsdag á Hawaii Skýringin er sú, að mismunurinn milli Ijóss og skugga verður svo mikill, að draga verður úr skuggunum með þessum stóru kösturum. Hér er verið að kvikmynda siðustu söguna, sem kom út eftir Ernest Hemmingway, en hún ber nafnið ..Islands in the Stream". Hemmingway byrjaði á þessari bók á Kúbu um 1940 en lagði hana til hliðar 1942, þar sem honum þótti hún ganga of nærri sér persónulega Þar segir frá Thomas nokkrum Hudson, sem sest að á eyjunni Bimini árið 1939. Þetta er tvískil- inn, frægur, miðaldra lista- maður, nýkominn frá mikílli velgengni i París en i sögunni er lýst mjög nánu sambandi hans við 3 syni hans og afdrifum þessa manns, er hann er utan þess öryggis, sem eyjan veitir honum Hemmingway sótti efnivið- inn í ,,The Old Man and the Sea" í þessi skrif, en sú saga kom út 1952 og aflaði honum Pulitzer —verðlaun- anna. Ekkja Hemmingways og útgefandi hans stóðu siðan að útgáfu Islands in the Stream 1970, skömmu eftir lát rithöfundarins. Para- mount — kvikmyndafyrir- tækið er nú að gera kvik- mynd upp úr þessu efni og hefur fengið leikstjórann Franklin J. Schaffner til að stjórna því. Aðalhlutverk leik- ur George C. Scott, en kvik- myndatökunni stjórnar Fred Koenekamp Þessir þrir aðilar unnu áður saman að ..Patton", en Schaffner og Koenekamp unnu jafnframt saman að ..Papillon", og Koenekamp hlaut fyrir tveim árum Oscarsverðlaunin fyrir kvikmyndatökuna á ,,The Towering Inferno". SSP ISLANDS IN THE STREAM: kvikmyndataka ð Hawaii. um setningum, sem henni þóttu bera vitni um mikla rithöfundahæfi- leika. svo hún eggjar Hubbel nú til dáða á ritvellinum, en hann hafði lagt þessa iðju til hliðar Honum tekst að selja sögu til Hollywood og þau flytjast þangað og framtið hans er tryggð sem rithöfundar. En hér eins og annars staðar eru lagðar snörur fyrir hugsjónir, og málamiðl- un og tilslakanir verða daglegt brauð, sém Hubbel reynir ekki að streitast á móti, en Katie er hins vegar æf út í þessa meðalmennsku, sem hún telur réttilega eyðileggja verk Hubbels í þessu felst munur- inn á persónuleikum Katie og Hubb- els. Katie er ávallt reiðubúin að berjast opinberlega fyrir því, sem hún trúir á. en Hubbel er hins vegar reiðubúinn til að rifa seglin og haga þeim eftir vindi, til að losna við óþægindi og lifir þar í samræmi við setninguna í ritgerð sinni „Allt var honum of auðvelt" Þessi ágreining- ur nær hápunkti þegar „óamerlska nefndin' byrjar ofsóknir á hendur „vinstrisinnuðum kvikmyndagerðar- mönnum í Hollywood. Starf Hubb- ells er I hættu og Katie stormar til Washington ásamt fleirum til að mótmæla þessum ofsóknum. Á meðan býðst Hubbell til að gera þær tilslakanir, sem óskað er eftir, aðeins til að mega halda áfram að skrifa handrit eins og áður. í atriðinu á járnbrautarstöðinni kristallast þessi grundvallarmismun- ur á sjónarmiðum þeirra, og senni- lega er þetta besta atriði myndarinn- ar En einmitt vegna þess, hve þessi skoðanamismunur er djúpstæður og mikill, er eins og myndin geri hon- um tæpast nægileg skil Ágreining- urinn er fyrir hendi, en hann á erfitt uppdráttar bak við silkimjúk brosin, sólskinsmyndir (það virðist aldrei vera vetur, þó myndin spanni 20 ára timabil) og tónlist Marvin Hamlisch kæfir endanlega allar tilraunir til raunsæis Umbúðirnar bera mni- haldið ofurliði í rauninni getur mað- ur imyndað sér, að The Way We Were sé gerð við sömu aðstæður og Hubbell vinnur við, að myndin sé lokapródúkt málamiðlunar og til- slakana Þar sem þessi mynd fjallar um sams konar skoðanamismun og myndin Júlía. sem ég sagði hér frá í siðustu viku, verður fróðlegt að bera myndirnar saman og sjá. hvort Zinneman tekst ekki betur upp held- ur en Pollack Með því að nota tvær konur, losnar Zinneman við auka- atriði. sem verður aðalatriði hjá Poll- ack, kynferðisleg samskipti og til- kvik-ifl g mijndc Bn /íöon j 1 SIGURÐUR SVERRIR PALSSON Sólskinsmyndir og silki- mjúk bros. finnmgar aðalpersónanna, sem skyggja á hinn málaefnalega ágrein- ing Framleiðendur The Way We Were vita nákvæmlega hvers vegna fólk kemur til að sjá þessa mynd, og þess vegna er mikilvægast. að hag- nýta sér samspil Streisand og Red- ford til hins ýtrasta Þess vegna eyða þeir löngum tíma í atriði eins og það. að láta Streisand hátta hjá Redford, í fyrsta sinn Löngun hennar til hans hefur verið undir- strikuð rækilega á undan þessu atr- iði og hjörtu kvenáhorfendanna eru farin að slá í takt við hjarta Barböru. Þegar hún nær honum svo að lokum heim til sín, þó drukkinn sé, nálgast Framhald á bls. 37 George C. Scott Franklin J. Schaffner.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.