Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANOAR 1P77 41 + Óvenju kalt hefur verið í New York að undanförnu og hafa þvf fbúar Manhattan þurft að kynda vel. Reykjamökkurinn hylur háhýsin og enn eykst mengunin sem ekki var þó á bætandi. Otti við öldrun minnkar - ekki ellin sjálf getuna - HVERNIG fólk verður fyrst vart við það að það er tekið að reskjast og hver séu fyrstu merki öldrunar voru viðfangs- efni þriggja ráðstefna, sem ný- lega voru haldnar í Vestur- Þýzkalandi, fyrir lækna sál- fræðinga og öldrunarfræðinga. Þar sem viðbrögð fólks við öldr- un og þau áhrif, sem hún hefur á það, er mjög mismunandi er mjög erfitt að alhæfa nokkuð um ellina. Þess vegna komu fram á ráðstefnunum mjög mörg og ólík sjónarmið um hana. Einn læknir sagði að það væri ekki maður sjálfur heldur ann- að fólk, sem fyrst yrði öldrunar vart hjá manni. Það væri talið sem kæmi upp um mann á þann hátt að maður gleymdi skyndi- lega orðum eða nöfnum, sem maður hefði í orðaforða sínum þannig að talið yrði stirðara. Það tekur lengri tíma að kalla fram orð og nöfn úr minninu. Það er almennt álit að öldrun sé nú hægari en áður, en erfið- ara er að fullyrða um breyting- ar á getu heilans, eins og sviss- neskur vísindamaður, H.D. Schneider, benti á. Það er hugs- anlegt að segja að heilanum geti farið jafn mikið aftur og öðrum hlutum líkamans, en að hve miklu Ieyti þetta fylgist að er ómögulegt að segja um. Hins vegar sé rangt að segja að and- leg geta manna minnki alltaf við öldrun. Réttara sé að segja að andleg geta verði fyrir eins konar breytingu. Sálfræðingurinn K. Schlotka gerði tilraunir þar sem hann fól hóp manna á misjöfnum aldri í sama fyrirtæki eitt verkefni. Hann komst að raun um það að menn á aldrinum 30 til 40 ára leystu verkefnið mun auðveld- legar og fljótar en hinir eldri. Önnur svipuð athugun var gerð fyrir efnahagssamdráttinn 1974 og gaf til kynna að eldri starfs- menn væru óhagkvæmari fyrir fyrirtæki þar sem geta þeirra réttlæti ekki lengur það kaup sem þeir fengu. Schneider hefur hins vegar sýnt fram á að þessi niðurstaða er heldur fljótfærnisleg. Hann heldur því fram að andleg geta manna minnki ekki eftir 50 ára aldur, nema hjá fólki sem hefur lága greindarvísitölu og gerir ekkert til að halda heilanum virkum. Hann rannsakaði fjölda manna af meðal og mik- illi greind og fann það út að engin merki voru un andlega hrörnun í elli heldur þvert á móti þá hélt andleg geta áfram að vaxa. Ungt og gamalt fólk var látið gangast undir próf og útkoman kom á óvart. i fyrstu virtist yngra fólkið hafa töluvert meiri getu til að leysa verkefnið en hinir eldri. Þeir voru fljótari að ljúka við það, héldu betur áfram og verkmennskan var betri. Það tók eldri þátttakend- urna lengri tíma að kynna sér verkefnið, en eftir stutta stund unnu þeir á forskot unga fólks- ins. Og jafnvel þar sem þeir höfðu ekki við þeim í hraða bættu þeir það upp með meiri nákvæmni, öryggi og ábyrgðar- meiri afstöðu til verkefnisins. etta kemur heim og saman við reynslu fyrirtækja og bend- ir það til þess að það sé ekki öldrunin, sem dregur úr getu heldur óttinn við öldrunina. Schneider álítur að fólk bæli niður ótta sinn við ellina, vilji láta sig líta út fyrir að vera yngra, sprækara og fullt orku, en þjáist jafnframt af vaxandi ótta um að annað fólk taki eftir ótta þess við ellina. Prófessor Ursula Lehr frá Bonn sagði að þessi níðurbæl- ing á ótta við ellina og afleið- ingar hennar kæmi oft út hjá fólki á aldrinum 45 til 55 ára sem einhvers konar þunglyndi, minnkandi þróttur og áhuga- leysi. Það er engin líffræðileg eða sálfræðileg ástæða til að ætla að ellin sé farin að hafa áhrif á þessu aldursskeiði. Óttinn við minnkandi and- lega getu meðal fólks á aldrin- um 45 til 55 ára hefur engin áhrif á öldrunina sjálfa. Lækn- ar og geðlæknar hafa sífellt meir orðið varir við þennan ótta meðal fólks á þessu aldurs- skeiði og segja hann meðal ein- kenna erfiða tímabils miðaldra fólks. Fyrir giftingaveislur, afmæli, árshátiöir að ógleymdum saumaklúbbum. -------------------;------------------ A þessu borði eru eftirtaldir skreyttir réttir: Skinka, lambahryggur, kótilettur, ham- borgarhryggur, hangikjöt, grísasteik, roast beef, kjúklingar, reyktur lax, 2 — 3 síldarréttir, örænmet'ssalat, remolaði- sósa, rækjusalat, coctailsósa, brún heit kjötsósa, kartöflur amk. 3 tegundir, brauð og smjör, Við sérstökum óskum getur verðið lækkað eða hækkað, ef teknir eru burt, eða bætt við sérstaklega dýrum réttum t.d. lax tourne- dos, öndum, aligæs, kalkún o.þ.h. Ef óskað er getum við sent menn með borðinu til að setja það upp. Forréttir (ka/dir) Kavíar með ristuðu brauði 2 stk. per mann Blandaðar koktelsnittur 2 stk. per mann Laxasalat ( koktelglasi Rækjukokteill í kokteilglasi Humarkokteill í kokteilglasi Reyktur lax í kramarhúsum m/ stífþeyttu eggi 1 rúlla per mann Soðinn lax I hlaupi eða smálúða Skinkurúlla m/ spergil Köld ávaxtasalöt Kjúklingasalat. Kaldar eða heitar tartalett- ur eftir vali m/ kjöti, fiski eða ostafyllingu. Súpur Kjötseyði Colbert m/ hleyptu eggi Rjómasveppasúpa — Aspassúpa Blómkálssúpa Frönsk lauksúpa Aðrar súpur má panta hjá yfirmatreiðslu- manni. + Hollenska leik- konan Sylvia Kristl sem er oröin heims- fræg fyrir leik sinn í Emanuelle, segist aldrei ieika nakin framar. í tveim síö- ustu myndum sínum hefur hún verið í yfirhöfn alla myndina og samt fengið góöa dóma. Von er á enn einni Emanuellemynd en hún segir aö leik- stjórinn hafi lofað sér aö hún þyrfti ekki aö vera nakin. Hehur matur I minni eða stærri samkvæmi. Buff saute Stroganoff m/ salati og hrísgrjónum Grlsasteik m/ rauðkáli og brúnuðum kartöflum Hamborgarhryggur m/ rauðvlnssósu, ananas- salati og brúnuðum kartöfl- um. Grillsteiktir kjúklingar m/ ijómasveppasósu og grænmeti. Roast beef m/bearnaise- sósu. Belgjabaunum og pommés saute. London lamb m/ brúnuðum kart. rjómasveppasósu. og grænmeti. Grisakarriréttur m/hris- gk grjónum. , Desertar Ábætisréttir Vanillufs Mokkais Sitrónufromage, Triffle m/ rjóma, sherry og makkarónum. I---------------------A Ýmsir samkvæmisréttir og aðrir smáréttir: Sildarréttir, kabarettdiskur m/ 5 teg. af sild, brauði og smjöri. Kinverskar pönnukökur fylltar með hrisgrjónum, kjöti og kryddjurtum m. sal- ati Soðinn lax [ mayonnaise (heitt) m/gúrkusalati og tómötum. Kabarettdiskur með humar. rækjum, kaviar og skinku- rúllum spergil, roast beef, salati, brauði og smjöri itölsk Pizza Pie Ítalskur kjötréttur (Irish stew) Nautatunga m/ remolaði og hvitum kartöflum eða piparrótarsósu Alikálfasnitzel m/ tilheyrandi Útvegum borðbúnað ef óskað er t.d. glös, diska hnífapör dúka servíettur o.þ.h. Útvegum einnig þjónustufólk. Upplýsingar veitir yfirmatreiðslumaður islma 1 1630eða 13835 Óðal v/Austurvöll féik í fréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.