Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JANUAR 1977 Frú Stefanía í Kamellufrúnni Steinunn (Galdra-Lofti (1914) (1906) Sem Ulrika í ,, Kinnarhvolssystur" jftir Hauch Sem Magda (1915) • • Þorsteinn O. Stephensen: Frú Stefanía Guðmundsdóttir leikkona Hundrað ára minning íslenskt leikhús heldur hátíð i dag. í þetta sinn er það ekki nein yfirstand- andi listahátíð eða annað það sem brýt- ur blað í daglegu starfi sem þessu veldur. Nei, íslenskir Ieikarar og aðrir verkamenn í víngarði Þalíu heyra að hringt er klukku aldanna. Þeir staldra við og hvarfla huganum aftur í tímann til þeirra sem fyrstir sáðu í þenna garð. Og þeir fáu sem ennþá muna til upphafs íslenskrar leiklistar gefa sig minningunum ávald. Þetta er sá dagur sem valinn hefur verið til að minnast hundrað ára afmælis frú Stefaníu Guðmundsdóttur, leikafmæli þessarar góðu leikkonu. Það leikur ekki á tveim tungum að frú Stefanía var fremst í flokki margra góðra karla og kvenna sem lögðu grundvöll að íslenskri leiklist, fyrst með nokkurra ára starfi fyrir daga Leikfélags Reykjavikur, síðan með stofnun þess árið 1897. Það eru marg- endurtekin sannindi að leiklistin sé framar öllum öðrum listum hin sam- virka list. En á þessu sviði sem öðrum hafa þó ekki allir af náttúrunni jafn- miklu að miðla, og munar þó ef til vill ekki minna um hitt hvernig hver ein- stakur ávaxtar sitt pund. Af frásögnum þeirra sem glöggt muna leik frú Stefaníu í mörgum hlutverkum, og ekki siður af umsögnum margra gáfu- manna, sem henni voru samtíða, blandsast manni ekki hugur um að hún hefur verið gædd mjög upprunalegum og fjölþættum leiklistargáfum og óvenjulegum persónutöfrum. Ennþá er, sem von er til, margur kapítuli óskráður í íslenskri menningarsögu. Einn af þeim er æfi- og listasaga frú Stefaníu Guðmundsdóttur. Hann hlýtur að verða skráður. En meðan svo er ekki er fróðlegt að fletta upp í leikdómum gamalla blaða frá fyrri árum og lesa út úr þeim þau geðhrif og þær tilfinningar sem leikarar höfuð- staðarins kveiktu í brjóstum dómendanna og áreiðanlega annara smekkvísra áhorfenda. Við þann lestur dylst ekki að leikur frú Stefaníu er jafnan það sem mesta athygli vekur. Mig langar að geta þess að mér virðist það vera því nær sameiginlegt einkenni þeirra sem á þessum árum skrifuðu um leiksýningar í Reykja- víkurblöðin hve umsagnir þeirra eru hreinar og beinar og framsetning trúverðug. Um leikara og leik- dómendur þessara löngu liðnu ára gegnir einu máli: hvorugir höfðu notið neinnar menntunar sem slíkir. En það var leikhúsinu mikið happ að margir þeir sem skrifuðu um sýningar voru skáld og rithöfundar, stundum þá jafn- framt ritstjórar blaðanna. Og með ánægju verður maður þess var af hve einlægri samúð þeir fylgjast með starfi og þroska leikendanna og skilja vel og láta sér annt um þá nýju listgrein sem hér var að skjóta rótum. Ég ætla i stuttu máli að nefna nokkur af þeim mörgu, stóru hlutverkum sem frú Stefanía lék og jafnframt taka upp nokkrar línur úr umsögnum blaðanna um leik hennar í sumum þeirra. Hún hóf leikferil sinn í hlutverki kornungrar stúlku í Góðtemplara- húsinu árið 1893, þá 17 ára. í grein sem Þorsteinn Gislason skrifar i Oðinn árið 1906 um leik hennar i mörgum veiga- meiri hlutverkum á nokkrum þá und- anförnum árum byrjar hann á þvi að lýsa leik hennar I þessu æskuhlutverki og segír ma.: Hún kom fyrst fram á leiksviðið í telpugervi, riðandi á kollupriki, með flaxandi hár, iðandi og spriklandi af æskufjöri, eða hún klifraði upp um stóla og borð, snú- andi öllu á annan endann, sem i kringum hana var. Löngu seinna skrifar Einar H. Kvar- an grein í Eimreiðina sem hefst á þessa leið: Fyrstu dagana sem ég var hér, eftir 14 ára útivist í öðrum löndum var mér sagt frá 18 ára gamalli stúlku, sem héti Stefania. Þetta væri í meira lagi sérkennileg stúlka. Hún hefði aldrei út fyrir ísland komið, hún hefði aldrei átt kost á að sjá neina verulega leiklist, né fá neina sérfræðilega leiðbeining. Samt sem áður væri því einhvern veginn svo háttað, að þessi unga stúlka léki svo vel, að yndi væri á að horfa, og áreiðanlega miklu betur en dæmi væru til um nokkurn íslending. En á næstu árum hættir Stefania við ungmeyjahlutverkin en þróast hægt og öruggt í dramatiska leikkonu. Og þegar hún leikur Kamelíufrúna segir blaðið Ihgólfur í jan. 1907: Allur er leikur hennar svo, að annara gætir ekki, þegar hún er á leiksviðinu. Frúin sýnir fjölbreyti- lega listgáfu í þessum leik. Leikur hennar er léttur og leikandi eða þungur og fastur. Hún er svo hrein og sterk á leiksviðinu, að áhorf- andanum verður unun að fylgja og heyra hana. Frú Stefanía lék á starfsæfi sinni mörg mjög veigamikil hlutverk og ólik hvert öðru. Af þeim má nefna Mögdu í Heimilinu eftir Sudermann, Ulriku í Kinnahvolssystrum, Frú X eftir Bissons og af íslenskum hlutverkum má nefna Áslaugu i Nýársnóttinni, Ástu í Skugga-Sveini, Steinunni í Galdra-Lofti og Gúnýju i Lenharði fógeta. Ekki er þess kostur að vitna i leikdóma varðandi þessi mörgu hlut- verk. Ég held líka að nokkrar máls- greinar úr grein þeirri eftir Einar H. Framhald á bls. 26 Frú Stefanía Guðmundsdóttir I (slenzkum skautbúningi (1 905)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.