Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.06.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚNt 1971 5 Gnægð olíu 1 Norðursjó Norðmenn verða sjálfum sér nógir, olíuinnflutningur Breta minnkar um helming ÞARNA ER OLIAN _ NÝ BREZK BORUNAR I—i SVÆÐI g^LÍKLEG OLÍI’SY/EOI_ A OLÍUSVÆÐI » SHELL^ BORANIR MÍLUR NOREGUR BREZKT „ SVÆDI X WNOKSKT SVÆOl \M ACO-S\ l.ni KOFISK FIELD /J os !•: i>• 111 n i;; 'XÆ&Z&iÍi'sl. >*&L 8,IELL/,a^®Íl! DANMÖRK ÞÝZKALAND BRETLANl)! > í TENNECO \ ÍRLAND J HOLLÁNDi ____ke| YZKALANI > ' ■ .. KRAKKl.ANI),. Olíusvæðin á Norðursjó. OLÍAN, sem íundizt hefur í Norðursjó, leiðir til þess áður en langt um líður, að Bretar og fleiri þjóðir verða olíuframleiðendur í stórum stíl. Um þetta virð- ist engum blöðum að fletta, og afleiðingarnar verða víðtækar. Áætla má að framleiðsla olíu úr hafinu við strendur Bretlands geti numið einni milljón tunna á dag, en það jafngildir 50 milljónum lesta af hráolíu á ári. Olíuneyzla Breta nam 103 milljónum lesta í fyrra, og öll olían var innflutt. Heppnin hefur ekki aðeina elt Breta í þessu efni. Norð- menin hafa þegar tryggt sér meiri olíu en neyzla þeirra nemur frá Ekofisk-borunar- svæðinu, og þessa dagana er að hefjast olíuflutniingur frá svæðinu. Hollendingar, Donir og Spánverjar eiga allir olíu undan ströndum sínum, ekki eins mikla að magni, en nóg til þess að gera Vestur-Evrópu kleift að vera ekki lengur 99% háð innfluttri hráolíu, ag mestu frá Miðausturlöndum. Þegar Arabaríkin fóru að hækka hráolíuverðið upp úr öllu valdi, knúðu þau á Evrópu þjóðimar að hagnýta þessar nýfundnu orkulindir sínar, og þeim varð ljóst að hagnýting þessarar olíu væri ekki aðeinis hagkvæm og raunhæf heldur beiniínis pólitísk nauðsyn. • AUKNIR MÖGULEIKAR Þetta táknar ekki að Vestur- Evrópa geti í sameiningu sett Arabalöndunum stólinn fyrir dymar. Olíuneyzla Evrópu árið 1970 nam 628 milljónum lesta, og eftirspurnin eykst um 50 milljónir lesta á hverju ári. Fyrirsjáanleg olíuframleiðsla Breta jafngildir því eins árs aukningu eftirispumar Evrópu. En árið 1975 geta Bretar farið að ráðgera samdrátt olíuinn- flutmíngs, sem í fyrra nam 925 milljónum puruda (rúmlega 10% heildarinnflutningsims) og aukast um sem svarar 100 milljónum punda á ári vegna síðustu olíusamininga sem hafa verið gerðir við olíufram- framleiðslulöndin í Miðaustur- löndum. Ef Bretar hagnýta ekki nýfundnar olíubirgðir sírnar við strendurnar mundi olíuinnflutniingur aukast um sem svarar 300 millj. punda árið 1975. Þótt boranir eftir olíu á hafi úti séu kostnaðarsamt íyrirtæki verður flutndngs- kostnaðurinn hreinasta smá- ræði samaniborið við langa og tafsama flutninga frá Mið- austurlöndum og Nígeríu. Möguleikamir á Norðursjó virðast stöðugt fara batnandi, sérstaklega á belti, sem liggur í norður frá Ekofisk-svæði Norðmanna til Hjaltlands. Bæði Shell og British Petroleum hafa fundið töluvert magn olíu á hluta Bretlands á þessu svæði, og Bretar munu verja mestöllum fjárfestingum siín- um í olíuleit á norðanverðum Norðursjó á þessu ári. Olía hefur fundizt á fknm og ef til vill sex stöðum á Norðursjó til þessa, og olíufundur BP, um 180 kim undan Aberdeen, er vafalaust allt önnur olíulind en Ekofisk-svæði Norðmanna. Vera má, að Shell sé í þann veginn að finna ennþá meiri olíu 160 km norðaustur af Hjaltlandi. Jarðfræðileg vit- neskja frá þeirri oliuleit mun leiða í ljós hvort um er að ræða geysistórt olíusvæði í út- jaðri breziku landhelginnar. Shell stæði varla fyrir þessari umfangsmiklu leit, ef ekki væri talið víst að um mikinn olíu- fund yrði að ræða. En nú get- ur virzt að jafnvel ennþá meiri olía finnist suður og vestur af Bretlandi, sérstaklega í olíu- auðugum neðansjávarlögum undan Wight-eyju og beint undir aðalsiglingaleiðinni á miðju Enmarsundi. • LANDGRUNNSDEILUR Mikil deila er þegar risin upp við Frakka út af þessari olíu. Vitað hefur verið árum samian, að neðanisjávarhamrar, sem hafa að geyma olíu, Par- ísardældin svokallaða teygja sig í vestur frá Paris og undir Enmarsund til Dorset þar sem dælt hefur verið eftir olíu í landi við Kknneridge-flóa. Nú vilja Frakkar skipta olíusvæð- inu á Enroarsundi til helminga. Bretar halda sig við alþjóða- reglur sem segja að línur skuli dregnar frá strandlínum, en þar með mundi mestöll olíu- jarðlögin falla þeim í skaut. Frakkar hafa bannað erlendum olíufélögum að leita eftir olíu í franskri lándhelgi, en frönsk olíufélög eru athafnasöm bæði á brezkum og norskum haf- svæðum. Þessa deilu verður auðveldara að setja niður í bróðemi, ef Bretar fá inin- göngu í Efnahagsbandalagið. Mikið magn olíu er einmig talið fólgið undir hafinu milli Wales og írlands, og það hefur valdið Bretum áhyggjum að írska stjórnin hefur veitt Mar- athon Oil sjálfstæðu stórfyrir- tæki í Ohio, hálfgerða einokun á sinum hiuta hafsins. Fulltrú- ar ríkisstj ómamna í London og Dublin eiga um þessar mundir í varkárum samningaumleit- unum, þar sem það er orðin viðtekin alþjóðavenja að rílki, sem eiga hluta í sama olíu- svæði, skipti því jafint, með sameiginlegum framleiðslubún- aði ef nauðsyn þykir og með því að skipta afrakstrinum. Enn lengra í norðri ver Shell 9 milljónum punda til þess að leita eftir olíu úti á Atlanits- hafi í norðvestur af Orkneyj - um og Ytri-Suðureyjum, og hefur olíu aldrei verið leitað á eins djúpu og stormasömu hafsvæði. Danir hafa fundið litið olíu- svæði um 300 km undan Es- bjerg, er skilar 200.000 lestum. Þessi olíufundur Dana varð til þess, að Vestur-Þjóðverjar og Danir breyttu maxkalínunini milli olíusvæða sinna en Danór fundu svæðið áður en samin- ingurinn var gerður. Danir munu einnig hagnast á Eko- fisk-svæði Norðmanna, þar sem mögulegt ætti að vera að framleiða 15 milljónir lesta af olíu á ári, en þar af munu Norðmenn aðeins nota 9 millj- ónir lesta. • DÝRAR PfPUR Samtök fjögurra félaga und- ir forystu Phillips-félagsins reka í sameiningu fjórar fram- leiðslulindir, sem munu gefa af sér jarðgas jafnt sem olíu, gas sem Norðmerun hafa litla eða enga þörf fyrir. Þessu gasi verður fyrst dælt aftur ofan í hafsbotnisnn til að stuðla að því að þrýsta meiri olíu upp á yfirborðið, en að lokum verð- ur það leitt í pípum til Dan- merkur (frá Norður-Jótlandi til Kaupmannahafnar), og mun hún sjá Dönum fyrir fjórð- ungi orkuþarfar þeirra, en samt er trúlegt að eftir verði magn, sem geri þeim kleift að selja Þjóðverjum olíu. Vestur- Þjóðverjar hafa hingað til enga olíu og ekkert gas fundið undan ströndum sinum, og virðist það aðallega stafa af ágreiningi um markalínur. Ekofiák-svæðið nær sennilega suður á bóginn um þýzka gvæðið og inn á hollenzk haf- svæði. Gífurlegur kostnaður af lagn- ingu olíupípa um ósléttan botn Norðursj ávar veldur því, að v fyrsta olían frá Ekofiisk- svæðinu er flutt í land í olíu- flutniingaskipum, sem taka olíuna beint frá olíulindunum. BP gerir ráð fyrir að fara eins að með fyrstu olíu sína undan Skotlandi. Aðeins ein olíupípa kostar 80 milljónir punda, og þar sem brezka landgrunnið, sem þarf að kanma, er 168000 fermílur að flatarmáli, eru olíufélögin treg til þess að binda svo gífurlegar fjárfest- iingar í einstökum pípum, unz betur kemur í ljós, hvemig flutningunum verður hagað. Spánverjar eru sennilega eina Evrópuþjóðin, sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvernig koima skuli olíunni í iand. Þær þrjár olíulindir, sem þeir hafa reynt (en áætlað er að þær hafi að geyma að minnista kosti 40 milljónir lesta, en olíuneyzla þeirra nam 23 milljónum lesta í fyrra) eru rétt úti fyrir óshólmum árinnar Ebro. • HVAÐ SEGJA ARABAR? Olían, sem Vestur-Evrópu- þjóðimar hafa funidið, gerir þær ekki sjálfum sér nógar með olíu, smáþjóðimar geta orðið sjálfum nógar. Jafnvel þótt Bretar hagnýttu allar þær lind- ir, sem hagkvæmt teldist að nýta, yrðu þeir að halda áfram að kaupa olíu frá Miðaustur- löndum. En aukiist olíufram- leiðslugeta Vestur-Evrópu með skjótum hætti fram til ársins 1975, og þegar þar við bætist að horfið verður til nýtingar kj amorkunnar eins og nú er strax farið að sjást merki), þá ætti samningsaðstaða olíu- neyzlulandanna að gerbreytast næst þegar Arabaríkin setj ast að samningaborði. Meira að segja Japanir vænta þess að njóta góðs af geysistórum jarð- gassvæðum Ný-Sjálendinga. Vesturlönd geta ekki komizt af án olíunnar frá Miðausturlönd- um. En þau gætu vissulega komizt af án olíu frá einstaka löndum eins og Lýbýu, sem hleypa olíuverðinu upp úr öllu valdi. Þess sjást nú þegar merki, að Arabar geri sér grein fyrir þessu. (Economist). Austin sendiferðabíll Traustur og öruggur. Kraftmikill og spar- neytin 48 hestafla vél. Hagkvæmur fyrir hvers konar starfsemi í bæjum og sveitum. Verð með miðstöð og öryggisbeltum ca. kr. 180.000,00. Til afgreiðslu fljótlega. Carðar Gíslason hf. Bifreiðaverzlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.